Blóðmeraníðið: Opið bréf til blóðmerabóndans Sigríðar Jónsdóttur – hluti V

„Þrátt fyrir augljósa afstöðu langflestra íslenskra kjósenda, af umræðu um málið að dæma, þá er greinileg þöggun í gangi og undirheimar stjórnmálanna virðast á fullu „steami“ að reyna að svæfa það,“ skrifar Árni Stefán Árnason.

Auglýsing

Blóð­mera­bónd­inn Sig­ríður Jóns­dótt­ir, Arn­ar­holti, Bisk­ups­tung­um, segir blóð­merar hafa það gott í ágripi fyr­ir­sagnar vegna sam­tals við þátta­stjórn­endur á útvarps­stöð 15. febr­ú­ar. Það er í takti við fyr­ir­sögn greinar Arn­þórs Guð­laugs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Ísteka, Blóð­merar í jafn­vægi, í svari hans við minni grein hér á Kjarn­an­um, Blóð­merar og fallin folöld þeirra í jan. 2019. Sýnt hefur verið fram á annað í dag!

Umrædd heim­ilda­mynd sýnir annað en Sig­ríður heldur fram. Heim­ilda­myndin er unnin af agaðri og kunnri þýskri fag­mennsku og þekki ég mjög vel til gerðar henn­ar. Þá heldur hún því fram að flutn­ings­maður frum­varps­ins um bann við blóð­mera­haldi vilji leggja blóð­mera­bændur í rúst, fjár­hags­lega. Þessu er hafnað og ég segi: þvert á móti, Sig­ríður hefur ei hlustað á mál­flutn­ing þess sem mælti fyrir frum­varp­inu. Rök­stutt í lok grein­ar.

Rök­stuðn­ingur Sig­ríð­ar, all­ur, í umræddu við­tali, er reyndar svo rugl­ings­legur og gengur svo langt að hún fer að bera saman sög­un­arma­sk­ínur á sýn­ingum galdra­karla við harð­ýðgina við með­ferð blóð­mera í blóð­töku á Íslandi. Ýmis­legt annað til­tekur fræði­mað­ur­inn Sig­ríð­ur, sem ég verð að segja að sætir undrun hjá mér, en Sig­ríður er nátt­úru­fræð­ing­ur, sem ég hefði haldið að hefði fram­úr­skar­andi til­finn­ingu fyrir eðli þess sem í nátt­úr­unni í allri sinni mynd ger­ist þ.á.m. slá­andi við­brögðum blóð­mera við smölun og hræði­lega skelf­ingu þeirra og bar­áttu við illa með­ferð manns­ins í blóð­töku­básum, aðfram­komnar og upp­gefnar í ofsa­hræðslu­kasti.

Sig­ríður hefur farið mik­inn í fjöl­miðl­um, sá eini reyndar af þeim rúm­lega hund­rað, hafi ég fylgst rétt með, sem hafa gert sér far um að fórna merum sínum í þennan umdeilda bransa og mynd­bandið sýnir hrotta­skap stund­aðan við varn­ar­laus dýr, sem eiga sér enga und­an­komu­leið aðra en upp­gjöf og eru síð­an, sumar hverjar, barðar á fætur aft­ur.

Auglýsing

Vegið er að mér í umræddu útvarps­við­tali af Sig­ríði og því að haldið fram að ég hafi rangt fyrir mér að full­yrða að smölun mera með hund­um, sem bíta þær sé ólög­leg­ur. Í mynd­inni sést að hundar reyna, að bíta í blóð­mer­ar. Notkun dýra í þessum til­gangi er skv. lögum um vel­ferð dýra óheim­ill. Í lögum er lagt sér­stakt bann við að etja saman dýrum til áfloga og mis­bjóða dýrum á annan hátt. Það er óum­deilt. Það er gert í mynd­inni. Ég legg sér­staka áherslu á í heim­ilda­mynd­inni að dýr, sem slegin eru marg­sinnis í höf­uð­ið, eins og fram kemur í mynd­inni, sé brot á lögum um vel­ferð dýra og heim­ild sé í lögum að svipta við­kom­andi heim­ild til að halda dýr. Reyndar er það svo, burt­séð frá blóð­tök­unni sjálfri, að allar aðferðir sem not­aðar eru til að þvinga mer­arnar í mynd­band­inu inn í bása eru ein­fald­lega and­stæðar lögum um vel­ferð dýra. Um það er ekki hægt að deila. Þær eru barðar með prik­um, slegnar með stöng­um, lamdar með höndum og glefsandi hundum er beitt á þær.

Á þriðja tug erlendra inn­lendra og erlendra sér­fræð­inga eru sam­mála um harð­ýðgina og dýra­níð sjálfrar blóð­tök­unnar í umsögnum um málið í atvinnu­vega­nefnd. Yfir­dýra­lækn­ir, einn af þremur æðstu ábyrgð­ar­að­ilum og valda­mestu um fram­kvæmd laga um vel­ferð dýra, er ósam­mála öll­um, í umsögn um málið til atvinnu­vega­nefnd­ar. Kemur ei á óvart eins og verður rök­stutt í grein minni Opið bréf til atvinnu­vega­nefndar og verður birt á Kjarn­anum um leið og nefndin fer að hreyfa sig í mál­inu af ein­hverju viti.

Blóð­mera­málið hefur valdið upp­námi á heims­vísu. Þrátt fyrir aug­ljósa afstöðu lang­flestra íslenskra kjós­enda, af umræðu um málið að dæma, þá er greini­leg þöggun í gangi og und­ir­heimar stjórn­mál­anna virð­ast á fullu „stea­mi“ að reyna að svæfa það hér­lendis og virð­ist með­alið öfl­ugt og nær inn á rík­is­fjöl­mið­il­inn. Hann heyrir undir ráð­herra mennta­mála, sem er Fram­sókn­ar­kona. Kveik­ur, Kast­ljós og Silfrið hafna umfjöll­un. Nokkrar frétta­á­drepur hafa verið látnar duga um alvar­leg­asta dýra­vernd­ar­mál Íslands­sög­unn­ar. Aðlir miðlar hafa gert miklu betur en útvarp allra lands­manna!

Við­brögð innan stjórn­mál­anna eru á sama hátt und­ar­leg. Einn og einn þing­maður hefur haldið þessu máli á lofti, þó þunnur sé sá þrett­ándi. Einn skarar fram úr, sá er mælti fyrir frum­varp­inu. Á sjötta tug þing­manna þegir þunnu hljóði. Mat­væla­ráð­herra hefur máls­með­ferð sína með hand­vömm og spill­ingu að mínu mati. Lætur inn­herja úr MAST rann­saka mál­ið, þ.m.t. eigið hátta­lag, ásamt sið­fræð­ingi. Auk­in­heldur er annar inn­herji MAST tengdur blóð­tökum skv. mínum upp­lýs­ing­um. Von­andi að sið­fræð­ing­ur­inn í starfs­hópi mat­væla­ráð­herra koma auga á þá spill­ingu. Hann hefur fram á sumar til að rann­saka mál, þar sem allar stað­reyndir liggja fyr­ir. Tíma­lengdin er annað svæf­ing­ar­meðal rík­is­stjórn­ar­innar en skugga­stjórn Fram­sóknar í land­bún­að­ar­málum og Íhalds­ins í málum sjáv­ar­út­vegs­ins inn í Mat­væla­ráðu­neytið er flestum ljós.

Auglýsing

Svaka­legur fjöldi umsagna liggur fyrir Atvinnu­vega­nefnd. Ólík­legt tel ég að hún geri sér far um að kafa fræði­lega í málið og ég hef ekk­ert sér­stak­lega góða til­finn­ingu fyrir dýra­vernd­ar­á­huga meiri­hlut­ans þar. Hafi hvorki nennu né getu. Hætt er við að 10% þing­manna svæfi málið í nefnd en það er sá fjöldi þing­manna í nefnd­inni, sem þarf til þess. Nefndir eru allt of áhrifa­miklar í þessum efn­um.

Ekki er samt ólík­legt að fyrir áhrif erlendis frá að blóð­taka verði stöðvuð og þingið neyð­ist til að hlýða því. - Mál­inu er ekki nærri lokið og ég tel fáa munu ásæl­ast svína­kjöt í Evr­ópu í náinni fram­tíð, sem rekja má til dýra­níðs á Íslandi.

Verði ein­hver glóra í starfi nefnd­ar­innar og fari málið aftur fyrir þingið og ljúki með laga­setn­ingu er það skylda og hátt­vísi rík­is­ins að hlúa að blóð­mera­bændum og hjálpa þeim fjár­hags­lega og með hvatn­ingu til að koma undir sér fót­unum á öðrum sviðum land­bún­aðar kjósi þeir svo. Af nógu er að taka þar. Svo virð­ist nefni­lega að margir þeirra hafi verið gabb­aðir af Ísteka, Arn­þór hafi gefið grun­lausum blóð­mera­bændum rangar upp­lýs­ingar af ásetn­ingi í eigin þágu af mál­flutn­ingi hans að dæma.

Höf­undur er dýra­vernd­ar­lög­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar