Þýskt fyrirtæki vill grafa eftir íslenskum vikri til sementsframleiðslu í Evrópu

Áformuð vinnsla þýsks fyrirtækis á vikri sem til varð í Kötlugosum myndi skapa störf í námunni á Mýrdalssandi og við flutninga. En efnið yrði allt flutt beint úr landi. Landvernd telur ástæðu til að óttast að fórnarkostnaður yrði mun meiri en ávinningur.

Austurhlíðar Hafurseyjar þar sem hún rís upp úr sandinum.
Austurhlíðar Hafurseyjar þar sem hún rís upp úr sandinum.
Auglýsing

Þýska fyr­ir­tækið STEAG Power Miner­als (SPM) hyggur á efn­is­töku á vikri á Mýr­dals­sandi austan og suð­austan við Haf­ursey, svo­kall­aðri Háöldu. Vik­ur­inn yrði fluttur á bílum til Þor­láks­hafnar og í skip til Evr­ópu, og mögu­lega Norð­ur­-Am­er­íku, þar sem hann yrði not­aður sem íblönd­un­ar­efni í fram­leiðslu á sem­enti.

SPM er hluti af þýsku STEAG-­sam­steypunni, einum stærsta orku­fram­leið­anda Þýska­lands sem sér­hæfir sig í kola­verum og end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Utan Þýska­lands er fyr­ir­tækið með starf­semi í Frakk­landi, Tyrk­landi, Kól­umbíu og Fil­ipps­eyj­um.

Auglýsing

SPM hefur stofnað fyr­ir­tækið Power Miner­als Iceland ehf. og festi það kaup á jörð­inni Hjör­leifs­höfða ásamt Íslend­ing­um. SPM á 90 pró­sent í jörð­inni og Íslend­ing­arnir 10 í gegnum félag sitt Lása­stígur ehf. Leitin að hinum full­komna vikri var löng og kannað var efni úr 31 námu, jafnt á Íslandi sem Azor-eyj­um. „Til að gera langa sögu stutta þá er engin önnur vik­ur­náma í Evr­ópu sam­bæri­leg vikrinum í Háöldu á Mýr­dals­sand­i,“ segir í til­lögu að mats­á­ætlun SPM. Þegar horft sé til gæða vik­urs­ins, þess magns sem sé til staðar og stað­setn­ingu námunnar sé „fyr­ir­huguð vik­ur­náma á Mýr­dals­sandi algjör­lega ein­stök og á engan sinn líkan í Evr­ópu“.

Staðsetning fyrirhugaðrar vikurnámu. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Vik­ur­inn er gjall sem mynd­að­ist í eld­gosum í Kötlu og barst fram á Mýr­dals­sand í jök­ul­hlaupi. Honum er ætlað að koma í stað kola­ösku (e. coal fly ash) úr kola­verum sem notuð hefur verið sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent í árarað­ir. „Með auk­inni umhverf­is­vit­und hefur kola­verum í Vest­ur­-­Evr­ópu fækkað mikið og fram­boð á kola­ösku dreg­ist sam­an,“ segir í til­lögu að mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­inn­ar. „Í Þýska­landi er jafn­framt stefnt að því að árið 2038 verði búið að loka öllum kola­ver­um. Í stað þess að útvega kola­ösku ann­ars staðar frá ætlar SPM sér að nota vikur til að bjóða við­skipta­vinum sínum umhverf­is­vænt hrá­efn­i.“

Vinnslan yrði um milljón tonn á ári

Fyr­ir­hugað efn­is­töku­svæði er 15,5 fer­kíló­metrar að flat­ar­máli. Í skýrsl­unni segir að jarð­fræði­rann­sóknir bendi til að auð­vinn­an­legur vikur innan svæð­is­ins sé um 146 millj­ónir rúmmetra (m3). Fyr­ir­hugað er að taka 286 þús­und rúmmetra af efni fyrsta árið en að fimm árum liðnum verði búið að auka efn­is­tök­una upp í 1,43 milljón rúmmetra, eina milljón tonna, á ári og er stefnt að því að halda þeim afköstum eftir það.

Ein­ungis yrði unnið í litlum hluta fram­kvæmda­svæð­is­ins hverju sinni. Teknir yrðu um átta metrar ofan af vik­ur­lag­inu og því yrði virkt efn­is­töku­svæði á hverju ári um 20-40 hekt­ar­ar, miðað við full afköst. Fyr­ir­tækið telur að vik­ur­lagið á Mýr­dals­sandi austan Haf­urs­eyjar ætti að duga til efn­is­töku í rúm­lega 100 ár.

Aðkomuvegur að námu er brúnmerktur og tengist þjóðvegi 1 um einum kílómetra austan við Múlakvísl. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Hug­myndir um vik­ur­nám á þessu svæði eru ekki nýjar af nál­inni og hefur efn­is­töku­svæðið verið á gild­andi aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps í tæpa tvo ára­tugi. Árið 2002 var unnið mat á umhverf­is­á­hrifum fyrir vik­ur­nám á sama svæði og lauk því ferli með því að Skipu­lags­stofnun heim­il­aði efn­is­tök­una. Helsta breyt­ingin frá þeim tíma er hins vegar sú að þá var gert ráð fyrir verk­smiðju í Vík sem myndi vinna vik­ur­inn áður en hann væri fluttur úr landi. Nú stendur til að flytja vik­ur­inn óunn­inn beint út.

Farið verður í frek­ari rann­sóknir á gróðri, dýra­lífi og fleiru við áfram­hald­andi mat á umhverf­is­á­hrifum námu­vinnsl­unnar en gera þarf frá grunni nýja skýrslu um sam­fé­lags­leg áhrif þar sem margt hefur breyst í því sam­bandi á und­an­förnum árum. Á Suð­ur­landi er nú miklu meiri ferða­mennska, m.a. í óbyggðum svæðum Mýr­dals­hrepps. Til að mynda er vin­sælt að ganga á Haf­ursey og virða fyrir sér lands­lagið sem jöklar og eld­fjöll hafa mót­að.

Auglýsing

SPM áætlar að vinnslan skapi um 22 tíma­bundin störf á ýmsum stigum und­ir­bún­ings og 24 var­an­leg störf þegar hún hefst. Störfum muni svo fjölga upp í allt að 135 þegar starf­semin hefur náð fullum afköst­um. Auk þess megi búast við afleiddum störf­um.

„Fyr­ir­huguð fram­kvæmd er ekki flókin og í eðli sínu mjög ein­föld, gröfur moka upp vikri á vöru­bíla sem keyra til Þor­láks­hafnar þar sem vik­ur­inn er settur um borð í skip,“ segir mats­á­ætlun fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Einfaldað flæðirit af nauðsynlegum framkvæmdaþáttum vikurnámsins á Mýrdalssandi. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Í umsögn Heil­brigð­is­eft­ir­lits Suð­ur­lands, sem hefur það hlut­verk að gefa út starfs­leyfi fyrir fram­kvæmd sem þess­ari, er m.a. fjallað sér­stak­lega um flutn­ing­ana af Mýr­dals­sandi og til Þor­láks­hafn­ar. „Þessi vega­lengd hljómar eflaust stutt í eyrum þeirra erlendu aðila sem eru vanir hrað­brautum heima fyr­ir, en öðru máli gegnir með að leggja þessa flutn­inga á þá vegi sem hér eru til stað­ar.“ Leiðin liggi í gegnum mörg sveit­ar­fé­lög og um þétt­býli þriggja. „Slíkir flutn­ingar koma til með að valda ónæði og auka hættu á meng­un­ar­slys­um.“

Heil­brigð­is­eft­ir­litið telur æski­legt að reiknað verði út kolefn­is­spor sem hlýst af þessum flutn­ingi „fremur en að fjalla um kolefn­is­spor við rekstur hjúkr­un­ar­heim­ilis á Sel­fossi,“ líkt og gert er í til­lögu að mats­á­ætl­un. Hvetur eft­ir­litið til þess að kannað verði hvort að hægt sé að fara með vik­ur­inn styttri leið til skips, t.d. við Hjör­leifs­höfða.

Kort sem sýnir hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði og helstu kennileiti í nágrenninu. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Í svip­aðan streng er tekið í athuga­semdum Land­vernd­ar. Verk­efnið sé kynnt sem „afar gagn­legt í bar­átt­unni gegn hættu­legum lofts­lags­breyt­ing­um“ en að rök­stuðn­ingur sé ekki vel und­ir­byggð­ur. Það komi á óvart að Land­eyj­ar­höfn skuli ekki til­tekin sem val­kostur fyrir útskipun því akst­ursleið þangað er mun styttri en til Þor­láks­hafn­ar.

„Þá verður ekki séð að raun­veru­leg verð­mæta­sköpun á Íslandi verði mikil þó að auð­lindin sé íslensk,“ segir enn­fremur í athuga­semdum Land­vernd­ar. „Er­lendir aðilar eiga bæði verk­smiðju og 90 pró­sent af land­inu þannig að arður eig­enda, auð­lind­arent­an, mun leita úr landi. Þá bendir reynslan til þess að þau störf sem myndu skap­ast geti alveg eins fallið í skaut erlendra vinnu­miðl­unar og skili sér því illa inn í sam­fé­lag­ið. Það er því að mati Land­verndar nauð­syn­legt að greina sam­fé­lags­á­hrif af mik­illi vand­virkni til að koma megi í veg fyrir rangar álykt­anir og í kjöl­farið ranga nið­ur­stöðu.

Land­vernd telur að skjót­virkasta leiðin til að draga úr losun frá sem­enti sé að draga úr notkun þess með því að byggja minni mann­virki og leggja í hönn­un­ar­ferli áherslu á að draga úr sem­ents­notkun sem og end­ur­nýta gamla steypu sem íblönd­un­ar­efni.

Land­vernd minnir svo á að Mýr­dalur sé þekktur fyrir mat­væla­fram­leiðslu og nátt­úru­feg­urð sem dragi fjölda ferða­manna að árlega. Sam­tökin telja ástæðu til að ótt­ast að fórn­ar­kostn­aður vegna áform­aðrar vinnslu yrði mun meiri en hugs­an­legur ávinn­ing­ur.„Þegar öll kurl koma til grafar verða meiri hags­munir og lang­tíma­hags­munir að vega þyngra en sam­tíma­sjón­ar­mið og minni hags­mun­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent