Blaðamenn með stöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir um „skæruliðadeild Samherja“

Lögreglan á Norðurlandi hefur boðað að minnsta kosti þrjá blaðamenn í yfirheyrslu fyrir meint brot á lögum um friðhelgi einkalífsins.

mynd_samherji_2.jpg
Auglýsing

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Arnar Þór Ing­ólfs­son, blaða­maður mið­ils­ins, hafa fengið stöðu sak­born­ings við rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi, sem er stað­sett á Akur­eyri, á meintu broti á frið­helgi einka­lífs­ins. Þeim var greint frá þessu sím­leiðis í dag og þeir boð­aðir í yfir­heyrslu hjá rann­sókn­ar­lög­reglu­manni emb­ætt­is­ins sem mun gera sér ferð til Reykja­víkur til að fram­kvæma hana.

Aðal­steinn Kjart­ans­son, blaða­maður á Stund­inni, er sömu­leiðis með stöðu sak­born­ings í mál­inu og hefur einnig verið boð­aður í yfir­heyrslu. Þá var greint frá því á vef RÚV í kvöld að Þóra Arn­órs­dóttir, rit­stjóri Kveiks, hafi einnig verið boðuð í yfir­heyrslu.

Sak­ar­efnið sem blaða­mönn­unum er gefið að sök er að hafa skrifað fréttir um „skæru­liða­deild Sam­herja“ upp úr sam­skipta­gögn­um. Í hegn­ing­ar­lögum segir að hver sá sem „brýtur gegn frið­helgi einka­lífs ann­ars með því að hnýs­ast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heim­ild­ar­leysi skjöl­um, gögn­um, myndefni, upp­lýs­ingum eða sam­bæri­legu efni um einka­mál­efni við­kom­andi, hvort heldur sem er á staf­rænu eða hlið­rænu formi, skal sæta sektum eða fang­elsi allt að 1 ári, enda sé hátt­semin til þess fallin að valda brota­þola tjón­i.“

Engin þekkt dæmi eru fyrir því að lög­regla ákærði blaða­menn fyrir slík brot fyrir að skrifa fréttir upp úr gögn­um. Hins vegar eru fjöldi for­dæma fyrir því hér­lendis sem erlendis að fjöl­miðlar birti trún­að­ar­gögn sem eiga erindi við almenn­ing.

Það var, og er, skýr nið­ur­staða ábyrgð­ar­manna Kjarn­ans að hluti þeirra gagna sem umfjöll­unin byggði á ætti sterkt erindi og því eru almanna­hags­munir af því að fjalla um þau með ábyrgum hætti.

„Skæru­liða­deild“ opin­beruð

Í maí 2021 birtu Kjarn­inn og Stundin röð frétta­­skýr­inga sem byggðu á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­­end­­­ur, starfs­­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­­ast gegn nafn­­­greindum blaða­­­mönn­um, lista­­­mönn­um, stjórn­­­­­mála­­­mönn­um, félaga­­­sam­­­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­­­leik­ann eða lífs­við­­­ur­vær­ið. 

Auglýsing
Í umfjöll­un­inni kom fram að Sam­herji gerði út hóp fólks sem kall­aði sig „skæru­liða­­deild Sam­herja“. Hlut­verk þess var meðal ann­­ars að njósna um blaða­­menn, greina tengsl þeirra, safna af þeim mynd­um, og skipu­­­leggja árásir á þá. Þá var einnig opin­berað að starfs­­­menn og ráð­gjafar Sam­herja reyndu að hafa áhrif á for­­­manns­­­kjör í stétta- og fag­­­fé­lagi blaða­­­manna á Íslandi, að starfs­­menn Sam­herja hefðu sett sig í sam­­band við fær­eyskan rit­­­stjóra til að rægja fær­eyska blaða­­­menn kerf­is­bund­ið, lagt á ráðin um að draga úr trú­verð­ug­­­leika rit­höf­undar sem gagn­rýndi fyr­ir­tæk­ið, með því að fletta upp eignum hans.

Kjarn­inn greindi frá því að skýr vilji hefði verið til staðar innan Sam­herja til að skipta sér að því hverjir myndu leiða lista Sjálf­­­stæð­is­­­flokks í heima­­­kjör­­­dæmi fyr­ir­tæk­is­ins og að starfs­­­menn Sam­herja hefðu verið með áætl­­­­­anir um víð­tæka gagna­­­söfnun um stjórn félaga­­­sam­­­taka sem berj­­­ast gegn spill­ingu. Kjarn­inn greindi líka frá því hvernig Sam­herji hugð­ist bregð­­­ast við gagn­rýni frá sitj­andi seðla­­­banka­­­stjóra á stríðs­­­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins gegn nafn­­­greindu fólki.

Þetta ferli stóð yfir frá því að umfjöllun Kveiks, Stund­­­ar­inn­­­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera um Sam­herja og atferli fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu birt­ist í nóv­em­ber 2019 og þangað til að frétta­­skýr­inga­röð Kjarn­ans fór í loft­ið. 

Athæfi Sam­herja for­­dæmt víða

Við­brögðin við umfjöll­un­inni voru mik­il. Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra sagð­ist telja fram­­göngu Sam­herja alger­­­lega óboð­­­lega, óeðli­­­lega og ætti ekki að líð­­­ast í lýð­ræð­is­­­sam­­­fé­lagi. „Við þurfum að átta okkur á því að aðilar sem eru í for­ystu fyrir jafn stórt fyr­ir­tæki og þarna er um að ræða bera ábyrgð gagn­vart sam­­­fé­lagi sínu og þetta er ekki að bera ábyrgð gagn­vart sam­­­fé­lag­inu. Svona gera menn ein­fald­­­lega ekki.“

Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, þáver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra, sagð­ist hafa áhyggjur af því ef það væri eitt­hvað óeðli­­­legt í gangi, með hvaða hætti fyr­ir­tæki blanda sér í stjórn­­­­­mála­bar­áttu ein­stakra stjórn­­­­­mála­­­flokka, verka­lýðs­­­fé­laga og svo fram­­­veg­­­is. „​​Ef fyr­ir­tæki taka með ein­beittum hætti ákvörðun um að fara að beita sér með slíkum hætti er það að allra mati og flestra mati ekki ásætt­an­­­leg­t.“

Þing­­maður Pírata, Andrés Ingi Jóns­­son, sagði aðgerðir gegn fjöl­miðla­­fólki geta komið niður á kosn­­ingum og að það væri stór­hætt­u­­legt að „fjár­­­sterkt útgerð­­ar­­fyr­ir­tæki beiti sér með þessum hætti gegn gervöllu gang­verki lýð­ræð­is­ins“. Þing­­flokkur hans sendi for­m­­legt erindi til ÖSE vegna máls­ins og kall­aði eftir því að stofn­unin myndi skipu­­leggja kosn­­inga­eft­ir­lit á Íslandi í þing­­kosn­­ing­unum sem fram fóru í haust. 

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði að hann teldi að Sam­herji hefði „gengið óeðli­­­lega fram í þessu máli með sínum afskipt­u­m.“

Alvar­­leg aðför

Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, for­­­maður Blaða­­­manna­­­fé­lags Íslands, sagði að hún liti á fram­­ferðið sem alvar­­­legri aðför að kjöri for­­­manns í fag- og stétt­­­ar­­­fé­lagi „sem er algjör­­­lega ólíð­and­i“. Þessi aðför Sam­herja veki einnig upp spurn­ingar um hvernig sam­­­fé­lagið allt þurfi að bregð­­­ast við árásum á blaða­­­menn og fjöl­miðla í ljósi þess að fjöl­miðlar stæðu nú veik­­­ari fótum en áður til þess að veita nauð­­­syn­­­lega mót­­­spyrnu.

Alþjóða­­­sam­tökin Tran­sparency International lýstu yfir miklum áhyggjum af því sem fram hefur komið í umfjöll­unum Kjarn­ans og Stund­­­ar­inn­­ar. „Fyr­ir­tæki sem vilja sanna heil­indi sín nota ekki und­ir­­­förular aðferðir gagn­vart þeim sem segja frá stað­­­reyndum í þágu almanna­hags­muna.“

Aðal­­­fundur Rit­höf­unda­­­sam­­­bands Íslands for­­­dæmdi þá „ljótu aðför að mál- og tján­ing­­­ar­frelsi sem og æru rit­höf­unda og frétta­­­fólks sem opin­ber­­­ast hefur síð­­­­­ustu daga í fréttum af Sam­herja og þeim vinn­u­brögðum sem þar eru stund­uð“.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi sögðu í yfir­­lýs­ingu telja það „mik­il­vægt að fyr­ir­tækið axli ábyrgð á eigin ákvörð­unum og athöfn­um, stuðli að gagn­­­sæjum starfs­háttum og góðum sam­­­skipt­­­um. Á þeim for­­­sendum er unnið á vett­vangi SFS og sam­tökin gera sömu kröfu til sinna félags­­­­­manna.“​

Sam­herji biðst afsök­unar

Sam­herji sendi frá sér yfir­­lýs­ingu vegna máls­ins 30. maí 2021. Þar sagði að ljóst væri að stjórn­­­endur félags­­­ins hafi gengið „of lang­t“ í við­brögðum við „nei­­­kvæðri umfjöllun um félag­ið [...] Af þeim sökum vill Sam­herji biðj­­­ast afsök­unar á þeirri fram­­­göng­u.“

Samherji, sem er með höfuðstöðvar á Akureyri, baðst afsökunar í fyrra.

Nokkrum vikum síð­­­ar, 22. júní, voru birtar heil­­­síð­­u­aug­lýs­ingar frá Sam­herja með fyr­ir­­­sögn­inni „Við gerðum mis­­­tök og biðj­umst afsök­un­­­ar“. Um var að ræða bréf sem fjallar um starf­­­semi útgerð­­­ar­innar í Namibíu og Þor­­­steinn Már Bald­vins­­­son, for­­­stjóri Sam­herja og einn þeirra sem er með rétt­­ar­­stöðu sak­­born­ings í Sam­herj­­a­­mál­inu, skrif­aði undir bréf­ið. 

Þar sagði einnig að „ámæl­is­verðir við­­­skipta­hætt­ir“ hefði fengið að við­­­gang­­­ast í starf­­­semi útgerðar Sam­herja í Namib­­­íu. Veik­­­leikar hefði ver­ið  í stjórn­­­­­skipu­lagi og lausa­­­tök sem ekki áttu að líð­­­ast. „Við brugð­umst ekki við eins og okkur bar. Þetta hefur valdið upp­­­­­námi hjá starfs­­­fólki okk­­­ar, fjöl­­­skyld­um, vin­um, sam­­­starfs­að­il­um, við­­­skipta­vinum og víða í sam­­­fé­lag­inu. Við hörmum þetta og biðj­umst ein­læg­­­lega afsök­un­­­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent