Golli Keilir Mynd: Golli
Golli

Tröllefldir kraftar hrista hinn trygga Keili

Hann er svo einstakur. Svo formfagur. Líkur konungsstól í salnum, líkt og Kiljan orti. Keilir hefur staðið keikur í mörg þúsund ár en nú gæti ein „höfuðskepnan“ – eldurinn – farið að hvæsa í hans næsta nágrenni.

Söm er hún Esja,

samur er Keil­ir,

eins er Skjald­breið

og á Ing­ólfs dög­um.

Þannig orti Bjarni Thoraren­sen um miðja nítj­ándu öld. Síðan eru liðin hund­rað ár og nokkrir ára­tugir til og enn standa þau öll á sínum stað, söm við sig. Eða svona næstum því. Þessir þrír tign­ar­legu klettar í til­veru okkar hafa kannski ekki breyst stór­kost­lega, hvorki frá tímum Bjarna né land­námi en „öllum stund­um, dag og nótt, öld af öld, vinna tröll­efldir kraftar óslitið að því starfi, að rífa landið niður og byggja það upp, og þeim verður mikið ágengt, þótt hægt fari,“ skrif­aði Árni Frið­riks­son, fiski­fræð­ingur og annar stofn­andi Nátt­úru­fræð­ings­ins, árið 1932. „Þessir kraftar eru „höf­uð­skepn­urn­ar“ þrjár; eld­ur, vatn og loft og svo hreyf­ingar í jarð­skorp­unn­i.“

Árni skrif­aði að skáldið Bjarni hefði séð „hin tignu íslensku fjöll mynda bak­sýn þeirra sögu­legu við­burða, sem ger­ast í land­in­u“. Esja, Keilir og Skjald­breið hafi „sjeð Ingólf reisa bú á Arn­ar­hvoli, þau hafa sjeð stór­veldi sögu­ald­ar­innar verða til, ná hámarki sínu og líða undir lok, þau hafa sjeð aldaraðir ófrelsis og kúg­unar breið­ast eins og kol­dimma nótt yfir hina fámennu þjóð, og enn standa þau sem risa­vaxin bak­sýn þeirra við­burða sem ger­ast í land­in­u“.

Auglýsing

Ekk­ert eld­gos varð á Reykja­nesskaga á meðan Bjarni Thoraren­sen lifði og ekki heldur á ævi Árna Frið­riks­son­ar. Áður en eld­gosið í Fagra­dals­fjalli hófst fyrir rúm­lega hálfu ári hafði ekki gosið þar frá miðri 13. öld og ekki í því eld­stöðvakerfi sem Fagra­dals­fjall til­heyrir í 6.000 ár eða þar um bil.

Keil­ir, sem mynd­að­ist við gos undir jökli á síð­ustu ísöld sem lauk fyrir um 10 þús­und árum, hefur staðið óhagg­aður (að minnsta kosti ekki látið mikið á sjá) í atburðum síð­ustu mán­aða þótt hann hafi vissu­lega skolfið eins og jörð öll á svæð­inu. En allt er breyt­ingum háð eins og þar stendur og í ljósi nýj­ustu tíð­inda er ekki hægt að úti­loka að ásýnd Keilis hins form­fagra verði önnur og það jafn­vel í náinni fram­tíð. Engu skal þó slá föstu á þessu stigi máls eins og jarð­vís­inda­menn hafa ítrekað varað við þegar jarð­hrær­ingar eru ann­ars veg­ar.

Eld­gos við Keili ein sviðs­myndin

„Það er sér­stakt tíma­bil aðgæslu núna á meðan eld­gos er ekki sýni­legt á yfir­borði og það er jarð­skjálfta­virkn­i,“ sagði Frey­steinn Sig­munds­son jarð­eðl­is­fræð­ingur í fréttum RÚV í lok síð­ustu viku. Engin kvika hefur sést á yfir­borði við Fagra­dals­fjall í yfir tvær vikur en síð­ustu daga hefur hins vegar stöðug skjálfta­virkni verið í næsta nágrenni Keil­is. Stærsti skjálft­inn var 4,2 stig. Að sögn Frey­steins er lík­leg­ast að berg­kvika sé á ferð neð­an­jarðar en að „ein­hver vand­ræði“ séu við að koma henni upp á yfir­borð­ið. Þess vegna, í ljósi skjálfta­virkn­inn­ar, sé „auð­vitað ekki hægt að úti­loka þann mögu­leika að berg­kvika sé að finna sér nýja leið“. Í augna­blik­inu sé því lík­leg­ast að það ger­ist „ná­lægt Keil­i“, þ.e.a.s. á því svæði sem skjálft­arnir eru mest­ir. „Vegna þess að það svæði teng­ist þessum kviku­gangi sem var að mynd­ast í jarð­skorp­unni vik­urnar áður en eld­gosið í Fagra­dals­fjalli byrj­að­i.“

Í sama streng tekur Kristín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vár hjá Veð­ur­stofu Íslands. Eld­gos í nágrenni Keilis „sé sviðs­mynd sem við þurfum alvar­lega að íhuga“.

Antony-22/Wikimedia

Reykja­nesið allt er eld­brunn­ið, eins og sagt er, og ásýnd þess ein­kenn­ist af hraun­um, gíg­um, mis­gengjum og jarð­hita. Um það liggja mót Evr­asíu- og Norð­ur­-Am­er­íkuflek­anna og gliðnun hefur átt sér stað með til­heyr­andi jarð­skjálftum oft og reglu­lega síð­ustu ár og ára­tugi. Keilir hefur oft­sinnis ratað í fréttir vegna einmitt þessa en nú lík­lega sem aldrei fyrr.

Keilir er ekki virkt eld­fjall í þeim skiln­ingi sem almennt er lagður í það orð. Hann er ekki einu sinni fjall ef út í það er farið heldur fell. Hann er hvorki mik­ill um sig né sér­stak­lega hávax­inn – stendur 378 metra yfir sjáv­ar­máli og í um 200 metra hæð yfir lands­lag­inu í kring. Fjar­skyld frænka hans, Esj­an, er svo dæmi sé tekið 914 metra há. En þar sem hann stendur stak­ur, eins og kóngur í ríki sínu mitt á Reykja­nesskag­an­um, sést hann víða að og vekur vissu­lega athygli og jafn­vel aðdá­un. Hann er nefni­lega svo fal­leg­ur.

Hall­dór Lax­ness orti um Keili í kvæð­inu Veg­ur­inn aust­ur:

Keilir er líkur kon­ungs­stól í saln­um,

kall­arnir spá og taka í nef úr bauki.

Austur í Fljóts­hlíð glóir á grænum lauki

glampar í Ölv­es­inu á mó í hrauki.

Keilir nýtur sín baðaður geislum sólar. Bessastaðir í forgrunni.
Golli

Keilir er „fyr­ir­fjall“ Reykja­nesskag­ans. Hann er til að mynda bæj­ar­fjall sveit­ar­fé­lags­ins Voga en Reyk­vík­ingar og nær­sveita­menn þekkja hann best í bláma fjar­lægð­ar­innar eða í skjanna­hvítum vetr­ar­ham sín­um. Stundum slær á hann rauð­leitum bjarma að kvöld­lagi. „Þá er hann feg­urst­ur,“ skrif­aði Gestur Guð­finns­son í pistli um göngu á Keili í Alþýðu­blaðið árið 1958. Gestur vitn­aði þar m.a. í Suð­ur­nesja­skáldið Kristin Pét­urs­son sem á að hafa sagt eitt sinn: „Ásýnd Keilis er eirrauð sem egypzkur píramíð­i.“

Nafn Keilis er aug­ljós­lega dregið af keilu­laga lögun hans en hann er þó ekki eld­keila eins og hún er útskýrð á fræða­máli jarð­fræð­inga. Eld­keil­ur, svo sem Snæ­fells­jök­ull og Eyja­fjalla­jök­ull, eru keilu­laga eld­stöðvar sem gjósa reglu­lega. Keilir mynd­að­ist hins vegar í einu stöku gosi undir nokkuð þykkum ísald­ar­jökli. Slíkar eld­stöðvar eru yfir­leitt úr móbergi og gjósa aðeins einu sinni á lífs­tíð sinni. Keilir er því það sem kall­ast móbergs­fell, eða jafn­vel móbergskeila vegna lög­unar sinn­ar, segir í svari á Vís­inda­vefnum um til­urð hins til­komu­mikla Keil­is. Hann hefur lík­lega í upp­hafi verið hluti af móbergs­hrygg sem hefur svo veðr­ast burt að mestu.

Auglýsing

Þegar Keilir mynd­að­ist lá eins og fyrr segir þykkur jök­ull yfir Reykja­nesskag­an­um, „suð­vest­lægur útvörður ísald­ar­jök­uls­ins sem huldi landið á síð­asta jök­ul­skeið­i,“ segir enn fremur í svar­inu. Gosið sem mynd­aði hann hefur lík­leg­ast haf­ist sem sprungu­gos undir jökl­inum en fljótt ein­angr­ast við einn aðal­gíg, sem hlóð Keili upp. Efst á toppi hans liggur hraun­hetta, senni­lega kviku­af­gangur sem storknað hefur í gos­rásinni og myndað þéttan gíg­tappa. Þetta berg í miðju hans hefur komið í veg fyrir mikla veðrun í ald­anna rás þótt vatni og frosti hafi smám saman tek­ist að flytja efni af efstu brúnum niður með hlíðum og myndað strýt­una, sem nú má sjá.

Syk­ur­topp­ur­inn

Í lýs­ingu Kálfatjarn­ar­sóknar frá árinu 1840 eftir séra Pétur Jóns­son segir að sjó­far­endur kalli Keili Syk­ur­topp. Lík­lega er þar um að ræða sam­lík­ingu við keilu­löguð syk­ur­stykki sem menn köll­uðu syk­ur­toppa og voru á mark­aðnum áður en strá­sykur kom til sög­unn­ar. Fjöll ann­ars staðar í heim­inum hafa einnig fengið sama við­ur­nefni.

Keilir og börnin hans.
Reykjanes Geopark

Keilir kann að virð­ast standa einn og óstuddur en hann á bæði „börn“ og „bræð­ur“. Lágu hæð­irnar norðan við hann, eða stab­b­arnir eins og stundum er sagt, eru kall­aðar Keil­is­börn.

Hann á svo einnig tvo „bræð­ur“ líkt og Sess­elja Guð­munds­dóttir fjall­aði um í rit­inu Örnefni og göngu­leiðir í Vatns­leysu­strand­ar­hreppi árið 2007. Þeir nefn­ast Nyrðri- og Syðri­-Keil­is­bræður en eru einnig kall­aðir Lit­li- og Stóri-Hrút­ur, skrifar Sess­elja.

Síð­ustu ár hefur Keilir verið vin­sæll hjá göngu­fólki. Gangan á topp­inn er ekki löng, enda Keilir ekki hár, en þó brött og stundum vara­söm. Á seinni hluta 18. aldar voru í nágrenni hans hins vegar vin­sælar slóðir hrein­dýra sem sleppt var lausum á Reykja­nes­fjall­garð­inn. Dýrin voru 20 í fyrstu en fjölg­aði svo og dreifðu sér víðar um svæð­ið. Um alda­mótin voru þau útdauð á þessum slóð­um.

Keilir í vetrarham.
Wikipedia

En Keilir hefur í gegnum tíð­ina einnig haft mik­il­vægu örygg­is­hlut­verki að gegna og var víð­frægt mið af sjó. Þannig má sjá að margar inn­sigl­inga­vörður í varir og lend­ingar á norð­an- og vest­an­verðum Reykja­nesskag­anum hafa fyrrum haft vísan á Keili.

Jón Helga­son frá Litlabæ í Vatns­leysu­strand­ar­hreppi orti um þetta:

Keilir fríður kenn­ast skal,

knappt þó skrýði runn­ur,

fagran prýðir fjalla­sal

fyrr og síðar kunn­ur.

Þekkti ég sið­inn þann af sjón

þekkan liði drengja

Keilir við um flyðru­frón

fiski­miðin tengja.

Sæfar­endur reyna rétt

rata’ að lend­ing heil­ir;

til að benda’ á tak­mark sett

tryggur stendur Keilir.

Já, tryggur stendur Keil­ir. Að minnsta kosti enn sem komið er.

„Við megum ekki gleyma því að eld­gosið sem hefur staðið í sex mán­uði er partur af miklu víð­tæk­ari atburða­rás sem tekur til alls Reykja­nesskag­ans,“ sagði Páll Ein­ars­son jarð­eðl­is­fræð­ingur við RÚV á fimmtu­dag. „Þetta gæti verið þáttur í því, en það fer ekk­ert á milli mála að það er nýr þáttur í gangi í þess­ari atburða­rás sem er full ástæða til að fylgj­ast mjög vand­lega með.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar