Kjölfestan er ekki farin

Þrátt fyrir háa verðbólgu á undanförnum mánuðum eru væntingar um verðbólgu til langs tíma ekki langt fyrir ofan markmið Seðlabankans, samkvæmt útreikningum sjóðsstjóra hjá Kviku eignastýringu.

peningar
Auglýsing

Kjöl­festa verð­bólgu­vænt­inga hefur ekki enn hækkað fram úr öllu ráði, þrátt fyrir að verð­bólga hafi ekki mælst hærri í níu ár, en fjár­festar búast við að hún hald­ist nálægt mark­miði Seðla­bank­ans að fimm árum liðn­um. Þetta kemur fram í Twitt­er-­færslu frá Agn­ari Tómasi Möll­er, sjóðs­stjóra hjá Kviku eigna­stýr­ingu.

Í færsl­unni sýnir Agnar verð­bólgu­vænt­ingar fjár­festa eftir fimm ár til fimm ára, sem hann metur út frá verð­bólgu­á­lagi á skulda­bréfa­mark­aði. Sam­kvæmt þeim útreikn­ingum telja fjár­festar að með­al­verð­bólgan verði í kringum þrjú pró­sent eftir fimm til tíu ár, þótt þeir búist við að verð­lag hækki nokkuð hraðar í náinni fram­tíð.

Auglýsing

Fylgst með vænt­ingum

Seðla­banka víða um heim fylgj­ast nú grannt með verð­bólgu­vænt­ingum til langs tíma, þar sem mögu­legt er að hækka þurfi vexti hraðar en ella ef þær fara að hækka vegna yfir­stand­andi verð­bólgu­skots. Í síð­ustu viku gaf Jer­ome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, til kynna að bank­inn væri með augun á því hvort vænt­ingar mark­aðs­að­ila væru að aukast, þar sem slík aukn­ing gæti sjálf­krafa leitt til hærri verð­bólgu.

Enn sem komið er hafa verð­bólgu­vænt­ingar skulda­bréfa­mark­aða vest­an­hafs ekki vaxið úr öllu valdi, fram­tíðar verð­bólgu­vænt­ingar eru þar í dag um 2,4% - frá­vik frá verð­bólgu­mark­miði í Banda­ríkj­unum (2,0%) og Íslandi (2,5%) er því svipað þessa dag­ana, eða um hálft pró­sent.

Ekki sér­ís­lenskt vanda­mál

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá er verð­bólgan hér­lendis svipað stór og með­al­verð­bólgan á öðrum Vest­ur­lönd­um. Í byrjun árs var verð­­bólgan hér á landi þó hærri en í lang­flestum Evr­­ópu­löndum og hafði hún hækkað hrað­­ast af öllum þeirra eftir að far­ald­­ur­inn skall á. Síðan þá hefur aftur á móti hald­ist nokkuð stöðug hér­­­lend­is, á meðan verð á neyslu­vörum hefur hækkað hratt í nágranna­lönd­un­­um.

Sam­kvæmt nýj­ustu tölum frá Hag­stofu verð­bólgan 4,5 pró­sentum hér­lendis í þessum mán­uði og hefur hún ekki mælst hærri í níu ár. Ef hús­næði er hins vegar tekið úr verð­vísi­töl­unni mælist verð­bólgan þó ein­ungis þrjú pró­sent þessa stund­ina.

Til sam­an­burðar nam verð­bólgan í Banda­ríkj­unum 5,4 pró­sentum í síð­asta mán­uði, en 4,1 pró­sent í Nor­egi.

Of snemmt að segja til að mati SÍ

Við síð­ustu vaxta­á­kvörðun pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­bank­ans sagði hún það vera áhyggju­efni að verð­bólgu­vænt­ingar virð­ast hafa tekið að hækka á ný. Of snemmt sé þó að segja til um hvort kjöl­festa þeirra við verð­bólgu­mark­mið sé að veikj­ast.

Bank­inn gefur sjálfur út verð­bólgu­vænt­ingar á mis­mun­andi mæli­kvarða, en þær byggja á skoð­ana­könnun sem var fram­kvæmd í ágúst og sept­em­ber. Sam­kvæmt henni er búist við að verð­bólga muni nema rúm­lega þrjú pró­sent til langs tíma, en þær vænt­ingar hafa hald­ist óbreyttar frá því í vor.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent