Ertu ennþá í kjallaraholunni?!

Vilborg Bjarkadóttir segir að ekki bara leigjendur hafi hag af því að skapa hér heilbrigðan húsnæðismarkað – heldur allt samfélagið.

Auglýsing

Ég var í litlu sam­kvæmi þegar mann­eskja ávarp­aði mig með þess­ari spurn­ingu þvert yfir allt her­berg­ið. Ég svar­aði engu og fór djúpt inn í mig. Í huga margra eru hús stað­fest­ing á því hvernig hefur gengið í líf­inu. Fyrir mörgum er kjall­ari ekki hátt skrif­að­ur, heldur er ein­hvers konar mynd­lík­ingin fyrir tak­mörkuð fjár­ráð og veika stöðu. Árið 2021 má tala um ansi margt. Hvert tabúið á fætur öðru hefur verið opnað í sam­fé­lags­um­ræð­unni til þess að auka sýni­leika ólíkra hópa og stuðla að umburð­ar­lyndi. Þó virð­ist umræðan um þá fátækt og stétta­skipt­ingu sem óheftur leigu­mark­aður skapar og við­heldur vera heit kartafla. Hvernig má það vera? Getur verið að við viljum búa í þeirri blekk­ingu allir hafi það gott hér á landi? Blekk­ing­ar­leik­ur­inn um að Ísland sé gott fyrir alla og við eigum ekk­ert að kvarta minnkar sýni­leika leigj­enda og jað­ar­setur þá ennþá meira. Þegar staðan er orðin þannig að við tölum ekki um ákveðið vanda­mál og horfum bara í hina átt­ina og neitum það sé til, þá vitum fyrir staðan er ekki aðeins slæm heldur er um að ræða alvar­legt sam­fé­lags­legt mein.

Í landi þar sem allir vilja vera leigusalar

Margir sjá ekki hversu staða leigj­enda hefur versnað mikið á síð­ustu árum. Ára­tugum saman hefur verið rekin sér­eigna­stefna á Íslandi og henni fylgir það við­horf að þú sért ekki maður með mönnum nema eiga hús­næði. Enda er það þannig að eng­inn sem hefur val hangir á leigu­mark­aði. Hús­næði er ekki eins og pakka­ferð til sól­ar­landa sem þú velur hvort þú kaupir eða ekki heldur er um að ræða grunn­þörf því þú þarft að búa ein­hver­stað­ar. Stað­reyndin er hins vegar að hér ríkir ekki það kræsi­legur mark­aður að fólk hafi ein­hverja mikla val­kosti. Tak­markað hús­næði og upp­sprengt verð gerir að verkum að fólk tekur bara það sem býðst. Allir sem vilja vita gera sér grein fyrir því að leigu­mark­að­ur­inn er alger­lega far­inn úr bönd­unum og sam­fé­lagið hefur gert alltof lítið til þess að breyta mál­um. Ástæðan er ein­föld, hagn­að­ur­inn fyrir þá sem eiga efni á því að kaupa og leigja út er of mik­ill.

Við búum því miður í landi þar sem mjög margir vilja vera leigusalar en eng­inn vill vera leigj­andi. Hvers vegna ætli það sé? Svarið er ein­falt, miklir mögu­leikar skjótum gróða því hér má leigja á hvaða verði sem er og okur­leiga nýtur sam­fé­lags­legrar við­ur­kenn­ing­ar. Nán­ast hver ein­asti kjall­ari, kompa, og kytra er kölluð stúdíó íbúð og leigð á okur­verði. Draumur milli­stétt­ar­innar virð­ist ekki lengur vera að eiga sitt eigið hús­næði til að búa í heldur að kaupa upp fast­eignir til að leigja út. Það víkkar gjánna milli þeirra sem eiga og hinna sem aldrei ná að klóra sig upp í milli­stétt­ina.

Auglýsing

Því miður er sam­fé­lagið óþroskað á mörgum svið­um. Hér skortir almenni­legt reglu­verk um leigu­mark­að­inn, hér er hvorki leigu­bremsa né leigu­þak, sem þýðir að hér má leigja á hvaða verði sem og fólk í hús­næð­is­vanda neyð­ist til að kyngja því. Leigj­endur í þessu landi eru ekki bara ósýni­legur hópur sem er sjaldan ávarp­að­ur, heldur er þetta hópur sem hefur ekk­ert um mark­að­inn að segja þó að hann ráði þeirra eigin örlög­um. Hér á landi skortir stór opin­ber leigu­fé­lög sem gætu stemmt stigum við þess­ari óheilla­þró­un. Þótt ASÍ og verka­lýðs­fé­lögin sýni góða við­leitni þá eru fjöldi íbúða hjá óhagn­að­ar­drifnum leigu­fé­lögum á borð við Bjarg aðeins dropi í hafið og geta því ekki haft áhrif á leigu­verð­ið. Þó er bar­átta þeirra það flottasta sem hefur verið að ger­ast í leigu­málum og okkar helsta von því stjórn­völd gera lítið sem ekk­ert til að hjálpa undir með leigj­end­um.

Leigj­enda­sam­tökin eru ekk­ert hús­fé­lag

Sam­tök leigj­enda voru end­ur­vakin nýverið og ljóst er að þau eru ekki eitt­hvað hús­fé­lag þar sem rætt er um hvort þurfi að færa potta­plönt­urnar á gang­inum heldur vett­vangur lífs­nauð­syn­legrar bar­áttu. Bar­áttu fyrir því að ekki verði til enn verri leigu­mark­aður sem festir ennþá fleiri fjöl­skyldur í fátækt og skömm. Þar sem for­eldrum finnst þeir hafa brugð­ist börnum sínum af því þau geta ekki veitt börnum sínum öruggt skjól. Leigu­mál varða ham­ingju barna og hús­næð­is­ör­yggi þús­unda, mál sem varðar geð­heil­brigði, heil­brigða sjálfs­mynd og lífs­af­komu fjölda fjöl­skyldna. Hér á landi eru um 30.000 heim­ili á leigu­mark­aði. Ekki beint lít­ill hópur en samt nán­ast ósýni­leg­ur. Það vill eng­inn vera leigj­andi á Íslandi ef hann hefur aðra kosti og margir líta á leigu­mark­að­inn sem milli­leik, tíma­bundið ástand, fremur en stöðu sem skil­greinir þig. Að vera leigj­andi er ekki sjálfs­mynd sem þú ætlar að klæða þig í því þú von­ast til að kom­ast þaðan eins fljótt og þú get­ur. En eitt af stóru vanda­mál­unum í bar­áttu leigj­enda er að um leið og þú kemst á tungu­sófann sem eig­andi hús­næðis er þetta ekki lengur þín bar­átta, því þá getur þú farið að skoða hús­næð­is­verð hækka og fagnað því að hafa sloppið með skrekk­inn.

Þegar allt kemur til alls hafa ekki bara leigj­end­ur, heldur allt sam­fé­lag­ið, hag af því að skapa hér heil­brigðan hús­næð­is­mark­að. Það er því ein­læg ósk mín að þú sýnir þess­ari rétt­inda­bar­áttu lið með því að ganga í sam­tökin.

Höf­undur er for­maður Sam­taka leigj­enda á Íslandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar