Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu mikið í fyrra – Arion banki tvöfaldaðist í virði

Það félag á skráðum markaði á Íslandi sem er með mest erlend umsvif og í mestum erlendum vexti hækkaði minnst allra í verði á árinu 2021. Bankar ruku sérstaklega mikið upp í virði. Fjöldi viðskipta hefur ekki verið meiri frá því fyrir hrun.

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Auglýsing

Virði bréfa í Arion banka hækk­aði um 100,5 pró­sent á síð­asta ári, og meira en nokkur önnur hluta­bréf sem skráð eru í Kaup­höll Íslands. Alls er mark­aðsvirði bank­ans nú 291,7 millj­arðar króna. Því hækk­aði virði hluta­bréf­anna um 146 millj­arða króna á árinu 2021. Stærstu eig­endur Arion banka eru líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, en sam­an­lagt eiga þeir að minnsta kosti 41,5 pró­sent beinan hlut í bank­an­um. Stærstu einka­fjár­fest­arnir eru fjár­fest­inga­fé­lagið Stoðir með 4,73 pró­sent hlut og Hvalur hf., í eigu Krist­jáns og Birnu Lofts­barna, með 2,22 pró­sent hlut. Aðrir bankar sem skráðir eru á markað hækk­uðu líka mikið í virði. Hluta­bréf í Íslands­banka hækk­uðu um 59,7 pró­sent frá útboðs­gengi í hluta­fjár­út­boði bank­ans í fyrra­sumar og bréf í Kviku banka hækk­uðu um 54,9 pró­sent.

Bréf í öllum félögum sem skráð eru á aðal­markað Kaup­hall­ar­innar hækk­uðu í fyrra. 

Minnst var hækk­unin í langstærsta fyr­ir­tæk­inu sem skráð er í Kaup­höll­ina, Mar­el, en bréf í því félagi hækk­uðu um 10,9 pró­sent. Marel er einnig þá skráða félag sem er í mestum alþjóð­legum vaxt­arfasa og með mest erlend umsvif allra þeirra félaga sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­mark­að. Bréf Marel eru einnig skráð á markað í Hollandi en mark­aðsvirði þeirra í íslensku Kaup­höll­inni er 663,5 millj­arðar króna.  

Auglýsing

Það vekur athygli að bréf í Marel hækk­uðu minna en bréf í Icelanda­ir, sem hefur glímt við marg­hátt­aða erf­ið­leika vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og ferða­tak­mark­ana sem hann hefur kallað á. Icelandair hefur tapað nálægt 60 millj­örðum króna á árinu 2020 og á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021. Á því tíma­bili fór félagið tví­vegis í hluta­fjár­aukn­ingu og sótti sér yfir 30 millj­arða króna í nýtt hluta­fé. 

Auglýsing
Bréf í Icelandair hækk­uðu samt sem áður um ell­efu pró­sent á síð­asta ári. 

Ekki verið fleiri við­skipti frá því fyrir hrun

Í sam­an­tekt Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina, vegna síð­asta árs kemur fram að heild­ar­vísi­tala hluta­bréfa hafi hækkað alls um 40,2 pró­sent á árinu 2021. Heild­ar­við­skipti með bréf voru 1.071 millj­arður króna og juk­ust um 77 pró­sent milli ára. Mest var verslað með bréf í Arion banka, eða fyrir 259,8 millj­arða króna. Fjöldi við­skipta jókst líka mik­ið, alls um 79 pró­sent milli ára, og þau hafa ekki verið fleiri í 14 ár, eða frá því fyrir banka­hrun. 

Bréf í Eim­skipa­fé­lag­inu hækk­uðu næst mest á árinu, eða um 95,7 pró­sent. Mark­aðsvirði félags­ins er nú 88,5 millj­arðar króna. Stærsti eig­andi Eim­skipa­fé­lags er Sam­herji Hold­ing, með 32,8 pró­sent eign­ar­hlut. 

Origo hækk­aði líka mikið á árinu sem var að líða, eða um 80,5 pró­sent. Alls hækk­uðu 15 félög á aðal­mark­aði um meira en 30 pró­sent á árinu og níu þeirra hækk­uðu um meira en 50 pró­sent.

Eina félagið í Kaup­höll­inni sem lækk­aði í virði á síð­asta ári var Solid Clouds, sem er skráð á First North mark­að­inn.

Bréf í því félagi, sem skráð var á markað í júlí 2021, lækk­uðu um 26,6 pró­sent frá útboðs­gengi.

Hund­ruð millj­arða flæða til hlut­hafa

Kaup­höllin tekur ekki lengur saman upp­lýs­ingar um hversu mikið félög skráð á mark­aði greiða sam­tals í arð eða nota til að kaupa eigin bréf til baka, og skila þannig fjár­munum til hlut­hafa sinna. Inn­herji, und­ir­vefur á Vísi sem fjallar um við­skipti, tók hins vegar saman upp­lýs­ingar um það skömmu fyrir ára­mót og sam­kvæmt þeirri úttekt greiddu félög skráð í Kaup­höll meira en 80 millj­arða króna út í arð og í end­ur­kaup á eigin bréfum á síð­asta ári. Það er aukn­ing upp á tæp­lega 50 millj­arða króna milli ára.

Í sömu úttekt kemur einnig fram að senni­legt sé að arð­greiðslur og end­ur­kaup auk­ist gríð­ar­lega á árinu 2022 og verði á bil­inu 150 til 200 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Bara Arion banki, það félag sem jók virði sitt hlut­falls­lega mest á síð­asta ári, greiddi út 25,5 millj­arða króna til hlut­hafa sinna á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs og til­kynnti í haust að hann ætl­aði að greiða um og yfir 60 millj­arða króna til við­bótar í nán­ustu fram­tíð. Ef áform bank­ans ganga að fullu eftir er gert ráð fyrir því að hlut­hafar hans fái 87,9 millj­arða króna út úr honum frá byrjun árs 2020 og þar til útgreiðslu­ferl­inu er lok­ið.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar