A-hluti Reykjavíkurborgar verður rekinn í 18,9 milljarða halla á árunum 2020 til 2022

Spár og áætlanir gera ráð fyrir að samstæða Reykjavíkurborgar verði rekin í afgangi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun. Sá hluti borgarinnar sem er fjármagnaður með skatttekjum verður hins vegar rekinn í tapi.

Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum. Þau hafa setið að völdum frá 2018.
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum. Þau hafa setið að völdum frá 2018.
Auglýsing

Stefnt er að því að reka sam­stæðu Reykja­vík­ur­borgar með 8,6 millj­arða króna afgangi á næsta ári sam­kvæmt fjár­hags­á­ætlun borg­ar­innar fyrir árið 2022 sem lögð var fram í borg­ar­stjórn í dag. Sá hluti rekstrar Reykja­vík­­­ur­­borgar sem fjár­­­magn­aður er með skatt­­tekj­um, svo­­kall­aður A-hluti, verður hins vegar að óbreyttu rek­inn með 3,4 millj­arða króna halla. Sá halli bæt­ist við 9,7 millj­arða króna halla á A-hlut­anum í ár sam­kvæmt útkomu­spá og 5,8 millj­arða króna halla á honum í fyrra.

Sam­an­lagt er því gert ráð fyrir að A-hluti rekstrar Reykja­vík­ur­borgar verði rek­inn í 18,9 millj­arða króna halla á árunum 2020 til 2022. 

Þetta kemur fram í fjár­hagsa­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir næsta ár sem lögð var fram í borg­ar­stjórn í dag.

Sam­stæða borg­ar­innar mun hins vegar skila alls 23,2 millj­arða króna hagn­aði á tíma­bil­inu gangi spár og áætl­anir eft­ir. Þar skiptir máli að hinn hlut­inn í rekstri borg­­ar­inn­­ar, B-hlut­inn, á að skila miklum hagn­aði á árunum 2021 og 2022. Hann nær yfir afkomu þeirra fyr­ir­tækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyr­ir­tækin sem telj­­­ast til B-hlut­ans eru Orku­veita Reykja­vík­­­­­ur, Faxa­fló­a­hafnir sf., Félags­­­­­bú­­­staðir hf., Íþrótta- og sýn­inga­höllin hf., Mal­bik­un­­­ar­­­stöðin Höfði hf., Slökkvi­lið höf­uð­­­borg­­­ar­­­­svæð­is­ins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Afl­vaka hf og Þjóð­­ar­­leik­vangs ehf.

Í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg vegna fram­lagn­ingu fjár­hags­á­ætl­un­ar­innar segir að góðan afgang megi einkum rekja til Orku­veitu Reykja­víkur og Félags­bú­staða hf. vegna mats­breyt­inga fjár­fest­inga­eigna félags­ins.

66 millj­arða hagn­aður á fjórum árum

Í fimm ára áætlun borg­ar­innar sem var líka lögð fram í dag er gert ráð fyrir að afkoma sam­stæð­unnar batni á tíma­bil­inu 2023 til 2026. Gert er ráð fyrir að hagn­aður sam­stæð­unnar verði sam­tals 66,2 millj­arðar króna á því fjög­urra ára tíma­bil­i. 

Auglýsing
Þar er gert ráð fyrir að A-hlut­inn, sá sem er fjár­magn­aður með skatt­tekj­um, skili afgangi strax á árinu 2023 og að hann verði tveir millj­arðar króna. Rekstr­ar­hagn­að­ur­inn fari svo batn­andi í kjöl­farið og verði sam­tals 20,5 millj­arðar króna á árunum 2024 til 2026. 

Í aðgerð­ar­á­ætlun sem lögð er fram til að ná þessum árangri segir að það eigi að ná eins pró­sents hag­ræð­ingu á ári á launa­kostnað í gegnum aðhalds­að­gerðir og staf­ræna umbreyt­ingu á tíma­bil­inu 2022-2025. Þá verði ein­ungis verð­bættar samn­ings­bundnar skuld­bind­ingar og hag­ræð­ingu náð í rekstri með mið­lægum inn­kaupum og aðhalds­að­gerðum á tíma­bil­inu 2022-2025. Halda á áfram með vinnu­mark­aðs­að­gerðir fram eftir næsta ári með það að mark­miði að skapa störf fyrir ein­stak­linga sem eru á fjár­hags­að­stoð eða atvinnu­leys­is­bótum og stuðla að bættri nýt­ingu hús­næðis með auk­inni samnýt­ing­u. 

Borgin vill auk þess tryggja óhindrað fram­boð íbúða og hús­næðis með skipu­legri þróun nýrra hverfa sem eigi að laða að íbúa og efla tekju­stofna. Þá verður leitað samn­inga við ríkið um leið­rétt­ingu á fram­lögum vegna lög­bund­inna verk­efna, einkum vegna þjón­ustu við fatlað fólk, og fjár­magns­skipan fyr­ir­tækja borg­ar­innar verður end­ur­skoð­uð. Að lokum er til­tekið að ráð­ast eigi í aðgerðir til að bæta skatt­skil í sam­starfi við rík­ið.

Kosið verður til borg­ar­stjórnar næsta vor. Því er ekki víst að núver­andi meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna, sem leggur fram áætl­un­ina til næstu fimm ára, verði með umboð til að fylgja henni eft­ir. 

Dagur segir að vaxið verði út úr Covid

Í til­kynn­ingu borg­ar­innar segir að síð­ustu 20 mán­uðir eigi sér enga hlið­stæðu í íslensku efna­hags­lífi. „Kór­óna­veiru­far­ald­ur­inn hefur haft áhrif á starf­semi fyr­ir­tækja í nær öllum atvinnu­greinum sem leiddi til fjölda upp­sagna auk þess að stór partur af vinnu­afli fór á hluta­bóta­leið­ina. Aukið atvinnu­leysi hefur að mestu verið vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins á þjón­ustu­greinar og mun bati í atvinnustigi að mestu fylgja auknum fjölda ferða­manna næstu árin. Þrátt fyrir að enn sé óvissa um fram­gang far­ald­urs­ins eru vonir bundnar við að hann sé í rén­un. Sé litið til Reykja­víkur þá hefur almennt atvinnu­leysi auk­ist mikið und­an­farin 2 ár en hefur þó minnkað jafnt og þétt frá því í febr­úar 2021. Með­al­at­vinnu­leysi var 9 pró­sent árið 2020 en mæld­ist 5,8 pró­sent í sept­em­ber 2021. Þrátt fyrir spá um að hag­vöxtur glæð­ist á þessu og næstu árum verður atvinnu­leysi þó áfram nokkuð hátt sögu­lega séð.“

Hin nei­kvæða nið­ur­staða A-hluta megi rekja til efna­hag­skrepp­unnar og magnaukn­inga einkum í vel­ferð­ar­þjón­ustu vegna auk­inna skuld­bind­inga af hálfu rík­is­ins sem lagðar eru á sveit­ar­fé­lög með laga­setn­ingu og reglu­gerðum án þess að tekju­stofnar séu styrkt­ir.

Þar er haft eftir Degi B. Egg­erts­syni, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, að borgin muni vaxa út úr þeim vanda sem Covid skilji eftir sig.  „Nið­ur­stöður eru í sam­ræmi við Græna planið sem lagt var fram í fyrra og er sýn borg­ar­innar til skamms og lengri tíma. Grænum fjár­fest­ingum hefur verið flýtt, við bætum sér­stak­lega við við­haldsfé í skóla- og frí­stunda­húsæði. Verður 25-30 millj­örðum varið til þeirra næstu 5-7 ár. Það dugir til að vinna upp það við­hald sem sparað var á árunum eftir hrun. Grunn­skól­inn verður einnig betur fjár­magn­aður á grunni nýs úthlut­un­ar­lík­ans og vel­ferð­ar­svið fær fjár­muni til að mæta áskor­unum og auk­inni þjón­ustu. Borgin er að sækja fram og næsti ára­tugur verður ára­tugur Reykja­vík­ur.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar