Samherji hótaði Forlaginu málsókn erlendis ef bók um Namibíumálið yrði ekki innkölluð

Rannsókn héraðssaksóknara á Samherjamálinu er langt komin og einungis er beðið þess að réttarbeiðnir erlendis verði afgreiddar áður en ákvörðun um saksókn verður tekin. Starfsmenn Samherja hótuðu bókaútgefendum málsóknum vegna skrifa um fyrirtækið.

Jón Óttar Ólafsson boðaði framkvæmdastjóra Forlagsins á fund á skrifstofu forstjóra Samherja um miðjan desember 2019.
Jón Óttar Ólafsson boðaði framkvæmdastjóra Forlagsins á fund á skrifstofu forstjóra Samherja um miðjan desember 2019.
Auglýsing

Jón Óttar Ólafs­son, starfs­maður Sam­herja, sendi tölvu­póst á Egil Örn Jóhanns­son, fram­kvæmda­stjóra útgáf­unnar For­lags­ins, tveimur dögum fyrir jól árið 2019 þar sem hann hót­aði því að For­lagið yrði dregið fyrir dóm í Bret­landi ef það inn­kall­aði ekki bók um Sam­herja. Frá þessu greinir Egill í Stund­inni í dag, en þar er umfangs­mikil umfjöllun um hið svo­kall­aða Namib­íu­mál Sam­herja í ljósi þess að 1001 dagur er síðan að málið var fyrst opin­ber­að, í nóv­em­ber 2019. 

Bókin sem Jón Óttar fór fram á að yrði inn­köll­uðu heitir „Ekk­ert að fela: Á slóð Sam­herja í Afr­íku“ og var eftir sama þriggja manna teymið og vann umfjöllun um málið fyrir Kveik á RÚV, þá Aðal­stein Kjart­ans­son, Helga Seljan og Stefán Drengs­son. 

Í tölvu­póst­inum sem Jón Óttar sendi sagði meðal ann­ars að For­lagið ætti að inn­kalla bók­ina til að spara sér mik­inn kostnað við mála­ferli í London: „Googl­aðu bara Eng­lish defa­mation law og hvað mála­flutn­ings­maður QC kostar á klukku­tím­ann. Þetta er ekki hótun ... bara að aðstoða þig að taka upp­lýsta ákvörð­un.“ 

Boð­aður á fund á skrif­stofu for­stjóra Sam­herja

Áður en tölvu­póst­ur­inn var sendur hafði Jón Óttar tví­vegis komið óboð­in, og án þess að eiga skýrt erindi, á skrif­stofur For­lags­ins á Bræðra­borg­ar­stíg. Þar átti hann óform­legt og ómerki­legt spjall við Egil sem fól ekki í sér neinar hót­anir eða annað slíkt, en var að sögn Egils svo ómerki­legt að hann man ekki lengur hvað fór þeirra á milli. Hann hafi þó tengt heim­sóknir Jóns Ótt­ars við ein­hvers­konar taktík sem Sam­herji væri að beita vegna umfjöll­unar um sig, sem hann botn­aði þó ekk­ert í hver væri.

Auglýsing
Um miðjan des­em­ber 2019 hafi Jón Óttar svo boðað Egil á fundi á skrif­stofu Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja, á skrif­stofum fyr­ir­tæk­is­ins í turn­inum við Katrín­ar­tún í Reykja­vík. For­stjór­inn var ekki við­staddur þann fund, ein­ungis Jón Óttar var þar fyrir hönd Sam­herja, en hann sagði stjórn félags­ins vera að funda á sama tíma í næsta her­bergi.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Á þeim fundi spil­aði Jón Óttar fyrir Egil efni á far­tölvu sem átti að sýna fram á að það sem væri í bók­inni væri lygi. „Og gefa mér þannig, eða öllu heldur For­lag­inu, færi á að inn­kalla bók­ina ellegar myndu þeir fara í mál við okk­ur.“ Efnið voru mynd­bönd og upp­tökur af Jóhann­esi Stef­áns­syni, upp­ljóstr­ara í Namib­íu­mál­inu, sem áttu að sýna fram á það að hann væri ótrú­verð­ugur sem heim­ild­ar­mað­ur. Egill sagði efnið sýna Jóhannes í ójafn­vægi í sam­heng­islitlu sam­tali sem tengd­ist ekk­ert efni bók­ar­inn­ar. „Mér fannst ein­hvern veg­inn til­gang­ur­inn vera sá að sýna mér hvurs­lags ómenni Jóhannes væri.“ Ekk­ert í því sem Jón Óttar sýndi honum eða sagði gaf til­efni til að inn­kalla bók­ina. 

Sendu áskiln­að­ar­bréf á Þor­láks­messu

Í umfjöllun Stund­ar­innar segir Egill að Jón Óttar hafi haft sam­band nokkrum dögum síðar til að leita svara um hvort bókin yrði inn­köll­uð. Þegar honum var sagt að svo yrði ekki segir Egill að Jón Óttar hafi tjáð honum að framundan væru þá fok­dýr rétt­ar­höld. „En ég tók mjög lítið mark á þessu öllu satt að segja og hafði ekki áhyggjur af þessu og hef ekki enn.“

Stundin í dag.

Í tölvu­pósti til Egils sagði Jón Óttar að hann ætti að bera það undir lög­mann sinn hversu dýr mála­rekstur í Bret­landi væri.  Í kjöl­farið hót­aði hann að fara í mál við bæði For­lagið og blaða­menn­ina sem skrif­uðu bók­ina. Í tölvu­póst­inum stóð: „Þegar þu nærð á hann [lög­mann­inn] get­urðu spurt hann hvort þu eigir að hafa ahyggjur af þvi að ásak­an­irnar og bókin eru rædd um allt netið a ensku og ég er með kúnna i London. Helgi Seljan og strak­arnir [Að­al­steinn Kjart­ans­son og Stefán Drengs­son] verða að sanna i London að þetta sem er i bók­inni er rétt. Það er ekki mitt að sanna að það se rangt. Þeir verða þar fyrir dóm­stólum næstu árin.“

Einnig greint frá því að dag­inn eftir að tölvu­póstur Jóns Ótt­ars bar­st, á Þor­láks­messu árið 2019, hafi For­lag­inu borist tvö áskiln­að­ar­bréf frá tveimur aðskildum lög­mönn­um. Þau voru skrifuð fyrir hönd tveggja yfir­manna Sam­herja, Þor­steins Más Bald­vins­sonar og Örnu McClure, sem töldu að rang­færslur um sig væri að finna í bók­inni. Í slíkum bréfum er tekið fram að skjól­stæð­ingar umræddra lög­manna áskilji sér rétt til að sækja ein­hvern rétt. Í Stund­inni er haft eftir Agli að það sé „oft siður að reyna að ter­r­orisera fólk rétt fyrir jól, þannig að þetta kom mér ekk­ert á óvart og tók mig ekki á taug­um.“

Egill segir við Stund­ina að honum hafi fund­ist fram­ferði Jóns Ótt­ars kjána­legt sem full­trúa Sam­herja. „Að láta sér detta það í hug að það gæti verið skyn­sam­legt bara að fara fram á þetta við mig. Í mínum huga myndi það aldrei gagn­ast mál­stað þeirra, því þeir voru nátt­úr­lega að reyna ein­hvern veg­inn að koma sínum mál­stað á fram­færi með ein­hverjum hætti. Að dúkka upp á bóka­for­lagi vestur í bæ og með þær hug­myndir að við myndum inn­kalla bók. Mér fannst það bara fárán­legt og mér finnst það enn.“ 

Norskur fræði­maður segir að sér hafi líka verið hótað

Í umfjöllun Stund­ar­innar er einnig greint frá útgáfu ann­arrar bókar sem Sam­herji reyndi að hafa áhrif á. Þar var um að ræða bók eftir Petter Gottschalk, norskan pró­fessor í við­skipta­fræði, sem skrif­aði bók­ina Fin­ancial Crime Issu­es: Fraud Investigations and Social Control sem var gefin út af af Sprin­ger-­for­lag­inu. For­lagi sem sér­hæfir sig í útgáfu fræði­bóka. Í bók­inni er kafli um Namib­íu­málið sem heitir „Fis­hing Rights Corr­uption“.

Auglýsing
Gottschalk greinir frá því í Stund­inni að honum hafi borist und­ir­liggj­andi hótun frá Sam­herja um að útgerð­ar­fyr­ir­tækið myndi leita réttar síns ef því yrði haldið fram í bók­inni að æðstu stjórn­endur Sam­herja á Íslandi bæru ábyrgð á mútu­greiðslum til áhrifa­manna í Namibíu í skiptum fyrir fisk­veiði­kvóta. Þá hafi Sam­herji látið norskan almanna­tengil frá PR-­fyr­ir­tæk­inu First House hringja í hann og spyrj­ast fyrir um hvenær hann ætl­aði að gefa bók­ina út. „Þeir vildu kom­ast að því hvað ég ætl­aði að skrif­a,“ segir Gottschalk við Stund­ina.

Sam­herja­rann­sóknin á Íslandi langt komin

Í umfangs­mik­illi umfjöllun Stund­ar­innar um hvað hafi gerst í Sam­herj­a­mál­inu á þeim 1001 degi síðan það var opin­berað er líka rætt við Ólaf Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sóknar um rann­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­a­mál­inu, en átta manns hið minnsta hafa fengið rétt­­­ar­­­stöðu sak­­­born­ings við yfir­­­heyrslur hjá emb­ætt­inu frá því að fyrsta lota þeirra hófst í sum­­­arið 2020. Á meðal þeirra er Þor­­steinn Már, for­­stjóri Sam­herja. Aðrir sem kall­aðir hafa verið inn til yfir­­heyrslu og fengið stöðu sak­­born­ings við hana eru Ingólfur Pét­­­ur­s­­­son, fyrr­ver­andi fjár­­­­­mála­­­stjóri Sam­herja í Namib­íu, Ingvar Júl­í­us­­­son, fjár­­­­­mála­­­stjóri Sam­herja á Kýp­­­ur, Arna McClure, yfir­­­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­­­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­­­son, fram­­­kvæmda­­­stjóri Sam­herja í Namib­­­íu, Aðal­­­­­steinn Helga­­­son, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri Sam­herja í Namib­­­íu, Jón Óttar Ólafs­­­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­­­sókn­­­ar­lög­­­reglu­­­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an­, og upp­­­­­ljóstr­­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­­son.

Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari.

Þau brot sem grunur er um að hafi verið framin í Sam­herj­­­a­­­mál­inu varða 109. og 264. grein almennra hegn­ing­­­ar­laga um mút­­­­­ur. Í fyrr­­­nefndu grein­inni segir að hver sem gef­­­ur, lofar eða býður opin­berum starfs­­­manni, gjöf eða annan ávinn­ing, sem hann á ekki til­­­­­kall til, í þágu hans eða ann­­­arra, til að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans skal sæta fang­elsi allt að fimm árum eða sektum ef máls­bætur eru fyrir hendi. „Sömu refs­ingu skal sá sæta sem beinir slíku að erlendum opin­berum starfs­­­manni, erlendum kvið­­­dóm­anda, erlendum gerð­­­ar­­­manni, manni sem á sæti á erlendu full­­­trú­a­­­þingi sem hefur stjórn­­­­­sýslu með hönd­um, starfs­­­manni alþjóða­­­stofn­un­­­ar, manni sem á sæti á þingi slíkrar stofn­unar eða á opin­beru lög­­­gjaf­­­ar­­­þingi í erlendu ríki, dóm­­­ara sem á sæti í alþjóð­­­legum dóm­stóli eða starfs­­manni við slíkan dóm­stól, í því skyni að fá hann til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert sem teng­ist opin­berum skyldum hans.“

Í 264. grein segir að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinn­ings af broti á hegn­ing­­­ar­lögum eða af refsi­verðu broti á öðrum lög­­­um, eða umbreytir slíkum ávinn­ingi, flytur hann, send­ir, geym­ir, aðstoðar við afhend­ingu hans, leynir honum eða upp­­­lýs­ingum um upp­­­runa hans, eðli, stað­­­setn­ingu eða ráð­­­stöfun ávinn­ings skuli sæta fang­elsi allt að sex árum.

Auglýsing
Þá eru einnig til rann­­­sóknar meint brot á ákvæðum kafla XXXVI í almennum hegn­ing­­­ar­lög­um, sem fjalla um auð­g­un­­­ar­brot. Við brotum á ákvæðum þess kafla liggur fang­els­is­refs­ing sem getur verið allt að þrjú til sex ár. 

Í Stund­inni er haft eftir Ólafi Þór að rann­sóknin á Íslandi sé langt kom­in. Líkt og Kjarn­inn greindi frá í júní er helsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rann­­sókn á þeim anga Sam­herj­­a­­máls­ins sem er til rann­­sóknar hjá íslenskum rann­­sókn­­aremb­ættum sú að enn vantar á að fá ýmis­­­konar gögn frá Namibíu til Íslands. Rétt­­ar­beiðni vegna þessa er enn útistand­andi og ekki liggur fyrir hvenær hún verður þjón­u­st­uð. Fundir með bæði þar­­lendum rann­­sókn­­ar­yf­­ir­völd­um, og síðar hátt­­settum stjórn­­­mála­­mönn­um, hafa liðkað fyrir því að það gangi hraðar fyrir sig. 

Grunur um skattaund­an­skot upp á hund­ruð millj­óna

Til við­­bótar var ráð­ist í rann­­sókn á meintum stór­­felldum skatta­laga­brotum Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unnar hjá emb­ætti skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra. Rík­­is­­stjórnin lagði það emb­ætti niður og gerði að deild innan Skatts­ins í fyrra. 

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst 2021 að til­­­­­­­færsla stærri skatt­rann­­­­sókna hafi setið föst, og ekki kom­ist yfir til hér­­­­aðs­sak­­­­sókn­­­­ara frá því að lög um nið­­­­ur­lagn­ingu skatt­rann­­­­sókn­­­­ar­­­­stjóra tóku gildi. Ástæðan var sú að innan emb­ætt­anna var ótti við að rann­­­­sókn mála gæti skemmst á tækn­i­­­­legum for­­­­sendum ef for­m­­­­legar verk­lags­­­­reglur lægju ekki fyr­­­­ir. 

Í kjöl­far umfjöll­unar Kjarn­ans um málið voru for­m­­­legar verk­lags­­­reglur settar og við það losn­­­aði sá tappi sem mynd­­­ast hafði milli emb­ætt­anna og mál sem höfðu verið á bið mán­uðum saman gátu færst í áfram­hald­andi rann­­­sókn hjá hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara. Á meðal þeirra er skatta­hluti Sam­herj­­­a­­­máls­ins sem færð­ist yfir í sept­­­em­ber 2021.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að meðal þess sem þar hafi verið til skoð­unar sé hvort raun­veru­­­­legt eign­­­­ar­hald á allri Sam­herj­­­­a­­­­sam­­­­stæð­unni sé hér­­­­­­­lendis og hvort að ákvörðun um að greiða skatta ann­ars­staðar en hér sé þar með stór­­­­felld skatta­snið­­­­ganga. Þar er um að ræða mög­u­­­leg brot á svo­­­kall­aðri CFC lög­­­­­gjöf sem verið hefur í gildi hér­­­­­lendis frá árinu 2010.

Í Stund­inni er greint frá því að skatta­yf­ir­völd á Íslandi telji að Sam­herji hafi komið sér undan því að greiða skatta upp á mörg hund­ruð millj­óna króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent