Flutningabíll æki að meðaltali á sex mínútna fresti í gegnum þéttbýlisstaði á Suðurlandi

Skipulagsstofnun áréttar, í áliti sínu vegna matsáætlunar um fyrirhugaða vikurnámu við Hafursey á Mýrdalssandi, að umhverfismatsskýrsla þurfi að fjalla um áhrif afar umfangsmikilla flutninga með vikurinn til Þorlákshafnar.

Miklir þungaflutningar um Suðurlandið fylgja vikurnáminu sem fyrirhugað er við Hafursey. Mynd af þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu.
Miklir þungaflutningar um Suðurlandið fylgja vikurnáminu sem fyrirhugað er við Hafursey. Mynd af þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun segir að í umhverf­is­mats­skýrslu sem verið er að vinna vegna fyr­ir­hug­aðrar vik­ur­vinnslu þýska fyr­ir­tæk­is­ins STEAG Power Miner­als (SPM) við Haf­ursey á Mýr­dals­sandi þurfi að gera ítar­lega grein fyrir fyr­ir­komu­lagi á þeim umfangs­miklu flutn­ingum sem fyr­ir­hug­aðir eru frá námunni og til lag­er­svæð­is, sem ráð­gert er að verði við Þor­láks­höfn.

Í áliti sínu um til­lögu að mats­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins, sem Kjarn­inn fjall­aði um í sept­em­ber, segir Skipu­lags­stofnun að gera þurfi grein fyrir stærð og þyngd flutn­inga­bíla og fjölda, tíðni og tíma­setn­ingu ferða, ásamt akst­ursleið­um. Þá segir að meta þurfi áhrif flutn­ing­anna á umferð­ar­mann­virki, umferð og umferð­ar­ör­yggi og gera grein fyrir því hvar flutn­ing­arnir kalli á breyt­ingar á umferð­ar­mann­virkjum og mót­væg­is­að­gerð­ir, ef það eigi við.

Mikið umfang til langrar fram­tíðar

Að um umfangs­mikla flutn­inga sé að ræða er heldur betur ekki ofsagt, en áætl­anir gera ráð fyrir því að þegar vinnslan verði komin á full afköst verði farnar 120 ferðir með Kötlu­vik­ur­inn um það bil 180 kíló­metra leið frá Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafn­ar, 249 daga árs­ins. Árleg efn­istaka er áætluð 1,43 millj­ónir rúmmetr­ar­.

Þetta magn þýðir að ef ekið væri lát­laust með vik­ur­inn til Þor­láks­hafnar og með tóma bíla til baka allan sól­ar­hring­inn færi vöru­bíll í aðra hvora átt­ina á 6 mín­útna fresti að með­al­tali þá daga sem flutn­ingar færu fram. Gert er ráð fyrir því að nægt efni sé á staðnum til að halda vik­ur­nám­inu gang­andi á þessum hraða í rúma öld.

Eins og vega­kerfið á Suð­ur­landi er í dag liggur bein­ast við að þessir flutn­ingar fari í gegnum fjóra þétt­býl­is­staði á leið­inni frá Mýr­dals­sandi vestur í Þor­láks­höfn; Vík í Mýr­dal, Hvols­völl, Hellu og Sel­foss, en með til­komu nýrrar brúar sem til stendur að byggja yfir Ölf­usá yrði þó mögu­legt að sneiða hjá Sel­fossi og aka með hlössin um Ölf­usið á leið til Þor­láks­hafn­ar.

„Get­urðu sýnt okkur mynd af svona bíl?“

Vöru­bíl­arnir sem SPM sér fyrir sér að not­aðir verði til verks­ins eru af stærri gerð­inni, en þeir eiga að geta borið heila 48 rúmmetra af efni, sam­kvæmt til­lögu að mats­á­ætl­un. Starfs­maður hjá Skipu­lags­stofnun virt­ist undr­ast þá tölu og sendi verk­fræð­ingi hjá Eflu, sem kom að gerð til­lög­unnar fyrir hönd fram­kvæmda­að­ila, tölvu­póst með beiðni um frek­ari útskýr­ing­ar.

Auglýsing

„Er þetta rétt tala? Get­urðu sýnt okkur mynd af svona bíl?“ sagði í tölvu­póst­inum frá sér­fræð­ingi Skipu­lags­stofn­un­ar, sem sendur var þann 20. sept­em­ber.

Í svar­inu frá starfs­manni Eflu, sem barst sam­dæg­urs, sagði að ekki það væri ekki búið að taka ákvörðun um hvaða fram­leið­andi eða útfærsla nákvæm­lega yrði fyrir val­inu, en að lík­lega yrði not­ast við flutn­inga­bíla með tengi­vagni.

Hér er dæmi um flutningabíl sem getur borið 48 rúmmetra af efni.

Verk­fræð­ing­ur­inn lét síðan fylgja með tengla á nokkrar myndir af bílum af þess­ari stærð­argráðu af erlendum vef­síðum og einnig skýr­ing­ar­myndir úr við­auka við reglu­gerð um stærð og þyngd öku­tækja, til þess að sýna fram á að „slík öku­tæki eru leyfð á vegum lands­ins“.

Umhverf­is­matið þurfi að taka til flutn­ing­anna líka

Skipu­lags­stofnun hnykkir á því í áliti sínu að umhverf­is­mat fram­kvæmd­ar­innar þurfi ekki ein­ungis að taka til efn­is­vinnsl­unnar sjálfrar á Mýr­dals­sandi, heldur líka flutn­ing­anna á efn­inu til lag­er­svæð­is­ins, sem reiknað er með að verði lík­lega um 2,5 kíló­metrum vestan við Þor­láks­höfn, og þaðan til hafn­ar.

Áætlað er að efnislager vegna vinnslunnar verði vestan við Þorlákshöfn.

Umhverf­is­á­hrif sjálfra flutn­ing­anna voru gerð að umtals­efni í nokkrum umsögnum sem bár­ust til Skipu­lags­stofn­unar um mál­ið. Í umsögn Heil­brigð­is­eft­ir­lits Suð­ur­lands sagði auk ann­ars að flutn­ing­arnir kæmu til með að valda ónæði fyrir íbúa þétt­býl­is­stað­anna þar sem umferðin færi um og auka hættu á meng­un­ar­slysum, þar sem um þunga­flutn­inga væri að ræða á far­ar­tækjum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti.

Upp­skipun frá Mýr­dals­sandi ófýsi­leg og Land­eyjar bara fyrir Vest­manna­eyja­ferju

Í sumum athuga­semdum um mál­ið, eins og til dæmis þeirri sem barst frá Mýr­dals­hreppi, var lagt til að skoðað ræki­lega hvort mögu­legt væri að skipa efn­inu beint út frá strönd­inni, enda væri það umhverf­is­vænna og í meira sam­ræmi við bæði áherslur sveit­ar­fé­lags­ins og rík­is­ins í umhverf­is­mál­um.

Í athuga­semdum við inn­sendar umsagnir sem bár­ust Skipu­lags­stofnun frá verk­fræði­stof­unni Eflu, sem starfar sem áður sagði fyrir hönd fram­kvæmda­að­il­ans í skipu­lags­ferl­inu, sagði að í und­ir­bún­ingi fram­kvæmd­ar­innar hefði verið skoðað að ráð­ast í hafn­ar­gerð í grennd við efn­is­töku­stað­inn á Mýr­dals­sandi, en það væri mjög erf­iður kost­ur.

Landeyjahöfn er ekki ætluð undir annað en farþegaflutninga á milli lands og eyja, lögum og reglugerðum samkvæmt.

Grunn fjara, sand­burð­ur, vond veður og óheft úthafs­alda væru þættir sem gerðu það að verkum að öll mann­virkja­gerð væri mjög erfið og umfangs­mik­il. Auk þess teldi fram­kvæmda­að­il­inn það ekki til vin­sælda fallið að byggja mann­virki í fjör­unni við Hjör­leifs­höfða, þann vin­sæla ferða­manna­stað. Þó var fall­ist á að fjallað yrði um þennan val­kost í umhverf­is­mats­skýrslu.

Land­vernd sagði í sinni umsögn um málið að það kæmi á óvart að Land­eyja­höfn hefði ekki verið sett fram sem val­kostur fyrir útskipun vik­urs­ins, í ljósi þess að hún væri mun nær Mýr­dals­sandi en Þor­láks­höfn.

Í athuga­semd­unum frá Eflu segir að það hafi vissu­lega verið skoðað hvort Land­eyja­höfn kæmi til greina, en að lög og hafn­ar­reglu­gerð um Land­eyja­höfn komi í veg fyrir að hægt sé að nota höfn­ina í nokkuð annað en áætl­un­ar­sigl­ingar á milli lands og Vest­manna­eyja.

Að aka með efnið sem leið liggur frá Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafnar er því tal­inn fýsi­leg­asti kost­ur­inn á þessum tíma­punkti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar