Mynd: Samsett politiko.jpg
Mynd: Samsett

Vildu nothæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upplýsingum um stjórn samtaka

Í samræðum „skæruliðadeildar“ Samherja kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi. Þau ræddu einnig að safna upplýsingum um stjórn samtaka gegn spillingu.

Þann 21. mars síð­ast­lið­inn, fyrir rúmum tveimur mán­uðum síð­an, ræddu tveir með­limir hinnar svoköll­uðu skæru­liða­deildar Sam­herja, Arna Bryn­dís McClure og Páll Stein­gríms­son, saman um kom­andi próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Þar greindi Páll frá sam­tali sem hann hafi átt við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja, um póli­tík og sagði: „Hann eins og ég vill ekki sjá Njáll í efsta­sæt­i.“ 

Umræddur Njáll er Njáll Trausti Frið­berts­son, sitj­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í kjör­dæm­inu, sem sæk­ist eftir því að verða næsti odd­viti flokks­ins þar nú þegar Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hefur til­kynnt að hann fari ekki aftur fram. Arna svarar því að „eng­inn“ vilji fá Njál í fyrsta sætið og Páll lofar að ræða málið við nokkra áhrifa­menn innan flokks­ins.

Þau ræða svo að reyna að „koma saman not­hæfum lista fyrir kjör­dæm­ið“. Af þeim sem fram­bjóð­endum tví­menn­ing­arnir raða á þann lista end­aði ein­ungis einn ein­stak­lingur í fram­boði í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi. Því virð­ist lítið hafa gengið hjá „skæru­liða­deild­inni“ að hafa áhrif á fram­boðs­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing

Þetta er meðal þess sem fram kemur í gögnum sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, sem sýna meðal ann­ars tölvu­póst­sam­skipti og sam­töl milli ein­stak­linga í spjall­for­riti, sést hvernig varn­ar­bar­átta Sam­herja hefur þró­ast frá því að opin­berun fjöl­miðla á hinu svo­kall­aða Namib­íu­máli – þar sem grunur er um mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti – varð í nóv­em­ber 2019. Þar er einnig að finna ýmis sam­töl þar sem lagt er á ráðin um að reyna að hafa áhrif á gang mála í stjórn­mál­u­m. 

Ræddu við­brögð við við­tali

Þann 23. apríl birt­ist við­tal við Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóra í Stund­inni. Þar sagði hann meðal ann­ars að Íslandi væri „að miklu leyti stjórnað af hags­muna­hópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. 

Í við­tal­inu fjall­aði Ásgeir einnig um aðfarir Sam­herja gagn­vart fimm starfs­mönnum Seðla­banka Íslands, en fyr­ir­tækið kærði starfs­menn­ina fimm, þar á meðal Má Guð­munds­son fyrr­ver­andi Seðla­banka­stjóra, til lög­reglu vorið 2019 eftir að Seðla­bank­inn hafn­aði því að greiða Sam­herja bætur vegna hins svo­kall­aða Seðla­banka­máls. Það mál hefur til skoð­unar hjá lög­reglu­stjór­anum á Vest­fjörð­um.

Ásgeir sagð­ist ekki skilja „hvern and­skot­ann þessi lög­reglu­stjóri þarf að rann­saka og af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég ótt­ast það að mörgu leyti, í svona eft­ir­lits­stofnun eins og Seðla­bank­inn er, að við lendum í því að við verðum hund­elt per­sónu­lega eins og farið var á eftir þessu starfs­fólki.“ 

Greint var frá því opin­ber­lega eftir að við­talið við Ásgeir birt­ist að kæru Sam­herja til lög­reglu hefði verið vísað frá í mars, en að Sam­herji hefði kært þá nið­ur­stöðu til rík­is­sak­sókn­ara.

Ásgeir sagði enn fremur í við­tal­inu að það væri ótækt að einka­fyr­ir­tæki eins og alþjóð­legi útgerð­ar­ris­inn Sam­herji gæti ráð­ist per­sónu­lega að rík­is- og emb­ætt­is­mönnum með þeim hætti sem hann taldi að hefði átt sér stað. „Ég er mjög ósáttur við þennan anga af þessu Sam­herj­a­máli: Að farið hafi verið svona per­sónu­lega á eftir þessu fólki.[...]Eitt er að fara gegn stofn­un­inni, það er hægt að berja á þess­ari stofnun eða mér sem fram­kvæmda­stjóra henn­ar. En ég er mjög ósáttur við að farið sé á eftir ein­staka starfs­mönnum með þessum hætti. Það má alveg berja á þess­ari stofn­un, hún er virki, en það má ekki gera þetta svona per­sónu­lega gegn fólki.“

Þetta við­tal var rætt í hóp­spjalli þeirra Örnu, Páls og Þor­bjarnar Þórð­ar­son­ar, lög­manns og ráð­gjafa Sam­herja, sem stofn­aður var um miðjan síð­asta mánuð og fékk nafnið „PR Namibi­a“.

Ætl­uðu að afgreiða seðla­banka­stjóra í 250 orðum

„Ég skil ekki Ásgeir,“ segir einn með­limur hóps­ins og í kjöl­farið er rætt hvort Sam­herji eigi ekki að svara seðla­banka­stjóra. Þor­björn segir að verið séð að athuga hvort „einn alls ótengdur okkur ætli að skrif­a“. Síðan er skrifað inn í spjallið að það sé „full­kom­lega ástæðu­laust að veita emb­ætt­is­mönnum frið­helgi fyrir lög­brot­um. Þeir verða að axla ábyrgð á sínum emb­ætt­is­færslum ef þeir hafa farið á svig við lög­.“ 

Auglýsing

Það væri hægt að „af­greiða Ásgeir í 250 orð­um. (Leið­arar í Fbl. eru 450-500).[...]Það væri hægt að gera þrjár mis­mun­andi útgáfur af grein­inni, með svip­uðu inn­taki en ólíkum stíl og áhersl­um, og birta í sömu vik­unni í þremur ólíkum miðl­um. Vísi, Mbl og Frétta­blað­in­u.“

Vildu safna upp­lýs­ingum um stjórn sam­taka gegn spill­ingu

Síðar saman dag sendi Íslands­deild Tran­sparency International, alþjóð­legra sam­taka gegn spill­ingu, frá sér til­kynn­ingu vegna fram­gangs Sam­herja í tengslum við frétta­flutn­ing og eft­ir­lits með starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. „Fyr­ir­tækið hefur fjár­magnað áróð­urs­þætti til birt­inga, fjár­magnað bóka­skrif í áróð­ur­stil­gangi og haldið úti for­dæma­lausu túlk­un­ar­stríði á sög­unni. Jafn­vel á nefnd­ar­fundum Alþingis hafa full­trúar fyr­ir­tæk­is­ins sýnt af sér hegðun sem engum er sæm­andi. Í Namib­íu­mál­inu hefur fyr­ir­tækið brugð­ist við með sams­konar hætti og raunar gefið í. ­Full­trúar fyr­ir­tæk­is­ins hafa ógnað og njósnað um ein­stak­linga sem fjallað hafa um mál­ið, kostað áróð­urs­mynd­bönd til almenn­ings þar sem hreinum og klárum ósann­indum er haldið fram og ítrekað hafa verið leið­rétt. Fram­ganga fyr­ir­tæk­is­ins getur ekki talist innan eðli­legra marka,“ sagði meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Páll Stein­gríms­son spyr félaga sína í „PR Namibi­a“-hópnum í kjöl­far þess að til­kynn­ingin birt­ist hverjir séu í for­svari fyrir Íslands­deild sam­tak­anna Tran­sparency International. Honum er bent á að spyrja: „þmb [Þor­stein Má Bald­vins­son] út í þetta fólk. Hann veit allt um ansi mörg þeirra[...]og Jónas út í guðr­unu [Johnsen, for­mann stjórnar Tran­sparency International á Ísland­i]. Hann þekkir eitt­hvað út í hennar for­sög­u“. Umræddur Jónas er Sig­ur­geirs­son og rekur Almenna bóka­fé­lagið sem gaf meðal ann­ars út bók­ina Gjald­eyr­is­eft­ir­litið – vald án eft­ir­lits?, þar sem fjallað var með afar nei­kvæðum hætti um rann­sókn Seðla­banka Íslands á Sam­herja sem hófst árið 2012. Sam­herji keypti stórt upp­lag af bók­inni og gaf starfs­fólki sínu í jóla­gjöf. Jónas var upp­lýs­inga­full­trúi Kaup­þings fyrir banka­hrun og er giftur Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra í Hafn­ar­firði og odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar. Guð­rún Johnsen, sem er doktor í hag­fræði, vann meðal ann­ars að gerð skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, skrif­aði bók um íslenska banka­hrun­ið, sat í stjórn Arion banka í átta ár, hefur starfað sem efna­hags­ráð­gjafi VR og starfað í aka­demíu í rúm 20 ár.

Búin að ýta og ýta á á Þor­stein Má

Tveimur dögum síð­ar, 26. apr­íl, deilir Páll Stein­gríms­son þremur hlekkjum inn í „PR-Na­mibi­a“-hóp­inn. Einum með stöð­upp­færslu eftir Loga Ein­ars­son, for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book þar sem hann sagði meðal ann­ars að „við­brögð stjórn­enda Sam­herja í kjöl­far Seðla­banka­máls­ins og Namib­íu­skjal­anna gefa t.d. til­efni til að ætla að þeir telji sig lúta öðrum lög­málum og annað fólk[...]Árásir Sam­herja á ein­staka emb­ætt­is- og blaða­menn taka svo hlut­ina alveg á nýtt og áður óþekkt stig og grafa undan því að fólk sem sinnir eft­ir­liti og aðhaldi geti sinnt störfum sínum óhrætt.“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Annar hlekkur er stöðu­upp­færsla eftir Kol­bein Ótt­ars­son Proppé, þing­mann Vinstri grænna, þar sem hann segir Sam­herja vera að nýta auð sinn í „enda­lausar árásir gegn frétta­manni sem þeim finnst hafa verið sér óþægur ljár í þúfu. Og í leið­inni að allri frétta­stofu RÚV. Auð sem þeir hafa öðl­ast við að nýta sam­eig­in­lega auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Og sækja að ein­staka starfs­mönnum Seðla­bank­ans. Þetta er ljótt. Smá­sál­ar­legt. Þrá­hyggjan er slík að manni verður ein­fald­lega illt að fylgj­ast með þessu.“

Þriðji hlekk­ur­inn er grein eftir Jóhann Pál Jóhanns­son, fram­bjóð­anda Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrr­ver­andi blaða­mann. Í grein­inni skrif­aði Jóhann Páll meðal ann­ars að stjórn­mála­menn hafi með­vitað gelt eft­ir­lits­stofn­anir með útgerð­inni og með aðgerðum sínum búið til ofur­stétt­ina sem eigni sér fisk­inn í sjón­um. „Olíg­ar­k­ana sem eitra og skekkja þjóð­mála­um­ræðu á Íslandi með því að kaupa upp fjöl­miðla og póli­tíkusa og reka áróð­urs­stríð gegn blaða­mönn­um, emb­ætt­is­mönnum og eft­ir­lits­stofn­un­um, hverjum þeim sem ógna sér­hags­munum þeirra. Olíg­arka sem virð­ast ein­fald­lega hafa sagt sig úr lögum við sam­fé­lagið okk­ar. Yfir­gang­ur­inn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan sam­herjar Sam­herja stjórna Ísland­i.“

Arna svarar með inn­leggi þar sem seg­ir: „Nú þarf efn­is­leg svör. Ég er búin að ýta og ýta í þmb [Þor­stein Má Bald­vins­son]“. Í kjöl­farið segir hún að það sé lítið mál „að svara kjaftæð­inu í frænda mín­um“, en þar á hún við Jóhann Pál, en langamma Örnu og amma Jóhanns Páls voru syst­ur. Hún beinir svo fyr­ir­spurn til Þor­bjarnar og spyr hvort hann geti „ekki hent upp svörum á fíflið hann frænda minn?“ 

Nokkru síðar svarar Þor­björn: „Klár­t“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar