Ertu ennþá í kjallaraholunni?!

Vilborg Bjarkadóttir segir að ekki bara leigjendur hafi hag af því að skapa hér heilbrigðan húsnæðismarkað – heldur allt samfélagið.

Auglýsing

Ég var í litlu sam­kvæmi þegar mann­eskja ávarp­aði mig með þess­ari spurn­ingu þvert yfir allt her­berg­ið. Ég svar­aði engu og fór djúpt inn í mig. Í huga margra eru hús stað­fest­ing á því hvernig hefur gengið í líf­inu. Fyrir mörgum er kjall­ari ekki hátt skrif­að­ur, heldur er ein­hvers konar mynd­lík­ingin fyrir tak­mörkuð fjár­ráð og veika stöðu. Árið 2021 má tala um ansi margt. Hvert tabúið á fætur öðru hefur verið opnað í sam­fé­lags­um­ræð­unni til þess að auka sýni­leika ólíkra hópa og stuðla að umburð­ar­lyndi. Þó virð­ist umræðan um þá fátækt og stétta­skipt­ingu sem óheftur leigu­mark­aður skapar og við­heldur vera heit kartafla. Hvernig má það vera? Getur verið að við viljum búa í þeirri blekk­ingu allir hafi það gott hér á landi? Blekk­ing­ar­leik­ur­inn um að Ísland sé gott fyrir alla og við eigum ekk­ert að kvarta minnkar sýni­leika leigj­enda og jað­ar­setur þá ennþá meira. Þegar staðan er orðin þannig að við tölum ekki um ákveðið vanda­mál og horfum bara í hina átt­ina og neitum það sé til, þá vitum fyrir staðan er ekki aðeins slæm heldur er um að ræða alvar­legt sam­fé­lags­legt mein.

Í landi þar sem allir vilja vera leigusalar

Margir sjá ekki hversu staða leigj­enda hefur versnað mikið á síð­ustu árum. Ára­tugum saman hefur verið rekin sér­eigna­stefna á Íslandi og henni fylgir það við­horf að þú sért ekki maður með mönnum nema eiga hús­næði. Enda er það þannig að eng­inn sem hefur val hangir á leigu­mark­aði. Hús­næði er ekki eins og pakka­ferð til sól­ar­landa sem þú velur hvort þú kaupir eða ekki heldur er um að ræða grunn­þörf því þú þarft að búa ein­hver­stað­ar. Stað­reyndin er hins vegar að hér ríkir ekki það kræsi­legur mark­aður að fólk hafi ein­hverja mikla val­kosti. Tak­markað hús­næði og upp­sprengt verð gerir að verkum að fólk tekur bara það sem býðst. Allir sem vilja vita gera sér grein fyrir því að leigu­mark­að­ur­inn er alger­lega far­inn úr bönd­unum og sam­fé­lagið hefur gert alltof lítið til þess að breyta mál­um. Ástæðan er ein­föld, hagn­að­ur­inn fyrir þá sem eiga efni á því að kaupa og leigja út er of mik­ill.

Við búum því miður í landi þar sem mjög margir vilja vera leigusalar en eng­inn vill vera leigj­andi. Hvers vegna ætli það sé? Svarið er ein­falt, miklir mögu­leikar skjótum gróða því hér má leigja á hvaða verði sem er og okur­leiga nýtur sam­fé­lags­legrar við­ur­kenn­ing­ar. Nán­ast hver ein­asti kjall­ari, kompa, og kytra er kölluð stúdíó íbúð og leigð á okur­verði. Draumur milli­stétt­ar­innar virð­ist ekki lengur vera að eiga sitt eigið hús­næði til að búa í heldur að kaupa upp fast­eignir til að leigja út. Það víkkar gjánna milli þeirra sem eiga og hinna sem aldrei ná að klóra sig upp í milli­stétt­ina.

Auglýsing

Því miður er sam­fé­lagið óþroskað á mörgum svið­um. Hér skortir almenni­legt reglu­verk um leigu­mark­að­inn, hér er hvorki leigu­bremsa né leigu­þak, sem þýðir að hér má leigja á hvaða verði sem og fólk í hús­næð­is­vanda neyð­ist til að kyngja því. Leigj­endur í þessu landi eru ekki bara ósýni­legur hópur sem er sjaldan ávarp­að­ur, heldur er þetta hópur sem hefur ekk­ert um mark­að­inn að segja þó að hann ráði þeirra eigin örlög­um. Hér á landi skortir stór opin­ber leigu­fé­lög sem gætu stemmt stigum við þess­ari óheilla­þró­un. Þótt ASÍ og verka­lýðs­fé­lögin sýni góða við­leitni þá eru fjöldi íbúða hjá óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lögum á borð við Bjarg aðeins dropi í hafið og geta því ekki haft áhrif á leigu­verð­ið. Þó er bar­átta þeirra það flottasta sem hefur verið að ger­ast í leigu­málum og okkar helsta von því stjórn­völd gera lítið sem ekk­ert til að hjálpa undir með leigj­end­um.

Leigj­enda­sam­tökin eru ekk­ert hús­fé­lag

Sam­tök leigj­enda voru end­ur­vakin nýverið og ljóst er að þau eru ekki eitt­hvað hús­fé­lag þar sem rætt er um hvort þurfi að færa potta­plönt­urnar á gang­inum heldur vett­vangur lífs­nauð­syn­legrar bar­áttu. Bar­áttu fyrir því að ekki verði til enn verri leigu­mark­aður sem festir ennþá fleiri fjöl­skyldur í fátækt og skömm. Þar sem for­eldrum finnst þeir hafa brugð­ist börnum sínum af því þau geta ekki veitt börnum sínum öruggt skjól. Leigu­mál varða ham­ingju barna og hús­næð­is­ör­yggi þús­unda, mál sem varðar geð­heil­brigði, heil­brigða sjálfs­mynd og lífs­af­komu fjölda fjöl­skyldna. Hér á landi eru um 30.000 heim­ili á leigu­mark­aði. Ekki beint lít­ill hópur en samt nán­ast ósýni­leg­ur. Það vill eng­inn vera leigj­andi á Íslandi ef hann hefur aðra kosti og margir líta á leigu­mark­að­inn sem milli­leik, tíma­bundið ástand, fremur en stöðu sem skil­greinir þig. Að vera leigj­andi er ekki sjálfs­mynd sem þú ætlar að klæða þig í því þú von­ast til að kom­ast þaðan eins fljótt og þú get­ur. En eitt af stóru vanda­mál­unum í bar­áttu leigj­enda er að um leið og þú kemst á tungu­sófann sem eig­andi hús­næðis er þetta ekki lengur þín bar­átta, því þá getur þú farið að skoða hús­næð­is­verð hækka og fagnað því að hafa sloppið með skrekk­inn.

Þegar allt kemur til alls hafa ekki bara leigj­end­ur, heldur allt sam­fé­lag­ið, hag af því að skapa hér heil­brigðan hús­næð­is­mark­að. Það er því ein­læg ósk mín að þú sýnir þess­ari rétt­inda­bar­áttu lið með því að ganga í sam­tökin.

Höf­undur er for­maður Sam­taka leigj­enda á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar