Endalausar tilraunir til þöggunar

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um mikilvægi fjölmiðla í lýðræðisríki og tilraunir til þess að þagga niður í þeim.

Auglýsing

Úti er nístandi kalt og rok, það má líkja veðr­inu við starfs­skil­yrði íslenskra blaða­manna.

Þá sér­stak­lega blaða­manna á sjálf­stætt starf­andi, einka­reknu miðl­unum Kjarn­anum og Stund­inni; miðlum sem eru ekki reknir af hags­muna­öflum en fá þó ólíkt minna af opin­berum fjöl­miðla­styrkjum en stærri fjöl­miðl­ar. Og spjótin hafa líka beinst að ákveðnum frétta- og þátt­ar­gerða­mönnum hjá RÚV – sem þurft hafa að sitja undir ásök­un­um, aðdrótt­unum og hót­un­um. Sem linnir ekki fyrr en þeir hætta ... og sam­fé­lagið missir enn einn reynda blaða­mann­inn á miðli með mik­il­væga útbreiðslu.

Þessir blaða­menn lýsa upp heim­inn fyrir okk­ur, á hverjum degi, og gera það af heil­indum og heið­ar­leika, knúnir áfram af engu nema köllun starfs síns. Vinna sam­kvæmt siða­reglum fags síns sem þýð­ir, eðli máls­ins sam­kvæmt, að þeir geta ekki sneitt hjá óþægi­legum fréttum eða efni sem getur sett til­veru þeirra í hættu. Starf þeirra felst að miklu leyti í því að benda á það sem miður fer í sam­fé­lag­inu. Þeir elta stað­reynd­irn­ar.

Auglýsing

Síð­ustu árin, frá Hrun­inu, hefur verið stunduð svo öflug blaða­mennska á Íslandi að hún hefur umbreytt heims­mynd okkar á eins ólíkum sviðum og í kyn­ferð­is­mál­um, póli­tískum spill­ing­ar­mál­um, sið­lausum við­skipta­hátt­um, umhverf­is­mál­um, sam­skipta­menn­ingu okk­ar, heil­brigð­is- jafnt sem ham­fara­málum – og svo má lengi upp telja.

Það sem sá vold­ugi veit

Þessir þrír áður­nefndu fjöl­miðlar hafa átt stóran þátt í lýsa upp hvert stóra frétta­málið á fætur öðru og greina það fyrir okk­ur. Sum þess­ara mála hafa kallað á afsagnir valda­mik­ils fólks, önnur þeirra haft dramat­ísk áhrif á skiln­ing sam­fé­lags­ins á menn­ingu sinni. Og einmitt þess vegna sitja þessir sömu miðlar undir stöð­ugum árásum af ýmsum toga. Æru­meið­andi aðdrótt­un­um, til­raunum til þögg­un­ar, hót­unum um stefnur ... og oft er þeim stefnt, jafn­vel þó sá sem viti að stefnan hafi ekki annað upp á sig en að sjúga úr blaða­mönn­unum þrek, tíma og pen­inga. Því oftar sem þeim er stefnt, því þreytt­ari verða þeir, hugsar sá sem á nóga pen­inga til að finna ekki fyrir mála­rekstr­inum sjálf­ur.

Sá veit líka að almennt er starf fjöl­miðla­manns er bæði illa greitt, miðað við alla ábyrgð­ina og álag­ið, og óör­uggt. Hann veit, hafi hann lesið fjöl­miðla, að það hefur verið hættu­lega mik­ill flótti úr stétt fjöl­miðla­fólks síð­ustu árin. Veit að það marg­borgar sig fyrir fjöl­skyldu­fólk að vera hinum megin borðs­ins. Þar sem er engin hætta á að hálaunað pr-­fólk fari að bis­ast við að hafa af því æruna eða að stefna ber­ist með jóla­kort­unum á Þor­láks­messu.

Bara af því að blaða­mað­ur­inn birti stað­reynd­ir. Birti það ... sem er.

Lungu lýð­ræð­is­ins

Í sam­fé­lagi á að heita frjáls­lynt lýð­ræði þykir okkur sjálf­sagt að geta lesið fréttir og frétta­skýr­ingar á hverjum morgni. Sjálf­sagt að hafa aðgang að upp­lýs­ingum nógu traustum til að við getum fabúlerað út frá þeim á sam­skipta­miðlum og speglað skoð­anir okk­ar. Upp­lýs­ingum sem fag­mann­legar rit­stjórnir eru búnar að afla, greina og stað­setja í allri upp­lýs­inga­óreið­unni. Út frá þeim getum stað­sett okkur sjálf, veru­leika dags­ins í flóknu sam­hengi. Svo lengi sem það er sjálf­sagt, þá búum við í frjáls­lyndu lýð­ræði. Dag­inn sem við hættum að geta treyst því, þá er virkni lýð­ræð­is­ins ekki lengur sú sem hún á að vera.

Fjöl­miðlar eru æðri okkur af því að þeir eru lungu lýð­ræð­is­ins. Þess vegna eru starfs­reglur þeirra, prinsipp og fag­mann­leg virkni eitt­hvað sem við þurfum öll að virða, skilja og stuðla að. Þeir hags­munir eru, og verða að vera, ofar öðr­um. Og það verður stjórn­mála­fólk að muna. Að póli­tískir hags­munir þess mega ekki yfir­skyggja hags­muni sam­fé­lags­ins. Heil­brigða og marg­slungna fjöl­miðl­un.

Það er leið­in­leg lenska margra íslenskra stjórn­mála­manna, bæði til vinstri og hægri og þar á milli, að tala niður fjöl­miðla sem eru þeim ekki þókn­an­leg­ir. Og hættu­leg. Hún ber vott um bæði grunn­hyggni og skiln­ings­leysi sem ráða­menn geta ekki leyft sér. Í for­dæm­is­gef­andi valda­stöðu.

Stjórn­mála­fólk verður að muna að mik­il­vægi þess er aðeins tíma­bundið en gildi tján­ing­ar- og fjöl­miðla­frelsis er eilíft.

Á Hall­grímur Teslu?

Það er ekki líð­andi, í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi, að vold­ugt útgerð­ar­fyr­ir­tæki borgi pr-­fólki fyrir að fara í áróð­urs­her­ferðir gagn­vart borg­ur­un­um. Eins og að njósna um hvort Hall­grímur Helga­son eigi Teslu svo hann geti þá skamm­ast sín fyrir að hafa þegið starfs­laun rit­höf­unda ... eða plotta að drauga­pennar mat­reiði opin­ber­lega efa­semdir um and­legt heil­brigði frétta­manna. Eða að það sé njósnað um Helga Selj­an.

Það er árás á frið­helgi einka­lífs­ins. Og um leið árás á lýð­ræð­ið.

Svo lengi sem vold­ugir aðilar borga lukku­ridd­urum meira en nokkur blaða­maður fær fyrir erf­iða rann­sókn­ar­vinnu áger­ist flótt­inn úr fjöl­miðla­stétt­inni og pr-ið síast inn í kerf­ið. Inn í stjórn­mál­in. Inn í veru­leik­ann. Um leið og stað­reynd­irnar mást út. Og upp­lýs­inga­óreiðan bíður upp á upp­lýs­inga­val. Alls­herjar skrum­skæl­ingu.

Skrum­skæl­ingu eins og að horfa upp á fjóra þraut­reynda blaða­menn með stöðu sak­born­ings, þrátt fyrir mik­il­væg ákvæði í lögum sem eiga að vernda and­rými þeirra til að afla upp­lýs­inga og vernda heim­ild­ar­menn sína. Sök­in: Að hafa unnið úr upp­lýs­ingum sem eiga erindi til almenn­ings og birt þær.

Já, þetta er van­þakk­látt starf, laun sam­fé­lags­ins þessi.

Að sofa hjá í síð­asta skipti

Þú veist ekki hvenær þú sefur hjá í síð­asta skipti.

Og þú veist ekki hvenær þú kýst í síð­asta sinn í raun­veru­lega frjálsum kosn­ingum – skrif­aði banda­ríski pró­fess­or­inn Timothy Snyder í bók­inni Um harð­stjórn – sem hefur að geyma tutt­ugu ráð fyrir hinn almenna borg­ara til að halda lífi í frjáls­lyndu lýð­ræði. Eitt ráðið – eða sið­ferð­is­lega skyldan – er að leggja sitt af mörkum til að vernda frjálsa fjöl­miðl­un. Styrkja og kaupa sjálf­stæða, einka­rekna fjöl­miðla. Verja starfsköll­un- og skyldur frétta­manna, hvort sem þeir eru á einka­reknum miðlum eða á RUV.

Þegar þú leggur þitt að mörkum til að vernda frjálsa fjöl­miðlun þá ertu að vernda þig. Börnin þín. Sam­fé­lagið okk­ar. Lýð­ræð­ið.

Ég enda þetta með að vitna í bók­ina Harð­stjórn, kafl­ann Trúið á sann­leik­ann. „Þegar maður varpar stað­reyndum fyrir róða varpar maður frels­inu fyrir róða. Ef ekk­ert er satt getur eng­inn gagn­rýnt vald, því að þá er eng­inn grund­völlur fyrir því að gera það. Ef ekk­ert er satt er allt tómt sjón­ar­spil. Stærsta veskið borgar fyrir skær­ustu ljós­in.“

Pistill­inn er ræða sem flutt var í mót­mælum gegn ofsóknum gagn­vart fjöl­miðla­fólki á Aust­ur­velli laug­ar­dag­inn 19. febr­ú­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit