Umfjöllun Kjarnans um Skæruliðadeild Samherja verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku

Tveir blaðamenn Kjarnans hlutu í dag Blaðamannaverðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2021 fyrir umfjöllun um Skæruliðadeild Samherja.

Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.
Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.
Auglýsing

Arnar Þór Ing­ólfs­son, blaða­maður Kjarn­ans, og Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, hlutu Blaða­manna­verð­laun Íslands (BÍ) í flokki rann­sókn­ar­blaða­mennsku fyrir frétta­skýr­inga­röð um óeðli­­lega hags­muna­­gæslu svo­­kall­aðrar Skæru­liða­­deildar Sam­herja. Verð­­laun­in voru af­hent í fé­lags­heim­ili blaða­­manna í Síð­u­­múla 23 í dag.

Í rök­­stuðn­­ingi dóm­­nefndar segir að frétta­­skýr­ingar Kjarn­ans hafi sýnt „hvernig full­­trúar þessa stór­­fyr­ir­tækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á for­­manns­­kjör í stétt­­ar­­fé­lagi blaða­­manna og kjör á lista Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í heima­­kjör­­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins. Frétta­­skýr­ing­­arnar gáfu greina­­góða mynd af óvönd­­uðum með­­ölum fjár­­­sterks fyr­ir­tækis í hags­muna­bar­áttu þess.“

Auglýsing

Þetta er í fjórða sinn sem blaða­menn Kjarn­ans hljóta verð­launin en Kjarn­inn, sem var stofn­aður 2013, hefur hlotið til­nefn­ingu til Blaða­manna­verð­laun­anna á hverju ári sem hann hefur starf­að.

Aðal­steinn Kjart­ans­son hlaut Blaða­manna­verð­launin 2021

Blaða­manna­verð­­launin eru veitt í fjórum flokk­um. Aðal­­­steinn Kjart­ans­­son, blaða­­maður á Stund­inni, hlaut Blaða­manna­verð­laun árs­ins. Hann fjall­aði einnig um skæru­liða­deild Sam­herja en var til­nefndur fyrir „vand­aða og afhjúp­andi umfjöllun um fjölda mála, svo sem grein­ingu á eignum og eigna­tengslum íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem dráttur var á hjá ráðu­neyti mála­flokks­ins, rann­sókn lög­reglu­yf­ir­valda á Sam­herja, og um svo­kall­aða skæru­liða­deild Sam­herja, auk aflandsleka í svo­nefndum Pand­óru­skjöl­u­m.“

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefndar segir einnig að skrif Aðal­steins hafa haft áhrif á sam­fé­lagið og almenna sam­fé­lags­um­ræðu.

Umfjöllun Sunnu Karenar Sig­ur­þórs­dótt­ur, frétta­manns á Stöð 2, um til­­efn­is­­lausar lífsloka­­með­­­ferðir af hálfu læknis á Heil­brigð­is­­stofnun Suð­­ur­­nesja fékk verð­laun fyrir umfjöllun árs­ins. Sunna Karen hóf umfjöllun um mál­ið, fylgdi því eftir og varp­aði ljósi á umfang þess. Málið er til rann­­sóknar hjá lög­­­reglu, sem og hjá land­lækni og í heil­brigð­is­ráðu­­neyt­inu. Í kjöl­far umfjöll­un­­ar­innar var ákveðið að lækn­ir­inn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúk­l­inga.

Ásdís Ásgeir­s­dótt­ir, blaða­maður á Morg­un­­blað­in­u, hlaut blaða­manna­verð­launin fyrir við­tal árs­ins við Óla Björn Pét­­ur­s­­son. Í við­tal­inu greinir hann frá grófu kyn­­ferð­is­of­beldi sem hann varð fyrir á ung­l­ings­aldri. Í umsögn dóm­efnar seg­ir: „Frá­­sögnin er slá­andi en afar upp­­lýsandi og sækir á les­and­ann sem fær raunsanna lýs­ingu á því hvernig ung­l­ingur er ginntur af barn­a­­níð­ingi. Honum var haldið með hót­­unum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og end­­ur­heimta líf sitt.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent