Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu mikið í fyrra – Arion banki tvöfaldaðist í virði

Það félag á skráðum markaði á Íslandi sem er með mest erlend umsvif og í mestum erlendum vexti hækkaði minnst allra í verði á árinu 2021. Bankar ruku sérstaklega mikið upp í virði. Fjöldi viðskipta hefur ekki verið meiri frá því fyrir hrun.

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Auglýsing

Virði bréfa í Arion banka hækk­aði um 100,5 pró­sent á síð­asta ári, og meira en nokkur önnur hluta­bréf sem skráð eru í Kaup­höll Íslands. Alls er mark­aðsvirði bank­ans nú 291,7 millj­arðar króna. Því hækk­aði virði hluta­bréf­anna um 146 millj­arða króna á árinu 2021. Stærstu eig­endur Arion banka eru líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, en sam­an­lagt eiga þeir að minnsta kosti 41,5 pró­sent beinan hlut í bank­an­um. Stærstu einka­fjár­fest­arnir eru fjár­fest­inga­fé­lagið Stoðir með 4,73 pró­sent hlut og Hvalur hf., í eigu Krist­jáns og Birnu Lofts­barna, með 2,22 pró­sent hlut. Aðrir bankar sem skráðir eru á markað hækk­uðu líka mikið í virði. Hluta­bréf í Íslands­banka hækk­uðu um 59,7 pró­sent frá útboðs­gengi í hluta­fjár­út­boði bank­ans í fyrra­sumar og bréf í Kviku banka hækk­uðu um 54,9 pró­sent.

Bréf í öllum félögum sem skráð eru á aðal­markað Kaup­hall­ar­innar hækk­uðu í fyrra. 

Minnst var hækk­unin í langstærsta fyr­ir­tæk­inu sem skráð er í Kaup­höll­ina, Mar­el, en bréf í því félagi hækk­uðu um 10,9 pró­sent. Marel er einnig þá skráða félag sem er í mestum alþjóð­legum vaxt­arfasa og með mest erlend umsvif allra þeirra félaga sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­mark­að. Bréf Marel eru einnig skráð á markað í Hollandi en mark­aðsvirði þeirra í íslensku Kaup­höll­inni er 663,5 millj­arðar króna.  

Auglýsing

Það vekur athygli að bréf í Marel hækk­uðu minna en bréf í Icelanda­ir, sem hefur glímt við marg­hátt­aða erf­ið­leika vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins og ferða­tak­mark­ana sem hann hefur kallað á. Icelandair hefur tapað nálægt 60 millj­örðum króna á árinu 2020 og á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2021. Á því tíma­bili fór félagið tví­vegis í hluta­fjár­aukn­ingu og sótti sér yfir 30 millj­arða króna í nýtt hluta­fé. 

Auglýsing
Bréf í Icelandair hækk­uðu samt sem áður um ell­efu pró­sent á síð­asta ári. 

Ekki verið fleiri við­skipti frá því fyrir hrun

Í sam­an­tekt Nas­daq Iceland, sem rekur íslensku Kaup­höll­ina, vegna síð­asta árs kemur fram að heild­ar­vísi­tala hluta­bréfa hafi hækkað alls um 40,2 pró­sent á árinu 2021. Heild­ar­við­skipti með bréf voru 1.071 millj­arður króna og juk­ust um 77 pró­sent milli ára. Mest var verslað með bréf í Arion banka, eða fyrir 259,8 millj­arða króna. Fjöldi við­skipta jókst líka mik­ið, alls um 79 pró­sent milli ára, og þau hafa ekki verið fleiri í 14 ár, eða frá því fyrir banka­hrun. 

Bréf í Eim­skipa­fé­lag­inu hækk­uðu næst mest á árinu, eða um 95,7 pró­sent. Mark­aðsvirði félags­ins er nú 88,5 millj­arðar króna. Stærsti eig­andi Eim­skipa­fé­lags er Sam­herji Hold­ing, með 32,8 pró­sent eign­ar­hlut. 

Origo hækk­aði líka mikið á árinu sem var að líða, eða um 80,5 pró­sent. Alls hækk­uðu 15 félög á aðal­mark­aði um meira en 30 pró­sent á árinu og níu þeirra hækk­uðu um meira en 50 pró­sent.

Eina félagið í Kaup­höll­inni sem lækk­aði í virði á síð­asta ári var Solid Clouds, sem er skráð á First North mark­að­inn.

Bréf í því félagi, sem skráð var á markað í júlí 2021, lækk­uðu um 26,6 pró­sent frá útboðs­gengi.

Hund­ruð millj­arða flæða til hlut­hafa

Kaup­höllin tekur ekki lengur saman upp­lýs­ingar um hversu mikið félög skráð á mark­aði greiða sam­tals í arð eða nota til að kaupa eigin bréf til baka, og skila þannig fjár­munum til hlut­hafa sinna. Inn­herji, und­ir­vefur á Vísi sem fjallar um við­skipti, tók hins vegar saman upp­lýs­ingar um það skömmu fyrir ára­mót og sam­kvæmt þeirri úttekt greiddu félög skráð í Kaup­höll meira en 80 millj­arða króna út í arð og í end­ur­kaup á eigin bréfum á síð­asta ári. Það er aukn­ing upp á tæp­lega 50 millj­arða króna milli ára.

Í sömu úttekt kemur einnig fram að senni­legt sé að arð­greiðslur og end­ur­kaup auk­ist gríð­ar­lega á árinu 2022 og verði á bil­inu 150 til 200 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Bara Arion banki, það félag sem jók virði sitt hlut­falls­lega mest á síð­asta ári, greiddi út 25,5 millj­arða króna til hlut­hafa sinna á fyrstu níu mán­uðum síð­asta árs og til­kynnti í haust að hann ætl­aði að greiða um og yfir 60 millj­arða króna til við­bótar í nán­ustu fram­tíð. Ef áform bank­ans ganga að fullu eftir er gert ráð fyrir því að hlut­hafar hans fái 87,9 millj­arða króna út úr honum frá byrjun árs 2020 og þar til útgreiðslu­ferl­inu er lok­ið.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar