Sóttvarnalæknir bloggar og segir faraldurinn í veldisvexti

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir á nýjum vettvangi sínum á covid.is að reynslan sýni að samfélagslegum smitum fækki ekki „fyrr en gripið er til takmarkandi aðgerða í samfélaginu.“ Á sama tíma er stefnt að afléttingu allra takmarkana 18. nóvember.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Sú nýbreytni í upp­lýs­inga­miðlun yfir­valda vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins var kynnt til sög­unnar í upp­hafi viku að á vefnum covid.is er nú búið að koma upp dálki þar sem Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir mun koma skrif­legum skila­boðum áleiðis til almenn­ings.

Í dag gerir hann það í annað sinn og lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála, en hart­nær hund­rað smit greindust inn­an­lands í gær. Þórólfur rekur á hinum nýja vett­vangi sínum að ein­ungis um 40 pró­sent hafi verið í sótt­kví við grein­ingu og um helm­ingur smit­aðra hafi verið full­bólu­sett fólk, allt frá unga­börnum til 92 ára ein­stak­lings.

„Síð­ast­lið­inn sól­ar­hring lögð­ust þrír inn á Land­spít­al­ann vegna COVID-19 og eru nú alls 15 inniliggj­andi vegna COVID og þrír á gjör­gæslu­deild, þar af einn á önd­un­ar­vél,“ skrifar sótt­varna­lækn­ir.

Auglýsing

„Þróun far­ald­urs­ins hér er því enn versn­andi og far­ald­ur­inn í veld­is­vexti. Lík­legt er að þessi þróun hvað varðar heild­ar­fjölda smita haldi áfram sem mun leiða til versn­andi ástands á Lands­spít­al­an­um,“ segir í færslu Þór­ólfs, sem biðlar til almenn­ings um að leggja sitt af mörkum til að hindra útbreiðslu veirunnar þrátt fyrir að litlar opin­berar tak­mark­anir séu nú í gildi.

„Við getum forð­ast hópa­mynd­anir með ókunn­ug­um, við­haft eins metra nánd­ar­reglu, notað and­lits­grímur í aðstæðum þar sem nánd við ókunn­uga er undir einum metra og gætt að góðri sótt­hreinsun handa,“ skrifar Þórólfur og bætir því við að ef fólk finni fyrir ein­kennum sem bent gætu til COVID-19 ætti fólk að halda sig til hlés, forð­ast marg­menni og umgengni við við­kvæma ein­stak­linga og fara í sýna­töku.

„Hollt er hins vegar að hafa í huga þá reynslu okkar að sam­fé­lags­legum smitum fækkar ekki fyrr en gripið er til tak­mark­andi aðgerða í sam­fé­lag­in­u,“ skrifar Þórólfur Guðna­son að lok­um.

Stefnt að aflétt­ingu allra aðgerða 18. nóv­em­ber

Ein­ungis níu dagar eru frá því að rík­is­stjórnin ákvað að létta á sam­komu­tak­mörk­un­um, meðal ann­ars aflétta grímu­skyldu á flestum þeim stöðum þar sem hún átti við og leyfa 2.000 manns að koma saman á við­burð­um. Við sama til­efni var boðað að til stæði að aflétta öllum sam­komu­tak­mörk­unum inn­an­lands þann 18. nóv­em­ber.

Það var þó til­kynnt með þeim fyr­ir­vara að allt gengi vel, sam­kvæmt því sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði er hún kynnti ákvörðun stjórn­valda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent