500 flutningaskip komast ekki leiðar sinnar

Þessa dagana sitja hundruð fullhlaðinna flutningaskipa föst vítt og breitt um heiminn. Afleiðingarnar eru þær að alls kyns varningur kemst ekki á leiðarenda. Og jólin nálgast.

Flutningskerfi heimsins hefur raskast vegna kórónuveirufaraldursins. Það mun kom fram í hækkandi verðum til neytenda.
Flutningskerfi heimsins hefur raskast vegna kórónuveirufaraldursins. Það mun kom fram í hækkandi verðum til neytenda.
Auglýsing

Á upp­lýs­inga­síðu flutn­inga- og grein­inga­fyr­ir­tæk­is­ins VesselsValue er að finna margs­konar upp­lýs­ingar varð­andi vöru­flutn­inga og skipa­ferðir um öll heims­ins höf. Upp­lýs­ing­arnar sem þar má nálg­ast sýna, svo ekki verður um vill­st, þau gríð­ar­legu áhrif sem kór­ónu­veiran hefur haft á vöru­flutn­inga landa og heims­álfa á milli. Á vef­síðu Vessels Value kemur fram að núna lóni um það bil 500 full­hlaðin gáma­flutn­inga­skip úti fyrir höfnum víðs­vegar í heim­in­um. Flest eru þessi skip mjög stór og sam­kvæmt upp­lýs­ingum Vessels Value eru næstum 300 millj­ónir 20 feta (kall­aðir stand­ard) gáma um borð í þessum skip­um, eða bíða á hafn­ar­bökkum víðs­vegar í heim­in­um. Og skip­un­um, sem hvorki kemst lönd né strönd, fjölgar með degi hverj­um. Sem dæmi um það má nefna að í síð­ustu viku fjölg­aði skipum sem bíða fyrir utan Ning­bo-Zhous­han, eina stærstu inn- og útflutn­ings­höfn Kína um 48%.

Hvað er í öllum þessum gámum?

Svarið við þess­ari spurn­ingu er ein­falt: allt milli him­ins og jarð­ar. Leik­föng, bíla­vara­hlut­ir, fatn­að­ur, hús­gögn, mat­vör­ur, reið­hjól, prent­ara­blek, göngu­skór, raf­tæki, snyrti­vörur o.s.frv.

Kór­ónu­plágan breytti neysl­unni

Þegar kór­ónu­veiran braust út brugð­ust fram­leið­endur og eig­endur versl­ana við. Dregið var úr fram­leiðsl­unni og versl­anir drógu úr inn­kaup­um, til að minnka lag­er­inn. Þetta mat reynd­ist hins­vegar rangt. Neysla og inn­kaup almenn­ings jókst. Ferða­lög lögð­ust að mestu leyti af en sala á bús­á­höld­um, inn­rétt­ing­um, máln­ingu, hrein­læt­is­tækj­um, hús­gögnum og fatn­aði jókst. Skýrasta dæmið hér á Íslandi var lík­lega stór­aukin sala á „pallatimbri“. Margir gripu í tómt í timb­ur­versl­unum þegar ráð­ast átti í fram­kvæmd­ir. Sala á „heit­um“ pottum marg­fald­að­ist sömu­leið­is.

Erfitt að bregð­ast við

Þegar verk­smiðju­eig­endur og versl­un­ar­menn átt­uðu sig á því að þeir hefðu mis­reiknað sig reyndu þeir að bregð­ast við. Það hefur ekki reynst auð­velt. Stór hluti alls kyns neyslu­varn­ings sem fluttur er til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna er fram­leiddur í Asíu og fluttur þaðan sjó­leið­is. Í mörgum Asíu­löndum herjar kór­ónu­veiran enn og það hefur orðið til þess að mörg fram­leiðslu­fyr­ir­tæki geta ekki starfað með eðli­legum hætti. Vegna veirunnar hafa margar hafnir í Asíu verið lok­aðar og það orsakar flösku­háls í flutn­ing­un­um.

Auglýsing

Fleira kemur til

Þótt kór­ónu­veiran hafi sett stórt strik í „vöru­streym­is­reikn­ing­inn“ kemur fleira til. Í Taí­van er stærsta verk­smiðja tölvukubba (microchips) í heim­in­um. Fyrr á þessu ári herj­uðu þar miklir þurrkar og það olli því að verk­smiðjan gat engan veg­inn annað eft­ir­spurn­inni. Þetta hefur haft mjög mikil áhrif, meðal ann­ars í bíla­iðn­að­in­um. Bíla­verk­smiðjur í Evr­ópu, Asíu og Banda­ríkj­unum reiða sig á kubbana frá Taí­van og þegar þeir eru ekki fáan­legir er fátt til ráða. „Tölvu­bún­aður af ýmsu tagi stjórnar í raun öllu sem ger­ist, sama hvað er“ sagði aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri sam­taka danskra iðn­fyr­ir­tækja í við­tali við danska sjón­varpið fyrir nokkrum dög­um. Hann sagð­ist jafn­framt telja að ástandið verði ekki komið í eðli­legt horf fyrr en um mitt næsta ár, kannski síð­ar.

Sýnir hve fram­leiðslu- og flutn­ings­keðjan er við­kvæm

Mörgum er eflaust í fersku minni þegar flutn­inga­skipið Ever Given sat fast í Súez skurð­inum í Egypta­landi í mars á þessu ári, með um 20 þús­und gáma inn­an­borðs, á leið til Hollands. Strandið varð til þess að fjöld­inn allur af skipum komst ekki leiðar sinnar en sex sól­ar­hringar liðu áður en tókst að losa Ever Given og opna skurð­inn fyrir umferð á ný.

Við Súez-skurðinn í Egyptalandi, er Ever Given sat þar fast. Mynd: EPA

Þessi atburður opn­aði augu margra fyrir því hve hag­kerfi heims­ins er í raun við­kvæmt og má við litlu. Afleið­ingar kór­ónu­plág­unnar hafa svo leitt þetta enn betur í ljós á síð­ustu vikum og mán­uð­um. Um það bil 70% af öllum vörum sem fram­leiddar eru í heim­inum eru fluttar með gámum frá fram­leiðslu­stað til neyt­enda. Og að treysta á við­kvæmt flutn­inga­kerfi getur haft margs­konar erf­ið­leika í för með sér. Meðal þeirra fyr­ir­tækja sem kór­ónu­veiran hefur haft mikil áhrif á er IKEA. Peter Lang­skov vöru­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í Dan­mörku sagði í við­tali við DR, að venju­lega kæmu dag­lega um það bil 45 flutn­inga­bílar með vörur í versl­anir IKEA í Dan­mörku, núna er eru þeir iðu­lega 35 og stundum færri. IKEA hafi brugðið á það ráð að flytja vörur frá Asíu með lest og hafi keypt tóma gáma og sé að und­ir­búa að leigja gáma­skip til vöru­flutn­inga. Peter Lang­skov telur aug­ljóst að verð á flestum ef ekki öllum vörum muni hækka. Venju­leg vöru­lest getur flutt 40 – 42 gáma, skip er auð­vitað lengur á leið­inni en það getur flutt 10 þús­und gáma eða jafn­vel helm­ingi fleiri.

Verð hefur hækkað og mun hækka enn meira

Peter Lang­skov sagði í áður­nefndu við­tali aug­ljóst að verð á flestum ef ekki öllum vörum muni hækka. Kaup­menn og for­svars­menn fyr­ir­tækja tóku allir undir þetta í við­tölum við blaða­menn dag­blað­anna Politi­ken og Berl­ingske og nefndu sem dæmi að kostn­að­ur­inn við að flytja gám frá Asíu til Evr­ópu hafi fjór­fald­ast að und­an­förnu. Hann bæt­ist ofan á verð­hækk­anir frá fram­leið­end­um.

Gætu þurft að end­ur­skoða jóla­gjafalist­ann

Nú nálg­ast sá tími sem versl­un­ar­eig­endur nefna gjarna jóla­ver­tíð­ina. Flestir þeirra hafa fyrir löngu gengið frá pönt­unum á jóla­varn­ingn­um. En það er ekki nóg að panta, það þarf líka að fá vör­urnar heim og koma þeim í hill­urn­ar. Einn danskur kaup­maður sagð­ist eiga 30 þús­und jóla­álfa (nis­se) á hafn­ar­bakk­anum í einni stærstu höfn Kína. „Við höfum borgað heil­mikið til að fá þá flutta hingað heim, en það eru alltaf ein­hverjir sem bjóða bet­ur, svo við vitum ekk­ert hvað verð­ur. Það er nefni­lega eins­konar verð­stríð í gangi, allir vilja fá sínar vörur fluttar og það hleypir flutn­ings­kostn­að­inum upp.“ Margir kaup­menn eru búnir að láta prenta jóla­gjafa­bæk­ling­inn þótt þeir séu engan veg­inn vissir um að allt sem þar má sjá verði yfir­leitt í boði. Blaða­maður Berl­ingske gerði sér ferð í nokkrar versl­anir sem selja íþrótta- og úti­vi­starfatn­að. Hann spurði um hlaupa­skó frá Adi­das eða Nike, hvor­ugir fengust í hans stærð. Sömu sögu var að segja af íþrótta­bux­um, þær feng­ust ekki. Blaða­mað­ur­inn gat ekki heldur fengið dekk sem pass­aði á reið­hjól­ið. Í einni bús­á­halda­verslun vildi hann kaupa pott af til­tek­inni stærð og gerð, rauð­an. „Rauð­an“ sagði starfs­mað­ur­inn „hann eigum við ekki til en við eigum græn­an“. Hann vildi blaða­mað­ur­inn ekki.

Mynd: Pexels

Áður en jóla­ver­tíð kaup­manna hefst gengur yfir önnur ver­tíð, eins­konar und­an­fari. Það er Black Fri­day. Síð­asti föstu­dagur nóv­em­ber­mán­aðar ár hvert, ber í ár uppá 26. nóv­em­ber. Black Fri­day er oft tal­inn marka upp­haf jóla­versl­un­ar­inn­ar, með alls kyns til­boð­um. Nafnið er dregið af því að bók­halds­tölur versl­ana breyt­ast úr rauðum (halla­rekstri) í hagn­að. Þótt margir kaup­menn von­ist eftir mik­illi sölu hafa þeir jafn­framt áhyggjur af að erfitt geti reynst að útvega vörur fyrir jól­in. Af þessum sökum verða ein­hverjir hugs­an­lega að breyta jóla­gjafalist­an­um, Jói frændi fær kannski raf­magns­t­ann­bursta en ekki skeggsnyrti­tækið sem til stóð að gefa hon­um.

Kannski rétt að líta sér nær

Fyrir nokkrum árum las skrif­ari þessa pistils við­tal við Lars Larsen (1948 – 2019). Lars þessi var einn rík­asti maður Dan­merk­ur. Dyne Larsen, eins og hann var iðu­lega kall­að­ur, var stofn­andi og eig­andi JYSK, sem áður hét Jysk sen­getøjsla­ger (Rúm­fatalager­inn). Í þessu við­tali var Lars Larsen tíð­rætt um þá þver­sögn, eins og hann komst að orði, að flytja hús­gögn, og reyndar flestar vör­ur, yfir hálfan hnött­inn. Það hlyti að breyt­ast. Hann nefndi líka að það tæki langan tíma að flytja vörur frá Asíu­löndum til Evr­ópu „í dag vill fólk fá hlut­ina sem fyrst, helst í dag. Og af því að versl­anir og heildsalar vilja hafa sem minnstan lager kæmi sér betur ef fram­leið­and­inn væri ekki hinum megin á hnett­in­um“.

Undir þessi orð geta lík­lega margir tekið í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar