Þýskur sementsrisi fær 49 þúsund fermetra undir starfsemi í Þorlákshöfn

Þýski iðnrisinn HeidelbergCement ætlar sér að framleiða að minnsta kosti milljón tonn af íblöndunarefnum í sement í Þorlákshöfn á hverju ári og hefur sótt um og fengið vilyrði fyrir úthlutun tólf atvinnulóða undir starfsemi sína í bænum.

Heidelberg fær úthlutað alls 12 lóðum undir starfsemi sína á nýju athafnasvæði í grennd við höfnina í Þorlákshöfn, sem verið er að stækka.
Heidelberg fær úthlutað alls 12 lóðum undir starfsemi sína á nýju athafnasvæði í grennd við höfnina í Þorlákshöfn, sem verið er að stækka.
Auglýsing

Félagið Heidel­berg Cem­ent Pozzol­anic Mater­i­als ehf., sem er hluti af einum stærsta steypu­fram­leið­anda heims, Heidel­bergCem­ent, hefur sótt um að fá úthlutað all­nokkrum lóðum undir verk­smiðju og tengda starf­semi í Þor­láks­höfn. Skipu­lags­nefnd Sveit­ar­fé­lags­ins Ölf­uss tók jákvætt í beiðn­ina á fundi sínum í síð­ustu viku.

Heidel­berg ráð­ger­ir, sam­kvæmt erindi sem nýlega var sent til sveit­ar­fé­lags­ins, að fram­leiða íblönd­un­ar­efni í steypu, um 1 til 1,5 millj­ónir tonna á ári fyrst um sinn og flytja úr landi. Árleg velta starf­sem­innar er áætluð 10-15 millj­arðar króna á árs­grund­velli og orku­þörfin er talin „svipuð og hjá lít­illi stór­iðju“. Störf við fram­leiðsl­una eru sögð eiga að verða 60-80 tals­ins fyrsta kast­ið, en geti orðið enn fleiri með mögu­legri stækkun verk­smiðj­unn­ar.

Stærsti eig­andi Heidel­bergCem­ent er Þjóð­verj­inn Lud­wig Merckle, sem er sam­kvæmt For­bes númer 504 á list­anum yfir rík­ustu menn heims í dag, en eignir hans eru sagðar nema 5,1 millj­arði banda­ríkja­dala. Heidel­bergCem­ent er með starf­semi í yfir 60 löndum og voru starfs­menn félags­ins á heims­vísu 53 þús­und tals­ins árið 2020.

Heidel­bergCem­ent er þátt­tak­andi í íslenskum bygg­ing­ar­iðn­aði, en fyr­ir­tækið er meiri­hluta­eig­andi Horn­steins ehf., sem á fyr­ir­tækin BM Val­lá, Björgun og Sem­ents­verk­smiðj­una.

Vilja að tekið verði „fast“ á umhverf­is­þáttum

Lóð­irnar sem Heidel­berg sótti um til sveit­ar­fé­lags­ins eru Hafn­ar­vegur 3, 5 og 7, Aust­ur­bakki 1, 2, 3, 4 og 6, Hafn­ar­bakki 14, 16 og 18 og Bakki 2, en sam­an­lögð stærð þess­ara lóða nemur rúm­lega 49 þús­und fer­metrum, sam­kvæmt lóða­töflu vegna deiliskipu­lags hafn­ar­svæð­is­ins í Þor­láks­höfn.

Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd sveit­ar­fé­lags­ins sam­þykkti á fundi sínum sem fram fór síð­asta fimmtu­dag að lóð­unum yrði úthlutað til Heidel­berg, en vís­aði mál­inu áfram til umsagnar fram­kvæmda- og hafn­ar­nefnd­ar.

Auglýsing

Í umsögn skipu­lags- og umhverf­is­nefndar segir að nefndin sé „sér­stak­lega áfram“ um að við breyt­ingar á deiliskipu­lagi sem framundan eru „verði tekið fast á umhverf­is­legum þátt­u­m“. Nefndin segir að það komi ekki til greina að haug­setn­ing jarð­efna verði utandyra, eða að mengun svo sem ryk­meng­un, hljóð­mengun eða önnur óþæg­indi stafi af starf­sem­inni. Einnig seg­ist nefndin telja mik­il­vægt að horft verði til getu inn­viða í Þor­láks­höfn og nágrenni til að þjón­usta starf­sem­ina.

Sér­stak­lega segir nefndin mik­il­vægt að huga að umferð­ar­málum og hefur hún falið starfs­mönnum sveit­ar­fé­lags­ins að kalla eftir áliti Vega­gerð­ar­innar á umferð­ar­málum tengdu verk­efn­inu og getu vega­kerf­is­ins, þar sem sér­stak­lega verði „kallað eftir yfir­liti yfir nauð­syn­legar breyt­ingar svo sem á breikkun Þrengsla­veg­ar, gatna­mótum við Þor­láks­hafn­ar­veg og klif­ur­rein við Skóg­ar­hlíða­brekku“.

Efn­istaka úr námum á landi Kirkju sjö­unda dags aðventista

­Sagt var frá því í Morg­un­blað­inu undir lok mars­mán­aðar að námu­fyr­ir­tækið Eden Mining kæmi að námu­vinnslu vegna verk­efn­is­ins, en það félag hefur leigt námu­rétt­indi í móbergs­fjöll­unum Litla-Sand­felli og Lamba­felli af Kirkju sjö­unda dags aðventista.

Í dag er þegar náma í í báðum fjöll­um, en sú í Litla-Sand­felli hefur verið lítið notuð und­an­farin ár. Það mun hins­vegar breyt­ast ef áform Eden Mining ganga eft­ir, en eins og Kjarn­inn fjall­aði nýlega um leggur félagið upp með að vinna 15 millj­ónir rúmmetra af jarð­efni úr fjall­inu, sem mun smám saman hverfa úr lands­lag­inu gangi áformin eft­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent