Þýskt fyrirtæki vill grafa eftir íslenskum vikri til sementsframleiðslu í Evrópu

Áformuð vinnsla þýsks fyrirtækis á vikri sem til varð í Kötlugosum myndi skapa störf í námunni á Mýrdalssandi og við flutninga. En efnið yrði allt flutt beint úr landi. Landvernd telur ástæðu til að óttast að fórnarkostnaður yrði mun meiri en ávinningur.

Austurhlíðar Hafurseyjar þar sem hún rís upp úr sandinum.
Austurhlíðar Hafurseyjar þar sem hún rís upp úr sandinum.
Auglýsing

Þýska fyr­ir­tækið STEAG Power Miner­als (SPM) hyggur á efn­is­töku á vikri á Mýr­dals­sandi austan og suð­austan við Haf­ursey, svo­kall­aðri Háöldu. Vik­ur­inn yrði fluttur á bílum til Þor­láks­hafnar og í skip til Evr­ópu, og mögu­lega Norð­ur­-Am­er­íku, þar sem hann yrði not­aður sem íblönd­un­ar­efni í fram­leiðslu á sem­enti.

SPM er hluti af þýsku STEAG-­sam­steypunni, einum stærsta orku­fram­leið­anda Þýska­lands sem sér­hæfir sig í kola­verum og end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Utan Þýska­lands er fyr­ir­tækið með starf­semi í Frakk­landi, Tyrk­landi, Kól­umbíu og Fil­ipps­eyj­um.

Auglýsing

SPM hefur stofnað fyr­ir­tækið Power Miner­als Iceland ehf. og festi það kaup á jörð­inni Hjör­leifs­höfða ásamt Íslend­ing­um. SPM á 90 pró­sent í jörð­inni og Íslend­ing­arnir 10 í gegnum félag sitt Lása­stígur ehf. Leitin að hinum full­komna vikri var löng og kannað var efni úr 31 námu, jafnt á Íslandi sem Azor-eyj­um. „Til að gera langa sögu stutta þá er engin önnur vik­ur­náma í Evr­ópu sam­bæri­leg vikrinum í Háöldu á Mýr­dals­sand­i,“ segir í til­lögu að mats­á­ætlun SPM. Þegar horft sé til gæða vik­urs­ins, þess magns sem sé til staðar og stað­setn­ingu námunnar sé „fyr­ir­huguð vik­ur­náma á Mýr­dals­sandi algjör­lega ein­stök og á engan sinn líkan í Evr­ópu“.

Staðsetning fyrirhugaðrar vikurnámu. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Vik­ur­inn er gjall sem mynd­að­ist í eld­gosum í Kötlu og barst fram á Mýr­dals­sand í jök­ul­hlaupi. Honum er ætlað að koma í stað kola­ösku (e. coal fly ash) úr kola­verum sem notuð hefur verið sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent í árarað­ir. „Með auk­inni umhverf­is­vit­und hefur kola­verum í Vest­ur­-­Evr­ópu fækkað mikið og fram­boð á kola­ösku dreg­ist sam­an,“ segir í til­lögu að mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­inn­ar. „Í Þýska­landi er jafn­framt stefnt að því að árið 2038 verði búið að loka öllum kola­ver­um. Í stað þess að útvega kola­ösku ann­ars staðar frá ætlar SPM sér að nota vikur til að bjóða við­skipta­vinum sínum umhverf­is­vænt hrá­efn­i.“

Vinnslan yrði um milljón tonn á ári

Fyr­ir­hugað efn­is­töku­svæði er 15,5 fer­kíló­metrar að flat­ar­máli. Í skýrsl­unni segir að jarð­fræði­rann­sóknir bendi til að auð­vinn­an­legur vikur innan svæð­is­ins sé um 146 millj­ónir rúmmetra (m3). Fyr­ir­hugað er að taka 286 þús­und rúmmetra af efni fyrsta árið en að fimm árum liðnum verði búið að auka efn­is­tök­una upp í 1,43 milljón rúmmetra, eina milljón tonna, á ári og er stefnt að því að halda þeim afköstum eftir það.

Ein­ungis yrði unnið í litlum hluta fram­kvæmda­svæð­is­ins hverju sinni. Teknir yrðu um átta metrar ofan af vik­ur­lag­inu og því yrði virkt efn­is­töku­svæði á hverju ári um 20-40 hekt­ar­ar, miðað við full afköst. Fyr­ir­tækið telur að vik­ur­lagið á Mýr­dals­sandi austan Haf­urs­eyjar ætti að duga til efn­is­töku í rúm­lega 100 ár.

Aðkomuvegur að námu er brúnmerktur og tengist þjóðvegi 1 um einum kílómetra austan við Múlakvísl. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Hug­myndir um vik­ur­nám á þessu svæði eru ekki nýjar af nál­inni og hefur efn­is­töku­svæðið verið á gild­andi aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps í tæpa tvo ára­tugi. Árið 2002 var unnið mat á umhverf­is­á­hrifum fyrir vik­ur­nám á sama svæði og lauk því ferli með því að Skipu­lags­stofnun heim­il­aði efn­is­tök­una. Helsta breyt­ingin frá þeim tíma er hins vegar sú að þá var gert ráð fyrir verk­smiðju í Vík sem myndi vinna vik­ur­inn áður en hann væri fluttur úr landi. Nú stendur til að flytja vik­ur­inn óunn­inn beint út.

Farið verður í frek­ari rann­sóknir á gróðri, dýra­lífi og fleiru við áfram­hald­andi mat á umhverf­is­á­hrifum námu­vinnsl­unnar en gera þarf frá grunni nýja skýrslu um sam­fé­lags­leg áhrif þar sem margt hefur breyst í því sam­bandi á und­an­förnum árum. Á Suð­ur­landi er nú miklu meiri ferða­mennska, m.a. í óbyggðum svæðum Mýr­dals­hrepps. Til að mynda er vin­sælt að ganga á Haf­ursey og virða fyrir sér lands­lagið sem jöklar og eld­fjöll hafa mót­að.

Auglýsing

SPM áætlar að vinnslan skapi um 22 tíma­bundin störf á ýmsum stigum und­ir­bún­ings og 24 var­an­leg störf þegar hún hefst. Störfum muni svo fjölga upp í allt að 135 þegar starf­semin hefur náð fullum afköst­um. Auk þess megi búast við afleiddum störf­um.

„Fyr­ir­huguð fram­kvæmd er ekki flókin og í eðli sínu mjög ein­föld, gröfur moka upp vikri á vöru­bíla sem keyra til Þor­láks­hafnar þar sem vik­ur­inn er settur um borð í skip,“ segir mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Einfaldað flæðirit af nauðsynlegum framkvæmdaþáttum vikurnámsins á Mýrdalssandi. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Í umsögn Heil­brigð­is­eft­ir­lits Suð­ur­lands, sem hefur það hlut­verk að gefa út starfs­leyfi fyrir fram­kvæmd sem þess­ari, er m.a. fjallað sér­stak­lega um flutn­ing­ana af Mýr­dals­sandi og til Þor­láks­hafn­ar. „Þessi vega­lengd hljómar eflaust stutt í eyrum þeirra erlendu aðila sem eru vanir hrað­brautum heima fyr­ir, en öðru máli gegnir með að leggja þessa flutn­inga á þá vegi sem hér eru til stað­ar.“ Leiðin liggi í gegnum mörg sveit­ar­fé­lög og um þétt­býli þriggja. „Slíkir flutn­ingar koma til með að valda ónæði og auka hættu á meng­un­ar­slys­um.“

Heil­brigð­is­eft­ir­litið telur æski­legt að reiknað verði út kolefn­is­spor sem hlýst af þessum flutn­ingi „fremur en að fjalla um kolefn­is­spor við rekstur hjúkr­un­ar­heim­ilis á Sel­fossi,“ líkt og gert er í til­lögu að mats­á­ætl­un. Hvetur eft­ir­litið til þess að kannað verði hvort að hægt sé að fara með vik­ur­inn styttri leið til skips, t.d. við Hjör­leifs­höfða.

Kort sem sýnir hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði og helstu kennileiti í nágrenninu. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Í svip­aðan streng er tekið í athuga­semdum Land­vernd­ar. Verk­efnið sé kynnt sem „afar gagn­legt í bar­átt­unni gegn hættu­legum lofts­lags­breyt­ing­um“ en að rök­stuðn­ingur sé ekki vel und­ir­byggð­ur. Það komi á óvart að Land­eyj­ar­höfn skuli ekki til­tekin sem val­kostur fyrir útskipun því akst­ursleið þangað er mun styttri en til Þor­láks­hafn­ar.

„Þá verður ekki séð að raun­veru­leg verð­mæta­sköpun á Íslandi verði mikil þó að auð­lindin sé íslensk,“ segir enn­fremur í athuga­semdum Land­vernd­ar. „Er­lendir aðilar eiga bæði verk­smiðju og 90 pró­sent af land­inu þannig að arður eig­enda, auð­lind­arent­an, mun leita úr landi. Þá bendir reynslan til þess að þau störf sem myndu skap­ast geti alveg eins fallið í skaut erlendra vinnu­miðl­unar og skili sér því illa inn í sam­fé­lag­ið. Það er því að mati Land­verndar nauð­syn­legt að greina sam­fé­lags­á­hrif af mik­illi vand­virkni til að koma megi í veg fyrir rangar álykt­anir og í kjöl­farið ranga nið­ur­stöðu.

Land­vernd telur að skjót­virkasta leiðin til að draga úr losun frá sem­enti sé að draga úr notkun þess með því að byggja minni mann­virki og leggja í hönn­un­ar­ferli áherslu á að draga úr sem­ents­notkun sem og end­ur­nýta gamla steypu sem íblönd­un­ar­efni.

Land­vernd minnir svo á að Mýr­dalur sé þekktur fyrir mat­væla­fram­leiðslu og nátt­úru­feg­urð sem dragi fjölda ferða­manna að árlega. Sam­tökin telja ástæðu til að ótt­ast að fórn­ar­kostn­aður vegna áform­aðrar vinnslu yrði mun meiri en hugs­an­legur ávinn­ing­ur.„Þegar öll kurl koma til grafar verða meiri hags­munir og lang­tíma­hags­munir að vega þyngra en sam­tíma­sjón­ar­mið og minni hags­mun­ir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent