Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO

Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.

Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Auglýsing

Stefán Jón Haf­stein, sendi­full­trúi Íslands, lýsti því yfir fyrir hönd íslenskra stjórn­valda á veffundi Alþjóða­mat­væla­stofn­un­ar­innar (FAO) í dag að vilji stæði til þess að halda áfram að styðja við rann­sókna­verk­efni, sem hafið er á vegum stofn­un­ar­innar og lýtur að því að kort­leggja við­skipti með veiði­heim­ildir þvert á ríki og við­skipta­hætti útgerða í þró­un­ar­lönd­um.

Fram hefur komið að reiknað er með því að verk­efnið verði unnið í fjórum áföng­um, en skýrsla um þann fyrsta var kynnt á veffund­inum sem stofn­unin stóð fyrir í dag. Skýrslan verður þó ekki birt í heild sinni fyrr en í upp­hafi nýs árs.

Íslensk stjórn­völd ákváðu að hafa frum­kvæði að verk­efn­inu eftir að Sam­herj­a­málið kom upp á yfir­borðið fyrir tæpum tveimur árum síðan og fjár­mögn­uðu vinn­una við fyrsta áfang­ann, sem kynnt var í dag.

Að hafa frum­kvæði að þess­ari úttekt var ein af nokkrum aðgerðum sem rík­is­stjórnin ákvað að ráð­ast í til að „í því skyni að auka traust á íslensku atvinn­u­lífi“ vegna Namib­íu­máls­ins sem stundum er svo kall­að.

Auglýsing

Stefán Jón Haf­stein lýsti því yfir á fund­in­um, sem áður seg­ir, að íslensk stjórn­völd hefðu vilja til þess að halda áfram að fjár­magna þetta rann­sókn­ar­verk­efni, en fram kom á fund­inum að næsta skref verk­efn­is­ins, annað af fjórum, yrði að gera efna­hags­lega grein­ingu á þeim samn­ingum um veiði­heim­ildir sem kort­lagðir voru í fyrsta áfang­an­um.

Þriðja skref­ið, sam­kvæmt lög­fræð­ingi hjá FAO sem tók til máls á veffund­in­um, mun svo auk ann­ars fel­ast í því að greina vanda­mál sem eru til staðar varð­andi samn­inga um veiði­heim­ildir og í fjórða áfang­anum verður sjónum meðal ann­ars beint því hvernig megi koma í veg fyrir að svika­starf­semi líð­ist hvað þennan mála­flokk varð­ar.

Hægt er að nálg­ast útdrátt um þær nið­ur­stöður sem dregnar voru fram í fyrsta áfanga verk­efn­is­ins á vef FAO.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent