Mynd: Samsett storu_taeknifyrirtaekin_big_tech_stjorar.png
Mynd: Samsett

Framboðsskortur bítur risana ekki fast

Þrátt fyrir framboðstruflanir og vöruskort hefur rekstur fimm stærstu tæknifyrirtækja heimsins haldist stöðugur og arðbær. Fyrirtækin fengu samanlagt svipaðar tekjur á fyrstu níu mánuðum ársins og öll spænska þjóðin.

Face­book, Amazon, App­le, Alp­habet og Microsoft hafa öll skilað miklum hagn­aði á þessu ári, en sam­an­lagður hagn­aður þeirra frá jan­úar til októ­ber var 66 pró­sentum meiri en hann var á sama í fyrra. Sam­an­lagðar tekjur þeirra námu rúmri billjón Banda­ríkja­dala á síð­ustu níu mán­uð­um, sem var litlu minna en lands­fram­leiðsla Spán­ar.

Síð­ustu árs­fjórð­ungs­upp­gjör fyr­ir­tækj­anna, sem gjarnan eru kölluð „Tæknirisarn­ir“ (e. Big Tech), birt­ust öll í síð­ustu viku. Sam­kvæmt þeim hafa tekjur þeirra á fyrstu níu mán­uðum árs­ins auk­ist um þriðj­ung, eða úr rúm­lega 736 millj­örðum dala í 933 millj­arða. Á sama tíma jókst sam­an­lagður hagn­aður þeirra úr 128 millj­örðum dala í 222 millj­arða.

Millj­arða­tap vegna fram­boðs­trufl­ana

Þrátt fyrir mikla aukn­ingu í tekjum og hagn­aði fengu upp­gjörin blendnar við­tökur á hluta­bréfa­mark­aði vest­an­hafs. Hagn­aður net­söluris­ans Amazon dróst til dæmis saman á nýliðnum árs­fjórð­ungi ef miðað er við sama tíma í fyrra, en sam­kvæmt frétt Reuters um upp­gjörið hafa alþjóð­legar fram­boðs­trufl­an­ir, vöru­skortur og vöntun á starfs­mönnum sett strik í reikn­ing­inn hjá fyr­ir­tæk­inu.

Sömu­leiðis var nýbirt árs­fjórð­ungs­upp­gjör Apple undir vænt­ingum fjár­festa, þrátt fyrir að fyr­ir­tækið hafi bæði aukið tekjur sínar og hagnað tölu­vert. Tim Cook, for­stjóri App­le, sagði í við­tali við Reuters að fyr­ir­tækið hafi fundið meira fyrir fram­boðs­trufl­unum en búist hafði verið við og að skortur á hálf­leið­ar­aflögum á heims­vísu hafi leitt til tekju­taps sem nam rúm­lega sex millj­örðum Banda­ríkja­dala.

Bæði Apple og Amazon vör­uðu við því að fram­boðs­trufl­an­irnar myndu hafa enn verri áhrif á rekstur fyr­ir­tækj­anna á næstu mán­uð­um, þar sem búist er við miklu álagi á alþjóð­legu virð­is­keðj­unni þegar nær dregur jól­um. Í kjöl­far þess­ara frétta lækk­aði hluta­bréfa­verð þeirra um 3-4 pró­sent á banda­rískum mörk­uð­um.

Microsoft verð­mæt­ast í heimi

Á hinn bóg­inn var nýjasta upp­gjöri Microsoft vel tekið, en tekjur fyr­ir­tæk­is­ins á nýliðnum árs­fjórð­ungi voru um fimmt­ungi meiri en þær voru á sama tíma í fyrra. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins nam rúm­lega 50 millj­örðum Banda­ríkja­dala og hefur hann aldrei verið meiri.

Fjár­festar eru einnig bjart­sýnir á rekstur Microsoft, en fyr­ir­tækið tók við af Apple sem verð­mætasta fyr­ir­tæki heims­ins á hluta­bréfa­mark­aði í vik­unni.

Fyr­ir­tækið Alp­habet, sem á Goog­le, skil­aði einnig góðu upp­gjöri í síð­ustu viku. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins hefur hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins numið 55 millj­örðum Banda­ríkja­dala, en það er rúm­lega tvö­faldur hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins á sama tíma­bili í fyrra.

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kynnti nafnaskipti samfélagsmiðilsins yfir í Meta í síðustu viku.
Mynd: Skjáskot

Face­book verður Meta

Sömu­leiðis voru hagn­að­ar­tölur sam­fé­lags­mið­ils­ins Face­book jákvæðar og í sam­ræmi við vænt­ingar á mark­aði. Fyr­ir­tækið hefur hins vegar legið undir harðri gagn­rýni á síð­ustu vikum eftir að upp­ljóstr­ar­inn Frances Haugen sýndi fram að það hefði hylmt yfir sönn­un­ar­gögn um dreif­ingu fals­frétta og áróð­urs í gróða­skyni, auk þess sem það hafi reynt að ná til ung­menna með umdeildum leið­um.

Í kjöl­far þess­ara frétta hefur mið­ill­inn ákveðið að breyta nafn­inu sínu og vöru­merki og kallar hann sig nú Meta. Þá mun fyr­ir­tækið einnig bjóða upp á sýnd­ar­veru­leika­heim sem ber heitið „Meta-heim­ur­inn“ (e. Meta­ver­se), en sam­kvæmt fram­kvæmda­stjór­anum Mark Zucker­berg mun sá heimur taka við af net­þjón­ustu fyrir far­síma.

Við­brögð hlut­hafa sam­fé­lags­mið­ils­ins hafa verið blend­in. Hluta­bréfa­verð Face­book lækk­aði um tæpan fimmt­ung frá sept­em­ber­byrjun til októ­ber­loka, á meðan upp komst um vafa­sama starfs­hætti þess. Hins vegar hefur verðið byrjað að hækka á nýju á síð­ustu dögum í kjöl­far frétta um ný áform Meta og árs­fjórð­ungs­upp­gjörs­ins.

Heimild: Ársreikningar Facebook, Alphabet, Amazon, Microsoft og Apple.
Mynd: Kjarninn

Myndin hér að ofan sýnir hagn­að­ar­tölur tæknirisanna fimm á fyrstu níu mán­uðum árs­ins, miðað við sama tíma­bil í fyrra. Eins og sést er hagn­að­ur­inn meiri í ár heldur en hann var í fyrra hjá öllum fyr­ir­tækj­un­um, þó hann sé mis­mik­ill. Hann er minnstur hjá Amazon, þar sem hann náði tæp­lega 20 millj­örðum króna, en stærstur hjá App­le, þar sem hann nam um 65 millj­örðum króna.

Ef litið er til tekna fyr­ir­tæk­is­ins blasir hins vegar önnur mynd við, en þar er Amazon atkvæða­mest með um 332 millj­arða Banda­ríkja­dala í tekj­ur. Þar á eftir koma Apple og Alp­habet, sem hvor um sig hafa um 200 millj­arða dala í tekj­ur, en tekjur Microsoft nema um 130 millj­örðum dala. Tekjur Face­book eru svo minnstar, en þær nema um 84 millj­örðum dala.

Sam­an­lagðar tekjur fyr­ir­tækj­anna nema 933 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða um 121 billjón íslenskra króna. Til sam­an­burðar var lands­fram­leiðsla Spán­ar, þar sem 47 millj­ónir manna búa, á sama tíma rúm billjón Banda­ríkja­dala, eða aðeins 13 pró­sentum meiri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiErlent