Flutningabíll æki að meðaltali á sex mínútna fresti í gegnum þéttbýlisstaði á Suðurlandi

Skipulagsstofnun áréttar, í áliti sínu vegna matsáætlunar um fyrirhugaða vikurnámu við Hafursey á Mýrdalssandi, að umhverfismatsskýrsla þurfi að fjalla um áhrif afar umfangsmikilla flutninga með vikurinn til Þorlákshafnar.

Miklir þungaflutningar um Suðurlandið fylgja vikurnáminu sem fyrirhugað er við Hafursey. Mynd af þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu.
Miklir þungaflutningar um Suðurlandið fylgja vikurnáminu sem fyrirhugað er við Hafursey. Mynd af þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun segir að í umhverf­is­mats­skýrslu sem verið er að vinna vegna fyr­ir­hug­aðrar vik­ur­vinnslu þýska fyr­ir­tæk­is­ins STEAG Power Miner­als (SPM) við Haf­ursey á Mýr­dals­sandi þurfi að gera ítar­lega grein fyrir fyr­ir­komu­lagi á þeim umfangs­miklu flutn­ingum sem fyr­ir­hug­aðir eru frá námunni og til lag­er­svæð­is, sem ráð­gert er að verði við Þor­láks­höfn.

Í áliti sínu um til­lögu að mats­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins, sem Kjarn­inn fjall­aði um í sept­em­ber, segir Skipu­lags­stofnun að gera þurfi grein fyrir stærð og þyngd flutn­inga­bíla og fjölda, tíðni og tíma­setn­ingu ferða, ásamt akst­ursleið­um. Þá segir að meta þurfi áhrif flutn­ing­anna á umferð­ar­mann­virki, umferð og umferð­ar­ör­yggi og gera grein fyrir því hvar flutn­ing­arnir kalli á breyt­ingar á umferð­ar­mann­virkjum og mót­væg­is­að­gerð­ir, ef það eigi við.

Mikið umfang til langrar fram­tíðar

Að um umfangs­mikla flutn­inga sé að ræða er heldur betur ekki ofsagt, en áætl­anir gera ráð fyrir því að þegar vinnslan verði komin á full afköst verði farnar 120 ferðir með Kötlu­vik­ur­inn um það bil 180 kíló­metra leið frá Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafn­ar, 249 daga árs­ins. Árleg efn­istaka er áætluð 1,43 millj­ónir rúmmetr­ar­.

Þetta magn þýðir að ef ekið væri lát­laust með vik­ur­inn til Þor­láks­hafnar og með tóma bíla til baka allan sól­ar­hring­inn færi vöru­bíll í aðra hvora átt­ina á 6 mín­útna fresti að með­al­tali þá daga sem flutn­ingar færu fram. Gert er ráð fyrir því að nægt efni sé á staðnum til að halda vik­ur­nám­inu gang­andi á þessum hraða í rúma öld.

Eins og vega­kerfið á Suð­ur­landi er í dag liggur bein­ast við að þessir flutn­ingar fari í gegnum fjóra þétt­býl­is­staði á leið­inni frá Mýr­dals­sandi vestur í Þor­láks­höfn; Vík í Mýr­dal, Hvols­völl, Hellu og Sel­foss, en með til­komu nýrrar brúar sem til stendur að byggja yfir Ölf­usá yrði þó mögu­legt að sneiða hjá Sel­fossi og aka með hlössin um Ölf­usið á leið til Þor­láks­hafn­ar.

„Get­urðu sýnt okkur mynd af svona bíl?“

Vöru­bíl­arnir sem SPM sér fyrir sér að not­aðir verði til verks­ins eru af stærri gerð­inni, en þeir eiga að geta borið heila 48 rúmmetra af efni, sam­kvæmt til­lögu að mats­á­ætl­un. Starfs­maður hjá Skipu­lags­stofnun virt­ist undr­ast þá tölu og sendi verk­fræð­ingi hjá Eflu, sem kom að gerð til­lög­unnar fyrir hönd fram­kvæmda­að­ila, tölvu­póst með beiðni um frek­ari útskýr­ing­ar.

Auglýsing

„Er þetta rétt tala? Get­urðu sýnt okkur mynd af svona bíl?“ sagði í tölvu­póst­inum frá sér­fræð­ingi Skipu­lags­stofn­un­ar, sem sendur var þann 20. sept­em­ber.

Í svar­inu frá starfs­manni Eflu, sem barst sam­dæg­urs, sagði að ekki það væri ekki búið að taka ákvörðun um hvaða fram­leið­andi eða útfærsla nákvæm­lega yrði fyrir val­inu, en að lík­lega yrði not­ast við flutn­inga­bíla með tengi­vagni.

Hér er dæmi um flutningabíl sem getur borið 48 rúmmetra af efni.

Verk­fræð­ing­ur­inn lét síðan fylgja með tengla á nokkrar myndir af bílum af þess­ari stærð­argráðu af erlendum vef­síðum og einnig skýr­ing­ar­myndir úr við­auka við reglu­gerð um stærð og þyngd öku­tækja, til þess að sýna fram á að „slík öku­tæki eru leyfð á vegum lands­ins“.

Umhverf­is­matið þurfi að taka til flutn­ing­anna líka

Skipu­lags­stofnun hnykkir á því í áliti sínu að umhverf­is­mat fram­kvæmd­ar­innar þurfi ekki ein­ungis að taka til efn­is­vinnsl­unnar sjálfrar á Mýr­dals­sandi, heldur líka flutn­ing­anna á efn­inu til lag­er­svæð­is­ins, sem reiknað er með að verði lík­lega um 2,5 kíló­metrum vestan við Þor­láks­höfn, og þaðan til hafn­ar.

Áætlað er að efnislager vegna vinnslunnar verði vestan við Þorlákshöfn.

Umhverf­is­á­hrif sjálfra flutn­ing­anna voru gerð að umtals­efni í nokkrum umsögnum sem bár­ust til Skipu­lags­stofn­unar um mál­ið. Í umsögn Heil­brigð­is­eft­ir­lits Suð­ur­lands sagði auk ann­ars að flutn­ing­arnir kæmu til með að valda ónæði fyrir íbúa þétt­býl­is­stað­anna þar sem umferðin færi um og auka hættu á meng­un­ar­slysum, þar sem um þunga­flutn­inga væri að ræða á far­ar­tækjum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti.

Upp­skipun frá Mýr­dals­sandi ófýsi­leg og Land­eyjar bara fyrir Vest­manna­eyja­ferju

Í sumum athuga­semdum um mál­ið, eins og til dæmis þeirri sem barst frá Mýr­dals­hreppi, var lagt til að skoðað ræki­lega hvort mögu­legt væri að skipa efn­inu beint út frá strönd­inni, enda væri það umhverf­is­vænna og í meira sam­ræmi við bæði áherslur sveit­ar­fé­lags­ins og rík­is­ins í umhverf­is­mál­um.

Í athuga­semdum við inn­sendar umsagnir sem bár­ust Skipu­lags­stofnun frá verk­fræði­stof­unni Eflu, sem starfar sem áður sagði fyrir hönd fram­kvæmda­að­il­ans í skipu­lags­ferl­inu, sagði að í und­ir­bún­ingi fram­kvæmd­ar­innar hefði verið skoðað að ráð­ast í hafn­ar­gerð í grennd við efn­is­töku­stað­inn á Mýr­dals­sandi, en það væri mjög erf­iður kost­ur.

Landeyjahöfn er ekki ætluð undir annað en farþegaflutninga á milli lands og eyja, lögum og reglugerðum samkvæmt.

Grunn fjara, sand­burð­ur, vond veður og óheft úthafs­alda væru þættir sem gerðu það að verkum að öll mann­virkja­gerð væri mjög erfið og umfangs­mik­il. Auk þess teldi fram­kvæmda­að­il­inn það ekki til vin­sælda fallið að byggja mann­virki í fjör­unni við Hjör­leifs­höfða, þann vin­sæla ferða­manna­stað. Þó var fall­ist á að fjallað yrði um þennan val­kost í umhverf­is­mats­skýrslu.

Land­vernd sagði í sinni umsögn um málið að það kæmi á óvart að Land­eyja­höfn hefði ekki verið sett fram sem val­kostur fyrir útskipun vik­urs­ins, í ljósi þess að hún væri mun nær Mýr­dals­sandi en Þor­láks­höfn.

Í athuga­semd­unum frá Eflu segir að það hafi vissu­lega verið skoðað hvort Land­eyja­höfn kæmi til greina, en að lög og hafn­ar­reglu­gerð um Land­eyja­höfn komi í veg fyrir að hægt sé að nota höfn­ina í nokkuð annað en áætl­un­ar­sigl­ingar á milli lands og Vest­manna­eyja.

Að aka með efnið sem leið liggur frá Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafnar er því tal­inn fýsi­leg­asti kost­ur­inn á þessum tíma­punkti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar