Mynd: Bára Huld Beck

Árið sem Samherji baðst afsökunar

Opinberun Kjarnans og Stundarinnar á starfsháttum „skæruliðadeildar Samherja“ í maí leiddi til þess að stjórnmálamenn og félagasamtök fordæmdu framfærði fyrirtækisins. Það baðst afsökunar á framgöngu sinni gagnvart blaðamönnum og ýmsum öðrum og síðar afsökunar á ámælisverðum viðskiptaháttum í Namibíu.

Sam­herj­­­a­­­málið komst í hámæli eftir að þáttur Kveiks sem opin­ber­aði starf­­semi Sam­herja í Namibíu fór í loftið í nóv­­­em­ber 2019 en umfjöll­unin var unnin í sam­­­starfi Kveiks, Stund­­­ar­inn­­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks. 

Í mál­inu er grunur er að um mút­u­greiðslur hafi átt sér stað, meðal ann­­ars til erlendra opin­berra starfs­­manna. Auk þess er grunur um brot á ákvæði almennra hegn­ing­­ar­laga um pen­inga­þvætti og brot á ákvæði sömu laga um auð­g­un­­ar­brot. 

Málið hefur verið til rann­­sóknar hjá emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara og skatta­yf­ir­völdum hér­­­lend­­is. Það er einnig til rann­­sóknar í Namibíu þar sem fjöl­margir ein­stak­l­ingar hafa verið ákærð­­ir. Í Fær­eyjum hefur Sam­herji þegar greitt mörg hund­ruð milljón króna í van­gold­ina skatta og meint skatta­snið­­ganga fyr­ir­tæk­is­ins þar hefur verið til­­kynnt til lög­­­reglu.

Í könnun sem Stundin fékk MMR til þess að fram­­kvæma í jan­úar á þessu ári í tengslum við umfjöllun blaðs­ins um áhrif Sam­herja á nær­­sam­­fé­lag sitt á Eyja­fjarð­­ar­­svæð­inu kom fram að 92 pró­­sent lands­­manna trúðu því að Sam­herji hafi átt aðild að mút­u­greiðslum til stjórn­­­mála- og emb­ætt­is­­manna í Namib­­íu.

„Skæru­liða­deild Sam­herja“ opin­beruð

Sam­herji brást strax við af hörku eftir að þátt­ur­inn var sýnd­ur. Það lét meðal ann­ars fram­leiða áróð­urs­þætti þar sem bornar voru fram marg­hátt­aðar ásak­­anir á hendur þeim blaða­mönnum Kveiks sem unnu þátt­inn, og RÚV sem sýndi hann. Og einn starfs­maður fyr­ir­tæk­is­ins ofsótti Helga Selj­an, einn blaða­mann­anna sem stýrði umfjöll­un­inni, með því að elta hann og senda honum ógn­andi skila­­boð í gegnum SMS og sam­­fé­lags­miðla. 

Kjarn­inn og Stundin birtu í maí 2021 röð frétta­skýr­inga um aðferðir sem Sam­herji beitti í áróð­urs­stríði vegna þessa máls. 

Í umfjöll­un­inni kom fram að Sam­herji gerði út hóp fólks sem kall­aði sig „skæru­liða­deild Sam­herja“. Hlut­verk þeirra var meðal ann­ars að njósna um blaða­menn, greina tengsl þeirra, safna af þeim mynd­um, og skipu­­leggja árásir á þá. Þá var einnig opin­berað að starfs­­menn og ráð­gjafar Sam­herja reyndu að hafa áhrif á for­­manns­­kjör í stétta- og fag­­fé­lagi blaða­­manna á Íslandi, að starfs­menn Sam­herja hefðu sett sig í sam­band við fær­eyskan rit­­stjóra til að rægja fær­eyska blaða­­menn kerf­is­bund­ið, lagt á ráðin um að draga úr trú­verð­ug­­leika rit­höf­undar sem gagn­rýndi fyr­ir­tæk­ið, með því að fletta upp eignum hans.

Kjarn­inn greindi frá því að skýr vilji hefði verið til staðar innan Sam­herja til að skipta sér að því hverjir myndu leiða lista Sjálf­­stæð­is­­flokks í heima­­kjör­­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins og að starfs­­menn Sam­herja hefðu verið með áætl­­­anir um víð­tæka gagna­­söfnun um stjórn félaga­­sam­­taka sem berj­­ast gegn spill­ingu. Kjarn­inn greindi líka frá því hvernig Sam­herji hugð­ist bregð­­ast við gagn­rýni frá sitj­andi seðla­­banka­­stjóra á stríðs­­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins gegn nafn­­greindu fólki.

Athæfi Sam­herja for­dæmt víða

Við­brögðin við umfjöll­un­inni voru mik­il. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagð­ist telja fram­göngu Sam­herja alger­­lega óboð­­lega, óeðli­­lega og ætti ekki að líð­­ast í lýð­ræð­is­­sam­­fé­lagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í for­ystu fyrir jafn stórt fyr­ir­tæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagn­vart sam­­fé­lagi sínu og þetta er ekki að bera ábyrgð gagn­vart sam­­fé­lag­inu. Svona gera menn ein­fald­­lega ekki.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði: „Svona gera menn einfaldlega ekki.“
Mynd: Bára Huld Beck

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, sagð­ist hafa áhyggjur af því ef það væri eitt­hvað óeðli­­legt í gangi, með hvaða hætti fyr­ir­tæki blanda sér í stjórn­­­mála­bar­áttu ein­stakra stjórn­­­mála­­flokka, verka­lýðs­­fé­laga og svo fram­­veg­­is. „​​Ef fyr­ir­tæki taka með ein­beittum hætti ákvörðun um að fara að beita sér með slíkum hætti er það að allra mati og flestra mati ekki ásætt­an­­leg­t.“

Þing­maður Pírata, Andrés Ingi Jóns­son, sagði aðgerðir gegn fjöl­miðla­fólki geta komið niður á kosn­ingum og að það væri stór­hættu­legt að „fjár­sterkt útgerð­ar­fyr­ir­tæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gang­verki lýð­ræð­is­ins“. Þing­flokkur hans sendi form­legt erindi til ÖSE vegna máls­ins og kall­aði eftir því að stofn­unin myndi skipu­leggja kosn­inga­eft­ir­lit á Íslandi í þing­kosn­ing­unum sem fram fóru í haust. 

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði að hann teldi að Sam­herji hefði „gengið óeðli­­lega fram í þessu máli með sínum afskipt­u­m.“

Alvar­leg aðför

Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, for­­maður Blaða­­manna­­fé­lags Íslands, sagði að hún liti á fram­ferðið sem alvar­­legri aðför að kjöri for­­manns í fag- og stétt­­ar­­fé­lagi „sem er algjör­­lega ólíð­and­i“. Þessi aðför Sam­herja veki einnig upp spurn­ingar um hvernig sam­­fé­lagið allt þurfi að bregð­­ast við árásum á blaða­­menn og fjöl­miðla í ljósi þess að fjöl­miðlar stæðu nú veik­­ari fótum en áður til þess að veita nauð­­syn­­lega mót­­spyrnu.

Alþjóða­­sam­tökin Tran­sparency International lýstu yfir miklum áhyggjum af því sem fram hefur komið í umfjöll­unum Kjarn­ans og Stund­­ar­inn­ar. „Fyr­ir­tæki sem vilja sanna heil­indi sín nota ekki und­ir­­förular aðferðir gagn­vart þeim sem segja frá stað­­reyndum í þágu almanna­hags­muna.“

Aðal­­fundur Rit­höf­unda­­sam­­bands Íslands for­­dæmdi þá „ljótu aðför að mál- og tján­ing­­ar­frelsi sem og æru rit­höf­unda og frétta­­fólks sem opin­ber­­ast hefur síð­­­ustu daga í fréttum af Sam­herja og þeim vinn­u­brögðum sem þar eru stund­uð“.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sögðu í yfir­lýs­ingu telja það „mik­il­vægt að fyr­ir­tækið axli ábyrgð á eigin ákvörð­unum og athöfn­um, stuðli að gagn­­sæjum starfs­háttum og góðum sam­­skipt­­um. Á þeim for­­sendum er unnið á vett­vangi SFS og sam­tökin gera sömu kröfu til sinna félags­­­manna.“​

Sam­herji biðst afsök­unar

Sam­herji sendi frá sér yfir­lýs­ingu vegna máls­ins 30. maí. Þar sagði að ljóst væri að stjórn­­endur félags­­ins hafi gengið „of lang­t“ í við­brögðum við „nei­­kvæðri umfjöllun um félag­ið [...] Af þeim sökum vill Sam­herji biðj­­ast afsök­unar á þeirri fram­­göng­u.“

Nokkrum vikum síð­ar, 22. júní, voru birtar heil­­síð­u­aug­lýs­ingar frá Sam­herja með fyr­ir­­sögn­inni „Við gerðum mis­­tök og biðj­umst afsök­un­­ar“. Um var að ræða bréf sem fjallar um starf­­semi útgerð­­ar­innar í Namibíu og Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, for­­stjóri Sam­herja og einn þeirra sem er með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í Sam­herj­a­mál­inu, skrif­aði undir bréf­ið. 

Afsökunarbeiðni Samherja birtist í prentuðum dagblöðum 22. júní 2021.
Mynd: Samsett

Þar sagði einnig að „ámæl­is­verðir við­­skipta­hætt­ir“ hefði fengið að við­­gang­­ast í starf­­semi útgerðar Sam­herja í Namib­­íu. Veik­­leikar hefði ver­ið  í stjórn­­­skipu­lagi og lausa­­tök sem ekki áttu að líð­­ast. „Við brugð­umst ekki við eins og okkur bar. Þetta hefur valdið upp­­­námi hjá starfs­­fólki okk­­ar, fjöl­­skyld­um, vin­um, sam­­starfs­að­il­um, við­­skipta­vinum og víða í sam­­fé­lag­inu. Við hörmum þetta og biðj­umst ein­læg­­lega afsök­un­­ar.“

Rann­sóknin hélt áfram

Á meðan að allt þetta gekk yfir hélt rann­sókn yfir­valda á meintum glæpum Sam­herja og starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins áfram.  

Kjarn­inn greindi frá því í októ­ber að rann­sókn á meintum skatta­laga­brotum Sam­herj­a­sam­stæð­unnar hefði færst yfir til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara skömmu áður. 

Til við­­bótar við rann­­sókn­ina á skatta­­málum Sam­herja er í gangi umfangs­­mikil rann­­sókn á meintum stór­­felldum efna­hags­brotum sam­­stæð­unn­­ar, meðal ann­­ars mút­u­brot og pen­inga­þvætti, í tengslum við starf­­semi hennar í Namib­­íu. Gögn máls­ins benda til að Sam­herj­­a­­sam­­stæðan hafi greitt að minnsta kosti 1,7 millj­­arð króna í mútur fyrir aðgang að kvóta í Namib­­íu.

Átta manns hið minnsta hafa fengið rétt­­­ar­­­stöðu sak­­­born­ings við yfir­­­heyrslur hjá emb­ætti hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara frá því að fyrsta lota þeirra hófst í fyrra­sum­­­­­ar. 

Á meðal þeirra er Þor­­­steinn Már, sem neit­aði að svara spurn­ingum hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara þegar hann var yfir­­­heyrður í annað sinn vegna Namib­­­íu­­­máls­ins í seint í sum­­­­­ar. Í bókun sem lög­­­­­maður hans lagði fram fyrir hönd Þor­­­steins Más þegar hann var kall­aður til yfir­­­heyrslu sagði að ástæða þessa væri sú að for­­­stjór­inn hefði fengið tak­­­mark­aðar upp­­­lýs­ingar um sak­­­ar­efn­ið. 

Stundin greindi frá því í sept­­em­ber að Ingólfur Pét­­­ur­s­­­son, fyrr­ver­andi fjár­­­­­mála­­­stjóri Sam­herja í Namib­­­íu, hafi líka fengið slíka stöðu við yfir­­­heyrslur í sum­­­­­ar.

Hinir sex sem voru þá kall­aðir inn til yfir­­­heyrslu og fengu rétt­­­ar­­­stöðu sak­­­born­ings við hana voru Ingvar Júl­í­us­­­son, fjár­­­­­mála­­­stjóri Sam­herja á Kýp­­­ur, Arna McClure, yfir­­­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­­­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­­­son, fram­­­kvæmda­­­stjóri Sam­herja í Namib­­­íu, Aðal­­­­­steinn Helga­­­son, fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri Sam­herja í Namib­­­íu, Jón Óttar Ólafs­­­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi rann­­­sókn­­­ar­lög­­­reglu­­­maður sem starfað hefur fyrir Sam­herja árum sam­an­, og upp­­­­­ljóstr­­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar