Segja námufyrirtækið hafa hótað gjaldtöku og sýnt hroka

Fyrirtækið EPPM sem vill vinna vikur í stórum stíl á Mýrdalssandi segist vilja vinna að verkefninu í sátt og samlyndi við heimamenn. Ferðaþjónustufyrirtæki segja viðmótið allt annars eðlis og einkennast af hroka og rógburði.

Horft yfir hið áformaða efnistökusvæði í átt að Hafursey.
Horft yfir hið áformaða efnistökusvæði í átt að Hafursey.
Auglýsing

Fyr­ir­tæki sem eru með ferða­þjón­ustu á Kötlu­jökli gagn­rýna harð­lega áform um umfangs­mikið vik­ur­nám á Mýr­dals­sandi. For­svars­mann­eskjur þeirra segj­ast hafa veru­legar áhyggjur ef af námu­vinnsl­unni verði. Hún myndi hafa gríð­ar­lega nei­kvæð áhrif á það frum­kvöðla­starf sem unnið hafi verið í upp­bygg­ingu afþrey­ingar við þjóð­lend­una Kötlu­jökul sem skapi í dag 40-50 störf, allan árs­ins hring, auk afleiddra starfa. Þau gera fjöl­margar athuga­semdir við það mat á umhverf­is­á­hrifum sem verk­fræði­stofan Efla kemst að í umhverf­is­mats­skýrslu fram­kvæmd­ar­innar fyrir þýska fyr­ir­tækið EP Power Miner­als (EPP­M). Áhrif á ferða­þjón­ustu og úti­vist séu stór­lega van­metin og engu sé lík­ara en að skýrslu­höf­undar hafi ekki leitað til nokk­urs úr ferða­þjón­ust­unni til að afla upp­lýs­inga. Þó sé atvinnu­greinin ein sú mik­il­væg­asta á land­svæð­inu.

Auglýsing

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa á síð­ustu árum byggt upp ferða­mennsku á þjóð­lend­unni Kötlu­jökli sem byggir á návígi við ósnortna nátt­úru og frið­sæld þessa stór­brotna og ein­staka svæð­is, skrifar Guð­jón Þor­steinn Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Katlatrack ehf. Í starfi fyr­ir­tækj­anna sé virð­ing og umhyggja fyrir svæð­inu höfð að leið­ar­ljósi. Við slíkt fari námu­vinnsla „engan veg­inn“ sam­an.

Í mats­skýrsl­unni komi fram að fjöldi ferða­manna sem verði fyrir áhrifum sé ekki mik­ill. „Það er rangt mat,“ segir Guð­jón því fjöld­inn geti numið nokkrum hund­ruðum á degi hverj­um. „Mat á áhrifum fram­kvæmd­ar­innar á þætti eins og upp­lifun, fágæti lands­lags, nátt­úru, nátt­úru­minjar og sögu svæð­is­ins er ábóta­vant,“ skrifar hann einnig.

Flutn­inga­bílar á 7 mín­útna fresti allan sól­ar­hring­inn

Vik­ur­náman er áformuð við Haf­ursey á Mýr­dals­sandi. Á hverjum degi, myndu flutn­inga­bílar aka til og frá námunni, á sjö mín­útna fresti að með­al­tali, um gamla þjóð­veg­inn á sand­in­um. Guð­jón vekur athygli á því í umsögn sinni að um gamla þjóð­leið sé að ræða. Hann furðar sig á því að í skýrsl­unni segir að veg­ur­inn sé í eigu fram­kvæmda­að­ila en ekki rík­is­ins, en síð­ustu ár hafa fyr­ir­tækin sem fara með ferða­menn að jökl­inum þjón­u­stað veg­inn á eigin kostn­að.

Lítið er hins vegar gert úr umferð um veg­inn í mats­skýrsl­unni en auk ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna aka hann ferða­langar á eigin veg­um. Þá er hann einnig nýttur af hesta­fólki og göngu­fólki. „Nýt­ing veg­ar­ins varða því hags­muni allra Íslend­inga.“

Mest er umferðin um veg­inn að sum­ar­lagi eins og gefur að skilja. Þar er lands­lagið stór­kost­legt, útskýrir Guð­jón, og segir and­stæð­urnar í því miklar þegar komið er austur að Haf­urs­ey. Það nátt­úru­undur sé ekki ólíkt mæli­felli norðan Mýr­dals­jök­uls, iðja­grænt móbergs­fjall sem standi upp úr svörtum sand­in­um.

Þá gerir hann athuga­semdir við að engin umfjöllun sé í mats­skýrslu EP Power Miner­als um áhrif hinnar miklu þunga­um­ferðar á upp­lifun ferða­manna sem leið eiga um svæð­ið. Ekki sé heldur fjallað um áhrif á öryggi þeirra.

Ferðamenn komnir að Kötlujökli og á leið inn í íshella. Mynd: Katlatrack

Í mats­skýrslu segir að efn­is­töku­svæðið yrði ekki sýni­legt frá Kötlu­jökli. „Það er þó fjarri lag­i,“ skrifar Guð­jón, því þegar gengið er upp á jökul­inn við Mold­heiði blasi það við. Það mun jafn­framt sjást vel frá þjóð­veg­in­um, frá ánni Skálm, ofan af Höfða­brekku­heiðum á leið inn í Þak­gil, á leið inn að Kötlu­jökli, ofan af Hjör­leifs­höfða og áfram mætti lengi telja, segir Guð­jón. „Sýni­leiki svæð­is­ins er því van­met­inn í umhverf­is­mat­inu en ekki ofmetin eins og leitt er líkum að í skýrsl­unn­i“.

Hann segir að efn­istakan muni hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á umhverfið og kippa stoðum undan þeirri ferða­þjón­ustu sem byggð hefur verið upp og stunduð er á svæð­inu.

Hafa slæma reynslu af for­svars­mönnum fram­kvæmda­að­ila

Í mats­skýrsl­unni segir orð­rétt: Það er mik­il­vægt mark­mið EPPM að fram­kvæmdin sé unnin í sátt og sam­lyndi við heima­menn og mun EPPM leggja sig fram um að koma fram við landið og íbúa af virð­ingu.

„Þetta er þvi miður ekki reynsla und­ir­rit­aðs síð­ast­liðin tvö ár en hót­anir hafa borist frá for­svars­mönnum EPPM um gjald­tökur og lok­anir að þjóð­lend­unni Kötlu­jökli,“ skrifar Guð­jón í umsögn sinni. „Lítið bendir til þess að fram­haldið verði með öðrum hætti en það sem á undan er geng­ið.“

Undir þetta tekur kollegi hans, Ársæll Hauks­son, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Sout­hcoast Adventure. Sátt og sam­lyndi og virð­ing við íbúa sé ekki „því miður ekki það við­horf sem við höfum mætt af þeirra for­svars­mönnum heldur þvert á móti hroka, hót­unum og róg­burð­i.“

Framkvæmdasvæðið er innan gulu línunnar. Grúna línan sem sker það svæði er gamli þjóðvegurinn. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Ársæll segir EPPM gera „afar lít­ið“ úr áhrifum fram­kvæmd­ar­innar á fyr­ir­tækin sem flytja ferða­menn í vin­sælar íshella­ferðir í Kötlu­jökli. „Við höfum þungar áhyggjur af fyr­ir­hug­uðum fram­kvæmdum og áhrifum þeirra á upp­lifun okkar gesta.“

Hann tekur undir með Guð­jóni að gamli þjóð­veg­ur­inn sé í eigu íslenska rík­is­ins þrátt fyrir að öðru sé haldið fram. Það að gera hann ein­breiðan með slit­lagi og útskotum mun að sögn Ársæls „vissu­lega hafa trufl­andi áhrif á okkar starf­semi, sér­stak­lega í ljósi fjölda stórra öku­tækja sem þeir munu hafa á svæð­in­u“.

Þá finnst honum lítið gert úr hljóð­mengun sem af starf­sem­inni á Mýr­dals­sandi myndi skap­ast. Í skýrsl­unni segi að vissu­lega verði til „nýjar mann­gerðar hljóð­upp­sprett­ur“ þar sem í dag séu eng­ar. Er þar vísað til stór­virkra vinnu­véla í námunni, færi­banda og flutn­inga­bíla. „Það veldur okkur tölu­verðum áhyggjum og mun hafa áhrif á okkar starf­semi ef frið­sæld og kyrrð hálend­is­ins verður raskað,“ skrifar Ársæll í umsögn sinni. „Einnig verður það að telj­ast furðu­legt“ að í skýrsl­unni sé því rang­lega haldið fram að fáir ef nokkrir verði fyrir áhrifum af hinum nýju, mann­gerðu hljóð­upp­sprett­um. „Það stenst engan veg­inn að hans sögn í ljósi þess að á svæð­inu er fjöldi ferða­manna í skipu­lögðum ferðum á vegum ferða­þjón­ustu­að­ila auk tals­verðs fjölda fólks sem ferð­ast um svæðið á eigin veg­um.

Auglýsing

Gréta María Grét­ars­dótt­ir, for­stjóri Arctic Adventures, skrifar á svip­uðum nótum og félagar hennar segir það stað­reynd að fram­kvæmdin muni valda meira sand­foki og breyta ásýnd lands­ins. Þar er hún ekki aðeins að vísa til námu­vinnsl­unnar sjálfrar heldur til hinna miklu þunga­flutn­inga. „Þetta er ekki mynd sem laðar ferða­menn að,“ skrifar hún. Ferða­menn komi til að sjá ósnortna nátt­úru sem meng­andi iðn­aður fari ekki saman við – og eigi þar með ekki sam­leið með íslenskri ferða­þjón­ustu.

„Allir ferða­menn sem heim­sækja suð­ur­strönd­ina verða fyrir áhrifum af þess­ari fram­kvæmd og því er um mjög mikla áhættu að ræða fyrir íslenskt sam­fé­lag.“ Hún segir athygl­is­vert að ekki hafi verið leitað til ferða­þjón­ustu­að­ila á svæð­inu við gerð umhverf­is­mats­ins, að minnsta kosti sé ekki vitnað í þá í skýrsl­unni. Þetta kemur þannig út að fram­kvæmda­að­il­inn einn hafi lagt mat á áhrifin á úti­vist og ferða­mennsku og segi þau óveru­leg.

„Áhrif á lofts­lag heims­ins er sam­kvæmt útreikn­ingum í skýrsl­unni jákvætt og verður það ekki dregið í efa,“ skrifar Gréta. „Þó er ljóst að áhrif á losun Íslands mun aukast því um meng­andi fram­kvæmd er að ræða sem aftur hefur nei­kvæð áhrif á þá ímynd sem byggð hefur verið upp af Íslandi sem hreinu landi með ósnort­inni nátt­úru.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent