Ályktanir um áhrif vikurnáms á Mýrdalssandi lýsa „miklu skilningsleysi“

Ef fara á í vikurnám á Mýrdalssandi ætti að flytja efnið stystu leið og í skip sunnan við námusvæðið en ekki til Þorlákshafnar, að mati sveitarstjórnar Mýrdalshrepps sem lýsir sig reiðubúna til viðræðna um hafnargerð.

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal.
Auglýsing

Sveit­ar­stjórn Mýr­dals­hrepps setur sig ekki upp á móti efn­is­töku á Mýr­dals­sandi en „eigi hún að verða að veru­leika er þó ljóst að skipu­lag hennar getur ekki orðið eins og gert er ráð fyrir í umhverf­is­mats­skýrslu“.

Á þessum orðum hefst harð­orð umsögn Ein­ars Freys Elín­ar­son­ar, sveit­ar­stjóra Mýr­dals­hrepps, við umhverf­is­mats­skýrslu vegna áform­aðrar námu­vinnslu á Mýr­dals­sandi. Verk­fræði­stofan Efla vann skýrsl­una fyrir þýska fram­kvæmda­að­il­ann, EP Power Miner­als. Um er að ræða áform um gríð­ar­lega mikla vinnslu vik­urs og flutn­inga þess um 170 kíló­metra leið frá Haf­ursey á Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafn­ar. Efnið yrði flutt þessa leið, að því er fram kemur í skýrsl­unni, á stórum flutn­inga­bílum sem færu full­lestaðir frá námu til hafnar á korters fresti allan sól­ar­hring­inn og tómir til baka. Þannig færu bíl­arn­ir, ýmist tómir eða lestað­ir, um suð­ur­strönd­ina á um 7 mín­útna fresti með til­heyr­andi sliti á veg­um, líkt og Umhverf­is­stofnun og Vega­gerðin hafa bent á, auk­inni slysa­hættu og loft-, hljóð og sjón­meng­un.

Auglýsing

„Sú ályktun að starf­semin hafi óveru­leg áhrif á úti­vist og ferða­mennsku eins og hún er skipu­lögð er röng,“ skrifar Einar Freyr í umsögn sinni um mats­skýrsl­una. Hann bendir á að þjóð­veg­ur­inn sé lífæð ferða­mennsku á Íslandi og því ljóst að sú umferð sem starf­semin geri ráð fyrir muni hafa veru­leg nei­kvæð áhrif á ferða­mennsku og alla almenna umferð á þjóð­veg­in­um. „Eins er það mat sveit­ar­stjórnar að áhrif á umferð séu veru­lega nei­kvæð og að þær álykt­anir sem dregnar eru í skýrsl­unni lýsi miklu skiln­ings­leysi á aðstæðum á þjóð­veg­inum á Suð­ur­land­i,“ heldur Einar áfram. Áhrif svo umfangs­mik­illa land­flutn­inga á hljóð­vist í þétt­býli yrðu enn fremur veru­lega nei­kvæð.

Vik­ur­inn á að flytja með skipum frá Þor­láks­höfn til Evr­ópu og nota sem íblönd­un­ar­efni fyrir sem­ent. Þegar fyrri hug­myndir um vik­ur­vinnslu á þessum slóðum komu upp fyrir um tveimur ára­tugum gerðu áætl­anir ráð fyrir að vik­ur­inn yrði fluttur til vinnslu í verk­smiðju í Vík og þaðan til hafnar – annað hvort í Reykja­vík eða Þor­láks­höfn. Þau áform voru mun minni í sniðum en runnu hins vegar út í sand­inn.

Einar sveit­ar­stjóri telur eðli­legt að horfa til mögu­legra áhrifa starf­sem­innar á atvinnu­líf og nær­sam­fé­lagið í ljósi þess rasks sem yrði á umhverfi. Skipu­lag starf­sem­innar eins og henni er lýst í umhverf­is­mats­skýrslu geri ráð fyrir fáum – ef nokkrum – störfum sem raun­veru­lega yrðu stað­sett á svæð­inu því flutn­inga­starf­semi getur öll haft höf­uð­stöðvar ann­ars staðar og sama gildir um þjón­ustu við slíka starf­semi. „Í þeim til­fellum skilar starf­semin engum arði til nær­sam­fé­lags­ins,“ skrifar Einar Freyr.

Sveit­ar­stjórn Mýr­dals­hrepps mælist til þess að fyr­ir­komu­lag starf­sem­innar verði end­ur­skoðað og ráð verði gert fyrir því að vikrinum yrði skipað af strönd­inni sunnan við námu­svæð­ið. Sveit­ar­fé­lagið lýsir sig reiðu­búið til við­ræðna um hafn­ar­gerð sem gæti enda opnað á mögu­leika fyrir ann­ars konar atvinnu­starf­semi. „Þannig mætti koma í veg fyrir veru­lega nei­kvæð áhrif á umferð, hljóð­vist og ferða­mennsku með því að flytja vik­ur­inn stystu leið með und­ir­göngum þar sem þvera þarf þjóð­veg­inn,“ skrifar Einar Freyr. Með slíku fyr­ir­komu­lagi væri tryggt að starf­semin skil­aði sér í atvinnu­upp­bygg­ingu í heima­byggð og verð­mæta­sköpun á efn­is­töku­svæð­inu. Enn fremur væri slíkt fyr­ir­komu­lag mun frekar í sam­ræmi við til­gang starf­sem­innar um að gera ferlið sem umhverf­is­væn­ast.

Straum­höfn og nátt­úru­legar flæður

En hvar gæti verið höfn á þessum slóð­um?

Ragnar Önund­ar­son, einn þeirra fjöl­mörgu sem skil­uðu umsögn um umhverf­is­mats­skýrsl­una, segir að með hinum gríð­ar­miklu þunga­flutn­ingum myndi stór hluti hring­veg­ar­ins „fletj­ast út“ og þjóðin þurfa að borga við­hald­ið.

Hann hvetur fram­kvæmda­að­il­ann til að skoða nátt­úru­legar „straum­hafn­ir“, nýta nátt­úru­legar flæð­ur, sem m.a. er að finna við Ing­ólfs­höfða, í Mýr­dal og við Holtsós. En spurn­ingin sem eftir standi sé sú hvar nátt­úru­fórnin yrði minnst. Hann segir þetta „hug­ar­flug án teng­ingar við kostn­að­ar- og hag­kvæmn­is­út­reikn­inga“ en skoða verði alla kosti. „Að láta svona gríð­ar­lega breyt­ingu sem vik­ur­flutn­ing­arnir verða afskipta­lausa á ekki heldur að vera val­kost­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent