Gulldraumar

Draumurinn um að finna gull hefur iðulega látið hjörtu slá örar. Slíkir draumar rætast sjaldnast en tveir danskir karlar eru þess fullvissir að þeirra gulldraumur geti ræst.

Jarðfræðingurinn Christian Knudsen hefur rannsakað danska „gullvinnslu“ í sand- og malarnámum ásamt Bjarne Overgaard.
Jarðfræðingurinn Christian Knudsen hefur rannsakað danska „gullvinnslu“ í sand- og malarnámum ásamt Bjarne Overgaard.
Auglýsing

„Gott silfur gulli betra“ sagði íslenski lands­liðs­þjálf­ar­inn í hand­bolta þegar lands­liðið kom heim eftir Ólymp­íu­leik­ana í Beijing árið 2008. Land­inn sam­gladd­ist „strák­unum okk­ar“ þegar þeir komu heim með silf­ur­verð­laun­in, enda full ástæða til. Tveir danskir karl­ar, Bjarne Overgaard og Christ­ian Knudsen, gefa hins­vegar ekki mikið fyrir svona tal, „gull er það sem blíf­ur“ segja þeir. Og þeir eru ekki að tala um gull­húð­aða medal­íu­hlunka, heldur ekta gull.

Fyrir um það bil tutt­ugu árum hitti danski jarð­fræð­ing­ur­inn Christ­ian Knudsen, fyrir til­vilj­un, mann sem sagð­ist vinna hjá sand- og mal­ar­vinnslu­fyr­ir­tæki Bjarne Overgaard í Rødekro á Suð­ur­-Jót­landi. Þegar Christ­ian Knud­sen sagð­ist vera jarð­fræð­ingur sagði mal­ar­vinnslu­mað­ur­inn að hann hefði oftar en einu sinni fundið gull í mal­ar­námunum þar sem hann ynni. Christ­ian Knudsen, sem hafði tekið þátt í gull­leit á Græn­landi og víð­ar, þótti þetta athygl­is­vert en reynslan sagði honum hins vegar að margt getur líkst gulli án þess þó að vera gull. Christ­ian Knud­sen varð oft hugsað til þessa sam­tals, og fyrir sex árum sá hann  við­tal við Bjarne Overgaard í danska sjón­varp­inu, um gull.

Dag­inn eftir sjón­varps­þátt­inn hringdi Christ­ian Knud­sen í Bjarne Overgaard. Í fram­haldi af því sam­tali fór jarð­fræð­ing­ur­inn Christ­ian í heim­sókn í sand- og mal­ar­vinnsl­una og eig­and­inn Bjarne sýndi honum agnir sem hann taldi vera gull og hann hafði fundið í sandi í námun­um. Christ­ian Knud­sen gat stað­fest, eftir rann­sókn, að agn­irnar sem Bjarne sýndi honum væru gull. Þeir urðu síðar sam­mála um að láta á það reyna hvort nægi­legt gull væri að finna í sand­námunum við Rødekro til að hag­kvæmt væri að vinna það. Ekki lágu miklar rann­sóknir að baki þess­ari ákvörðun en þeir félagar voru bjart­sýn­ir.

Auglýsing

Sá gull­korn í vindla­kassa

Í þætti sem danska sjón­varpið gerði fyrir skömmu um gullið í Rødekro  sagði Bjarne Overgaard að hann hefði fyrir all­mörgum árum hitt mann sem sýndi honum gull­korn sem hann var með í litlum vindla­kassa. Þeim hafði mað­ur­inn safnað í þýskri sand­-og mal­ar­námu. Bjarne sagð­ist hafa hugsað með sér að fyrst gull væri að finna í þýskum námum væri aldrei að vita nema það væri líka að finna í Dan­mörku. Sem kom á dag­inn. 

Milljón tonn af sandi og möl

Starfs­menn sand­-og mal­ar­vinnslu­fyr­ir­tækis Bjarne Overgaard moka árlega upp rúm­lega milljón tonnum af sandi og möl upp úr námunum við Rødekro. Að finna gull í þess­ari stóru hrúgu er eins og að leita að nál í hey­stakk og til að finna nokkur grömm af gulli þarf að moka upp tugum tonna af sandi.

Á stóru svæði í nágrenni Rødekro eru nokkrar stórar sand­-og mal­ar­nám­ur. Sand­ur­inn, og gullið, barst frá Nor­egi til Dan­merkur eftir síð­ustu ísöld, fyrir um tíu þús­und árum. Þegar Christ­ian Knud­sen skoð­aði námurnar við Rødekro mældi hann gullagn­irnar sem hann fann. Stærðin var mis­mun­andi, allt frá 0,05 mill­metrum upp í 0,5 milli­metra. Gullagnir af þess­ari stærð telj­ast not­hæfar til frek­ari vinnslu en það er hins­vegar spurn­ing um magn­ið.

Ákváðu að slá til

Þeir Bjarne Overgaard og Christ­ian Knud­sen urðu sam­mála um að láta á það reyna hvort nægi­legt gull væri að finna í sand­námunum við Rødekro til að hag­kvæmt væri að vinna það. Ekki lágu miklar rann­sóknir að baki þess­ari ákvörðun en þeir félagar voru bjart­sýn­ir. Bjugg­ust að sögn ekki við að verða marg­millj­ónerar á gull­vinnslu, enda væri það ekki til­gang­ur­inn.

Þegar þeir ákváðu að hella sér út í gull­leit­ina hafði Bjarne Overgaard aflað sér þekk­ingar um leit og vinnslu á þessum dýra málmi. Hann hafði jafn­framt smíðað tæki til að skilja kjarn­ann frá hism­inu ef svo má að orði kom­ast. Tækið er í stuttu máli eins konar hrist­an­legt sigti. Eftir að hafa skoðað sand­námur við Rødekro tald­i Christ­ian Knud­sen að í tonni af sandi gætu verið 0,044 grömm af gulli. „Það þarf, tel ég, 1000 tonn af sandi til að fá nóg gull í einn gift­ing­ar­hring. Það er kannski helsta ástæða þess að fólk veigrar sér við að hella sér í svona verk­efn­i.“

Hvað með verð­ið, yrði danskt gull sam­keppn­is­hæft?

Þess­ari spurn­ingu varp­aði frétta­maður danska sjón­varps­ins fram við dönsku gull­graf­ar­ana. Svarið var að danska „gull­vinnslan“ eins og kom­ist var að orði gæti ekki keppt við gull frá löndum þar sem það væri unnið í stórum stíl, t.d Suð­ur­-Afr­íku. „Af hverju ætti fólk þá að kaupa danskt gull?“ var spurt. Þeir Bjarne Overgaard og Christ­ian Knud­sen sögð­ust telja að margir Danir myndu gjarna vilja kaupa skart­gripi, ekki síst gift­ing­ar­hringi, úr gulli sem fund­ist hefði í danskri jörð. Þar að auki yrði gull­vinnsla þeirra mun umhverf­is­vænni en víð­ast hvar ann­ars stað­ar. „Við þurfum ekki að nota stór­virk námu­vinnslu­tæki og kemísk efni við gull­vinnsl­una, nú á dögum kunna margir að meta það.“

Bjarne Overgaard sagði fyrir nokkrum dög­um, í við­tali við dag­blaðið Flens­borg Avis, að danskir gull­smiðir hefðu mik­inn áhuga á gulli frá Rødekro. Hann hefði fengið fjöl­margar fyr­ir­spurnir eftir áður­nefndan sjón­varps­þátt og greini­legt væri að þótt danska gullið yrði eitt­hvað dýr­ara en það inn­flutta skipti það engu máli. „Tveir gull­smiðir vildu gera samn­ing við okkur Christ­ian um að kaupa allt það gull sem við gætum útveg­að. Við vorum ekki til­búnir í slíka samn­ings­gerð,“ sagði Bjarne Overgaard. Hann bætti því við að hann hefði í hitteð­fyrra látið smíða gift­ing­ar­hringi fyrir son sinn. „Honum og tengda­dótt­ur­inni finnst gaman að segja vinum og kunn­ingjum að hringirnir séu úr gulli frá Rødekro og það vekur athygli. Hringirnir munu end­ast og ég er viss um að það geri hjóna­bandið lík­a,“ sagði Bjarne Overgaard.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar