Vísa ásökunum um hótanir á bug

EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.

Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Auglýsing

„Þetta er ekki rétt,“ segja tals­menn tékk­neska fyr­ir­tæk­is­ins EP Power Miner­als (EPPM) um ásak­anir tveggja ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja um hót­anir og róg­burð. EPPM hyggur á vik­ur­nám úr Mýr­dals­sandi og sam­kvæmt umhverf­is­mats­skýrslu mun fyr­ir­tækið nota gamla þjóð­veg­inn á sand­inum til að kom­ast með vik­ur­inn frá Haf­ursey þar sem náman yrði stað­sett.

Í umsögn ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Sout­hCoast Adventure við skýrsl­una var rengd sú full­yrð­ing að hann væri í eigu EPPM. Um væri að ræða þjóð­leið í eigu íslenska rík­is­ins sem hefði síð­ustu ár verið þjón­u­staður af þeim ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum sem hann nýta, m.a. við að aka ferða­mönnum að íshell­unum í Kötlu­jökli. „Vafi leikur því á eign­ar­haldi EPPM á gamla þjóð­veg­inum og hvort eþeir hafi rétt ti að rjúfa hann þar sem fyr­ir­hugað námu­svæði ligg­ur,“ sagði í umsögn ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is­ins Katla Track .

Auglýsing

Í svörum EPPM og verk­fræði­stof­unnar Eflu við umsögn­un­um, sem send voru Skipu­lags­stofnun nýverið og Kjarn­inn fékk afhent, segir að „eng­inn vafi“ sé á eign­ar­hald­inu. „Vega­gerðin er búin að afsala sér veg­inum og hann er nú á for­ræði land­eig­enda.“

Land­eig­endur jarð­ar­innar Hjör­leifs­höfða, sem gamli þjóð­veg­ur­inn fer um, eru EP Power Miner­als og tveir Íslend­ingar sem eiga 10 pró­sent á móti tékk­neska fyr­ir­tæk­inu.

­Ferða­þjón­ustu­að­il­arnir gagn­rýna í umsögnum sínum að EPPM ætli sér að gera end­ur­bætur á veg­inum svo hann þoli þunga­um­ferð og að hann verði ein akrein með reglu­legum útskotum á 500 metra fresti svo að bílar geti mæst. „Engin umfjöllun er um áhrif þessa á aðkomu að þjóð­lend­unni og upp­lifun ferða­manna sem sækja svæðið heim til að upp­lifa nátt­úru­feg­urð og kyrrð; hvorki á fram­kvæmda­tíma vega­gerðar né á vinnslu­tíma efn­is­töku,“ segir í umsögn Kötlu Track.

EPPM tekur ekki undir þetta í svörum sín­um. „Kyrrðin mun aukast til muna við að keyra á vegi sem er búið að end­ur­byggja og verður við­haldið til að akst­ur­inn sé sem auð­veldast­ur. Ef sett verður bundið slit­lag munu þæg­indin og kyrrðin aukast enn frek­ar.“

Þá hafna tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins alfarið þeim ásök­unum að hót­anir hafi borist frá for­svars­mönnum þess um gjald­tökur á veg­inum og lok­anir að þjóð­lend­unni Kötlu­jökli.

Brúna línan sýnir gamla þjóðveginn á Mýrdalssandi. Neðst á myndinni er Hjörleifsjöfði en jörðin er stór að flatarmáli og námuvinnslusvæðið áformaða innan hennar. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Í svörum við þessu segir að Íslend­ing­arnir sem eigi 10 pró­sent í Hjör­leifs­höfða hafi stofnað fyr­ir­tækið Vik­ing Park Iceland ehf. sem ætli að byggja upp ferða­þjón­ustu á jörð­inni. „Öll umræða um gjald­töku er frá leigj­endum þeirra kom­in. EPPM ætli „að leyfa þessum heima­mönnum að byggja upp ferða­þjón­ust­una í friði“ og skipti sér ekki að því að öðru leyti en að ætla sér að vera „góður grann­i,“ líkt og það er orð­að. „Eng­inn full­trúi EPPM hefur nokkurn tím­ann verið í sam­skiptum við Katlatrack og hótað né svo mikið sem minnst á gjald­töku.“

Þá segir að full­trúar Vik­ing Park hafi ekki talað um að loka þjóð­lend­unni né loka aðgangi að Hjör­leifs­höfða­jörð­inni, „ein­göngu taka gjald af umferð á vegi sem land­eig­endur þurfa að byggja upp og við­halda“.

Sout­hCoast Adventure eru á sömu nótum í sinni umsögn um hina áform­uðu námu­vinnslu og þunga­flutn­inga sem henni fylgja.

Auglýsing

„EP Power Miner­als taka fram í skýrsl­unni að þeim sé það mik­il­vægt að vinna fram­kvæmd­ina í sátt og sam­lyndi við heima­menn og að þeir muni koma fram við landið og íbúa af virð­ing­u,“ segir í umsögn­inni. „Því miður er það ekki það við­horf sem að við höfum mætt af þeirra for­svars­mönnum heldur þvert á móti hroka, hót­unum og róg­burð­i.“

Tals­menn EPPM segja að eng­inn starfs­maður eða full­trúi fyr­ir­tæk­is­ins hafi „nokkurn tím­ann átt í sam­skipt­um“ við Sout­hCoast Adventure. „Lík­legra er að hér sé verið að rugla EPPM saman við ein­hverja aðra sem að tala alls ekki fyrir hönd fyr­ir­tæk­is­ins. EPPM leggur mikla áherslu á að starfa í sátt og sam­lyndi við heima­menn og sýna landi og þjóð virð­ing­u.“

Í svörum við þessum ásök­unum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna seg­ist EPPM leggja mikla áherslu á að Skipu­lags­stofnun „geri sér grein fyrir því að hér er um mis­skiln­ing að ræða og að EPPM hafi ekki átt í neinum sam­skiptum né haft neina aðkomu að þessu máli“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent