Spurði hvort sjávarútvegsráðherra hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ Samherja

Þingmaður Pírata leitaðist við að fá svör frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi nýja Samherjamálið á þingi í dag. Hann sagðist hafa áhyggjur af því ef „eitthvað óeðlilegt“ væri í gangi.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hvort honum fynd­ist ekk­ert athuga­vert við það að hann sæti í þessu emb­ætti á meðan Sam­herji „stundar sínar for­dæma­lausu árásir á alla sem voga sér að gagn­rýna fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins“. Krist­ján Þór brást illa við fyr­ir­spurn­inni og gagn­rýndi þing­mann­inn fyrir að „vanda um sið­ferði ann­arra þing­manna“.

Þing­mað­ur­inn hóf fyr­ir­spurn sína á því að vísa í frétta­flutn­ing Kjarn­ans og Stund­ar­innar þar sem upp­lýst hefði verið að starfs­menn Sam­herja hefðu „með vit­und og vilja fram­kvæmda­stjóra Sam­herja staðið í njósnum um rit­höf­unda, stjórn­ar­fólk í sam­tökum gegn spill­ingu, plottað um hvernig megi hræða vitni frá því að vitna gegn þeim í saka­máli og farið í her­ferðir gegn fjöl­miðla­fólki bæði hér og í Fær­eyj­um. Þar að auki reynd­ust skæru­liðar Sam­herja hafa áhrif á for­manns­kjör í stétt­ar­fé­lagi blaða­manna og próf­kjöri Sjálf­stæð­is­manna þar sem leitað er að arf­taka hæstv. ráð­herra í odd­vita­sæti. Allt þetta ger­ist auð­vitað í kjöl­farið á upp­ljóstrun Kveiks um veru­lega vafa­sama við­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu og víðar sem nú eru til rann­sóknar í minnst fjórum löndum og til með­ferðar fyrir dóm­stólum í Namib­íu.“

Auglýsing

Rifj­aði Þór­hildur Sunna það upp að ráð­herr­ann hefði hringt í Þor­stein Má Bald­urs­son, aðal­eig­anda Sam­herja, til að spyrja hvernig honum liði eftir að Kveiks­þátt­ur­inn frægi fór í loft­ið. Sagði hún að sím­talið hefði vakið furðu margra og hefði ráð­herr­ann þurft að útskýra hvað vakti fyrir honum sem hann gerði með eft­ir­far­andi hætti í Kast­ljósi stuttu síð­ar: „Ef sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hefur ekki áhyggjur af því ef þetta stóra fyr­ir­tæki er ekki að koma fram með þeim hætti sem menn telja eðli­legt þá finnst mér bara sjálf­sagður hlutur að ýta á eftir því að það standi við þær skuld­bind­ingar sem það hefur gagn­vart sam­fé­lag­in­u.“

­Spurði hún því með vísan í þessi orð ráð­herr­ans hvort hann hefði áhyggjur af þeirri áróð­urs- og rógs­her­ferð sem fyr­ir­tækið hefði rekið að und­an­förnu gegn fjöl­miðl­um, félaga­sam­tökum og jafn­vel nánum sam­starfs­mönnum hans á þingi. „Telur hæst­virtur ráð­herra að Sam­herji standi við þær skuld­bind­ingar sem fyr­ir­tækið hefur gagn­vart sam­fé­lag­inu eða ætlar hann að ýta á eftir því? Ætlar ráð­herra að bregð­ast við og þá hvern­ig?“

Málið ekki borið inn á borð ráð­herra

Krist­ján Þór svar­aði og sagð­ist vilja taka það strax fram að fyrstu við­brögð hans við hinu svo­kall­aða Sam­herj­a­máli og Namib­íu­skjöl­unum þegar það kom upp, hefðu verið þau að gera kröfu um að for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins stigju fram og gerðu hreint fyrir sínum dyr­um. „Það voru mín fyrstu við­brögð og mér þykir það eðli­legt í ljósi þeirrar stærðar og mik­il­vægis sem þetta fyr­ir­tæki hefur og hefur haft í íslenskri sjáv­ar­út­vegs­sög­u.“

Sagð­ist hann hafa áhyggjur af því ef það væri eitt­hvað óeðli­legt í gangi, með hvaða hætti fyr­ir­tæki blanda sér í stjórn­mála­bar­áttu ein­stakra stjórn­mála­flokka, verka­lýðs­fé­laga og svo fram­veg­is.

Kristján Þór Júlíusson Mynd: Bára Huld Beck

„Ein­stak­lingum er þetta að sjálf­sögðu full­kom­lega heim­ilt hvar og hvenær sem þeir kjósa og vilja. En ef fyr­ir­tæki taka með ein­beittum hætti ákvörðun um að fara að beita sér með slíkum hætti er það að allra mati og flestra mati ekki ásætt­an­legt. Að því leyti til get ég tekið undir áhyggjur hátt­virts þing­manns af því að ef það er að verða lenska að fyr­ir­tæki sem þykir að sér sótt fari að beita sér með þeim hætti sem þar um ræð­ir.

Að öðru leyti hefur þetta mál ekki borið inn á mitt borð. Eins og ég hef áður nefnt, meðal ann­ars á opnum fundi með hátt­virtum þing­manni haustið 2019, þekki ég að sjálf­sögðu fullt af starfs­fólki Sam­herja og hef ekk­ert nema gott eitt um það að segja og hef átt við það hin bestu sam­skipti alla tíð,“ sagði ráð­herr­ann.

Spurði hvort ráð­herra gæti setið áfram í emb­ætti

Þór­hildur Sunna sagð­ist ekki vera að spyrja hann „um neina lensku“. Hún væri að spyrja um til­greint dæmi sem fyrir lægi um afskipti, um óeðli­leg afskipti Sam­herja af blaða­mönn­um, stétt­ar­fé­lög­um, próf­kjöri og sam­fé­lags­sátt­mál­an­um.

Vitn­aði hún aftur í orð ráð­herr­ans úr Kast­ljós­svið­tal­inu forðum þar sem hann sagði: „Hvað yrði sagt ef ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála hefði yfir höfuð enga skoðun á því að þetta stóra fyr­ir­tæki sem allir hafa taugar til, ef hann reyndi ekki að ýta á það að menn svör­uðu ekki þeim ávæn­ingi sem bor­inn yrði á þá og væri í gang­i?“

Sagð­ist hún velta því fyrir sér hvað ætti að segja við þessu. „Hvað eigum við að segja um sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra sem hefur ekk­ert um þetta risa­vaxna mál að segja sökum æpandi van­hæf­is? Finnst hæst­virtum ráð­herra virki­lega ekk­ert athuga­vert við það að hann sitji í þessu emb­ætti á meðan Sam­herji stundar sínar for­dæma­lausu árásir á alla sem voga sér að gagn­rýna fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins? Setur það emb­ættið ekki niður að hafa þar mann sem getur ekki beitt sér, getur ekki tjáð sig með neinum mark­verðum hætti um fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins?“ spurði hún.

Gagn­rýndi þing­mann­inn fyrir að „vanda um sið­ferði ann­arra þing­manna“

Krist­ján Þór steig aftur í pontu og sagð­ist áður hafa farið yfir hæfi sitt til að taka á mál­efnum Sam­herja, meðal ann­ars með Þór­hildi Sunnu. „Sem fer nú ekki mjög vel að vera að vanda um sið­ferði ann­arra þing­manna. Þetta er fyrsti og eini þing­mað­ur­inn sem hefur fengið ákúrur fyrir það að brjóta þær siða­reglur sem Alþingi sjálft hefur sett sér. Fyrsti og eini þing­mað­ur­inn sem hefur fengið þá ákúru.

Þannig að ég mót­mæli því að menn beri ekki eitt­hvert skyn­bragð á hæfi sitt til að takast á við mál sem koma upp, hvort heldur sem það varðar Sam­herja eða ein­hver önnur fyr­ir­tæki. Það geri ég, og ég lýsi því yfir hátt og í heyranda hljóði á opnum fundi nefnd­ar­innar með hvaða hætti ég met hæfi mitt hverju sinni þegar slík mál koma upp,“ sagði hann að lok­um.

Þess skal getið að Þór­hildur Sunna er ekki sú eina sem brotið hefur siða­reglur að mati siða­nefndar Alþingis en Berg­þór Óla­son og Gunnar Bragi Sveins­son, þing­menn Mið­flokks­ins, hafa einnig brotið fyrr­nefndar regl­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent