A-hluti Reykjavíkurborgar verður rekinn í 18,9 milljarða halla á árunum 2020 til 2022

Spár og áætlanir gera ráð fyrir að samstæða Reykjavíkurborgar verði rekin í afgangi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun. Sá hluti borgarinnar sem er fjármagnaður með skatttekjum verður hins vegar rekinn í tapi.

Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum. Þau hafa setið að völdum frá 2018.
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum. Þau hafa setið að völdum frá 2018.
Auglýsing

Stefnt er að því að reka sam­stæðu Reykja­vík­ur­borgar með 8,6 millj­arða króna afgangi á næsta ári sam­kvæmt fjár­hags­á­ætlun borg­ar­innar fyrir árið 2022 sem lögð var fram í borg­ar­stjórn í dag. Sá hluti rekstrar Reykja­vík­­­ur­­borgar sem fjár­­­magn­aður er með skatt­­tekj­um, svo­­kall­aður A-hluti, verður hins vegar að óbreyttu rek­inn með 3,4 millj­arða króna halla. Sá halli bæt­ist við 9,7 millj­arða króna halla á A-hlut­anum í ár sam­kvæmt útkomu­spá og 5,8 millj­arða króna halla á honum í fyrra.

Sam­an­lagt er því gert ráð fyrir að A-hluti rekstrar Reykja­vík­ur­borgar verði rek­inn í 18,9 millj­arða króna halla á árunum 2020 til 2022. 

Þetta kemur fram í fjár­hagsa­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir næsta ár sem lögð var fram í borg­ar­stjórn í dag.

Sam­stæða borg­ar­innar mun hins vegar skila alls 23,2 millj­arða króna hagn­aði á tíma­bil­inu gangi spár og áætl­anir eft­ir. Þar skiptir máli að hinn hlut­inn í rekstri borg­­ar­inn­­ar, B-hlut­inn, á að skila miklum hagn­aði á árunum 2021 og 2022. Hann nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­­­bú­­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­­ar­­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­­borg­­­ar­­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­­ar­­leik­vangs ehf.

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg vegna fram­lagn­ingu fjár­hags­á­ætl­un­ar­innar segir að góðan afgang megi einkum rekja til Orku­veitu Reykja­víkur og Félags­bú­staða hf. vegna mats­breyt­inga fjár­fest­inga­eigna félags­ins.

66 millj­arða hagn­aður á fjórum árum

Í fimm ára áætlun borg­ar­innar sem var líka lögð fram í dag er gert ráð fyrir að afkoma sam­stæð­unnar batni á tíma­bil­inu 2023 til 2026. Gert er ráð fyrir að hagn­aður sam­stæð­unnar verði sam­tals 66,2 millj­arðar króna á því fjög­urra ára tíma­bil­i. 

Auglýsing
Þar er gert ráð fyrir að A-hlut­inn, sá sem er fjár­magn­aður með skatt­tekj­um, skili afgangi strax á árinu 2023 og að hann verði tveir millj­arðar króna. Rekstr­ar­hagn­að­ur­inn fari svo batn­andi í kjöl­farið og verði sam­tals 20,5 millj­arðar króna á árunum 2024 til 2026. 

Í aðgerð­ar­á­ætlun sem lögð er fram til að ná þessum árangri segir að það eigi að ná eins pró­sents hag­ræð­ingu á ári á launa­kostnað í gegnum aðhalds­að­gerðir og staf­ræna umbreyt­ingu á tíma­bil­inu 2022-2025. Þá verði ein­ungis verð­bættar samn­ings­bundnar skuld­bind­ingar og hag­ræð­ingu náð í rekstri með mið­lægum inn­kaupum og aðhalds­að­gerðum á tíma­bil­inu 2022-2025. Halda á áfram með vinnu­mark­aðs­að­gerðir fram eftir næsta ári með það að mark­miði að skapa störf fyrir ein­stak­linga sem eru á fjár­hags­að­stoð eða atvinnu­leys­is­bótum og stuðla að bættri nýt­ingu hús­næðis með auk­inni samnýt­ing­u. 

Borgin vill auk þess tryggja óhindrað fram­boð íbúða og hús­næðis með skipu­legri þróun nýrra hverfa sem eigi að laða að íbúa og efla tekju­stofna. Þá verður leitað samn­inga við ríkið um leið­rétt­ingu á fram­lögum vegna lög­bund­inna verk­efna, einkum vegna þjón­ustu við fatlað fólk, og fjár­magns­skipan fyr­ir­tækja borg­ar­innar verður end­ur­skoð­uð. Að lokum er til­tekið að ráð­ast eigi í aðgerðir til að bæta skatt­skil í sam­starfi við rík­ið.

Kosið verður til borg­ar­stjórnar næsta vor. Því er ekki víst að núver­andi meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna, sem leggur fram áætl­un­ina til næstu fimm ára, verði með umboð til að fylgja henni eft­ir. 

Dagur segir að vaxið verði út úr Covid

Í til­kynn­ingu borg­ar­innar segir að síð­ustu 20 mán­uðir eigi sér enga hlið­stæðu í íslensku efna­hags­lífi. „Kór­óna­veiru­far­ald­ur­inn hefur haft áhrif á starf­semi fyr­ir­tækja í nær öllum atvinnu­greinum sem leiddi til fjölda upp­sagna auk þess að stór partur af vinnu­afli fór á hluta­bóta­leið­ina. Aukið atvinnu­leysi hefur að mestu verið vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á þjón­ustu­greinar og mun bati í atvinnustigi að mestu fylgja auknum fjölda ferða­manna næstu árin. Þrátt fyrir að enn sé óvissa um fram­gang far­ald­urs­ins eru vonir bundnar við að hann sé í rén­un. Sé litið til Reykja­víkur þá hefur almennt atvinnu­leysi auk­ist mikið und­an­farin 2 ár en hefur þó minnkað jafnt og þétt frá því í febr­úar 2021. Með­al­at­vinnu­leysi var 9 pró­sent árið 2020 en mæld­ist 5,8 pró­sent í sept­em­ber 2021. Þrátt fyrir spá um að hag­vöxtur glæð­ist á þessu og næstu árum verður atvinnu­leysi þó áfram nokkuð hátt sögu­lega séð.“

Hin nei­kvæða nið­ur­staða A-hluta megi rekja til efna­hag­skrepp­unnar og magnaukn­inga einkum í vel­ferð­ar­þjón­ustu vegna auk­inna skuld­bind­inga af hálfu rík­is­ins sem lagðar eru á sveit­ar­fé­lög með laga­setn­ingu og reglu­gerðum án þess að tekju­stofnar séu styrkt­ir.

Þar er haft eftir Degi B. Egg­erts­syni, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, að borgin muni vaxa út úr þeim vanda sem Covid skilji eftir sig.  „Nið­ur­stöður eru í sam­ræmi við Græna planið sem lagt var fram í fyrra og er sýn borg­ar­innar til skamms og lengri tíma. Grænum fjár­fest­ingum hefur verið flýtt, við bætum sér­stak­lega við við­haldsfé í skóla- og frí­stunda­húsæði. Verður 25-30 millj­örðum varið til þeirra næstu 5-7 ár. Það dugir til að vinna upp það við­hald sem sparað var á árunum eftir hrun. Grunn­skól­inn verður einnig betur fjár­magn­aður á grunni nýs úthlut­un­ar­lík­ans og vel­ferð­ar­svið fær fjár­muni til að mæta áskor­unum og auk­inni þjón­ustu. Borgin er að sækja fram og næsti ára­tugur verður ára­tugur Reykja­vík­ur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar