Ár vonbrigða

Þegar forsætisráðherrar segjast ætla að axla ábyrgð með því að einblína fyrst á eigin borgara er ljóst að við leysum engar af þeim stærstu áskorunum sem mannkyn stendur frammi fyrir, skrifar Henry Alexander Henrysson heimspekingur.

Auglýsing

Ef mér væri falið að velja orð árs­ins 2021 myndi ég mögu­lega velja orðið „bólu­setn­ing“, eða „bólu­efn­i“. Við höfum eig­in­lega ekki rætt neitt annað allt árið. Fyrst sner­ist umræðan um hvenær bólu­efnin myndu ber­ast, svo færð­ist hún meira í átt til vanga­veltna um ólíkar teg­undir og mis­mun­andi virkni – og auka­verk­anir þeirra. Í haust hafa örv­un­ar­skammtar verið mest áber­andi í umræð­unni og hver virkni bólu­efn­anna sé í raun og veru. Spurn­ingar um það hversu hratt virkni þeirra dvínar hafa verið á allra vörum og nú nýlega hafa bæst við áhyggjur yfir því hvort þau dugi yfir höfuð gegn nýj­ustu afbrigð­un­um.

Sunna Ósk Loga­dóttir birtir hér í Kjarn­anum ákaf­lega áhuga­verða grein um það hvernig „leik­völlur veirunnar til þess að stökk­breytast“ sé hvergi stærri heldur en í sunn­an­verðri Afr­íku. Vís­bend­ingar séu þar að auki um að lík­amar HIV smit­aðra séu nokk­urs konar útung­un­ar­vél fyrir ný afbrigði veirunn­ar, en hvergi í heim­inum geisar sá sjúk­dómur harð­ar. Eins og Sunna Ósk bendir á teng­ist þetta meðal ann­ars því að órétt­lát dreif­ing bólu­efna er grafal­var­legur vandi sem enn er til staðar þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit.

Auglýsing

Það sem er verst við þetta ástand er hversu fyr­ir­sjá­an­legt það var. Strax í jan­úar hafði Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin uppi varn­að­ar­orð um að bólu­setn­ingar sem vörn við Covid-19 myndu ekki virka nema við gerðum okkur grein fyrir að þetta væri hnatt­rænn vandi sem bregð­ast yrði við sem slík­um. Ég man að ég fór í við­tal á Rás 2 snemma í jan­úar þar sem ég benti á að nú yrðu leið­togar að girða sig í brók og forð­ast órétt­láta dreif­ingu bólu­efna. Rétt­læt­is­hlið þessa máls krefst ekki ítar­legs rök­stuðn­ings en í þessu máli færi sá rök­stuðn­ingur saman við hrein nyt­sem­is­rök. Ný afbrigði veirunnar væru helsti vand­inn sem við stæðum frammi fyr­ir.

Seinna á árinu fór ég í annað við­tal á RÚV þar sem ég benti á að hin órétt­láta dreif­ing bólu­efna sem þá hafði raun­gerst væri ekki eina vanda­mál­ið. Ekki síðra vanda­mál væri hvernig Vest­ur­lönd ætl­uðu að vinna til baka það traust sem þyrfti að vera til staðar í Afr­íku svo fólk þar myndi þiggja bólu­setn­ingu þegar og ef hún stæði þeim til boða. Enda­laus orð­ræða um það að nú yrði vænt­an­lega ein­hver „af­gang­ur“ af bólu­efn­um, jafn­vel eitt­hvað sem við vildum ekki nota og sem mætti senda suður á bóg­inn, hafði aukið á tor­tryggni víða um heim. Stuttu seinna komu svo fram vanga­veltur að kannski yrðu Vest­ur­lönd ekki aflögu­fær eftir allt saman því nú yrði ráð­ist í örv­un­ar­bólu­setn­ingu. Um þetta allt skrif­aði Sunna Ósk ágæta frétta­skýr­ingu sem birt­ist í Kjarn­anum 5. sept­em­ber.

Evrópuríki slógu mörg hver í lás gagnvart ferðamönnum frá sunnanverðri Afríku um leið og ómíkron-afbrigðið greindist í Suður-Afríku. Mynd: EPA

Nú vitum við ekki á þess­ari stundu hvað ómíkron-af­brigðið ber í skauti sér. Ein­hverjir bera þá von í brjósti að hér sé um hag­fellt afbrigði að ræða sem komi til með að valda væg­ari sjúk­dóms­ein­kenn­um. Eng­inn veit ennþá hvort sú verður raun­in. Í fram­tíð­inni bíður okkar von­andi væg­ari birt­ing­ar­mynd C0VID-19 en um stund felst mikil áhætta í því að fá sífellt fram ný afbrigði.

Við­brögðin við frétt­unum frá Suð­ur­-Afr­íku voru fyr­ir­sjá­an­leg en um leið virð­umst við ekki hafa lært neitt. Ferða­banni var skellt á þau lönd í Afr­íku sem höfðu burði til að greina afbrigð­ið. Og svo var bannið útvíkkað handa­hófs­kennt á nágranna­lönd þeirra hvort sem ómíkron hafði greinst þar eða ekki. Skila­boðin virð­ast eiga vera þau að lönd skuli ekki til­kynna heims­byggð­inni um þau afbrigði sem grein­ast. Önnur skila­boð voru reyndar ekki síður aug­ljós: Við getum alltaf lokað á ykkur. Stjórn­mála­menn sem vita vel að slíkar lok­anir virka ekki út frá sótt­varn­ar­sjón­ar­miðum vita að þær munu engu að síður njóta stuðn­ings heima fyr­ir.

Allt árið hafa stjórn­mála­menn á Vest­ur­löndum notið þess að láta umræðu um rétt­láta dreif­ingu bólu­efna snú­ast upp í upp­ræðu hvort ein­stak­lingar eigi að hafa sam­visku­bit yfir því að þiggja bólu­efn­in. Á meðan bein­ist kast­ljósið ekki að þeirra ábyrgð á stöð­unni. Auð­vitað er það ekki almenn­ings að sjá til þess að bólu­efnum sé dreift um heim­inn á rétt­látan hátt. Íslend­ingar þurftu til dæmis ekki að hafa áhyggjur af því þótt mögu­lega yrði gerð rann­sókn á vegum Pfiz­er, eins og stóð til um tíma. Fyr­ir­tækið mat að lokum að rann­sókn­ar­gildið væri ekki nægi­legt og hætti við. Ef rann­sóknin hefði verið nægi­lega mik­il­væg og farið fram hefðu Íslend­ingar haft rétt­mæta ástæðu til að taka þátt. Sú umræða sem þá spratt fram skyggði á kjarna máls­ins um hvort bólu­efnum væri dreift á rétt­mætan máta á heims­vísu fremur en að draga hann fram.

Ábyrgðin er þeirra sem leiða póli­tíska stefnu­mót­un. Sótt­varn­ar­yf­ir­völd geta leyft sér að horfa fyrst á þá frum­skyldu sína að vernda líf og heilsu borg­ar­anna til skemmri tíma. Að vissu marki er það einnig hlut­verk heil­brigð­is­ráð­herra. En rík­is­stjórnir og þá einkum for­sæt­is­ráð­herrar verða að hugsa stærra. Ef engin rík­is­stjórn á Vest­ur­löndum hugsar hlut­ina í stærra sam­hengi og er athugul á allar hliðar máls­ins er ólík­legt að alþjóða­stofn­anir hafi umboð til að bregð­ast á skyn­sam­legan hátt við far­aldr­in­um. Þegar for­sæt­is­ráð­herrar segj­ast ætla að axla ábyrgð með því að ein­blína fyrst á eigin borg­ara er ljóst að við leysum engin af þeim stærstu áskor­unum sem mann­kyn stendur frammi fyr­ir. Og stendur til að leysa lofts­lags­mál á þennan máta? Ætlum við að koma til móts við þá sem eru á flótta víðs vegar um heim­inn og vanda­mál þeirra á þennan hátt? Hnatt­ræn vanda­mál krefj­ast hnatt­rænna lausna. Árið 2021 blés okkur ekki von í brjóst um að sá skiln­ingur væri til staðar hjá þeim sem fara með völd.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar