Kostnaður Íslands við vinnu FAO innan við tvær milljónir

Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu kostaði vinnan við fyrsta áfangann í úttekt á vegum FAO um viðskiptahætti útgerða 15 þúsund bandaríkjadali, eða rétt innan við tvær milljónir króna.

Ísland kostaði tæpum tveimur milljónum til vinnu FAO við fyrsta áfangann. Óljóst er hvernig kostun annars áfanga verksins verður háttað.
Ísland kostaði tæpum tveimur milljónum til vinnu FAO við fyrsta áfangann. Óljóst er hvernig kostun annars áfanga verksins verður háttað.
Auglýsing

Sá kostn­aður sem Ísland bar vegna fyrsta áfanga vinnu við úttekt á vegum Alþjóða­mat­væla­stofn­un­ar­innar (FAO) á veiðum og við­skipta­háttum útgerða, þar á meðal í þró­un­ar­ríkj­um, nam 15 þús­und banda­ríkja­döl­um, jafn­virði rétt innan við tveggja millj­óna íslenskra króna.

Þetta kemur fram í svari atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans vegna máls­ins. Afrakstur vinn­unnar í þessum fyrsta áfanga úttekt­ar­innar af fjórum var kynntur á veffundi sjáv­ar­út­vegs­skrif­stofu FAO fyrr í vik­unn­i.

Þar lýsti Stefán Jón Haf­stein, sendi­full­trúi í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, því yfir fyrir hönd Íslands að stjórn­völd væru viljug til þess að halda áfram að styðja við þetta verk­efni, en Ísland greiddi allan kostnað við fyrsta áfanga vinn­unn­ar.

Verk­efn­inu var enda hleypt af stokk­unum að frum­kvæði Íslands, en það að fá FAO til að vinna úttekt af þessu tagi var ein af sjö aðgerðumsem stjórn­völd boð­uðu til þess að auka traust á íslensku atvinnu­lífi í kjöl­far þess að Sam­herj­a­málið í Namibíu kom upp árið 2019.

Stjórn­völd sögð­ust ætla að leggja til að á grund­velli úttekt­ar­innar myndi FAO vinna „til­lögur til úrbóta í sam­vinnu við aðrar alþjóð­legar stofn­anir sem vinna að heil­brigðum við­skipta­hátt­um, gegn spill­ingu, mútum og pen­inga­þvætt­i.“

Auglýsing

Fyrsti áfang­inn fól í sér kort­lagn­ingu á þeim samn­ingum sem eru í gildi um aðgengi á afla­heim­ildum og grein­ingu á þeim, en skýrsla með heild­ar­nið­ur­stöðum verður ekki birt fyrr en snemma á næsta ári. Hægt er að nálg­ast útdrátt um nið­ur­stöð­urnar hér.

Fram kom á fund­inum í vik­unni að næsta skref verk­efn­is­ins, annað af fjórum, yrði að gera efna­hags­­lega grein­ingu á þeim samn­ingum um veið­i­­heim­ildir sem kort­lagðir voru í fyrsta áfang­an­­um.

Sam­kvæmt svörum frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu er „enn verið að vinna und­ir­bún­ing vegna ann­ars áfanga“ og er það „enn óljóst hver áætl­aður kostn­aður verður og hvort fleiri ríki komi hugs­an­lega að verk­inu strax í þeim áfanga“. Ísland mun þó taka þátt í kostn­að­in­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent