Spurði hvort sjávarútvegsráðherra hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ Samherja

Þingmaður Pírata leitaðist við að fá svör frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi nýja Samherjamálið á þingi í dag. Hann sagðist hafa áhyggjur af því ef „eitthvað óeðlilegt“ væri í gangi.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hvort honum fynd­ist ekk­ert athuga­vert við það að hann sæti í þessu emb­ætti á meðan Sam­herji „stundar sínar for­dæma­lausu árásir á alla sem voga sér að gagn­rýna fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins“. Krist­ján Þór brást illa við fyr­ir­spurn­inni og gagn­rýndi þing­mann­inn fyrir að „vanda um sið­ferði ann­arra þing­manna“.

Þing­mað­ur­inn hóf fyr­ir­spurn sína á því að vísa í frétta­flutn­ing Kjarn­ans og Stund­ar­innar þar sem upp­lýst hefði verið að starfs­menn Sam­herja hefðu „með vit­und og vilja fram­kvæmda­stjóra Sam­herja staðið í njósnum um rit­höf­unda, stjórn­ar­fólk í sam­tökum gegn spill­ingu, plottað um hvernig megi hræða vitni frá því að vitna gegn þeim í saka­máli og farið í her­ferðir gegn fjöl­miðla­fólki bæði hér og í Fær­eyj­um. Þar að auki reynd­ust skæru­liðar Sam­herja hafa áhrif á for­manns­kjör í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna og próf­kjöri Sjálf­stæð­is­manna þar sem leitað er að arf­taka hæstv. ráð­herra í odd­vita­sæti. Allt þetta ger­ist auð­vitað í kjöl­farið á upp­ljóstrun Kveiks um veru­lega vafa­sama við­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu og víðar sem nú eru til rann­sóknar í minnst fjórum löndum og til með­ferðar fyrir dóm­stólum í Namib­íu.“

Auglýsing

Rifj­aði Þór­hildur Sunna það upp að ráð­herr­ann hefði hringt í Þor­stein Má Bald­urs­son, aðal­eig­anda Sam­herja, til að spyrja hvernig honum liði eftir að Kveiks­þátt­ur­inn frægi fór í loft­ið. Sagði hún að sím­talið hefði vakið furðu margra og hefði ráð­herr­ann þurft að útskýra hvað vakti fyrir honum sem hann gerði með eft­ir­far­andi hætti í Kast­ljósi stuttu síð­ar: „Ef sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hefur ekki áhyggjur af því ef þetta stóra fyr­ir­tæki er ekki að koma fram með þeim hætti sem menn telja eðli­legt þá finnst mér bara sjálf­sagður hlutur að ýta á eftir því að það standi við þær skuld­bind­ingar sem það hefur gagn­vart sam­fé­lag­in­u.“

­Spurði hún því með vísan í þessi orð ráð­herr­ans hvort hann hefði áhyggjur af þeirri áróð­urs- og rógs­her­ferð sem fyr­ir­tækið hefði rekið að und­an­förnu gegn fjöl­miðl­um, félaga­sam­tökum og jafn­vel nánum sam­starfs­mönnum hans á þingi. „Telur hæst­virtur ráð­herra að Sam­herji standi við þær skuld­bind­ingar sem fyr­ir­tækið hefur gagn­vart sam­fé­lag­inu eða ætlar hann að ýta á eftir því? Ætlar ráð­herra að bregð­ast við og þá hvern­ig?“

Málið ekki borið inn á borð ráð­herra

Krist­ján Þór svar­aði og sagð­ist vilja taka það strax fram að fyrstu við­brögð hans við hinu svo­kall­aða Sam­herj­a­máli og Namib­íu­skjöl­unum þegar það kom upp, hefðu verið þau að gera kröfu um að for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins stigju fram og gerðu hreint fyrir sínum dyr­um. „Það voru mín fyrstu við­brögð og mér þykir það eðli­legt í ljósi þeirrar stærðar og mik­il­vægis sem þetta fyr­ir­tæki hefur og hefur haft í íslenskri sjáv­ar­út­vegs­sög­u.“

Sagð­ist hann hafa áhyggjur af því ef það væri eitt­hvað óeðli­legt í gangi, með hvaða hætti fyr­ir­tæki blanda sér í stjórn­mála­bar­áttu ein­stakra stjórn­mála­flokka, verka­lýðs­fé­laga og svo fram­veg­is.

Kristján Þór Júlíusson Mynd: Bára Huld Beck

„Ein­stak­lingum er þetta að sjálf­sögðu full­kom­lega heim­ilt hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyr­ir­tæki taka með ein­beittum hætti ákvörðun um að fara að beita sér með slíkum hætti er það að allra mati og flestra mati ekki ásætt­an­legt. Að því leyti til get ég tekið undir áhyggjur hátt­virts þing­manns af því að ef það er að verða lenska að fyr­ir­tæki sem þykir að sér sótt fari að beita sér með þeim hætti sem þar um ræð­ir.

Að öðru leyti hefur þetta mál ekki borið inn á mitt borð. Eins og ég hef áður nefnt, meðal ann­ars á opnum fundi með hátt­virtum þing­manni haustið 2019, þekki ég að sjálf­sögðu fullt af starfs­fólki Sam­herja og hef ekk­ert nema gott eitt um það að segja og hef átt við það hin bestu sam­skipti alla tíð,“ sagði ráð­herr­ann.

Spurði hvort ráð­herra gæti setið áfram í emb­ætti

Þór­hildur Sunna sagð­ist ekki vera að spyrja hann „um neina lensku“. Hún væri að spyrja um til­greint dæmi sem fyrir lægi um afskipti, um óeðli­leg afskipti Sam­herja af blaða­mönn­um, stétt­ar­fé­lög­um, próf­kjöri og sam­fé­lags­sátt­mál­an­um.

Vitn­aði hún aftur í orð ráð­herr­ans úr Kast­ljós­svið­tal­inu forðum þar sem hann sagði: „Hvað yrði sagt ef ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála hefði yfir höfuð enga skoðun á því að þetta stóra fyr­ir­tæki sem allir hafa taugar til, ef hann reyndi ekki að ýta á það að menn svör­uðu ekki þeim ávæn­ingi sem bor­inn yrði á þá og væri í gang­i?“

Sagð­ist hún velta því fyrir sér hvað ætti að segja við þessu. „Hvað eigum við að segja um sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra sem hefur ekk­ert um þetta risa­vaxna mál að segja sökum æpandi van­hæf­is? Finnst hæst­virtum ráð­herra virki­lega ekk­ert athuga­vert við það að hann sitji í þessu emb­ætti á meðan Sam­herji stundar sínar for­dæma­lausu árásir á alla sem voga sér að gagn­rýna fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins? Setur það emb­ættið ekki niður að hafa þar mann sem getur ekki beitt sér, getur ekki tjáð sig með neinum mark­verðum hætti um fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins?“ spurði hún.

Gagn­rýndi þing­mann­inn fyrir að „vanda um sið­ferði ann­arra þing­manna“

Krist­ján Þór steig aftur í pontu og sagð­ist áður hafa farið yfir hæfi sitt til að taka á mál­efnum Sam­herja, meðal ann­ars með Þór­hildi Sunnu. „Sem fer nú ekki mjög vel að vera að vanda um sið­ferði ann­arra þing­manna. Þetta er fyrsti og eini þing­mað­ur­inn sem hefur fengið ákúrur fyrir það að brjóta þær siða­reglur sem Alþingi sjálft hefur sett sér. Fyrsti og eini þing­mað­ur­inn sem hefur fengið þá ákúru.

Þannig að ég mót­mæli því að menn beri ekki eitt­hvert skyn­bragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem koma upp, hvort heldur sem það varðar Sam­herja eða ein­hver önnur fyr­ir­tæki. Það geri ég, og ég lýsi því yfir hátt og í heyranda hljóði á opnum fundi nefnd­ar­innar með hvaða hætti ég met hæfi mitt hverju sinni þegar slík mál koma upp,“ sagði hann að lok­um.

Þess skal getið að Þór­hildur Sunna er ekki sú eina sem brotið hefur siða­reglur að mati siða­nefndar Alþingis en Berg­þór Óla­son og Gunnar Bragi Sveins­son, þing­menn Mið­flokks­ins, hafa einnig brotið fyrr­nefndar regl­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent