10 færslur fundust merktar „mýrdalssandur“

Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
28. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
26. nóvember 2022
Mikið vikurnám er áformað við Hafursey á Mýrdalssandi. Ef fyrirætlanir EP Power Minerals ganga eftir yrði efnið unnið úr námunni næstu hundrað árin eða svo.
Skýrslan uppfyllir ekki „eðlilega kröfu um valkostagreiningu“
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps vill að EP Power Minerals, sem áformar námuvinnslu á Mýrdalssandi, skoði að skipa vikrinum upp af ströndinni við Vík. Sveitarstjórinn segir að eftir eigi að skoða hvernig höfn á þessum slóðum þyrfti að vera.
12. nóvember 2022
Vegakerfið á Suðurlandi er nú þegar dapurt segja Samtök ferðaþjónustunnar.
Stöðug umferð vörubíla „algjör andstæða“ við þá upplifun sem ferðamenn sækjast eftir
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna harðlega áform um vikurnám á Mýrdalssandi og þá miklu flutninga sem henni fylgja. Framkvæmdaaðili sé augljóslega ekki kunnugur staðháttum og sterkri stöðu ferðaþjónustu á svæðinu.
19. október 2022
Horft yfir hið áformaða efnistökusvæði í átt að Hafursey.
Segja námufyrirtækið hafa hótað gjaldtöku og sýnt hroka
Fyrirtækið EPPM sem vill vinna vikur í stórum stíl á Mýrdalssandi segist vilja vinna að verkefninu í sátt og samlyndi við heimamenn. Ferðaþjónustufyrirtæki segja viðmótið allt annars eðlis og einkennast af hroka og rógburði.
16. október 2022
Vegir á Suðurlandi uppfylla á löngum köflum ekki nútíma hönnunarviðmið.
Vikurflutningar myndu slíta vegum á við milljón fólksbíla á dag
Vegagerðin telur að sú aukning á þungaumferð sem fylgja mun áformuðu vikurnámi á Mýrdalssandi hefði mikil áhrif á niðurbrot vega og flýta þyrfti viðhaldsaðgerðum, endurbyggingu vega og framkvæmdum. Viðbótarkostnaður ríkisins myndi hlaupa á milljörðum.
7. október 2022
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
6. október 2022
Miklir þungaflutningar um Suðurlandið fylgja vikurnáminu sem fyrirhugað er við Hafursey. Mynd af þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu.
Flutningabíll æki að meðaltali á sex mínútna fresti í gegnum þéttbýlisstaði á Suðurlandi
Skipulagsstofnun áréttar, í áliti sínu vegna matsáætlunar um fyrirhugaða vikurnámu við Hafursey á Mýrdalssandi, að umhverfismatsskýrsla þurfi að fjalla um áhrif afar umfangsmikilla flutninga með vikurinn til Þorlákshafnar.
11. nóvember 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
20. september 2021
Austurhlíðar Hafurseyjar þar sem hún rís upp úr sandinum.
Þýskt fyrirtæki vill grafa eftir íslenskum vikri til sementsframleiðslu í Evrópu
Áformuð vinnsla þýsks fyrirtækis á vikri sem til varð í Kötlugosum myndi skapa störf í námunni á Mýrdalssandi og við flutninga. En efnið yrði allt flutt beint úr landi. Landvernd telur ástæðu til að óttast að fórnarkostnaður yrði mun meiri en ávinningur.
8. september 2021