Engar viðræður í gangi um milljarðakröfu borgarinnar á íslenska ríkið

Borgin stefndi ríkinu í lok síðasta árs og krafðist 8,7 milljarða króna. Ráðherra kallaði kröfuna „fráleita“ en samt sem áður áttu sér stað viðræður um lendingu. Þær hafa verið á ís frá því fyrir kosningar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafa haft ólíka sýn á málatilbúnaðinn.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafa haft ólíka sýn á málatilbúnaðinn.
Auglýsing

Reykja­vík­­­ur­­borg stefndi íslenska rík­­inu í lok síð­asta árs og krafð­ist þess að það greiði sér 8,7 millj­­arða króna auk vaxta og drátt­­ar­­vaxta. Málið var þing­­fest í lok jan­ú­ar­mán­aðar 2021. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans stendur yfir gagna­öflun vegna máls­ins og að óbreyttu verður það leyst fyrir dóm­stól­u­m. Við­ræður um sátt stóðu þó yfir framan af ári en þær hafa legið niðri frá því í sumar og ekki er búist við að þær hefj­ist aftur fyrr en ný rík­is­stjórn verður kynnt til leiks.

Til að setja upp­hæð­ina sem er undir í sam­hengi má nefna að fjár­hags­á­ætlun sam­stæðu Reykja­vík­ur­borgar gerir ráð fyrir að hún verði rekin með 8,6 millj­arða króna afgangi á næsta ári, að með­töldum arð­greiðslum frá fyr­ir­tækjum í eigu henn­ar. Sá tap­rekstur sem verður á A-hluta borg­ar­inn­ar, þeim hluta sem fjár­magn­aður er með skatt­tekj­um, og er rekin til áhrifa af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum er áætl­aður 18,9 millj­arðar króna á árunum 2020 til 2022. Upp­hæðin sem borgin er að reyna að sækja á ríkið nemur næstum helm­ingi þess taps.

Ástæða kröf­unnar er að borgin telur sig hafa verið úti­­lok­aða með ólög­­­mætum hætti frá því að eiga mög­u­­­leika á að fá ákveðin fram­lög úr Jöfn­un­­­ar­­­sjóði sveit­­­ar­­­fé­laga. Um er að ræða tekju­­­jöfn­un­­­ar­fram­lög, jöfn­un­­­ar­fram­lög vegna rekst­­­urs grunn­­­skóla og fram­lög til nýbú­a­fræðslu. Deil­­­urnar snúa að upp­­i­­­­stöðu að reglum sem úti­­­loka borg­ina frá fram­lögum í skóla­­­mál­um, t.d. vegna barna af erlendum upp­­­runa, en þau eru lang­flest í Reykja­vík (44 pró­­­sent erlendra rík­­­is­­­borg­­­ara á Íslandi búa í Reykja­vík­­­). 

Sam­an­lagt metur borgin þá upp­­­hæð sem hún inni á 8,7 millj­­­arða króna auk vaxta vegna tíma­bils­ins 2015-2019.

Byggir á nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar­dóms

Reykja­vík er langstærsta sveit­­ar­­fé­lag lands­ins og greiðir ­mest allra sveit­­ar­­fé­laga í Jöfn­un­­ar­­sjóð­i sveit­ar­fé­laga, en um 12 pró­­sent af útsvari borg­­ar­innar fer í hann árlega. Það gera rúm­­lega ell­efu millj­­arðar króna. Borgin fær til baka um átta millj­­arða króna vegna mála­­flokks fatl­aðs fólks og rekst­­urs Kletta­­­skóla.  

Auglýsing
Reykja­vík­ur­borg taldi með hlið­­sjón af Hæsta­rétt­­ar­­dómi sem féll í maí 2019, í máli sem sem sagði að það væri brot gegn stjórn­­­ar­­skrá að fella niður jöfn­un­­ar­fram­lag til Gríms­­nes- og Grafn­ings­hrepps, að hún hafi verið úti­­lokuð með ólög­­mætum hætti frá því að eiga mög­u­­leika á að fá ákveðin fram­lög úr Jöfn­un­­ar­­sjóði sem borgin fær ekki í dag.

Reykja­vík sendi rík­­is­lög­­manni bréf 5. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn og krafð­ist greiðslu á upp­­hæð­inni, alls 8,7 millj­örðum króna. Ef hún feng­ist ekki greidd myndi borgin höfða mál. 

Ráð­herra kall­aði kröf­una „frá­leita“

Íslenska ríkið hefur neitað að greiða upp­­hæð­ina og Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, gagn­rýndi Reykja­vík­­­ur­­borg harð­­lega fyrir að setja kröf­una fram og sagt hana frá­­­leita.

Áður en mál­inu var stefnt áttu sér stað þreif­ingar um sættir eða sátta­við­ræður fyrir síð­­­ustu jól. Þær skil­uðu ekki sam­komu­lag­i. 

Í bréfi sem Dagur B. Egg­erts­­son, borg­­ar­­stjóri í Reykja­vík, lagði fyrir borg­­ar­ráð snemma árs, sem stílað var á Sig­­urð Inga Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, og dag­­sett 5. jan­ú­­ar, var því lýst yfir að Reykja­vík­­­ur­­borg væri viljug til við­ræðna við íslenska ríkið um hugs­an­­legar sættir í mál­inu þrátt fyrir að búið væri að stefna. „Reykja­vík­­­ur­­borg hefur fulla trú á að slíkar við­ræður geti skilað árangri og  von­­ast til að ríkið nálgist málið af sama hug,“ sagði í bréf­inu.

Heim­ildir Kjarn­ans að þær við­ræður hafi farið fram og að ágætur gangur hafi verið í þeim fram eftir ári. Þegar nær dró kosn­ingum hafi hins vegar dregið úr þeim og við­ræð­urnar legið í þagn­ar­gildi síðan í sum­ar. Innan borg­ar­innar er búist við því að þannig verði málum háttað að minnsta kosti þangað til að ný rík­is­stjórn verði mynd­uð, en nýj­ustu fregnir benda til þess að það verði í fyrsta lagi í næstu viku.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar