20 færslur fundust merktar „facebook“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti að leika við hunda í snjónum er vinsælt efni á hópum helstu aðdáenda hans á Facebook.
Aðdáendahópar Pútíns spretta upp á Facebook
Innrás Rússa í Úkraínu hefur verið fordæmd harkalega víða um heim. Gagnrýnin beinist helst að Vladimír Pútín Rússlandsforseta og nú hafa sprottið upp aðdáendahópar honum til heiður á Facebook þar sem markmiðið er að sýna leiðtogann „í réttu ljósi“.
11. apríl 2022
„Meta, Metamates, Me,“ eru ný einkunnarorð samfélagsmiðlarisans Meta og hvetur Mark Zuckerberg starfsmenn til að tala um sig sem „Metamates“.
Metamates: Töff gælunafn eða endalok krúttlegrar hefðar tæknigeirans?
Mark Zuckerberg vill að starfsmenn Meta kalli sig Metamates. Ákveðin gælunafnamenning hefur verið ríkjandi í tæknigeiranum vestanhafs en starfsfólk Meta hefur skiptar skoðanir. „Við erum alltaf að breyta nafninu á öllu og það er ruglandi.“
19. febrúar 2022
Framboðsskortur bítur risana ekki fast
Þrátt fyrir framboðstruflanir og vöruskort hefur rekstur fimm stærstu tæknifyrirtækja heimsins haldist stöðugur og arðbær. Fyrirtækin fengu samanlagt svipaðar tekjur á fyrstu níu mánuðum ársins og öll spænska þjóðin.
2. nóvember 2021
Mark Zuckerberg kynnti nýja nafnið í dag.
Facebook breytir nafninu í Meta
Tæknifyrirtækið Facebook hefur fengið nýtt nafn. Samfélagsmiðilinn sem fyrirtækið hefur verið kennt við hingað til mun þó áfram heita sama nafni og hann hefur alltaf heitið.
28. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Facebook með allt niðrum sig
8. október 2021
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook
Yfirvöld kæra Facebook fyrir brot á samkeppnislögum
Stærsti samfélagsmiðill heimsins liggur nú undir miklum þrýstingi vegna kæru frá samkeppniseftirliti Bandaríkjanna.
10. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
24. september 2020
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook.
Facebook grípur til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu í kringum kosningarnar
Stofnandi Facebook greindi frá því í dag að miðillinn ætlaði að beita sér sérstaklega gegn útbreiðslu misvísandi upplýsinga í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í haust. Facebook fer í samstarf við Reuters um miðlun lokaniðurstaðna.
3. september 2020
Hlutabréfaverð í Facebook féll um átta prósent á föstudag.
Stórfyrirtæki stöðva auglýsingakaup á Facebook og Instagram
Frá því um miðjan júní hefur hvert stórfyrirtækið á fætur öðru sett fram kröfur um að Facebook geri betur í aðgerðum sínum gegn hatursorðræðu. Fyrirtækin hyggjast ná sínu fram með því að auglýsa ekki á miðlum Facebook.
29. júní 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
30. maí 2020
Jack Dorsey, forstjóri Twitter.
Twitter bannar pólitískar auglýsingar
Uppáhaldssamfélagsmiðill forseta Bandaríkjanna hefur ákveðið að banna pólitískar auglýsingar. Það er skoðun stjórnenda að boðskapur eigi að vinna sér inn útbreiðslu, ekki kaupa hana. Facebook ætlar engu að breyta.
31. október 2019
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Facebook hyggst koma á fót eigin rafmynt
Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í dag um áætlun sína að koma á fót nýrri rafmynt sem mun kallast Libra.
18. júní 2019
Tommy Robinson
Tommy Robin­son bannaður á Facebook og Instagram
Hinn umdeildi Tommy Robinson var á dögunum meinaður aðgangur á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðlanna um hatursorðræðu. Twitter-reikningi hans var auk þess lokað í mars í fyrra.
1. mars 2019
Einkaskilaboð frá 81 þúsund Facebook-notendum til sölu
Einkasamtöl tugþúsunda notenda samfélagsmiðilsins víða um heim eru komin í hendur hakkara sem hyggjast selja þau á tólf krónur stykkið.
3. nóvember 2018
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook.
Bresk þingnefnd hvetur til refsinga gegn samfélagsmiðlum
Nefnd breska fjölmiðlaráðuneytisins um aðgerðir gegn falsfréttum mældi með harðri löggjöf gegn samfélagsmiðlum.
30. júlí 2018
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook.
Facebook minnkar um 4,5-falda landsframleiðslu Íslands
Markaðsvirði samfélagsmiðlafyrirtækisins hefur hríðfallið fyrsta daginn eftir afkomuviðvörun félagsins og er jafnt landsframleiðslu Íslands til margra ára.
26. júlí 2018
Getur Facebook haft áhrif á íslenskar kosningar?
Facebook hefur birt hnapp á kjördag í kosningum, meðal annars á Íslandi, sem notendur merkja við þegar þeir hafa greitt atkvæði. Fjölmiðlanefnd hefur áhyggjur af áhrifum hnappsins. Þingmenn segja mikilvægt að fá nánari svör um tilgang hans og áhrif.
23. apríl 2018
Zuckerberg: Ábyrgðin er okkar
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook kom fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Hann segir að Facebook beri ábyrgð á að Cambridge Analytica hafi notað gögn um 87 milljóna notenda Facebook.
11. apríl 2018
Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Tencent tekur fram úr Facebook
Kínverska tæknifyrirtækið Tencent hefur tekið fram úr Facebook í markaðsvirði og er nú meðal fimm stærstu fyrirtækja í heimi. Ör vöxtur Tencent og Alibaba á síðustu árum sýnir að kínverski tækniiðnaðurinn hefur tekið stakkaskiptum.
10. desember 2017
Jakob Gottschau
„Ef Facebook væri þjóð, hvernig væri henni þá stjórnað?“
Heimildamyndin Facebookistan var sýnd á dögunum á Norrænu kvikmyndahátíðinni en umfjöllunarefni hennar er ritskoðun og gagnageymsla á Facebook. Jakob Gottschau, leikstjóri myndarinnar, var staddur á Íslandi í tengslum við hátíðina.
24. apríl 2016