Mynd: Samsett politiko.jpg
Mynd: Samsett

Vildu nothæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upplýsingum um stjórn samtaka

Í samræðum „skæruliðadeildar“ Samherja kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi. Þau ræddu einnig að safna upplýsingum um stjórn samtaka gegn spillingu.

Þann 21. mars síð­ast­lið­inn, fyrir rúmum tveimur mán­uðum síð­an, ræddu tveir með­limir hinnar svoköll­uðu skæru­liða­deildar Sam­herja, Arna Bryn­dís McClure og Páll Stein­gríms­son, saman um kom­andi próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Þar greindi Páll frá sam­tali sem hann hafi átt við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja, um póli­tík og sagði: „Hann eins og ég vill ekki sjá Njáll í efsta­sæt­i.“ 

Umræddur Njáll er Njáll Trausti Frið­berts­son, sitj­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í kjör­dæm­inu, sem sæk­ist eftir því að verða næsti odd­viti flokks­ins þar nú þegar Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur til­kynnt að hann fari ekki aftur fram. Arna svarar því að „eng­inn“ vilji fá Njál í fyrsta sætið og Páll lofar að ræða málið við nokkra áhrifa­menn innan flokks­ins.

Þau ræða svo að reyna að „koma saman not­hæfum lista fyrir kjör­dæm­ið“. Af þeim sem fram­bjóð­endum tví­menn­ing­arnir raða á þann lista end­aði ein­ungis einn ein­stak­lingur í fram­boði í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Því virð­ist lítið hafa gengið hjá „skæru­liða­deild­inni“ að hafa áhrif á fram­boðs­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing

Þetta er meðal þess sem fram kemur í gögnum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, sem sýna meðal ann­ars tölvu­póst­sam­skipti og sam­töl milli ein­stak­linga í spjall­for­riti, sést hvernig varn­ar­bar­átta Sam­herja hefur þró­ast frá því að opin­berun fjöl­miðla á hinu svo­kall­aða Namib­íu­máli – þar sem grunur er um mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti – varð í nóv­em­ber 2019. Þar er einnig að finna ýmis sam­töl þar sem lagt er á ráðin um að reyna að hafa áhrif á gang mála í stjórn­mál­u­m. 

Ræddu við­brögð við við­tali

Þann 23. apríl birt­ist við­tal við Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóra í Stund­inni. Þar sagði hann meðal ann­ars að Íslandi væri „að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. 

Í við­tal­inu fjall­aði Ásgeir einnig um aðfarir Sam­herja gagn­vart fimm starfs­mönnum Seðla­banka Íslands, en fyr­ir­tækið kærði starfs­menn­ina fimm, þar á meðal Má Guð­munds­son fyrr­ver­andi Seðla­banka­stjóra, til lög­reglu vorið 2019 eftir að Seðla­bank­inn hafn­aði því að greiða Sam­herja bætur vegna hins svo­kall­aða Seðla­banka­máls. Það mál hefur til skoð­unar hjá lög­reglu­stjór­anum á Vest­fjörð­um.

Ásgeir sagð­ist ekki skilja „hvern and­skot­ann þessi lög­reglu­stjóri þarf að rann­saka og af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég ótt­ast það að mörgu leyti, í svona eft­ir­lits­stofnun eins og Seðla­bank­inn er, að við lendum í því að við verðum hund­elt per­sónu­lega eins og farið var á eftir þessu starfs­fólki.“ 

Greint var frá því opin­ber­lega eftir að við­talið við Ásgeir birt­ist að kæru Sam­herja til lög­reglu hefði verið vísað frá í mars, en að Sam­herji hefði kært þá nið­ur­stöðu til rík­is­sak­sókn­ara.

Ásgeir sagði enn fremur í við­tal­inu að það væri ótækt að einka­fyr­ir­tæki eins og alþjóð­legi útgerð­ar­ris­inn Sam­herji gæti ráð­ist per­sónu­lega að rík­is- og emb­ætt­is­mönnum með þeim hætti sem hann taldi að hefði átt sér stað. „Ég er mjög ósáttur við þennan anga af þessu Sam­herj­a­máli: Að farið hafi verið svona per­sónu­lega á eftir þessu fólki.[...]Eitt er að fara gegn stofn­un­inni, það er hægt að berja á þess­ari stofnun eða mér sem fram­kvæmda­stjóra henn­ar. En ég er mjög ósáttur við að farið sé á eftir ein­staka starfs­mönnum með þessum hætti. Það má alveg berja á þess­ari stofn­un, hún er virki, en það má ekki gera þetta svona per­sónu­lega gegn fólki.“

Þetta við­tal var rætt í hóp­spjalli þeirra Örnu, Páls og Þor­bjarnar Þórð­ar­son­ar, lög­manns og ráð­gjafa Sam­herja, sem stofn­aður var um miðjan síð­asta mánuð og fékk nafnið „PR Namibi­a“.

Ætl­uðu að afgreiða seðla­banka­stjóra í 250 orðum

„Ég skil ekki Ásgeir,“ segir einn með­limur hóps­ins og í kjöl­farið er rætt hvort Sam­herji eigi ekki að svara seðla­banka­stjóra. Þor­björn segir að verið séð að athuga hvort „einn alls ótengdur okkur ætli að skrif­a“. Síðan er skrifað inn í spjallið að það sé „full­kom­lega ástæðu­laust að veita emb­ætt­is­mönnum frið­helgi fyrir lög­brot­um. Þeir verða að axla ábyrgð á sínum emb­ætt­is­færslum ef þeir hafa farið á svig við lög­.“ 

Auglýsing

Það væri hægt að „af­greiða Ásgeir í 250 orð­um. (Leið­arar í Fbl. eru 450-500).[...]Það væri hægt að gera þrjár mis­mun­andi útgáfur af grein­inni, með svip­uðu inn­taki en ólíkum stíl og áhersl­um, og birta í sömu vik­unni í þremur ólíkum miðl­um. Vísi, Mbl og Frétta­blað­in­u.“

Vildu safna upp­lýs­ingum um stjórn sam­taka gegn spill­ingu

Síðar saman dag sendi Íslands­deild Tran­sparency International, alþjóð­legra sam­taka gegn spill­ingu, frá sér til­kynn­ingu vegna fram­gangs Sam­herja í tengslum við frétta­flutn­ing og eft­ir­lits með starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. „Fyr­ir­tækið hefur fjár­magnað áróð­urs­þætti til birt­inga, fjár­magnað bóka­skrif í áróð­ur­stil­gangi og haldið úti for­dæma­lausu túlk­un­ar­stríði á sög­unni. Jafn­vel á nefnd­ar­fundum Alþingis hafa full­trúar fyr­ir­tæk­is­ins sýnt af sér hegðun sem engum er sæm­andi. Í Namib­íu­mál­inu hefur fyr­ir­tækið brugð­ist við með sams­konar hætti og raunar gefið í. ­Full­trúar fyr­ir­tæk­is­ins hafa ógnað og njósnað um ein­stak­linga sem fjallað hafa um mál­ið, kostað áróð­urs­mynd­bönd til almenn­ings þar sem hreinum og klárum ósann­indum er haldið fram og ítrekað hafa verið leið­rétt. Fram­ganga fyr­ir­tæk­is­ins getur ekki talist innan eðli­legra marka,“ sagði meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Páll Stein­gríms­son spyr félaga sína í „PR Namibi­a“-hópnum í kjöl­far þess að til­kynn­ingin birt­ist hverjir séu í for­svari fyrir Íslands­deild sam­tak­anna Tran­sparency International. Honum er bent á að spyrja: „þmb [Þor­stein Má Bald­vins­son] út í þetta fólk. Hann veit allt um ansi mörg þeirra[...]og Jónas út í guðr­unu [Johnsen, for­mann stjórnar Tran­sparency International á Ísland­i]. Hann þekkir eitt­hvað út í hennar for­sög­u“. Umræddur Jónas er Sig­ur­geirs­son og rekur Almenna bóka­fé­lagið sem gaf meðal ann­ars út bók­ina Gjald­eyr­is­eft­ir­litið – vald án eft­ir­lits?, þar sem fjallað var með afar nei­kvæðum hætti um rann­sókn Seðla­banka Íslands á Sam­herja sem hófst árið 2012. Sam­herji keypti stórt upp­lag af bók­inni og gaf starfs­fólki sínu í jóla­gjöf. Jónas var upp­lýs­inga­full­trúi Kaup­þings fyrir banka­hrun og er giftur Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Hafn­ar­firði og odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar. Guð­rún Johnsen, sem er doktor í hag­fræði, vann meðal ann­ars að gerð skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, skrif­aði bók um íslenska banka­hrun­ið, sat í stjórn Arion banka í átta ár, hefur starfað sem efna­hags­ráð­gjafi VR og starfað í aka­demíu í rúm 20 ár.

Búin að ýta og ýta á á Þor­stein Má

Tveimur dögum síð­ar, 26. apr­íl, deilir Páll Stein­gríms­son þremur hlekkjum inn í „PR-Na­mibi­a“-hóp­inn. Einum með stöð­upp­færslu eftir Loga Ein­ars­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book þar sem hann sagði meðal ann­ars að „við­brögð stjórn­enda Sam­herja í kjöl­far Seðla­banka­máls­ins og Namib­íu­skjal­anna gefa t.d. til­efni til að ætla að þeir telji sig lúta öðrum lög­málum og annað fólk[...]Árásir Sam­herja á ein­staka emb­ætt­is- og blaða­menn taka svo hlut­ina alveg á nýtt og áður óþekkt stig og grafa undan því að fólk sem sinnir eft­ir­liti og aðhaldi geti sinnt störfum sínum óhrætt.“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Annar hlekkur er stöðu­upp­færsla eftir Kol­bein Ótt­ars­son Proppé, þing­mann Vinstri grænna, þar sem hann segir Sam­herja vera að nýta auð sinn í „enda­lausar árásir gegn frétta­manni sem þeim finnst hafa verið sér óþægur ljár í þúfu. Og í leið­inni að allri frétta­stofu RÚV. Auð sem þeir hafa öðl­ast við að nýta sam­eig­in­lega auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Og sækja að ein­staka starfs­mönnum Seðla­bank­ans. Þetta er ljótt. Smá­sál­ar­legt. Þrá­hyggjan er slík að manni verður ein­fald­lega illt að fylgj­ast með þessu.“

Þriðji hlekk­ur­inn er grein eftir Jóhann Pál Jóhanns­son, fram­bjóð­anda Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrr­ver­andi blaða­mann. Í grein­inni skrif­aði Jóhann Páll meðal ann­ars að stjórn­mála­menn hafi með­vitað gelt eft­ir­lits­stofn­anir með útgerð­inni og með aðgerðum sínum búið til ofur­stétt­ina sem eigni sér fisk­inn í sjón­um. „Olíg­ar­k­ana sem eitra og skekkja þjóð­mála­um­ræðu á Íslandi með því að kaupa upp fjöl­miðla og póli­tíkusa og reka áróð­urs­stríð gegn blaða­mönn­um, emb­ætt­is­mönnum og eft­ir­lits­stofn­un­um, hverjum þeim sem ógna sér­hags­munum þeirra. Olíg­arka sem virð­ast ein­fald­lega hafa sagt sig úr lögum við sam­fé­lagið okk­ar. Yfir­gang­ur­inn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan sam­herjar Sam­herja stjórna Ísland­i.“

Arna svarar með inn­leggi þar sem seg­ir: „Nú þarf efn­is­leg svör. Ég er búin að ýta og ýta í þmb [Þor­stein Má Bald­vins­son]“. Í kjöl­farið segir hún að það sé lítið mál „að svara kjaftæð­inu í frænda mín­um“, en þar á hún við Jóhann Pál, en langamma Örnu og amma Jóhanns Páls voru syst­ur. Hún beinir svo fyr­ir­spurn til Þor­bjarnar og spyr hvort hann geti „ekki hent upp svörum á fíflið hann frænda minn?“ 

Nokkru síðar svarar Þor­björn: „Klár­t“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar