Mynd: Samsett Helstu eigendur og stjórnendur Samherja Holding eru frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.
Mynd: Samsett

Ársreikningur Samherja Holding undirritaður með fyrirvara – Óvissa um fjárhagsleg uppgjör vegna Namibíumáls

Samherji Holding, eitt stærsta fyrirtæki landsins sem hélt utan um Namibíustarfsemi Samherjasamstæðunnar, hefur birt valdar upplýsingar úr ársreikningi sínum. Þar segir að reikningurinn sé undirritaður með fyrirvara endurskoðanda vegna óvissu „um málarekstur vegna fjárhagslegra uppgjöra sem tengjast rekstrinum í Namibíu.“ Félagið hefur ekki skilað reikningum vegna 2019 né 2020 til Skattsins líkt og lög segja til um.

Í dag voru birtar valdar upp­lýs­ingar úr árs­reikn­ingi Sam­herji Hold­ing, félags sem heldur utan um þorra erlendrar starf­semi Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, fyrir árið 2020 áheima­síðu Sam­herja. Félag­ið, sem er eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins, hefur þó ekki skilað árs­reikn­ingum fyrir árin 2019 og 2020 inn til árs­reikn­ing­ar­skráar Skatts­ins. 

Sam­kvæmt lögum eiga félög með heim­il­is­festi á Íslandi að skila slíkum inn fyrir lok ágúst­mán­aðar á ári hverju. Því eru um 15 mán­uðir frá því að 2019-­reikn­ingur Sam­herja Hold­ing átti að ber­ast.

Á meðal þess sem er vistað inni í Sam­herja Hold­ing er Namib­íu­starf­semi Sam­herja, sem er til umfangs­mik­illar rann­sóknar hér­lendis vegna meintra mútu­greiðslna, pen­inga­þvættis og skatta­snið­göng­u. 

Í til­kynn­ingu á heima­síðu Sam­herja vegna birt­ingar á upp­lýs­ing­unum segir að hagn­aður Sam­herja Hold­ing hafi verið 4,3 millj­arðar króna á síð­asta ári, miðað við árs­loka­gengi evru. Árið 2019, þegar Namib­íu­málið kom upp, var hagn­að­ur­inn 218 millj­ónir króna. 

Eignir Sam­herja Hold­ing dróg­ust saman á síð­asta ári um 6,5 millj­arða króna og voru 91,3 millj­arðar króna í lok árs 2020. Ekki er útskýrt sér­stak­lega af hverju þetta gerð­ist en í til­kynn­ing­unni kemur fram að útgerð félags­ins í Namibíu hafi verið aflögð og flokk­ist nú sem slík í árs­reikn­ingn­um. 

Eigið fé, mun­ur­inn á eignum og skuld­um, var 61,3 millj­arða króna fyrir ári síð­an.

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að fyr­ir­vari sé gerður við árs­reikn­ing­inn vegna óvissu „um mála­rekstur vegna fjár­hags­legra upp­gjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Sá fyr­ir­vari er gerður bæði af stjórn Sam­herja Hold­ing, sem sam­þykkti árs­reikn­ing­inn á aðal­fundi sínum í gær, og end­ur­skoð­anda félags­ins. 

Skipt upp í tvennt

Á árinu 2018 gerð­ist það að Sam­herja var skipt upp í tvö fyr­ir­tæki. Það var sam­­­þykkt 11. maí 2018 á hlut­hafa­fundi og skipt­ingin látin miða við 30. sept­­­em­ber 2017. 

Eftir það er þorri inn­­­­­­­­­lendrar starf­­­­­sem­i Sam­herja og starf­­­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­­­­sem­i og hluti af fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­starf­­­­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf.

Sam­herji Hold­ing er að upp­­i­­­­stöðu í eigu Þor­­­steins Más Bald­vins­son­ar, Helgu S. Guð­munds­dóttur fyrr­ver­andi eig­in­konu hans og Krist­jáns Vil­helms­­­son­­­ar, útgerð­­ar­­stjóra Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar. Inni í þeim hluta starf­­­sem­innar eru eign­­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­­­­ur­­­­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­­­­­fest­inga­­­­­fé­lagi á Ísland­i. Þar eru þó einnig íslenskir hags­mun­ir, meðal ann­­­ars 34,22 pró­­­sent hlutur í Eim­­­skip, sem hefur rúm­­­lega tvö­­­fald­­­ast í virði síð­­­ast­liðið ár. 

Í byrjun árs 2021 var greint frá því að Bald­vin Þor­­­steins­­­son, sonur Þor­­­steins Más og Helgu, hafi verið falið að leiða útgerð­­­ar­­­starf­­­semi Sam­herja í Evr­­­ópu, sem fer fram í gegnum Sam­herja Hold­ing. 

Inni í þeim hluta er líka fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lagið Sæból, sem hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótt­­­­ur­­­­fé­lög, Esju Shipp­ing Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­­­­festi á Kýp­­­­ur. Þau félög héldu meðal ann­­­­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­­­­íu, þar sem sam­­­­stæðan og stjórn­­­­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­­­­ast yfir ódýran kvóta. 

Frestur til að skila inn árs­reikn­ingi löngu lið­inn

Sam­herji Hold­ing hefur ekki skilað inn árs­­reikn­ingi til árs­­reikn­inga­­skrár Skatts­ins vegna áranna 2019 og 2020. Karl Eskil Páls­­­son, upp­­­lýs­inga­­­full­­­trúi Sam­herja, sagði í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans í sept­­em­ber síð­­ast­liðnum að vinna við árs­­reikn­ing vegna árs­ins 2019 væri á loka­­­metr­unum og hann yrði til­­­­­bú­inn „innan tíð­­­ar“. 

Ýmsar sam­verk­andi ástæður væru fyrir því að skil á reikn­ingn­um, sem átti sam­­­kvæmt lögum að vera skilað inn til árs­­­reikn­inga­­­skrár fyrir lok ágúst í fyrra, hefðu taf­ist og Karl Eskill nefndi þar sér­­­stak­­­lega að Sam­herji Hold­ing hafi tekið þá ákvörðun að skipta um end­­­ur­­­skoð­un­­­ar­­­fyr­ir­tæki. Það hafi þýtt tafir á gerð árs­­­reikn­ings. „Aðrar ástæður eru létt­væg­­­ari en skipta þó máli til dæmis ferða­tak­­­mark­­­anir vegna Covid-19, sum­­­­­ar­­­leyfi og þess hátt­­­ar.“

Í til­kynn­ing­unni á heima­síðu Sam­herja í dag eru þó aðrar ástæður gefn­ar. Þar segir að óvissa vegna Namib­íu­starf­sem­innar og fjár­hags­legra áhrifa hennar hafi „valdið þeim drætti sem orðið hefur á gerð árs­reikn­ing­anna en stjórnin taldi mik­il­vægt að freista þess að fá sem gleggstar upp­lýs­ingar um þessa þætti áður en gengið yrði frá frá reikn­ing­un­um.“

Frestur fyr­ir­tækja af þeirri stærð­­argráðu sem Sam­herji Hold­ing er til að skila inn árs­­reikn­ingi vegna árs­ins 2020 rann út í lok sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins. 

Ákvæði sem heim­ilar slit á félögum sem sinna ekki lög­­­­bund­inni skila­­­­skyldu á árs­­­­reikn­ingum hefur verið til staðar í lögum frá árinu 2016. Kjarn­inn greindi frá því í haust að henni hefði aldrei verið beitt, vegna þess að það ráðu­­­­neyti sem stýrir mála­­­­flokkn­um,, sá hluti atvinn­u­­­­vega- og nýsköp­un­­­­ar­ráðu­­­­neyt­is­ins sem heyrir undir Þór­­­­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­­­­ur, hafi ekki gefið út reglu­­­­gerð sem virkjar það. 

Því hafði ákvæðið verið dauður stafur í fimm ár og engu félagi sem virt hefur lögin um skil á árs­­­­reikn­ingi að vettugi hafði fyrir vikið verið slit­ið. 

Ákvæðið varð virkt 18. októ­ber 2021, eftir að reglu­­gerðin var loks gefin út.

Kjarn­inn greindi frá því 10. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn að árs­­­reikn­inga­­­skrá hefði þá enn sem komið er ekki kraf­ist skipta neinu félagi sem hefði ekki skilað árs­­­reikn­ingi innan lög­­­­­boð­ins frests.

Vildu við­halda mik­il­vægum fjöl­­skyld­u­­tengslum

Þann 15. maí 2020 birt­ist til­­­kynn­ing á heima­­­síðu Sam­herj­­­a­­­sam­­­stæð­unnar um að Þor­­­steinn Már, Helga og Krist­ján væru að færa næstum allt eign­­­ar­hald á Sam­herja hf. til barna sinna. Þau myndu hins vegar áfram að vera eig­endur að erlendu starf­­­sem­inni, og halda á stórum hlut í Eim­­­skip, sem hefur frá 2018 verið vistað inni í Sam­herja Hold­ing.

Í til­­­kynn­ing­unni kom fram að Bald­vin og Katla Þor­­steins­­börn myndu eign­­­ast 43 pró­­­sent í Sam­herja hf. Sam­hliða var greint frá því að Dagný Linda, Hall­­­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín, börn Krist­jáns Vil­helms­­­son­­­ar, myndu fara sam­an­lagt með um 41,5 pró­­­­sent hluta­fjár. Í til­­­kynn­ing­unni sagði að með þessum hætti „vilja stofn­endur Sam­herja treysta og við­halda þeim mik­il­vægu fjöl­­­­skyld­u­­­­tengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið horn­­­­steinn í rekstr­in­­­­um.“ Þar kom einnig fram að und­ir­­­bún­­­ingur breyt­ing­anna á eign­­­ar­hald­inu hafi staðið und­an­farin tvö ár en áformin og fram­­­kvæmd þeirra voru for­m­­­lega kynnt í stjórn félags­­­ins á miðju ári 2019.

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja.
Mynd: Samherji

Í maí 2020, þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­­­lýs­ingum um með hvaða hætti fram­­­sal hluta­bréfa for­eldra til barna hefði átt sér stað, feng­ust þau svör hjá Björgólfi Jóhanns­­­syni, þá ann­­­ars for­­­stjóra Sam­herja, að ann­­­ars vegar hefðu börnin fengið fyr­ir­fram­greiddan arf, og hins vegar væri um sölu milli félaga að ræða. 

Ekki hafa feng­ist upp­­­lýs­ingar hjá Sam­herja um virði þess hlutar sem til­­­kynnt var um að færður hefði verið á milli kyn­slóða né hvernig til­­­­­færsl­unni var skipt milli fyr­ir­fram­greidds arfs og sölu.

Skulda for­eldrum sínum á fjórða tug millj­­arða

Í árs­­reikn­ing Eign­­ar­halds­­­fé­lags­ins Steins, sem heldur utan um 43,48 pró­­sent eign Þor­­steins Más og Helgu í Sam­herja Hold­ing ehf. fyrir árið 2019 kemur hins vegar fram að bók­­færður eign­­ar­hlutur þess í Sam­herja hf. hafi farið úr 21,8 millj­­örðum króna í um 550 millj­­ónir króna. 

Á sama tíma fór vaxta­ber­andi kröfur á tengda aðila úr því að vera engar í að vera 26,9 millj­­arðar króna. 

Í árs­­reikn­ingi Eign­­ar­halds­­­fé­lags­ins Steins fyrir árið 2020 er hlut­­ur­inn í íslenska Sam­herja kom­inn í krónur núll. Lang­­tíma­­kröfur á tengda aðila eru hins vegar bók­­færðar á 214 millj­­ónir evra, eða um 33,5 millj­­arða króna. Á meðal þeirra sem telj­­ast sem tengdir aðilar eru nánir fjöl­­skyld­u­­með­­lim­­ir. Því er þarna um að ræða lán for­eldr­anna Þor­­steins Más og Helgu til barna sinna, Bald­vins og Kötlu. 

Félag barn­anna, K&B ehf., hagn­að­ist um 20,8 millj­­­ónir evra, um 3,2 millj­­­arða króna, á síð­­­asta ári. Hrein eign félags­­­ins nam um 44,7 millj­­­ónum evra, um 6,9 millj­­­örðum króna, um síð­­­­­ustu ára­­­mót. Eignir félags­­­ins voru bók­­­færðar á tæp­­­lega 40 millj­­­arða króna en á móti þeim eignum eru skuldir upp á 33 millj­­­arða króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar