„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku

HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.

Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
Auglýsing

Fólk með veiklað ónæm­is­kerfi er í meiri hættu á að veikj­ast alvar­lega af COVID-19 en aðr­ir. Meiri hættu á að deyja. Vís­bend­ingar eru einnig um að sýk­ing hjá þessum sjúk­lingum auki hættu á stökk­breyttum afbrigðum veirunn­ar. Í lík­ömum þeirra gæti veiran mallað lengi, um það er dæmi, og þannig orðið að nokk­urs konar útung­un­ar­vél fyrir ný afbrigði.

Hvergi í heim­inum eru fleiri smit­aðir af HIV en í löndum sunnan Sahara-eyði­merk­ur­innar í Afr­íku, m.a. í Suð­ur­-Afr­íku þar sem hið nýja afbrigði ómíkron upp­götv­að­ist í lok nóv­em­ber. Þessi risa­vaxni sjúk­linga­hóp­ur, sem telur tæp­lega 20 millj­ónir manna, hefur ekki fengið þá lækn­is­með­ferð sem þarf til að kljást við HIV-veiruna í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Og það hefur aftur aukið hætt­una á alvar­legum veik­indum og dauðs­föllum af COVID-19.

Auglýsing

Tveir af hverjum þremur sem smit­aðir eru af HIV-veirunni á heims­vísu búa í löndum sunnan Sahara. Í fyrra voru 19,5 millj­ónir íbúa ríkj­anna á veiru­lyfjum til að halda veirunni og sjúk­dóms­ein­kennum HIV í skefj­um. Lyfin eru árang­urs­rík. Þau koma í veg fyrir að veiran nái að fjölga sér í lík­am­anum og dregur úr nei­kvæðum áhrifum hennar á ónæm­is­kerf­ið.

Fyrir fimm árum fengu 12 millj­ónir manna á sama svæði slíka með­ferð. Aukn­ing­una má að miklu leyti rekja til átaks stjórn­valda í að takast á við HIV-far­ald­ur­inn. Þá náð­ust líka samn­ingar við fram­leið­endur lyfj­anna, fram­boðið jókst og verðið lækk­aði. Einnig skiptu auknar fjár­veit­ingar alþjóða­stofn­ana og sjóða sköpum í þessu sam­bandi.

Um 27 prósent íbúa Suður-Afríku eru bólusett. Hlutfallið er mjög mismunandi milli landshluta. Mynd: EPA

Minni þjón­usta við HIV smit­aða

Þrátt fyrir fram­farir í bar­átt­unni við HIV-far­ald­ur­inn er talið að um átta millj­ónir manna í löndum sunnan Sahara (um 21 pró­sent allra sem sýktir eru af HIV á heims­vísu) séu ekki að fá við­eig­andi með­ferð. Það aftur á sér ýmsar skýr­ing­ar, m.a. þær að margir sjúk­ling­anna hafa ein­fald­lega ekki aðgengi að grunn­heil­brigð­is­þjón­ustu. Hluti þeirra hefur ekki einu sinni fengið grein­ingu.

Þetta vanda­mál, sem fjórir helstu sér­fræð­ingar smit­sjúk­dóma í Suð­ur­-Afr­íku fara yfir í grein í nýjasta hefti vís­inda­tíma­rits­ins Nat­ure, var til staðar fyrir far­aldur COVID-19. En sá far­aldur jók enn á vand­ann og hefur sett strik í reikn­ing­inn hjá mörgum hvað með­ferð við HIV varð­ar. Sumir hafa enga með­ferð feng­ið. Álagið á heil­brigð­is­kerfi í þessum heims­hluta, þar sem fátækt er útbreidd og heil­brigð­is­þjón­usta víð­ast ónóg, varð gríð­ar­legt í fyrstu bylgjum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Yfir 1.300 heil­brigð­is­starfs­menn hafa dáið úr COVID-19 í Suð­ur­-Afr­íku einni sam­an. Fjöl­margir til við­bótar hafa hætt störf­um, m.a. vegna álags og veik­inda. Á sama tíma hefur fjár­magn erlendra ríkja og stofn­anna til bar­átt­unnar gegn HIV dreg­ist veru­lega sam­an, hjá sumum um allt að 80 pró­sent.

Sýna­tökur vegna HIV voru 22 pró­sent færri í Afr­íku í fyrra en árið 2019. Að sama skapi fengu umtals­vert færri barns­haf­andi konur með HIV lyf sem koma í veg fyrir að barn þeirra smit­ist.

Tveir far­aldrar

Á alþjóða­vísu hefur meg­in­á­herslan verið á að hefta útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Ríkin sunnan Sahara hafa hins vegar þurft að berj­ast við tvo stóra far­aldra á sama tíma: COVID og HIV. Hvorug bar­áttan hefur verið sér­lega árang­urs­rík enda hafa bólu­setn­ingar gengið hægt, aðal­lega vegna þess af bólu­efnum hefur ein­fald­lega ekki verið til að dreifa. Meiri­hluta þeirra hefur verið sprautað í hvíta hand­leggi Vest­ur­landa­búa.

Í öðru lagi vantar heil­brigð­is­starfs­fólk til að gefa bólu­efnin og í þriðja lagi hefur mörgum ríkj­unum í Afr­íku reynst erfitt að skipu­leggja sínar bólu­setn­ing­ar­her­ferðir þar sem gjafa­skammtar frá efna­meiri ríkjum hafa borist seint og með stuttum fyr­ir­vara og stundum eru bólu­efnin við það að renna út. Þá þarf að hafa hraðar hendur – hendur sem eru of fáar.

Þetta hefur orðið til þess að á sama tíma og yfir 40 pró­sent jarð­ar­búa hafa fengið bólu­setn­ingu gegn COVID-19 er hlut­fallið aðeins um 7 pró­sent í Afr­íku.

Auglýsing

30 pró­sent lík­legri til að deyja

Með því að greina gögn sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) hefur safnað frá því í fyrra um þá sem sýkst hafa af COVID-19 kemur í ljós að af þeim sjúk­lingum sem lagðir hafa verið inn á sjúkra­hús í 37 löndum er fólk með HIV 30 pró­sent lík­legra til að deyja. Á þessu hafa einnig verið gerðar rann­sóknir í Suð­ur­-Afr­íku og sam­kvæmt þeim er það fyrst og fremst fólk langt gengið með HIV sem er lík­legra til að deyja en aðrir sjúk­lingar sem lagðir eru inn á sjúkra­hús þar í landi. Það er vegna þess að HIV-veiran hefur náð að veikja ónæm­is­kerfi þeirra veru­lega. Fleiri rann­sóknir á þessu sama hafa verið gerðar og eru þær allar sam­hljóma: Hafi HIV-veiran ekki verið með­höndluð er við­kom­andi marg­falt lík­legri til að veikj­ast alvar­lega og deyja smit­ist hann af kór­ónu­veirunni.

Veiran breytti sér ítrekað með tím­anum

Heil­brigt fólk sem sýk­ist af COVID-19 er að með­al­tali með veiruna í lík­am­anum í um tvær vik­ur. Fyrr á þessu ári var greint frá til­felli þar sem SAR­S-CoV-2 veiran, sem veldur COVID-19, greind­ist í lík­ama sjúk­lings í yfir sex mán­uði. Sjúk­ling­ur­inn var einnig með HIV sem ekki hafði verið með­höndl­að.

Rað­grein­ingar voru ítrekað gerðar á sýnum sem tekin voru úr sjúk­lingnum og leiddu þær í ljós miklar stökk­breyt­ingar í kór­ónu­veirunni í lík­ama hans. Sumar þeirra voru sam­bæri­legar þeim sem fund­ist hafa í þeim afbrigðum veirunnar sem WHO hefur undir sér­stakri smá­sjá vegna smit­hæfni og ann­arra hættu­legra eig­in­leika. Þetta þykir gefa vís­bend­ingar um að ný afbrigði veirunnar geti orðið til í fólki með bælt ónæm­is­kerfi, m.a. vegna HIV.

Þver­brotin lof­orð

Áður en bólu­efni gegn COVID-19 komu á markað var hinu alþjóð­lega COVAX-­sam­starfi hrint úr vör. Flest ríki heims komu að því en mark­mið þess er að dreifa bólu­efnum jafnt til allra jarð­ar­búa. Um leið og lyfja­fyr­ir­tækin hófu að gera samn­inga við ein­stök ríki eða banda­lög ríkja var ljóst að pen­ingar og völd réðu för og að þjóð­ríki væru fyrst og fremst að tryggja hag sinna eigin borg­ara. Afr­íka varð útundan – enn eina ferð­ina. Örv­un­ar­bólu­setn­ingar eru komnar vel á veg í mörgum ríkjum í hinum vest­ræna heimi á meðan enn á eftir að bólu­setja stærstan hluta heil­brigð­is­starfs­manna og eldra fólks í Afr­íku.

Vesturlandabúar fá nú margir hverjir þriðja skammtinn af bóluefni. Mynd: EPA

Mark­mið WHO var að 40 pró­sent íbúa í hverju landi yrðu bólu­sett nú í des­em­ber. Það er langt frá raun­veru­leik­an­um. Í Suð­ur­-Afr­íku er bólu­setn­ing­ar­hlut­fallið í kringum 27 pró­sentin og enn lægra, stundum mun lægra, í flestum lönd­unum í kring. COVAX-­sam­starfið átti að tryggja tvo millj­arða bólu­efna­skammta til efna­minni ríkja heims fyrir árs­lok. Aðeins um fjórð­ungur er kom­inn á leið­ar­enda. Í sept­em­ber voru lof­orðin ítrek­uð. Sú þjóð sem hefur staðið sig hvað best við að efna þau, Banda­rík­in, hafa þó aðeins afhent um fjórð­ung skammt­anna. Hlut­fallið er enn lægra í Bret­landi, um 11 pró­sent af skömmt­unum sem lofað var og Kanada­menn hafa þver­brotið sín lof­orð og aðeins afhent 5 pró­sent þeirra.

Kyrk­ing­ar­tak ríkra þjóða

„Það sem svíður mest er að þetta er ekki vegna skorts á bólu­efnum eða samn­inga við fram­leið­end­ur,“ skrif­aði Gor­don Brown, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands og sér­stakur sendi­herra WHO í fjár­mögnun heil­brigð­is­mála, í grein í The Guar­dian nýver­ið. „Vand­inn felst ekki lengur í fram­leiðsl­unni heldur í órétt­látri dreif­ing­u.“ Hann skrifar að „kyrk­ing­ar­tak­ið“ sem G20-­ríkin beita, rík­ustu lönd heims, hafi orðið til þess að þau hafa tekið til sín 89 pró­sent af bólu­efn­unum hingað til og „jafn­vel núna þá eiga þau að fá 71 pró­sent af þeim bólu­efnum sem samið hefur verið um í nán­ustu fram­tíð“.

Á það hafa helstu sér­fræð­ingar heims bent frá upp­hafi far­ald­urs­ins að honum ljúki ekki fyrr en honum ljúki alls stað­ar. Bólu­efnin eru, þótt vernd þeirra sé alls ekki full­kom­in, okkar öfl­ug­asta vopn. Nýrrar nálg­unar er þörf þegar kemur að dreif­ingu bólu­efna og for­gangs­röðun á heims­vísu, skrifa suð­ur­a­frísku sér­fræð­ing­arnir fjórir í grein sinni í Nat­ure. „Fyrir utan sið­ferði­legu álita­málin sem fylgja þjóð­ern­is­stefnu í bólu­setn­ingum og að draga úr fjölda dauðs­falla á heims­vísu, þá benda til­tæk gögn sterk­lega til þess að það að bólu­setja fólk í Afr­íku muni hjálpa til við að draga úr útbreiðslu um allan heim, draga úr hættu á nýjum afbrigðum og þannig hraða því að stjórn náist á far­aldr­inum alls stað­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar