Ár vonbrigða

Þegar forsætisráðherrar segjast ætla að axla ábyrgð með því að einblína fyrst á eigin borgara er ljóst að við leysum engar af þeim stærstu áskorunum sem mannkyn stendur frammi fyrir, skrifar Henry Alexander Henrysson heimspekingur.

Auglýsing

Ef mér væri falið að velja orð árs­ins 2021 myndi ég mögu­lega velja orðið „bólu­setn­ing“, eða „bólu­efn­i“. Við höfum eig­in­lega ekki rætt neitt annað allt árið. Fyrst sner­ist umræðan um hvenær bólu­efnin myndu ber­ast, svo færð­ist hún meira í átt til vanga­veltna um ólíkar teg­undir og mis­mun­andi virkni – og auka­verk­anir þeirra. Í haust hafa örv­un­ar­skammtar verið mest áber­andi í umræð­unni og hver virkni bólu­efn­anna sé í raun og veru. Spurn­ingar um það hversu hratt virkni þeirra dvínar hafa verið á allra vörum og nú nýlega hafa bæst við áhyggjur yfir því hvort þau dugi yfir höfuð gegn nýj­ustu afbrigð­un­um.

Sunna Ósk Loga­dóttir birtir hér í Kjarn­anum ákaf­lega áhuga­verða grein um það hvernig „leik­völlur veirunnar til þess að stökk­breytast“ sé hvergi stærri heldur en í sunn­an­verðri Afr­íku. Vís­bend­ingar séu þar að auki um að lík­amar HIV smit­aðra séu nokk­urs konar útung­un­ar­vél fyrir ný afbrigði veirunn­ar, en hvergi í heim­inum geisar sá sjúk­dómur harð­ar. Eins og Sunna Ósk bendir á teng­ist þetta meðal ann­ars því að órétt­lát dreif­ing bólu­efna er grafal­var­legur vandi sem enn er til staðar þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit.

Auglýsing

Það sem er verst við þetta ástand er hversu fyr­ir­sjá­an­legt það var. Strax í jan­úar hafði Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin uppi varn­að­ar­orð um að bólu­setn­ingar sem vörn við Covid-19 myndu ekki virka nema við gerðum okkur grein fyrir að þetta væri hnatt­rænn vandi sem bregð­ast yrði við sem slík­um. Ég man að ég fór í við­tal á Rás 2 snemma í jan­úar þar sem ég benti á að nú yrðu leið­togar að girða sig í brók og forð­ast órétt­láta dreif­ingu bólu­efna. Rétt­læt­is­hlið þessa máls krefst ekki ítar­legs rök­stuðn­ings en í þessu máli færi sá rök­stuðn­ingur saman við hrein nyt­sem­is­rök. Ný afbrigði veirunnar væru helsti vand­inn sem við stæðum frammi fyr­ir.

Seinna á árinu fór ég í annað við­tal á RÚV þar sem ég benti á að hin órétt­láta dreif­ing bólu­efna sem þá hafði raun­gerst væri ekki eina vanda­mál­ið. Ekki síðra vanda­mál væri hvernig Vest­ur­lönd ætl­uðu að vinna til baka það traust sem þyrfti að vera til staðar í Afr­íku svo fólk þar myndi þiggja bólu­setn­ingu þegar og ef hún stæði þeim til boða. Enda­laus orð­ræða um það að nú yrði vænt­an­lega ein­hver „af­gang­ur“ af bólu­efn­um, jafn­vel eitt­hvað sem við vildum ekki nota og sem mætti senda suður á bóg­inn, hafði aukið á tor­tryggni víða um heim. Stuttu seinna komu svo fram vanga­veltur að kannski yrðu Vest­ur­lönd ekki aflögu­fær eftir allt saman því nú yrði ráð­ist í örv­un­ar­bólu­setn­ingu. Um þetta allt skrif­aði Sunna Ósk ágæta frétta­skýr­ingu sem birt­ist í Kjarn­anum 5. sept­em­ber.

Evrópuríki slógu mörg hver í lás gagnvart ferðamönnum frá sunnanverðri Afríku um leið og ómíkron-afbrigðið greindist í Suður-Afríku. Mynd: EPA

Nú vitum við ekki á þess­ari stundu hvað ómíkron-af­brigðið ber í skauti sér. Ein­hverjir bera þá von í brjósti að hér sé um hag­fellt afbrigði að ræða sem komi til með að valda væg­ari sjúk­dóms­ein­kenn­um. Eng­inn veit ennþá hvort sú verður raun­in. Í fram­tíð­inni bíður okkar von­andi væg­ari birt­ing­ar­mynd C0VID-19 en um stund felst mikil áhætta í því að fá sífellt fram ný afbrigði.

Við­brögðin við frétt­unum frá Suð­ur­-Afr­íku voru fyr­ir­sjá­an­leg en um leið virð­umst við ekki hafa lært neitt. Ferða­banni var skellt á þau lönd í Afr­íku sem höfðu burði til að greina afbrigð­ið. Og svo var bannið útvíkkað handa­hófs­kennt á nágranna­lönd þeirra hvort sem ómíkron hafði greinst þar eða ekki. Skila­boðin virð­ast eiga vera þau að lönd skuli ekki til­kynna heims­byggð­inni um þau afbrigði sem grein­ast. Önnur skila­boð voru reyndar ekki síður aug­ljós: Við getum alltaf lokað á ykkur. Stjórn­mála­menn sem vita vel að slíkar lok­anir virka ekki út frá sótt­varn­ar­sjón­ar­miðum vita að þær munu engu að síður njóta stuðn­ings heima fyr­ir.

Allt árið hafa stjórn­mála­menn á Vest­ur­löndum notið þess að láta umræðu um rétt­láta dreif­ingu bólu­efna snú­ast upp í upp­ræðu hvort ein­stak­lingar eigi að hafa sam­visku­bit yfir því að þiggja bólu­efn­in. Á meðan bein­ist kast­ljósið ekki að þeirra ábyrgð á stöð­unni. Auð­vitað er það ekki almenn­ings að sjá til þess að bólu­efnum sé dreift um heim­inn á rétt­látan hátt. Íslend­ingar þurftu til dæmis ekki að hafa áhyggjur af því þótt mögu­lega yrði gerð rann­sókn á vegum Pfiz­er, eins og stóð til um tíma. Fyr­ir­tækið mat að lokum að rann­sókn­ar­gildið væri ekki nægi­legt og hætti við. Ef rann­sóknin hefði verið nægi­lega mik­il­væg og farið fram hefðu Íslend­ingar haft rétt­mæta ástæðu til að taka þátt. Sú umræða sem þá spratt fram skyggði á kjarna máls­ins um hvort bólu­efnum væri dreift á rétt­mætan máta á heims­vísu fremur en að draga hann fram.

Ábyrgðin er þeirra sem leiða póli­tíska stefnu­mót­un. Sótt­varn­ar­yf­ir­völd geta leyft sér að horfa fyrst á þá frum­skyldu sína að vernda líf og heilsu borg­ar­anna til skemmri tíma. Að vissu marki er það einnig hlut­verk heil­brigð­is­ráð­herra. En rík­is­stjórnir og þá einkum for­sæt­is­ráð­herrar verða að hugsa stærra. Ef engin rík­is­stjórn á Vest­ur­löndum hugsar hlut­ina í stærra sam­hengi og er athugul á allar hliðar máls­ins er ólík­legt að alþjóða­stofn­anir hafi umboð til að bregð­ast á skyn­sam­legan hátt við far­aldr­in­um. Þegar for­sæt­is­ráð­herrar segj­ast ætla að axla ábyrgð með því að ein­blína fyrst á eigin borg­ara er ljóst að við leysum engin af þeim stærstu áskor­unum sem mann­kyn stendur frammi fyr­ir. Og stendur til að leysa lofts­lags­mál á þennan máta? Ætlum við að koma til móts við þá sem eru á flótta víðs vegar um heim­inn og vanda­mál þeirra á þennan hátt? Hnatt­ræn vanda­mál krefj­ast hnatt­rænna lausna. Árið 2021 blés okkur ekki von í brjóst um að sá skiln­ingur væri til staðar hjá þeim sem fara með völd.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar