Gulldraumar

Draumurinn um að finna gull hefur iðulega látið hjörtu slá örar. Slíkir draumar rætast sjaldnast en tveir danskir karlar eru þess fullvissir að þeirra gulldraumur geti ræst.

Jarðfræðingurinn Christian Knudsen hefur rannsakað danska „gullvinnslu“ í sand- og malarnámum ásamt Bjarne Overgaard.
Jarðfræðingurinn Christian Knudsen hefur rannsakað danska „gullvinnslu“ í sand- og malarnámum ásamt Bjarne Overgaard.
Auglýsing

„Gott silfur gulli betra“ sagði íslenski lands­liðs­þjálf­ar­inn í hand­bolta þegar lands­liðið kom heim eftir Ólymp­íu­leik­ana í Beijing árið 2008. Land­inn sam­gladd­ist „strák­unum okk­ar“ þegar þeir komu heim með silf­ur­verð­laun­in, enda full ástæða til. Tveir danskir karl­ar, Bjarne Overgaard og Christ­ian Knudsen, gefa hins­vegar ekki mikið fyrir svona tal, „gull er það sem blíf­ur“ segja þeir. Og þeir eru ekki að tala um gull­húð­aða medal­íu­hlunka, heldur ekta gull.

Fyrir um það bil tutt­ugu árum hitti danski jarð­fræð­ing­ur­inn Christ­ian Knudsen, fyrir til­vilj­un, mann sem sagð­ist vinna hjá sand- og mal­ar­vinnslu­fyr­ir­tæki Bjarne Overgaard í Rødekro á Suð­ur­-Jót­landi. Þegar Christ­ian Knud­sen sagð­ist vera jarð­fræð­ingur sagði mal­ar­vinnslu­mað­ur­inn að hann hefði oftar en einu sinni fundið gull í mal­ar­námunum þar sem hann ynni. Christ­ian Knudsen, sem hafði tekið þátt í gull­leit á Græn­landi og víð­ar, þótti þetta athygl­is­vert en reynslan sagði honum hins vegar að margt getur líkst gulli án þess þó að vera gull. Christ­ian Knud­sen varð oft hugsað til þessa sam­tals, og fyrir sex árum sá hann  við­tal við Bjarne Overgaard í danska sjón­varp­inu, um gull.

Dag­inn eftir sjón­varps­þátt­inn hringdi Christ­ian Knud­sen í Bjarne Overgaard. Í fram­haldi af því sam­tali fór jarð­fræð­ing­ur­inn Christ­ian í heim­sókn í sand- og mal­ar­vinnsl­una og eig­and­inn Bjarne sýndi honum agnir sem hann taldi vera gull og hann hafði fundið í sandi í námun­um. Christ­ian Knud­sen gat stað­fest, eftir rann­sókn, að agn­irnar sem Bjarne sýndi honum væru gull. Þeir urðu síðar sam­mála um að láta á það reyna hvort nægi­legt gull væri að finna í sand­námunum við Rødekro til að hag­kvæmt væri að vinna það. Ekki lágu miklar rann­sóknir að baki þess­ari ákvörðun en þeir félagar voru bjart­sýn­ir.

Auglýsing

Sá gull­korn í vindla­kassa

Í þætti sem danska sjón­varpið gerði fyrir skömmu um gullið í Rødekro  sagði Bjarne Overgaard að hann hefði fyrir all­mörgum árum hitt mann sem sýndi honum gull­korn sem hann var með í litlum vindla­kassa. Þeim hafði mað­ur­inn safnað í þýskri sand­-og mal­ar­námu. Bjarne sagð­ist hafa hugsað með sér að fyrst gull væri að finna í þýskum námum væri aldrei að vita nema það væri líka að finna í Dan­mörku. Sem kom á dag­inn. 

Milljón tonn af sandi og möl

Starfs­menn sand­-og mal­ar­vinnslu­fyr­ir­tækis Bjarne Overgaard moka árlega upp rúm­lega milljón tonnum af sandi og möl upp úr námunum við Rødekro. Að finna gull í þess­ari stóru hrúgu er eins og að leita að nál í hey­stakk og til að finna nokkur grömm af gulli þarf að moka upp tugum tonna af sandi.

Á stóru svæði í nágrenni Rødekro eru nokkrar stórar sand­-og mal­ar­nám­ur. Sand­ur­inn, og gullið, barst frá Nor­egi til Dan­merkur eftir síð­ustu ísöld, fyrir um tíu þús­und árum. Þegar Christ­ian Knud­sen skoð­aði námurnar við Rødekro mældi hann gullagn­irnar sem hann fann. Stærðin var mis­mun­andi, allt frá 0,05 mill­metrum upp í 0,5 milli­metra. Gullagnir af þess­ari stærð telj­ast not­hæfar til frek­ari vinnslu en það er hins­vegar spurn­ing um magn­ið.

Ákváðu að slá til

Þeir Bjarne Overgaard og Christ­ian Knud­sen urðu sam­mála um að láta á það reyna hvort nægi­legt gull væri að finna í sand­námunum við Rødekro til að hag­kvæmt væri að vinna það. Ekki lágu miklar rann­sóknir að baki þess­ari ákvörðun en þeir félagar voru bjart­sýn­ir. Bjugg­ust að sögn ekki við að verða marg­millj­ónerar á gull­vinnslu, enda væri það ekki til­gang­ur­inn.

Þegar þeir ákváðu að hella sér út í gull­leit­ina hafði Bjarne Overgaard aflað sér þekk­ingar um leit og vinnslu á þessum dýra málmi. Hann hafði jafn­framt smíðað tæki til að skilja kjarn­ann frá hism­inu ef svo má að orði kom­ast. Tækið er í stuttu máli eins konar hrist­an­legt sigti. Eftir að hafa skoðað sand­námur við Rødekro tald­i Christ­ian Knud­sen að í tonni af sandi gætu verið 0,044 grömm af gulli. „Það þarf, tel ég, 1000 tonn af sandi til að fá nóg gull í einn gift­ing­ar­hring. Það er kannski helsta ástæða þess að fólk veigrar sér við að hella sér í svona verk­efn­i.“

Hvað með verð­ið, yrði danskt gull sam­keppn­is­hæft?

Þess­ari spurn­ingu varp­aði frétta­maður danska sjón­varps­ins fram við dönsku gull­graf­ar­ana. Svarið var að danska „gull­vinnslan“ eins og kom­ist var að orði gæti ekki keppt við gull frá löndum þar sem það væri unnið í stórum stíl, t.d Suð­ur­-Afr­íku. „Af hverju ætti fólk þá að kaupa danskt gull?“ var spurt. Þeir Bjarne Overgaard og Christ­ian Knud­sen sögð­ust telja að margir Danir myndu gjarna vilja kaupa skart­gripi, ekki síst gift­ing­ar­hringi, úr gulli sem fund­ist hefði í danskri jörð. Þar að auki yrði gull­vinnsla þeirra mun umhverf­is­vænni en víð­ast hvar ann­ars stað­ar. „Við þurfum ekki að nota stór­virk námu­vinnslu­tæki og kemísk efni við gull­vinnsl­una, nú á dögum kunna margir að meta það.“

Bjarne Overgaard sagði fyrir nokkrum dög­um, í við­tali við dag­blaðið Flens­borg Avis, að danskir gull­smiðir hefðu mik­inn áhuga á gulli frá Rødekro. Hann hefði fengið fjöl­margar fyr­ir­spurnir eftir áður­nefndan sjón­varps­þátt og greini­legt væri að þótt danska gullið yrði eitt­hvað dýr­ara en það inn­flutta skipti það engu máli. „Tveir gull­smiðir vildu gera samn­ing við okkur Christ­ian um að kaupa allt það gull sem við gætum útveg­að. Við vorum ekki til­búnir í slíka samn­ings­gerð,“ sagði Bjarne Overgaard. Hann bætti því við að hann hefði í hitteð­fyrra látið smíða gift­ing­ar­hringi fyrir son sinn. „Honum og tengda­dótt­ur­inni finnst gaman að segja vinum og kunn­ingjum að hringirnir séu úr gulli frá Rødekro og það vekur athygli. Hringirnir munu end­ast og ég er viss um að það geri hjóna­bandið lík­a,“ sagði Bjarne Overgaard.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar