Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II

Árni Stefán Árnason segir að samtökin sem gerðu heimildarmynd um blóðmerahald á Íslandi ekki treysta MAST til að rannsaka málið. Þau séu hins vegar reiðubúin að aðstoða fagmenn á vegum ákæruvaldsins.

Auglýsing

Greinin er inn­skot í grein­ar­skrif um blóð­mera­mál­ið, yfir­hylm­ingu MAST og afstöðu Alheims­sam­bands íslenska hests­ins (FEIF). Til umfjöll­unar eru frekju­leg við­brögð MAST vegna svars AWF/TSB útaf ­fyr­ir­spurn MAST um rann­sókn­ar­gögn og stofn­unin færir í eigin bún­ing, fjarri kjarna mál­flutn­ings sam­tak­anna í svar­in­u. Til upp­lýs­inga fyrir almenn­ing, stjórn­völd og Alþingi enda hefur stofn­unin kom­ist upp með það um ára­bil að starfa undir þeim vænt­ingum sem gerðar eru um ábyrgð opin­berra stofn­ana. Það er rök­stutt.  

Teng­ill er á fyrsta hluta þess­ara skrifa, sam­heng­is­ins vegna, í lok grein­ar.

Yfir­dýra­læknir sæk­ist eftir upp­lýs­ingum – við­brögð AWF/TSB

Fljót­lega eftir sýn­ingu heim­ilda­mynd­ar­innar um blóð­mer­a­níðið sótt­ist yfir­dýra­læknir eftir upp­lýs­ingum frá AWF/TSB í því skyni að gera MAST kleift að rann­saka mál­ið. Sam­tökin eru best upp­lýsta vitnið í mál­inu og MAST ein­okar kæru­valds­heim­ild­ina að lög­um.

Stofn­unin óskaði eft­ir ­grein­ar­gerð um rann­sókn þeirra, bæj­ar­nöfnum blóð­töku, dag­setn­ingum og óunnu myndefni og svör­uðu AWF/TSB ítar­lega í 10 liðum á tveimur bls. Svar AWF/TSB fól, sam­an­dreg­ið, í sér að:

Um skipu­lagt kerf­is­bundið ofbeldi gegn dýrum sé að ræða, við óverj­andi og hættu­legar aðstæð­ur, í þágu fjár­hags­legra hags­muna hlut­hafa Ísteka o.fl., sem Ísteka hefði ekk­ert vald á né dýra­læknar á kostnað ólýs­an­legra þján­inga fyrir blóð­mera og folöld. Upp­setn­ing eft­ir­lits­mynda­véla hefði enga þýð­ingu enda ekki ger­legt við­fangs­efni, vegna umfangs, að rann­saka allt myndefn­ið. Mark­mið sam­tak­anna sé ekki að draga ein­staka meinta sak­born­inga í dilka og/eða hjálpa MAST við það heldur varpa ljósi á ófram­kvæm­leika blóð­tök­unnar þannig að hún stand­ist lög um vel­ferð dýra. Ástæða núver­andi ástands sé m.a. getu­leysi MAST við að sinna eft­ir­lits­störf­um. Auk­in­heldur sé aðstoð sam­tak­anna ekki nauð­syn­leg enda viti MAST um alla 119 blóð­töku­stað­ina. Sam­tökin séu þó reiðu­búin að aðstoða ákæru­valdið verði til þeirra leitað vegna rann­sóknar á mál­inu.

Auglýsing
Greining svars­ins er óþörf. Það er auð­skil­ið. Eitt er þó athygl­is­vert. Sam­tökin treysta ekki MAST til rann­sóknar á mál­inu, en eru reiðu­búin að aðstoða fag­menn á vegum ákæru­valds­ins. Van­traustið á MAST er ekki bundið við AWF/TSB, það er líka veru­legt hér­lend­is, m.a. á meðal bænda, sem margir hafa orðið illa fyrir barð­inu á MAST vegna slakrar stjórn­sýslu og illa ígrund­aðrar vald­beit­ing­ar. - Dæmi síð­ar. 

Sá hængur er líka á að MAST er eini kæru­valds­haf­inn í dýra­vernd­ar­mál­um. Það ákvað lög­gjaf­inn 2013, án rök­stuðn­ings og mörgum til undr­un­ar. Bein­línis skerð­ing á tján­ing­ar­frelsi af hálfu hans og þar með mann­rétt­inga­brot skv. stjórn­ar­skránni. Bless­un­ar­lega hefur lög­regla/­Rík­is­sak­sókn­ari heim­ild til að taka málið upp sjálf­stætt og þar með viðra lýð­ræð­is­legum vilja eins og hann kemur fram í settum rétti.

For­stjóri MAST og yfir­dýra­læknir hafa nú birt umrætt svar, fært í glans­um­búð­ir og útfært með þeim hætti, sem hentar MAST best, út á við. 

„Mat­væla­stofnun þakkar dýra­vel­ferð­ar­sam­tök­unum AWF/STB fyrir veitta aðstoð við rann­sókn­ina og hefur opið bréf, sem sam­tökin sendu frá sér 1. des­em­ber, til hlið­sjón­ar. Stofn­unin tekur undir með sam­tök­unum að mik­il­vægt sé að rann­sóknin bein­ist ekki síst að kerf­is­bundnum veik­leikum í starf­sem­inni sem geta komið niður á vel­ferð hryssnanna".

Ómál­efna­legt í víð­asta skiln­ingi stjórn­sýslu­réttar en málið telst nú í stjórn­sýslu­legum far­vegi. Þar kemur ekk­ert af fram­an­greindu fram í frétt MAST fram. 

Fréttin er frek­legur og klókur útúr­snún­ingur í þágu MAST eins og for­seti AWF/STB komst að orði við mig. Það er rétt hjá for­set­anum enda starfs­heiður tveggja emb­ætta innan stofn­un­ar­innar í húfi, nefni­lega for­stjóra MAST og yfir­dýra­lækn­is.

FAKE NEWS og yfir­hylm­ing MAST

Yfir­dýra­læknir og for­stjóri MAST, eru sam­eig­in­lega, á­byrgir fyrir þessu svari, halda enn og aftur hönd yfir höfuð sér og reyna, að ég tel með ásetn­ingi, til að villa um fyrir stjórn­völd­um, almenn­ingi og fjöl­miðlum en tveir af hinum síð­ast­nefndu gerðu copy paste á svarið af heima­síðu MAST, greini­lega án nokk­urrar ígrund­unar um hvert svar AWF/STB er þó flestum fjöl­miðlum hefði verið send opin­ber frétta­til­kynn­ing um efni þess. Við­brögð MAST skil­grein­ast í fjöl­miðla­fræð­un­um ­sem FAKE NEWS. Óboð­legt hjá opin­berri stofnun sem ætluð er fram­kvæmd laga.

For­stjóri MAST og yfir­dýra­læknir eru enn einu sinni komnir í bull­andi vand­ræði enda vaka fjöl­miðl­ar, hér og erlend­is, yfir þeim vegna máls­ins og hætt er við ráð­herra taki þá á teppið - þó fyrr hefði ver­ið. Erfitt að skilja af hverju æðri stjórn­völd hafa ekki löngu gripið inn í óstjórn­ar­hætt­i MAST, svo löng er sagan um hand­vömm og afleit reynsla ýmissa aðila.

Dæmi:

RÚV 2017 um Brú­neggja­málið sem ég afhjúpaði fyrstur manna 2011 með birt­ingu mynda­efnis á youtu­be. 6 árum seinna lá afstaða ráð­herra fyrir og er frá­leitur máls­hraði innan stjórn­sýsl­unn­ar.

Úr skýrslu atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins birt 28. mars 2017.

,,Mat­væla­stofnun veigraði sér við að ganga fram af fullum þunga í máli Brú­neggja og yfir­stjórn stofn­un­ar­innar var of var­færin í ákvarð­ana­töku. Þetta er nið­ur­staða úttektar sem gerð var á Mat­væla­stofn­un. Brú­neggja­málið hafi dregið fram veik­leika í eft­ir­liti Mat­væla­stofn­unar". (vert er að skjóta því hér inn að engin var dregin til ábyrgðar og ekk­ert dóms­mál varð úr þessu máli, sem kemst þó lík­lega næst blóð­mera­mál­inu í brotum á lögum um vel­ferð dýra)

Og meira:

Úr grein Sam­taka versl­unar og þjón­ustu frá 2017 á vefnum svt­h.is sem Lárus M.K. Ólafs­son, lög­maður SVÞ skrif­ar.

Nýlega féll dómur í Hæsta­rétti þar sem við­ur­kennd er skaða­bóta­skylda Mat­væla­stofn­unar (MAST) í svoköll­uðu kjöt­böku­máli og fer dóm­ur­inn engum silki­hönskum um máls­með­ferð stofn­un­ar­innar í umræddu máli. Hæsti­réttur gagn­rýnir MAST fyrir fram­göngu sína í mál­inu sem hafi verið slíkum ann­mörkum háð af hálfu starfs­manna stofn­un­ar­innar að skil­yrði um sak­næmi hafi verið full­nægt. Dómur þessi er enn einn álits­hnekkir hvað varðar starf­semi MAST sem eft­ir­lits­að­ila og vís­ast hér einnig til fréttaum­fjöll­unar um eft­ir­lit stofn­un­ar­innar með til­teknum eggja­fram­leið­anda sem stóðst ekki þær kröfur sem gerðar eru til þeirrar starf­semi s.s. hvað varðar aðbúnað dýra og vill­andi upp­lýs­ing­ar.

Og ennþá meira:

Úr grein­inni Afneitun MAST 25. nóv. eftir Ingu Lind Karls­dóttir

í stjórn Íslenska nátt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins - The Icelandic Wild­life Fund

„Hvernig stendur á því að stjórn­völd láta stofnun sem hefur haft svona hrapal­lega rangt fyrir sér halda áfram að vera ráð­gef­andi í þessum mik­il­væga mála­flokki án breyt­inga þar inn­an­húss"?

Og aft­ur:

Frétt í fjöl­miðli sunnu­dag­inn 28. nóv­em­ber

Kona sem reyndi ítrekað að ná í neyð­ar­númer dýra­lækna um síð­ustu helgi þegar hundur hennar slas­að­ist alvar­lega kallar eftir svörum frá Mat­væla­stofn­un. Hún segir óásætt­an­legt að fólk þurfi að horfa upp á dýr sitt þjást. Hún furðar sig á því að dýra­læknir á neyð­ar­vakt svari ekki sím­an­um. 

Og að lok­um:

Í frétt á fjöl­miðli 2. nóv­em­ber seg­ir,

Rann­sókn Mat­væla­stofn­unar á meintum alvar­legum brotum á vel­ferð blóð­töku­hryssna heldur áfram en stofn­unin segir ábend­ingar um alvar­leg dýra­vel­ferð­ar­brot ávallt teknar mjög alvar­lega. 

Og til að botna þetta, þessu máli óvið­kom­andi, en tengt og á við um vel­ferð hrossa. Þegar þetta er skrif­að, í suð­austan ofsa­veðri, slag­veð­urs­rign­ingu, stendur stór hluti þess­ara mera á suð­ur­landi, skjól­laus úti í haga, ­vegna skorts á eft­ir­liti MAST og fram­kvæmd laga sem kveða skýrt á um að hross skuli hafa áreið­an­legt skjól fyrir veðri og vind­um. 

Ósann­sögli yfir­dýra­læknis

MAST tekur ábend­ingar ekki alvar­lega. Um það eru ­mörg dæmi. Það er ósann­sögli hjá yfir­dýra­lækni að stofn­un­inni hafi ekki borist neinar ábend­ingar eins og hann heldur fram. Form­lega sendi ég inn ábend­ingu um meinta illa með­ferð blóð­mera og ítrek­aði löngu fyrir frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar. Auk þess hef ég skrifað óbeinar en ítar­legar ábend­ingar um blóð­mera­málið í þremur mikið lesnum greinum hér, fyrst í jan. 2020 og síðan tví­vegis á Kjarn­anum fyrir kosn­ing­ar. Auk­in­heldur hefur Ole Anton Bield­vedt, for­maður Jarð­ar­vina, fjallað nokkrum sinnum og ítar­lega um málið áður en afhjúpun átti sér stað. Honum ber að þakka og um leið hvetja fleiri til skrifa. Hell­ingur er af dýra­vin­um, sem for­dæma þetta og ég hvet til að skrifa grein­ar.

Þá lagði Inga Sæland, Flokki fólks­ins fram frum­varp um bann við blóð­mera­haldi fyrir síð­asta þing með eft­ir­far­andi lokarök­stuðn­ingi í grein­ar­gerð:

„Það brýtur gegn öllum sjón­ar­miðum um vel­ferð dýra að rækta hross til blóð­fram­leiðslu í gróða­skyni. Því er lagt til að bannað verði að taka blóð úr fyl­fullum merum í því skyni að selja það eða vinna úr því vöru til sölu".

Þá þegar vissu for­stjóri MAST og yfir­dýra­læknir um málið en sendu, í nafni MAST, inn hlægi­lega ómál­efna­lega umsögn hvar m.a. seg­ir:

„Það er mat Mat­væla­stofn­unar að blóð­taka úr fyl­fullum hryssum, eins og hún er fram­kvæmd hér á landi og að framan grein­ir, stang­ist ekki á við lög nr. 55/2013 um vel­ferð dýra og ofbjóði ekki kröftum dýrs eða þoli né mis­bjóði dýrum á annan hátt."

Nú hefur komið í ljós hver hafði rétt fyrir sér varð­andi frum­varp­ið. ­Þing­maður sem hafði aflað sér góðra upp­lýs­inga en eft­ir­lits­að­il­inn MAST hafði annað hvort ekki gert, hafði ekki getu til eða ætlað sér að þagga mál­ið. MAST hefði með réttu hefði átt að bregð­ast við ábend­ingu lög­gjafans, Ingu Sæland, flutn­ings­manns frum­varps­ins, stofn­unin hlýtur að taka þing­menn alvar­lega, í stað þess að senda inn hald­lausa umsögn þvert á stað­reyndir máls­ins.

Allt fram­an­greint getur ekki hafa farið fram hjá yfir­dýra­lækni og for­stjóra MAST.

Hvar er auð­mýktin

Í stjórn­sýsl­unni er það talin meg­in­regla að leið­togi sé auð­mjúk­ur, setji hags­muni ann­arra í fyrsta sæti, taki sjálfan sig ekki of hátíð­lega, við­ur­kenni mis­tök og skapi traust.

Hverjir eru þessir umræddu hags­mun­ir? Það eru hags­munir blóð­mer­anna skv. lögum um vel­ferð dýra!

Gildi MAST eru: Fag­mennska, gagn­sæi og traust.

Ég spyr: hvar er þetta hjá yfir­mönnum MAST? Þar eru stöðugar varnir í gangi þegar á móti blæs, útúr­snún­ingar og bess­erviss­er­háttur og jafn­vel per­sónu­leg ill­girni, sem nefna má mörg dæmi um. 

Rúið traust

Það er m.a. út af fram­an­greindu o.m.fl. sem ég og greini­lega margir þ.á.m. fjölda bænda berum ekk­ert traust til stjórn­enda MAST. Tími er kom­inn að nýr ráð­herra aðhaf­ist auk Alþingis og almenn­ingur gefi heldur ekk­ert eftir í mót­mælum og krefj­ist banns við blóð­töku. Stofn­unin er að mínu mati í stjórn­sýslu­legu rugli og skylt er fyr­ir­ lög­gjafann, einkum land­bún­að­ar­ráð­herra að skoða. Í rugli á kostnað vel­ferðar dýra í land­inu. Færa má rök fyrir að MAST bein­línis fram­leiði þján­ingu hjá dýrum með því að hafa ekk­ert vald á lög­bund­inni eft­ir­lits­skyldu sinni og ráði ekki við að hindra að órétti sé beitt gagn­vart þeim. .

Nú verður engin afsláttur gefin af vel­ferð dýra

Þetta sagði land­bún­að­ar­ráð­herra VG úr pontu þings­ins, 2013, þegar hann mælti fyrir frum­varp­inu lög um vel­ferð dýra. 

Það ætti, nú á dögum blóð­mera­máls­ins, sem hvergi er nærri lok­ið, að vera gott vega­nesti fyrir frú Svan­dísar Svav­ars­dóttur ráð­herra land­bún­að­ar­mála enda kom málið inn í ráðu­neytið í tíð for­vera henn­ar, Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sem eflaust hefði tekið á mál­inu, hefði ráð­herra­tíð hans ekki verið að ljúka, enda sagði hann í fréttum að hann hefði veru­legar áhyggjur af þessu og undrað­ist við­bragðs­leysi dýra­lækna í mál­inu.

Afstaða Heims­sam­bands Íslenska hests­ins FEIF

Heims­sam­band íslenska hests­ins, FEIF, er með skýra afstöðu í þessu máli. Úrdráttur úr þeirri afstöðu frá 3. des. s.l.: 

„As the international Feder­ation of Icelandic Horse Associ­ations world­wide, FEIF

condemns these pract­ices and the mistr­eat­ment of mares on blood farms. We

welcome the decision of the European Commission to stop the import and domestic prod­uct­ion of PMSG and supp­ort any act­ion taken by the Icelandic aut­horities to stop this procedure in Iceland comp­let­ely.“

Bréfið er lík­lega á meðal mik­il­væg­ust gagna og raka gegn áfram­hald­andi blóð­töku á Íslandi auk rakanna um sví­virði­leg brot á lögum um vel­ferð dýra og illa með­ferð þeirra. Auk þess ætti það ekki að fara á milli mála hvaða hags­muni stjórn­völdum er skylt að vernda. Útflutn­ings­verð­mæti hrossa, störf tengd því auk góðrar ásýndar Íslands eru í húfi sam­an­borið við miklu minna vægi hags­muna hlut­hafa Ísteka.

Fyrsti hluti þess­ara skrifa var birtur 30. nóv­em­ber s.l.

Blóð­mer­a­níð­ið, krafan um rétt­ar­fars­legan far­veg dýra­níðs í rétt­ar­ríki o.fl. – I hluti.

Ég vísa í nýja grein Ole Anton Bield­vedtþar sem hann krefst, rétti­lega, svara frá næst æðsta stjórn­valdi dýra­verndar á Íslandi, for­stjóra MAST.

Að lokum vísa ég í grein mína hér á Kjarn­an­um,   Mítlar og Mat­væla­stofnun – Dýra­vernd í vanda

Í henni er tekið fast á fag­mennsku­skorti MAST

Höf­undur er dýra­rétt­ar­lög­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar