Litla-Sandfell mun hverfa

„Við efnistökuna mun ásýnd fellsins óhjákvæmilega breytast og að lokum mun fjallið hverfa,“ segir í matsáætlun Eden Mining um áformaða efnistöku úr Litla-Sandfelli í Þrengslum í Ölfusi. Stærstur hluti fjallsins yrði fluttur úr landi.

Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Auglýsing

Fyr­ir­tækið Eden Mining ehf. áformar að vinna 15 millj­ónir rúmmetra af jarð­efni úr Litla-Sand­felli við Þrengsla­veg í Ölf­usi sem yrði að hluta nýtt í fram­kvæmdir á svæð­inu og að hluta sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent.

Miðað við það sem fram kemur í mats­á­ætlun hinnar fyr­ir­hug­uðu námu­vinnslu myndi fjallið hverfa á um þrjá­tíu árum. Fyr­ir­tæk­ið, sem er í eigu Krist­ins Ólafs­sonar og Eiríks Ingv­ars Ingv­ars­son­ar, starf­rækir einnig námu í Lamba­felli og á Hrauns­andi. Litla-Sand­fell er á jörð­inni Breiða­ból­stað sem er í eigu Kirkju sjö­unda dags aðventista. Hefur Eden gert lang­tíma­leigu­samn­ing við eig­end­urna.

Auglýsing

Litla-Sand­fell stendur um 95 metra upp úr Leita­hrauni í Þrengsl­un­um. Í því hefur verið starf­rækt náma frá árinu 1965 en vinnslan hefur verið lítil und­an­farin ár. Efnið úr námunni er basalt túff og hefur verið notað í fram­kvæmdir á svæð­inu und­an­farna ára­tugi, t.d. Þrengsla­veg á 7. ára­tug síð­ustu ald­ar, Suð­ur­strand­ar­veg og almennar bygg­ing­ar­fram­kvæmdir í Ölf­usi.

Allt umhverfis fjallið er Leita­hraun (Lamba­fells­hraun) sem rann úr gígnum Leiti í aust­an­verðum Blá­fjöllum fyrir um 5.200 árum. Litla-Sand­fell rís upp úr þess­ari hraun­breiðu og er líkt og nán­ast öll önnur fjöll í kring úr móbergi. Eld­gosið sem mynd­aði Litla-Sand­fell náði þó aldrei að brjót­ast í gegnum ísald­ar­jökul­inn og þess vegna er engin grá­grýt­is­hetta í fjall­inu og bergið í því til­tölu­lega veikt.

Samanburður á áhrifum námuvinnslunnar. Litla-Sandfell eins og það er í dag á efri myndinni en horfið á þeirri neðri. Mynd: Úr matsáætlun

Til­gangur efn­is­tök­unnar í Sand­felli er í mats­á­ætl­un­inni sagður vera að nýta efnið að mestu sem stað­göngu­efni flug­ösku í sem­ents­fram­leiðslu. „Til­gangur verk­efn­is­ins snýr líka að lækkun á kolefn­is­spori bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins á Íslandi og í Norð­ur­-­Evr­ópu,“ segir í mats­á­ætl­un­inni. Síð­ustu ár og ára­tugi hefur notkun íauka, einkum flug­ösku úr kola­verum, auk­ist mik­ið. „Með nýjum áherslum í orku­fram­leiðslu í Evr­ópu eru þó blikur á lofti um öflun [flugösku],“ segir í skýrsl­unni. Þýska­land hafi t.d. ein­sett sér að loka öllum kola­verum fyrir 2038 og þar með sé búið að fjar­lægja helstu upp­sprettu íauka í sem­ent.

Til að kom­ast hjá því að sem­ents­fram­leið­endur noti efni sem hafi enn meiri kolefn­is­spor en flugaskan þurfi „að fylla upp í þetta skarð sem að lokun kola­ver­anna skilur eftir sig með ein­hverjum öðrum íauk­um, t.d. með muldu móberg­i“. Mulda móberg­ið, segir í mats­á­ætl­un­inni, er ekki ætlað sem við­bót á sem­ents­mark­að­inn eða til þess að auka heild­ar­fram­leiðslu, „heldur kemur það í stað efna sem notuð eru við fram­leiðslu á sem­enti í óum­hverf­is­vænna fram­leiðslu­ferli“.

Sand­fells­náman er um 13 kíló­metra fjar­lægð frá Þor­láks­höfn og í um 0,5 km fjar­lægð frá Þrengsla­vegi. Efnið yrði flokkað í tvær stærð­ir, 0-10 mm og 10-100 mm. Meiri­hluta fínna efn­is­ins yrði keyrt jafn­óðum til Þor­láks­hafn­ar, þar sem Horn­steinn ehf. hefur skuld­bundið sig til að kaupa það og vinna til útflutn­ings. Gróf­ara efni yrði haug­sett og unnið eftir þörfum í fram­kvæmdir á svæð­inu. Áætlað er að 60 pró­sent efn­is­ins verði fínt og 40 pró­sent gróf­ara.

Litla-Sandfell séð frá þeirri hlið þar sem námuvinnsla hefur verið stunduð frá sjöunda áratugnum. Mynd: Úr matsáætlun

Byrjað yrði að vinna í fell­inu vest­an­verðu svo ásýnd þess veg­megin hald­ist óröskuð sem lengst. Miðað við áformin mun náman hins vegar tæm­ast, þ.e. fjallið hverfa, á þrjá­tíu árum. „Þegar fjallið hefur verið fjar­lægt“ yrði farið eftir leið­bein­ingum Vega­gerð­ar­innar varð­andi frá­gang námu­svæða.

Aðal­val­kostur fram­kvæmd­ar­inn­ar, sem kynntur er í mats­á­ætl­un­inni er að vinna 15 milljón rúmmetra í heild­ina. Vinnslu­svæðið yrði þá allt fellið og að efn­is­töku lok­inni yrði það alveg horf­ið. Val­kostur B er að helm­inga efn­is­tök­una og vinna fellið ein­göngu að vest­an­verðu svo það hverfi ekki alveg og að ásýndin hald­ist að ein­hverju leyti óbreytt frá Þrengsla­vegi. Í þessum val­kosti felst að vinna 8 milljón rúmmetra í heild­ina.

Auglýsing

Til að fyr­ir­huguð námu­vinnsla geti farið fram þarf að vinna aðal­skipu­lags­breyt­ingu. Ekk­ert deiliskipu­lag er heldur til fyrir svæðið en fram­kvæmda­að­ili segir til standa að vinna slíkt í sam­ráði við sveit­ar­fé­lag­ið.

Eden Mining hefur lagt mats­á­ætlun sína fram til Skipu­lags­stofn­unar sem hluta af umhverf­is­mati fram­kvæmd­anna. Allir geta kynnt sér áætl­un­ina og veitt umsögn. Þær skulu ber­ast Skipu­lags­stofnun eigi síðar en 3. mars.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent