Vandræðagangur og veikleikar Facebook

Facebook er í vandræðum. Þrír miðlar samfélagsmiðlarisans lágu niðri um tíma á mánudag. Bilunin kom á versta tíma, aðeins nokkrum dögum eftir gagnaleka þar sem fram kemur að Facebook hafi afvegaleitt almenning í gróðaskyni.

Frances Haugen, fyrrverandi vörustjóri hjá Facebook.
Frances Haugen, fyrrverandi vörustjóri hjá Facebook.
Auglýsing

Síð­asta vika var lík­lega með þeim þyngri hjá Mark Zucker­berg, for­stjóra og stofn­anda Face­book, og öðrum stjórn­endum fyr­ir­tæk­is­ins eftir að Face­book-skjölin svoköll­uðu vörp­uðu ljósi á erf­ið­leika sam­fé­lags­miðla­veld­is­ins innan frá. En þá var ekki allt upp talið. Á mánu­dag stig­mögn­uð­ust vand­ræðin þegar þrír miðlar fyr­ir­tæk­is­ins, Face­book, Instagram og Whatsapp, lágu niðri í um sex klukku­stund­ir.

Á meðan sumir not­endur tóku Face­book-frí­inu fagn­andi færðu aðrir sig yfir á miðla á borð við Twitt­er, meðal ann­ars tækni­stjóri Face­book, þar sem hann baðst afsök­unar á þeim óþæg­indum sem bil­unin olli. Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, fór hins vegar þá leið að setja inn stutta afsök­un­ar­beiðni á Face­book þegar miðl­arnir voru aftur komnir í loft­ið.

Face­book, Instagram, WhatsApp and Messen­ger are com­ing back online now. Sorry for the dis­r­uption today -- I know how much you rely on our services to stay conn­ected with the people you care about.

Posted by Mark Zucker­berg on Monday, Oct­o­ber 4, 2021

Ástæða bil­un­ar­inn­ar, að sögn Face­book, eru breyt­ingar sem gerðar voru á still­ingu net­beina sem ollu því að þjón­usta miðl­anna þriggja lá niðri. Ein­ungis var hægt að leysa vand­ann hand­virkt og því þurftu tækni­menn á vegum Face­book að gera sér ferð í gagna­ver Face­book í Santa Clara í Kali­forníu til að kom­ast að rót vand­ans. Síð­asta bilun af þessu tagi varð hjá Face­book fyrir um tveimur árum. Þá lá mið­ill­inn lengur niðri, í um 14 klukku­stund­ir, en hafði áhrif á lít­inn hluta not­enda í stað um þrjá og hálfan millj­arð not­enda líkt og raunin var á mánu­dag. Bil­unin hafði einnig áhrif á hluta­bréf Face­book sem lækk­uðu um allt að 4,9% á hluta­bréfa­mörk­uðum í Banda­ríkj­unum á meðan miðl­arnir lágu niðri.

Gróði umfram öryggi not­enda

Bil­unin varð í miðjum óveð­urs­stormi sem Face­book er statt í þessa dag­ana eftir að Wall Street Journal birt­ingu Face­book-skjal­anna. Umfjöll­unin er byggð á gögnum sem Frances Haugen, fyrr­ver­andi vöru­stjóri hjá Face­book, veitti miðl­inum og skil­aði níu frétta­skýr­ing­um. Haugen steig fram sem upp­ljóstr­ari í við­tali í frétta­skýr­inga­þætt­inum 60 mín­útum á sunnu­dag. Þar full­yrðir hún að Face­book leggi meiri áherslu á gróða frekar en öryggi not­enda sinna og hafi hylmt yfir sönn­un­ar­gögn um dreif­ingu fals­frétta og áróð­urs í gróða­skyni. Í skjöl­unum má einnig finna upp­lýs­ingar um hvernig Face­book flokkar not­endur sína í „el­ítu“ og hefð­bundna, skað­leg áhrif Instagram á ungar stúlkur hvað varðar lík­ams­í­mynd, sem og umdeildar til­raunir Face­book til að ná til ung­menna, svo dæmi séu tek­in.

Haugen líkir stöð­unni hjá Face­book við fyrri sam­fé­lags­mál þar sem hið opin­bera hefur gripið í taumana. „Þegar við átt­uðum okkur á því að tóbaks­fyr­ir­tækin voru að fela skað­ann sem þau ollu greip ríkið til aðgerða. Þegar við átt­uðum okkur á því að bílar eru örugg­ari með sæt­is­beltum greip ríkið inn í. Og í dag er rík­is­stjórnin að beita sér gegn fyr­ir­tækjum sem földu sönn­un­ar­gögn um ópíóða. Ég grát­bið ykkur um að gera það sama í þessu til­vik­i,“ sagði Haugen. Að hennar mati munu leið­togar Face­book ekki grípa til aðgerða þar sem „gíf­ur­legur gróði sé mik­il­væg­ari en fólk­ið.“

Til­gang­ur­inn ekki að koma höggi á Face­book

Til­gangur Haugen, að eigin sögn, er ekki að koma höggi á Face­book heldur vill hún breyta fyr­ir­tæk­inu til hins betra. Hún starf­aði hjá Face­book um tveggja ára skeið en sagði starfi sínu lausu í maí. Haugen er með mikla reynslu úr Kís­ildalnum en hún starf­aði lengst af hjá Google við ýmis verk­efni á árunum 2006 til 2014. Þá hefur hún einnig unnið hjá Pinter­est og Yelp.

Auglýsing
Haugen hóf störf hjá Face­book í þeim til­gangi að hafa eft­ir­lit með og koma í veg fyrir afskipti af kosn­ingum í gegnum miðla Face­book. Hún hóf störf hjá sam­fé­lags­miðl­aris­anum með miklar vænt­ingar þar sem hún sá fyrir sér að vinna í ýmsum veik­leikum fyr­ir­tæk­is­ins. Ekki leið á löngu þar til hún varð efins um að teymi hennar myndi ná til­ætl­uðum árangri og fannst henni sífellt skýrar koma í ljós hvar áherslur Face­book liggja, það er að útvíkka fyr­ir­tækið og auka notkun á öllum svið­um, í stað þess að rann­saka veik­leika fyr­ir­tæk­is­ins og reyna að betrumbæta þá.

Haugen fann sig knúna til að láta fólk utan fyr­ir­tæk­is­ins, þar á meðal lög­gjafa of eft­ir­lits­að­ila, vita um ann­marka Face­book og þau áhrif sem geta fylgt í kjöl­far­ið. Áður en hún sagði skilið við Face­book í vor afrit­aði hún rann­sóknir sem fyr­ir­tækið vann sjálft á eigin efni með til­liti til upp­lýs­inga­óreiðu og hat­urs­orð­ræðu. Þessar rann­sóknir eru uppi­staðan í Face­book-skjöl­unum sem nú hafa verið birt.

„Ef fólk hatar Face­book meira vegna þess sem ég hef gert, þá hef ég brugð­ist,“ sagði Haugen meðal ann­ars í við­tal­inu í 60 mín­út­um. „Ég trúi á sann­leik­ann og afleið­ingar — við verðum að við­ur­kenna raun­veru­leik­ann. Fyrsta skrefið í því ferli er að leggja fram gögn.“

Of snemmt að spá fyrir um enda­lokin

Atburða­rás síð­ustu daga er síður en svo fyrsti skandall­inn sem skekur Face­book. Það liggur ljóst fyrir að vand­inn sem fyr­ir­tækið stendur frammi fyrir er gríð­ar­leg­ur, en er vand­inn ef til vill dýpri en nokkurn hefði grun­að?

Blaða­maður New York Times sem kafar ofan í þá stöðu sem blasir við Face­book þessa dag­ana segir að líta megi á vanda Face­book sem tví­þætt­an. Ann­ars vegar felst hann í of mörgum not­endum og hins vegar í vand­anum sem fylgir því að hafa of fáa not­endur sem fyr­ir­tækið vill í raun ná til. Unga fólk­ið. Fólkið sem setur tón­inn og er mót­tæki­legt fyrir hinum ýmsu aug­lýs­ing­um.

Þrátt fyrir vand­ræða­gang innan veggja Face­book upp á síðkastið er hins vegar ótíma­bært að spá fyrir um enda­lok sam­fé­lags­miðl­aris­ans. Hluta­bréf lækk­uðu vissu­lega um tíma vegna bil­un­ar­innar en und­an­farið ár hafa hluta­bréfin hækkað um 30%, aug­lýs­inga­tekjur eru enn að aukast og notkun á ein­staka miðlum á vegum Face­book hefur auk­ist í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Þá má ekki gleyma því að Face­book er enn að ná auk­inni útbreiðslu utan Banda­ríkj­anna og gæti haldið velli þar þó hnignun verða á banda­rískum mark­aði.

Frek­ari áhrif og við­brögð við Face­book-skjöl­unum eiga þó eftir að koma í ljós. Haugen bar vitni fyrir þing­nefnd öld­unga­deild­ar­þings Banda­ríkj­anna í gær. Í opn­unará­varpi sínu sagði hún ákvarð­anir teknar af stjórn­endum Face­book hafa slæm áhrif á börn, almanna­ör­yggi og lýð­ræði. „Svo lengi sem Face­book starfar í skugg­anum með því að fela eigin rann­sóknir fyrir almenn­ingi er það óábyrgt. Ein­ungis þegar hvat­arnir breyt­ast mun Face­book breytast,“ sagði Haugen við skýrslu­tök­una í gær, sem stóð yfir í um þrjár og hálfa klukku­stund.

Zucker­berg birti nýja færslu á Face­book í nótt þar sem hann hafnar öllum ásök­unum Haugen. Hann segir Face­book ekki ala á sundr­ungu, skaði ekki börn og hafnar því að það þurfi að koma böndum á sam­fé­lags­mið­il­inn. Ekk­ert sé til í því að Face­book setji hagnað ofar öryggi not­enda sinna.

I wanted to share a note I wrote to everyone at our company. --- Hey everyo­ne: it's been quite a week, and I wanted to...

Posted by Mark Zucker­berg on Tues­day, Oct­o­ber 5, 2021

Hávær krafa um hert­ari lagaum­gjörð

Ric­hard Blu­ment­hal, öld­unga­deild­ar­þing­maður demókrata, for­maður nefnd­ar­innar sem fór fyrir skýrslu­tök­unni, óskaði eftir við­veru Zucker­berg á fundi nefnd­ar­innar í gær. Að mati þing­manns­ins er Face­book „sið­ferð­is­lega gjald­þrota“. Zucker­berg varð ekki við beiðn­inni en fyr­ir­tækið bendir á í yfir­lýs­ingu að for­stjór­inn hefur komið fyrir nefndir öld­unga­deild­ar­þings­ins sjö sinnum á síð­ustu fjórum árum og að stjórn­endur Face­book hafi borið vitni 30 sinn­um. Fyr­ir­tækið seg­ist hafa gripið til ýmis konar aðgerða, sem hefur haft áhrif á arð­semi þess, í þeim til­gangi að vernda öryggi og frið­helgi not­enda Face­book.

Krafan um hert­ari lagaum­gjörð í tækni­geir­anum er hávær eftir gagna­lek­ann og var sömu­leiðis skýr krafa Haugen við skýrslu­tök­una í gær. Haugen er auk þess hvergi nærri hætt og er hún til­búin í frek­ari sam­ræður við lög­gjafa um fram­tíð laga­setn­ingar á tækni­fyr­ir­tæki á borð við Face­book.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokki