„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku

HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.

Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
Auglýsing

Fólk með veiklað ónæm­is­kerfi er í meiri hættu á að veikj­ast alvar­lega af COVID-19 en aðr­ir. Meiri hættu á að deyja. Vís­bend­ingar eru einnig um að sýk­ing hjá þessum sjúk­lingum auki hættu á stökk­breyttum afbrigðum veirunn­ar. Í lík­ömum þeirra gæti veiran mallað lengi, um það er dæmi, og þannig orðið að nokk­urs konar útung­un­ar­vél fyrir ný afbrigði.

Hvergi í heim­inum eru fleiri smit­aðir af HIV en í löndum sunnan Sahara-eyði­merk­ur­innar í Afr­íku, m.a. í Suð­ur­-Afr­íku þar sem hið nýja afbrigði ómíkron upp­götv­að­ist í lok nóv­em­ber. Þessi risa­vaxni sjúk­linga­hóp­ur, sem telur tæp­lega 20 millj­ónir manna, hefur ekki fengið þá lækn­is­með­ferð sem þarf til að kljást við HIV-veiruna í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Og það hefur aftur aukið hætt­una á alvar­legum veik­indum og dauðs­föllum af COVID-19.

Auglýsing

Tveir af hverjum þremur sem smit­aðir eru af HIV-veirunni á heims­vísu búa í löndum sunnan Sahara. Í fyrra voru 19,5 millj­ónir íbúa ríkj­anna á veiru­lyfjum til að halda veirunni og sjúk­dóms­ein­kennum HIV í skefj­um. Lyfin eru árang­urs­rík. Þau koma í veg fyrir að veiran nái að fjölga sér í lík­am­anum og dregur úr nei­kvæðum áhrifum hennar á ónæm­is­kerf­ið.

Fyrir fimm árum fengu 12 millj­ónir manna á sama svæði slíka með­ferð. Aukn­ing­una má að miklu leyti rekja til átaks stjórn­valda í að takast á við HIV-far­ald­ur­inn. Þá náð­ust líka samn­ingar við fram­leið­endur lyfj­anna, fram­boðið jókst og verðið lækk­aði. Einnig skiptu auknar fjár­veit­ingar alþjóða­stofn­ana og sjóða sköpum í þessu sam­bandi.

Um 27 prósent íbúa Suður-Afríku eru bólusett. Hlutfallið er mjög mismunandi milli landshluta. Mynd: EPA

Minni þjón­usta við HIV smit­aða

Þrátt fyrir fram­farir í bar­átt­unni við HIV-far­ald­ur­inn er talið að um átta millj­ónir manna í löndum sunnan Sahara (um 21 pró­sent allra sem sýktir eru af HIV á heims­vísu) séu ekki að fá við­eig­andi með­ferð. Það aftur á sér ýmsar skýr­ing­ar, m.a. þær að margir sjúk­ling­anna hafa ein­fald­lega ekki aðgengi að grunn­heil­brigð­is­þjón­ustu. Hluti þeirra hefur ekki einu sinni fengið grein­ingu.

Þetta vanda­mál, sem fjórir helstu sér­fræð­ingar smit­sjúk­dóma í Suð­ur­-Afr­íku fara yfir í grein í nýjasta hefti vís­inda­tíma­rits­ins Nat­ure, var til staðar fyrir far­aldur COVID-19. En sá far­aldur jók enn á vand­ann og hefur sett strik í reikn­ing­inn hjá mörgum hvað með­ferð við HIV varð­ar. Sumir hafa enga með­ferð feng­ið. Álagið á heil­brigð­is­kerfi í þessum heims­hluta, þar sem fátækt er útbreidd og heil­brigð­is­þjón­usta víð­ast ónóg, varð gríð­ar­legt í fyrstu bylgjum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Yfir 1.300 heil­brigð­is­starfs­menn hafa dáið úr COVID-19 í Suð­ur­-Afr­íku einni sam­an. Fjöl­margir til við­bótar hafa hætt störf­um, m.a. vegna álags og veik­inda. Á sama tíma hefur fjár­magn erlendra ríkja og stofn­anna til bar­átt­unnar gegn HIV dreg­ist veru­lega sam­an, hjá sumum um allt að 80 pró­sent.

Sýna­tökur vegna HIV voru 22 pró­sent færri í Afr­íku í fyrra en árið 2019. Að sama skapi fengu umtals­vert færri barns­haf­andi konur með HIV lyf sem koma í veg fyrir að barn þeirra smit­ist.

Tveir far­aldrar

Á alþjóða­vísu hefur meg­in­á­herslan verið á að hefta útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Ríkin sunnan Sahara hafa hins vegar þurft að berj­ast við tvo stóra far­aldra á sama tíma: COVID og HIV. Hvorug bar­áttan hefur verið sér­lega árang­urs­rík enda hafa bólu­setn­ingar gengið hægt, aðal­lega vegna þess af bólu­efnum hefur ein­fald­lega ekki verið til að dreifa. Meiri­hluta þeirra hefur verið sprautað í hvíta hand­leggi Vest­ur­landa­búa.

Í öðru lagi vantar heil­brigð­is­starfs­fólk til að gefa bólu­efnin og í þriðja lagi hefur mörgum ríkj­unum í Afr­íku reynst erfitt að skipu­leggja sínar bólu­setn­ing­ar­her­ferðir þar sem gjafa­skammtar frá efna­meiri ríkjum hafa borist seint og með stuttum fyr­ir­vara og stundum eru bólu­efnin við það að renna út. Þá þarf að hafa hraðar hendur – hendur sem eru of fáar.

Þetta hefur orðið til þess að á sama tíma og yfir 40 pró­sent jarð­ar­búa hafa fengið bólu­setn­ingu gegn COVID-19 er hlut­fallið aðeins um 7 pró­sent í Afr­íku.

Auglýsing

30 pró­sent lík­legri til að deyja

Með því að greina gögn sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) hefur safnað frá því í fyrra um þá sem sýkst hafa af COVID-19 kemur í ljós að af þeim sjúk­lingum sem lagðir hafa verið inn á sjúkra­hús í 37 löndum er fólk með HIV 30 pró­sent lík­legra til að deyja. Á þessu hafa einnig verið gerðar rann­sóknir í Suð­ur­-Afr­íku og sam­kvæmt þeim er það fyrst og fremst fólk langt gengið með HIV sem er lík­legra til að deyja en aðrir sjúk­lingar sem lagðir eru inn á sjúkra­hús þar í landi. Það er vegna þess að HIV-veiran hefur náð að veikja ónæm­is­kerfi þeirra veru­lega. Fleiri rann­sóknir á þessu sama hafa verið gerðar og eru þær allar sam­hljóma: Hafi HIV-veiran ekki verið með­höndluð er við­kom­andi marg­falt lík­legri til að veikj­ast alvar­lega og deyja smit­ist hann af kór­ónu­veirunni.

Veiran breytti sér ítrekað með tím­anum

Heil­brigt fólk sem sýk­ist af COVID-19 er að með­al­tali með veiruna í lík­am­anum í um tvær vik­ur. Fyrr á þessu ári var greint frá til­felli þar sem SAR­S-CoV-2 veiran, sem veldur COVID-19, greind­ist í lík­ama sjúk­lings í yfir sex mán­uði. Sjúk­ling­ur­inn var einnig með HIV sem ekki hafði verið með­höndl­að.

Rað­grein­ingar voru ítrekað gerðar á sýnum sem tekin voru úr sjúk­lingnum og leiddu þær í ljós miklar stökk­breyt­ingar í kór­ónu­veirunni í lík­ama hans. Sumar þeirra voru sam­bæri­legar þeim sem fund­ist hafa í þeim afbrigðum veirunnar sem WHO hefur undir sér­stakri smá­sjá vegna smit­hæfni og ann­arra hættu­legra eig­in­leika. Þetta þykir gefa vís­bend­ingar um að ný afbrigði veirunnar geti orðið til í fólki með bælt ónæm­is­kerfi, m.a. vegna HIV.

Þver­brotin lof­orð

Áður en bólu­efni gegn COVID-19 komu á markað var hinu alþjóð­lega COVAX-­sam­starfi hrint úr vör. Flest ríki heims komu að því en mark­mið þess er að dreifa bólu­efnum jafnt til allra jarð­ar­búa. Um leið og lyfja­fyr­ir­tækin hófu að gera samn­inga við ein­stök ríki eða banda­lög ríkja var ljóst að pen­ingar og völd réðu för og að þjóð­ríki væru fyrst og fremst að tryggja hag sinna eigin borg­ara. Afr­íka varð útundan – enn eina ferð­ina. Örv­un­ar­bólu­setn­ingar eru komnar vel á veg í mörgum ríkjum í hinum vest­ræna heimi á meðan enn á eftir að bólu­setja stærstan hluta heil­brigð­is­starfs­manna og eldra fólks í Afr­íku.

Vesturlandabúar fá nú margir hverjir þriðja skammtinn af bóluefni. Mynd: EPA

Mark­mið WHO var að 40 pró­sent íbúa í hverju landi yrðu bólu­sett nú í des­em­ber. Það er langt frá raun­veru­leik­an­um. Í Suð­ur­-Afr­íku er bólu­setn­ing­ar­hlut­fallið í kringum 27 pró­sentin og enn lægra, stundum mun lægra, í flestum lönd­unum í kring. COVAX-­sam­starfið átti að tryggja tvo millj­arða bólu­efna­skammta til efna­minni ríkja heims fyrir árs­lok. Aðeins um fjórð­ungur er kom­inn á leið­ar­enda. Í sept­em­ber voru lof­orðin ítrek­uð. Sú þjóð sem hefur staðið sig hvað best við að efna þau, Banda­rík­in, hafa þó aðeins afhent um fjórð­ung skammt­anna. Hlut­fallið er enn lægra í Bret­landi, um 11 pró­sent af skömmt­unum sem lofað var og Kanada­menn hafa þver­brotið sín lof­orð og aðeins afhent 5 pró­sent þeirra.

Kyrk­ing­ar­tak ríkra þjóða

„Það sem svíður mest er að þetta er ekki vegna skorts á bólu­efnum eða samn­inga við fram­leið­end­ur,“ skrif­aði Gor­don Brown, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands og sér­stakur sendi­herra WHO í fjár­mögnun heil­brigð­is­mála, í grein í The Guar­dian nýver­ið. „Vand­inn felst ekki lengur í fram­leiðsl­unni heldur í órétt­látri dreif­ing­u.“ Hann skrifar að „kyrk­ing­ar­tak­ið“ sem G20-­ríkin beita, rík­ustu lönd heims, hafi orðið til þess að þau hafa tekið til sín 89 pró­sent af bólu­efn­unum hingað til og „jafn­vel núna þá eiga þau að fá 71 pró­sent af þeim bólu­efnum sem samið hefur verið um í nán­ustu fram­tíð“.

Á það hafa helstu sér­fræð­ingar heims bent frá upp­hafi far­ald­urs­ins að honum ljúki ekki fyrr en honum ljúki alls stað­ar. Bólu­efnin eru, þótt vernd þeirra sé alls ekki full­kom­in, okkar öfl­ug­asta vopn. Nýrrar nálg­unar er þörf þegar kemur að dreif­ingu bólu­efna og for­gangs­röðun á heims­vísu, skrifa suð­ur­a­frísku sér­fræð­ing­arnir fjórir í grein sinni í Nat­ure. „Fyrir utan sið­ferði­legu álita­málin sem fylgja þjóð­ern­is­stefnu í bólu­setn­ingum og að draga úr fjölda dauðs­falla á heims­vísu, þá benda til­tæk gögn sterk­lega til þess að það að bólu­setja fólk í Afr­íku muni hjálpa til við að draga úr útbreiðslu um allan heim, draga úr hættu á nýjum afbrigðum og þannig hraða því að stjórn náist á far­aldr­inum alls stað­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar