Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu mikið í fyrra – Arion banki tvöfaldaðist í virði

Það félag á skráðum markaði á Íslandi sem er með mest erlend umsvif og í mestum erlendum vexti hækkaði minnst allra í verði á árinu 2021. Bankar ruku sérstaklega mikið upp í virði. Fjöldi viðskipta hefur ekki verið meiri frá því fyrir hrun.

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Auglýsing

Virði bréfa í Arion banka hækk­aði um 100,5 pró­sent á síð­asta ári, og meira en nokkur önnur hluta­bréf sem skráð eru í Kaup­höll Íslands. Alls er mark­aðsvirði bank­ans nú 291,7 millj­arðar króna. Því hækk­aði virði hluta­bréf­anna um 146 millj­arða króna á árinu 2021. Stærstu eig­endur Arion banka eru líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, en sam­an­lagt eiga þeir að minnsta kosti 41,5 pró­sent beinan hlut í bank­an­um. Stærstu einka­fjár­fest­arnir eru fjár­fest­inga­fé­lagið Stoðir með 4,73 pró­sent hlut og Hvalur hf., í eigu Krist­jáns og Birnu Lofts­barna, með 2,22 pró­sent hlut. Aðrir bankar sem skráðir eru á markað hækk­uðu líka mikið í virði. Hluta­bréf í Íslands­banka hækk­uðu um 59,7 pró­sent frá útboðs­gengi í hluta­fjár­út­boði bank­ans í fyrra­sumar og bréf í Kviku banka hækk­uðu um 54,9 pró­sent.

Bréf í öllum félögum sem skráð eru á aðal­markað Kaup­hall­ar­innar hækk­uðu í fyrra. 

Minnst var hækk­unin í langstærsta fyr­ir­tæk­inu sem skráð er í Kaup­höll­ina, Mar­el, en bréf í því félagi hækk­uðu um 10,9 pró­sent. Marel er einnig þá skráða félag sem er í mestum alþjóð­legum vaxt­arfasa og með mest erlend umsvif allra þeirra félaga sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­mark­að. Bréf Marel eru einnig skráð á markað í Hollandi en mark­aðsvirði þeirra í íslensku Kaup­höll­inni er 663,5 millj­arðar króna.  

Auglýsing

Það vekur athygli að bréf í Marel hækk­uðu minna en bréf í Icelanda­ir, sem hefur glímt við marg­hátt­aða erf­ið­leika vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og ferða­tak­mark­ana sem hann hefur kallað á. Icelandair hefur tapað nálægt 60 millj­örðum króna á árinu 2020 og á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021. Á því tíma­bili fór félagið tví­vegis í hluta­fjár­aukn­ingu og sótti sér yfir 30 millj­arða króna í nýtt hluta­fé. 

Auglýsing
Bréf í Icelandair hækk­uðu samt sem áður um ell­efu pró­sent á síð­asta ári. 

Ekki verið fleiri við­skipti frá því fyrir hrun

Í sam­an­tekt Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina, vegna síð­asta árs kemur fram að heild­ar­vísi­tala hluta­bréfa hafi hækkað alls um 40,2 pró­sent á árinu 2021. Heild­ar­við­skipti með bréf voru 1.071 millj­arður króna og juk­ust um 77 pró­sent milli ára. Mest var verslað með bréf í Arion banka, eða fyrir 259,8 millj­arða króna. Fjöldi við­skipta jókst líka mik­ið, alls um 79 pró­sent milli ára, og þau hafa ekki verið fleiri í 14 ár, eða frá því fyrir banka­hrun. 

Bréf í Eim­skipa­fé­lag­inu hækk­uðu næst mest á árinu, eða um 95,7 pró­sent. Mark­aðsvirði félags­ins er nú 88,5 millj­arðar króna. Stærsti eig­andi Eim­skipa­fé­lags er Sam­herji Hold­ing, með 32,8 pró­sent eign­ar­hlut. 

Origo hækk­aði líka mikið á árinu sem var að líða, eða um 80,5 pró­sent. Alls hækk­uðu 15 félög á aðal­mark­aði um meira en 30 pró­sent á árinu og níu þeirra hækk­uðu um meira en 50 pró­sent.

Eina félagið í Kaup­höll­inni sem lækk­aði í virði á síð­asta ári var Solid Clouds, sem er skráð á First North mark­að­inn.

Bréf í því félagi, sem skráð var á markað í júlí 2021, lækk­uðu um 26,6 pró­sent frá útboðs­gengi.

Hund­ruð millj­arða flæða til hlut­hafa

Kaup­höllin tekur ekki lengur saman upp­lýs­ingar um hversu mikið félög skráð á mark­aði greiða sam­tals í arð eða nota til að kaupa eigin bréf til baka, og skila þannig fjár­munum til hlut­hafa sinna. Inn­herji, und­ir­vefur á Vísi sem fjallar um við­skipti, tók hins vegar saman upp­lýs­ingar um það skömmu fyrir ára­mót og sam­kvæmt þeirri úttekt greiddu félög skráð í Kaup­höll meira en 80 millj­arða króna út í arð og í end­ur­kaup á eigin bréfum á síð­asta ári. Það er aukn­ing upp á tæp­lega 50 millj­arða króna milli ára.

Í sömu úttekt kemur einnig fram að senni­legt sé að arð­greiðslur og end­ur­kaup auk­ist gríð­ar­lega á árinu 2022 og verði á bil­inu 150 til 200 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Bara Arion banki, það félag sem jók virði sitt hlut­falls­lega mest á síð­asta ári, greiddi út 25,5 millj­arða króna til hlut­hafa sinna á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs og til­kynnti í haust að hann ætl­aði að greiða um og yfir 60 millj­arða króna til við­bótar í nán­ustu fram­tíð. Ef áform bank­ans ganga að fullu eftir er gert ráð fyrir því að hlut­hafar hans fái 87,9 millj­arða króna út úr honum frá byrjun árs 2020 og þar til útgreiðslu­ferl­inu er lok­ið.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar