Facebook breytir nafninu í Meta

Tæknifyrirtækið Facebook hefur fengið nýtt nafn. Samfélagsmiðilinn sem fyrirtækið hefur verið kennt við hingað til mun þó áfram heita sama nafni og hann hefur alltaf heitið.

Mark Zuckerberg kynnti nýja nafnið í dag.
Mark Zuckerberg kynnti nýja nafnið í dag.
Auglýsing

Face­book, eitt verð­mætasta fyr­ir­tæki í heimi, hefur breytt nafni sínu í Meta. Mark Zucker­berg, for­stjóri og stofn­andi Face­book, til­kynnti þetta í dag á við­burði á vegum fyr­ir­tæk­is­ins. 

Zucker­berg sagði að Face­book-­nafnið fang­aði ekki lengur allt sem fyr­ir­tækið gerir og heildin væri of tengd við eina vöru, þ.e. Face­book sam­fé­lags­mið­il­inn. Hann von­ast til þess að með tíð og tíma verði litið á Meta sem svo­kallað „meta­ver­se“ fyr­ir­tæki.

Hagn­aður Face­­book á þriðja árs­fjórð­ungi nam níu millj­­örðum doll­­ara, eða sem nemur rúmum 1.166 millj­­örðum króna. Þá hefur not­endum sam­­fé­lags­mið­ils­ins fjölgað um sex pró­­sent síð­­­ustu tólf mán­uði og eru nú 2,9 millj­­arð­­ar. Hagn­að­­ur­inn á sama tíma í fyrra var 7,8 millj­­arðar doll­­ar­­ar, eða sem nemur rúmum 1.010 millj­­örðum króna.

Sam­spil raun­veru­leika og sýnd­ar­veru­leika

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að til stæði að til­­kynna nafna­breyt­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á árlegri ráð­­stefnu Face­book, Conn­ect, sem fór fram í dag, 28. októ­ber. Sam­­fé­lags­mið­ill­inn Face­book eins og við þekkjum hann mun þó ekki breyt­­ast mik­ið. Nafn fyr­ir­tæk­is­ins, Face­book, er það sem breyt­ist en sam­­fé­lags­mið­ill­inn Face­book fer undir hatt fyr­ir­tæk­is­ins líkt og Instagram, Whatsapp og Oculus, smá­­for­rit og sam­­fé­lags­miðlar sem eru í eigu Face­book.

Auglýsing
Í þeirri umfjöllun var líka reynt að útskýra hvar þetta svo­kall­aða „meta­ver­se“ er, en í við­tali í júlí sagði Zucker­berg að á næstu árum muni almenn­ingur hætta að líta á Face­book sem sam­­fé­lags­miðla­­fyr­ir­tæki og þess í stað líta á Face­book sem meta­ver­se-­­fyr­ir­tæki.

Hug­takið Meta­verse á rætur sínar að rekja í vís­inda­­skáld­­sög­una Snow Crash eftir Neal Steph­en­sen sem kom út árið 1992. Meta­verse vísar í sam­­spil raun­veru­­leika og sýnd­­ar­veru­­leika. Face­book sér meta­verse fyrir sér sem ver­öld á net­inu þar sem not­endum er nán­­ast ekk­ert óvið­kom­andi. Í meta­verse er hægt að sinna vinnu, leikjum og sam­­skiptum í sýnd­­ar­veru­­leika. „Meta­ver­se“ „verður það sem skiptir máli, og ég held að þetta verði stór hluti af þróun inter­nets­ins eftir að það varð aðgeng­i­­legt í sím­um,“ sagði Zucker­berg í sam­tali við The Verge í sum­­­ar.

­Þró­unin er haf­in. Í dag starfa um 10 þús­und starfs­­menn Face­book að upp­­­bygg­ingu sem snýr að „meta­ver­se“, meðal ann­­ars við þróun og hönnun á sýnd­­ar­veru­­leika­­gler­­augum sem verða ómissandi hluti af „meta­ver­se“.

Zucker­berg er því sann­­færður um að gler­­augun verði jafn ómissandi og snjall­símar áður en langt um líð­­ur. 

Ein helsta áskorun Face­book verður án efa að sann­­færa not­endur um ágæti „meta­ver­se“, hug­taks sem hefur í raun ekki fengið merk­ingu meðal almenn­ings enn sem komið er. 

Það gæti þó breyst nú, þegar þetta risa­stóra fyr­ir­tæki, Face­book, hefur breytt nafn­inu sínu í Meta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent