Markaðsvirði veðsettra íslenskra hlutabréfa var 273 milljarðar króna í lok síðasta árs

Samanlagt virði þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands jókst um rúmlega þúsund milljarða króna á síðasta ári. Virði þeirra bréfa sem eru veðsett hefur ekki verið hærra síðan fyrir hrun en hlutfallsleg veðsetning hefur ekki verið lægri frá 2017.

Eitt þeirra félaga sem var skráð á markað í fyrra, og hækkaði mikið í virði, er Síldarvinnslan.
Eitt þeirra félaga sem var skráð á markað í fyrra, og hækkaði mikið í virði, er Síldarvinnslan.
Auglýsing

Veð­setn­ing hluta­bréfa, oft kölluð gírun, jókst um 89,2 millj­arða króna á síð­asta ári og hefur aldrei verið meiri frá því að hluta­bréfa­mark­aður á Íslandi var end­ur­reistur eftir banka­hrun­ið. Alls var mark­aðsvirði veð­settra hluta­bréfa 272,6 millj­arðar króna um liðin ára­mót. Frá árs­lokum 2017, á fjórum árum, hefur mark­aðsvirði veð­setn­ing hluta­bréfa auk­ist um 163,8 millj­arða króna, eða 150 pró­sent. 

Þetta má lesa út úr tölur sem Nas­daq Iceland, sem rekur Kaup­höll­ina hér á landi, birti í byrjun árs.

Nokkrar ástæður eru fyrir því að veð­setn­ing hluta­bréfa er að aukast. Fyrst má nefna að fleiri félög eru nú skráð á markað en voru í upp­hafi síð­asta árs, og munar þar mest um stórar skrán­ingar á Íslands­banka og Síld­ar­vinnsl­unni á síð­asta ári auk þess sem minni félög á borð við Play skráðu sig á First North mark­að­inn. Í öðru lagi hefur þátt­taka almenn­ings í hluta­bréfa­við­skiptum stór­auk­ist með þátt­töku hans í umfangs­miklum hluta­fjár­út­boðum í Icelandair á árinu 2020 og svo með útboð­inu í Íslands­banka í fyrra, þar sem útboðs­verðið reynd­ist langt undir mark­aðsvirði og þátt­tak­endur gátu leyst út umtals­verðan hagnað á nokkrum vik­um. 

Auglýsing
Í þriðja lagi hafa umsvif hluta­bréfa­sjóða sem eru opnir fyrir almennum fjár­festum auk­ist mik­ið, en eignir þeirra nær tvö­föld­uð­ust á síð­asta ári. Hluti þeirra er með heim­ild til að taka lán til að kaupa hluta­bréf. 

Níu félög hækk­uðu um meira en 50 pró­sent

Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að gríð­ar­legar hækk­anir hafi orðið á virði bréfa í Kaup­höll­inni á síð­asta ári. Þannig hækk­aði virði bréfa allra félaga sem skráð eru á aðal­mark­að. 

Alls hækk­­uðu 15 félög á aðal­­­mark­aði um meira en 30 pró­­sent á árinu og níu þeirra hækk­­uðu um meira en 50 pró­­sent. Arion banki, sem hækk­aði mest, jók mark­aðsvirði sitt um rúm­lega 100 pró­sent og Eim­skip fylgdi fast á eftir með um 96 pró­sent hækk­un. 

Heild­­ar­­vísi­tala allra skráðra hluta­bréfa hækk­aði alls um 40,2 pró­­sent á árinu 2021, heild­ar­við­skipti juk­ust í krónum talið um 77 pró­sent og í fjölda gerðra við­skipta um 79 pró­sent milli ára. Það hafa ekki verið gerð fleiri við­skipti með hluta­bréf á einu ári frá því fyrir banka­hrun, eða í 14 ár. 

Eitt félag lækk­aði, 25 hækk­uðu

Eina félagið í Kaup­höll­inni sem lækk­aði á síð­asta ári var Solid Clouds, sem er skráð á First North mark­að­inn. Bréf í því félagi, sem skráð var á markað í júlí 2021, lækk­­uðu um 26,6 pró­­sent frá útboðs­­gengi.

Þessi mikla hækk­un­ar­hrina er afleið­ing af því að ódýru fjár­magni hefur verið spýtt inn á fjár­mála­mark­aði af Seðla­bank­anum og rík­is­stjórn­inni sem við­bragð við kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Á meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að vextir hafa lækkað niður í sögu­lega lága tölu, sveiflu­jöfn­un­ar­auki á eigið fé banka var afnumin um tíma og banka­skattur lækk­aður skarpt. 

Virði skráðra bréfa jókst um meira en þús­und millj­arða

Sam­an­lagt virði hluta­bréfa sem skráð eru í Kaup­höll­ina jókst fyrir vikið um rúm­lega eitt þús­und millj­arða króna á síð­asta ári og var 2.556 millj­arðar króna þegar því ári lauk. Ef horft er aftur til þess tíma þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn var að skella á fullum krafti á Ísland, í mars 2020, þá hefur virði hluta­bréfa hækkað um næstum 1.500 millj­arða króna, eða um 140 pró­sent. 

Auglýsing
Þar telur að fjögur ný félög hafa verið skráð á mark­að, tvö á aðal­markað og tvö á First North, en mestu skiptir hin mikla hækkun sem orðið hefur á virði hluta­bréfa. 

Fyrir vikið er hlut­fall veð­töku – mark­aðsvirði hluta­bréfa sem eru veð­sett deilt í heild­ar­mark­aðsvirði allra félaga – lágt þrátt fyrir að veð­taka í krónum hafi auk­ist umtals­vert. Raunar hefur hlut­falls­leg veð­taka, sem er nú 10,16 pró­sent, ekki verið lægri síðan sum­arið 2017, þegar hún var rétt undir tíu pró­sent. 

Þegar horft er á veð­töku­hlut­fallið verður þó að taka til­lit til þess að líf­eyr­is­sjóðir eiga beint um 35 pró­sent af mark­aðsvirði allra skráðra félaga. Þær eignir eru óveð­settar enda standa inn­greiðslur og fjár­fest­inga­tekjur sjóð­anna undir fjár­fest­ingum henn­ar. Í síð­asta riti Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, sem kom út í sept­em­ber í fyrra, sagði að bein veð­setn­ing hluta­bréfa í eigu ann­arra fjár­festa en líf­eyr­is­sjóða væri um 17 pró­sent.

Hund­ruð millj­­arða flæða til hlut­hafa

Kaup­höllin tekur ekki lengur saman upp­­lýs­ingar um hversu mikið félög skráð á mark­aði greiða sam­tals í arð eða nota til að kaupa eigin bréf til baka, og skila þannig fjár­­munum til hlut­hafa sinna. Inn­­herji, und­ir­vefur á Vísi sem fjallar um við­­skipti, tók hins vegar saman upp­­lýs­ingar um það skömmu fyrir ára­­mót og sam­­kvæmt þeirri úttekt greiddu félög skráð í Kaup­höll meira en 80 millj­­arða króna út í arð og í end­­ur­­kaup á eigin bréfum á síð­­asta ári. Það er aukn­ing upp á tæp­­lega 50 millj­­arða króna milli ára.

Í sömu úttekt kemur einnig fram að senn­i­­legt sé að arð­greiðslur og end­­ur­­kaup auk­ist gríð­­ar­­lega á árinu 2022 og verði á bil­inu 150 til 200 millj­­arðar króna. 

Bara Arion banki, það félag sem jók virði sitt hlut­­falls­­lega mest á síð­­asta ári, greiddi út 25,5 millj­­arða króna til hlut­hafa sinna á fyrstu níu mán­uðum síð­­asta árs og til­­kynnti í haust að hann ætl­­aði að greiða um og yfir 60 millj­­arða króna til við­­bótar í nán­­ustu fram­­tíð. Ef áform bank­ans ganga að fullu eftir er gert ráð fyrir því að hlut­hafar hans fái 87,9 millj­­arða króna út úr honum frá byrjun árs 2020 og þar til útgreiðslu­­ferl­inu er lok­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar