Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“

Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.

Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Auglýsing

„Þessi mikla umferð vik­ur­flutn­inga­bíla um vegi og þétt­býli allt frá Mýr­dals­sandi að Þor­láks­höfn mun hafa í för með sér aukna slysa­hættu, verri loft­gæði auk óþæg­inda vegna hávaða. Hér er ekki verið að tjalda til einnar nætur heldur væri hér um að ræða flutn­inga sem mögu­lega gætu staðið yfir ára­tugum sam­an.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Umhverf­is­stofn­unar um áformað vik­ur­nám fyr­ir­tæk­is­ins EP Power Miner­als við Haf­ursey á Mýr­dals­sandi. Vik­ur­inn á að nota sem íblönd­un­ar­efni í sem­ents­fram­leiðslu, aðal­lega í Evr­ópu.

Umhverf­is­á­hrif sjálfrar efn­is­tök­unnar yrðu all­nokkur en fram­kvæmdin er að mati Umhverf­is­stofn­unar nokkuð óvenju­leg að því leyti að áhrifin yrðu lang­mest og að sumu leyti óaft­ur­kræf vegna efn­is­flutn­ing­anna til Þor­láks­hafn­ar. Þeir miklu efn­is­flutn­ingar sem eru fyr­ir­hug­aðir myndu kalla á nauð­syn­legar fram­kvæmdir á hring­veg­in­um.

Auglýsing

Fram­kvæmdin felst í því að á næstu 100 árum verði unnt að taka 146 millj­ónir rúmmetra af vikri við Haf­urs­ey. Teknir yrðu 286 þús­und rúmmetrar fyrsta árið en aukið á fimm árum í 1,43 millj­ónir m3 á ári sem eftir það yrði árlegur útflutn­ing­ur. Ekið yrði með efnið á stórum flutn­inga­bílum til Þor­láks­hafnar og til að koma svo miklu efni þangað þyrftu bíl­arnir að aka full­fermdir á korters fresti allan sól­ar­hring­inn frá Mýr­dals­sandi og svo tómir til baka.

Í umsögn sinni um umhverf­is­mats­skýrslu fram­kvæmda­að­ila beinir Umhverf­is­stofnun sjónum sínum m.a. að þessum miklu og for­dæma­lausu þunga­flutn­ing­um. Í henni kemur fram að lengi hafi verið ljóst að áhrif ýmissa fram­kvæmda sem hafa í för með sér aukna umferð flutn­inga­bíla hafi verið gróf­lega van­metin þegar komi að vega­kerfi lands­ins. „Þungir bílar eru ráð­andi þegar kemur að nið­ur­broti á burð­ar­lagi vega,“ bendir stofn­unin á. „Full­hlað­inn sex öxla vöru­bíll slítur burð­ar­lagi á við 20-30 þús­und fólks­bíla.“ Að mati Umhverf­is­stofn­unar eru löngu tíma­bært að þessi áhrif verði metin og á það sér­stak­lega við þá fram­kvæmd sem hér um ræðir þar sem áhrif verða að mestu leyti utan skil­greinds áhrifa­svæðis námunnar á Mýr­dals­sandi og verður í raun á Hring­vegi 1 frá Mýr­dals­sandi að hring­torgi við Hvera­gerði og þaðan um Ölfus suður að Þor­láks­höfn.

Víða eru þjóð­vegir á Íslandi að stofni til burð­ar­litlir vegir sem hafa verið end­ur­bættir ítrekað sem í raun eru aðgerðir sem voru nægj­an­legar á sínum tíma. Síðan strand­sigl­ingar svo gott sem lögð­ust af hefur álag á veg­ina auk­ist ár frá ári og tekið stökk þegar nýjar greinar bæt­ast við eins og t.d. lax­eldi þar sem nauð­syn­legt er að koma vör­unni á markað sem fyrst.

Vegir víða stór­skemmdir eftir þunga­flutn­inga

Í dag má víða sjá vegi sem eru stór­skemmdir eftir þunga­um­ferð sem þeim vegum var engan veg­inn ætlað að bera, segir í umsögn Umhverf­is­stofn­un­ar. Vegna auk­inna fisk­flutn­inga megi t.d. segja að hluti Snæ­fells­vegar á Mýrum sé stór­skemmdur og að lík­indum nán­ast ónýtur þar sem ástandið er verst. Sama megi segja um Vest­fjarð­ar­veg um Saurbæ og Dali. „Vegir eru víða það aflagðir að djúp hvörf mynd­ast og veg­ur­inn afvatnar sig sig ekki. Þetta eykur veru­lega slysa­hættu á vega­köflum sem eru hvað verst­ir.“ Stofn­unin telur ekki hægt að ráða bót á þessum vegum heldur þurfi nýfram­kvæmdir til.

„Um­hverf­is­stofnun telur að fjalla þurfi um þessi áhrif sem fela í sér veru­legan kostnað fyrir sam­fé­lagið auk þeirra umhverf­is­á­hrifa sem fel­ast í efn­is­töku mikið stærri í sniðum og öðru­vísi en gert hefur ver­ið.“

Hringvegurinn liggur í gegnum þorpið í Vík. Um hann væri ekki hægt að aka með vikurinn að mati Umhverfisstofnunar. Nýjan veg þyrfti til.

Ekki kemur til greina að mati stofn­un­ar­innar að hægt verði að aka með vik­ur­inn um þétt­býlið í Vík á núver­andi vegi. Því má telja ljóst, segir í umsögn­inni, að for­senda þess­ara flutn­inga er að lagður verði nýr vegur um Mýr­dal. Því telur Umhverf­is­stofnun að fjalla eigi um umhverf­is­á­hrif nýs vegar um Mýr­dal og vega­gerð um Hring­veg undir Eyja­fjöllum sem telj­ast vera hluti og for­senda umhverf­is­á­hrifa efn­is­töku á Mýr­dals­sandi. „Ef ein­ungis er ætl­unin að skoða námuna sem slíka án afleiddra áhrifa á jarð­mynd­an­ir, lands­lag, sam­fé­lög og umferð­ar­ör­yggi þá er að mati Umhverf­is­stofn­unar verið að líta fram­hjá þeim miklu og óaft­ur­kræfu áhrifum sem fylgja munu efn­is­töku á Mýr­dals­sand­i.“

Vegur um Dyr­hólaós hefði nei­kvæð áhrif á vernd­ar­gildi

Í umhverf­is­mats­skýrsl­unni er bent á að stefnt sé að því að gera göng í gegnum Reyn­is­fjall og ef það verði að veru­leika yrði efn­is­flutn­ing­ur­inn í gegnum þau. Umhverf­is­stofnun bendir hins vegar á að ef göngin verði að veru­leika muni veg­ur­inn að öllum lík­indum liggja um Dyr­hóla­ós. Að mati stofn­un­ar­innar mun sú veglagn­ing hafa nei­kvæð áhrif á vernd­ar­gildi óss­ins, Loft­sala­hellis, Reyn­is­dranga og Reyn­is­fjalls sem eru svæði á nátt­úru­minja­skrá.

Staðsetning fyrirhugaðrar vikurnámu. Mynd: Úr tillögu að matsáætlun

Umhverf­is­stofnun gerir athuga­semdir við fram­setn­ingu nokk­urra þátta í umhverf­is­mats­skýrsl­unni. Í henni er t.d. tekið fram að loft­gæði fram­kvæmd­ar­innar séu metin „óveru­lega nei­kvæð“ m.a. vegna þess að ábreiða verði sett yfir farm­inn á hverjum vöru­bíl. Hér er ekki ætl­unin að ganga lengra en lög og reglur segja til um, líkt og ætla má, og bendir stofn­unin á að nú þegar séu í umferð­ar­lögum ákvæði um að hefta skuli fok jarð­efna af vöru­bílum með yfir­breiðslu.

Mestu áhrif af þessum flutn­ingum á loft­gæði yrðu hins vegar frá vöru­bíl­unum sjálf­um, útblæstri þeirra, t.d. á sóti og nit­uroxíð sam­böndum en einnig efn­isögnum frá sliti á bremsu­borðum og dekkj­um. Einnig myndu flutn­ingar auka upp­þyrlun vegryks og stuðla þannig að auk­inni svifryks­meng­un, að mati stofn­un­ar­inn­ar.

„Stórir bílar eru mun mik­il­virk­ari í að þyrla upp vegryki heldur en litlir,“ segir í umsögn­inni. „Þessir miklu efn­is­flutn­ingar fara í gegnum nokkra þétt­býl­is­staði og því við­búið að loft­mengun á þeim stöðum muni aukast.“ Það er því mat stofn­un­ar­innar að áhrif efn­is­flutn­inga á loft­gæði í íbúða­byggð á flutn­ings­leið­inni verði ekki óveru­lega nei­kvæð, líkt og fram­kvæmda­að­ili metur það, heldur nokkuð nei­kvæð til tals­vert nei­kvæð.

Auglýsing

Í umhverf­is­mats­skýrsl­unni kemur fram að árlega muni kolefn­islosun minnka um 800 milljón kg CO2 ígilda vegna steypu­fram­leiðslu þegar búið sé að taka losun vegna flutn­inga með í reikn­ing­inn, þar sem vikur af Mýr­dals­sandi mun koma í stað sem­ents­gjalls,

Umhverf­is­stofnun telur þetta mis­vísandi þar sem í skýrsl­unni kemur fram að nú þegar sé notuð kolaaska sem íblönd­un­ar­efni í stað sem­ents­gjalls og því þegar búið að ná þessum lofts­lags­á­vinn­ingi. Fram­boð af kola­ösku muni hins vegar drag­ast saman á næstu árum eða ára­tugum þar sem stefnt sé að því að loka kola­orku­verum m.a. í Þýska­landi. „Vik­ur­inn frá Mýr­dals­sandi er þó ekki eina hugs­an­lega hrá­efni sem gæti leyst kola­ösk­una af hólmi,“ segir í umsögn Umhverf­is­stofn­un­ar.

Vikurnáman er fyrirhuguð við Hafursey á Mýrdalssandi. Mynd: South.is

Vinnsla á nýju efni er ekki í anda hringrás­ar­hag­kerf­is­ins, þegar hægt er að nýta efni sem nú þegar fellur til í annarri fram­leiðslu. „Með notkun efnis sem fellur til nær fram­leiðslu­stað loka­vör­unnar má þannig bæði nýta úrgang og draga veru­lega úr efn­is­flutn­ing­um,“ stendur í umsögn­inni. „Þar sem for­senda efn­is­tök­unnar er að vik­ur­inn verði nýttur í stað kola­flugösku er rétt að benda á að nýt­ing þess efnis sem nú þegar fellur til í Evr­ópu en er ef til vill ekki end­ur­nýtt í dag heldur urð­að, fellur betur að stefnu stjórn­valda hér­lendis sem og innan Evr­ópu­sam­bands­ins um hringrás­ar­hag­kerfi og auð­linda­nýt­ing­u.“ Nefnir stofn­unin í þessu sam­bandi efni sem falla til við brennslu heim­il­issorps í Evr­ópu og timb­urs sem í dag er urðað en væri mögu­lega hægt að nota.

Ekki minnkuð kolefn­islosun

Námu­vinnslan á Mýr­dals­sandi miðar að því að vinna stað­göngu­efni fyrir flug­ösku. Efnið getur virkað sem heppi­legt óbrennt íblönd­un­ar­efni í sem­ents­gjall en „nokkuð vel er í lagt að full­yrða að verk­efnið snú­ist um að „minnka kolefn­islos­un“ eins og það er orðað í skýrsl­unni þar sem það snýr ekki að því að minnka losun heldur fremur að við­halda núver­andi losun frá sem­ents­fram­leiðslu sem á sama tíma eykur losun á Ísland­i,“ segir Umhverf­is­stofn­un.

Í mats­skýrsl­unni eru ein­ungis metin áhrif á losun á heims­vísu en ekki metin nei­kvæð áhrif hvað varðar skuld­bind­ingar Íslands í lofts­lags­mál­um. „Engin vafi er á því að þeir efn­is­flutn­ingar sem rætt er um í skýrsl­unni muni hafa áhrif til aukn­ingar los­unar hér á land­i,“ segir Umhverf­is­stofnun því losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna vik­ur­flutn­inga með vöru­bílum frá Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafnar kæmi fram í los­un­ar­bók­haldi Íslands.

Stofn­unin telur að lofts­lags­á­vinn­ingur sem er ætlað að koma fram í öðru landi gæti ekki talist sem rök­stuðn­ingur fyrir umtals­verðum umhverf­is­á­hrifum á Íslandi nema þá að fyrir liggi alþjóð­legir samn­ingar um slíkt.

Taka verði svo með í reikn­ing­inn þau umhverf­is­á­hrif sem óhjá­kvæmi­lega munu fylgja efn­is­töku og raski vegna vega­gerðar sem þessir flutn­ingar munu kalla á. „Svona miklir efn­is­flutn­ingar eiga að mati Umhverf­is­stofn­unar ein­ungis að fara fram á skil­greindum námu­vegum þar sem ekki er blandað saman efn­is­flutn­ingum og almennri umferð.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent