Að eiga töfrateppi

Anna María Ágústsdóttir skrifar um nýja stefnu Evrópu sem hvetur fólk til að vernda jarðvegsauðlindina.

Auglýsing

Töfra­teppi sem tekur þús­undir ára að vefa ein­ungis nokkra senti­metra …

og býr til fram­tíð­ina fyrir kom­andi kyn­slóðir

Hljómar eins og ævin­týri ... en er samt til!

Við gerum meira að segja kröfur um að þetta töfra­teppi fæði okkur öll.  

Mat­ar­pönt­unin er: Fæði fyrir um 10 millj­arða manna árið 2050, takk 

Hjá nágrönnum okkar í Evr­ópu eru bæði slæmar og góðar fréttir varð­andi þetta töfra­teppi jarð­vegs:

Slæmu frétt­irnar eru slæmt ástand jarð­vegs og vist­kerfa

… Vítin eru til að var­ast þau …

Jarð­vegur í Evr­ópu á undir högg að sækja. Þar er um 60 til 70% jarð­vegs tal­inn óheil­brigð­ur, sem þýðir að hann hefur ekki áfram­hald­andi getu til að við­halda þjón­ustu vist­kerfa. Um 70% land­bún­að­ar­lands Evr­ópu er undir miklu álagi, fær of mikið af nær­ing­ar­efnum sem hefur nei­kvæð áhrif á vatns­gæði og líf­fræði­lega fjöl­breytni. Og í suð­ur-, mið- og austur Evr­ópu ógnar eyði­merk­ur­myndun um 25% jarð­vegs. Á hverju ári tap­ast millj­arður tonna jarð­vegs vegna rofs.

Af hverju .. vegna ósjálf­bærrar land­notk­un­ar, ofnýt­ingar og meng­unar jarð­vegs.

Af hverju ættu Evr­ópa að bregð­ast við?

Hingað til hefur engin sam­staða verið um lag­ara­mma jarð­vegs­verndar innan Evr­ópu. Ekki er til nein ramma­til­skipun sem tekur beint á mál­efnum tengd jarð­vegi. Þó er til laga­legur grund­völlur fyrir verndun jarð­vegs í grein 191 í sátt­mála um starfs­hætti Evr­ópu­sam­bands­ins (Tr­eaty on the Funct­ion­ing of the EU). Þar eru skýr ákvæði um að stefna sam­bands­ins miði að því að varð­veita, vernda og bæta gæði umhverf­is­ins, vernda heilsu manna, nýta nátt­úru­auð­lindir skyn­sam­lega, stuðla að aðgerðum á alþjóð­legum vett­vangi til að takast á við svæð­is­bundin eða alþjóð­leg umhverf­is­vanda­mál, og einkum bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Allt þetta eru atriði sem hafa þann sam­nefn­ara sem felst í að byggja upp og varð­veita gott ástand jarð­vegs.

Heil­brigður jarð­vegur er uppi­staðan í vef áskor­ana nútím­ans. Hann er lyk­il­lausn til að takast á við áskor­anir að ná hlut­leysi í lofts­lags­mál­um, mynda þol gagn­vart lofts­lags­breyt­ing­um, þróa hringrás­ar-lág­kolefna-líf­hag­kerfi, snúa við tapi á líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika, stöðva eyði­merk­ur­myndun og snúa við hnignun land­gæða, veita hollan mat og vernda heilsu manna. Hvað er betra á köldum covid-vetri en að sjá ljósið fram und­an?

Það er hag­kvæmt að snúa þró­un­inni við

Fjár­hags­hliðin skiptir máli. Akur­lendi og gras­lendi í Evr­ópu gefa af sér tekjur sem eru um 11.253 millj­arða króna virði á hverju ári. Minna en 1/3 kemur til vegna rækt­unar afurða eða upp­skeru (3.071 millj­arðar ISK), en 2/3 koma vegna þjón­ustu vist­kerfa. Hnignun jarð­vegs­gæða veldur hins vegar tapi upp á 7.386 millj­arða kr. árlega. Jarð­vegs­rof kostar Evr­ópu­löndin því árlega um 184.650 millj­arða króna ein­göngu vegna taps á fram­leiðni í land­bún­aði og tæpa 23 millj­arða króna vegna taps á lands­fram­leiðslu. Stórar tölur sem erfitt er að festa hendi á. 

Verð­mið­inn, eða kostn­aður vegna aðgerða­leysis við rýrnun jarð­vegs­gæða, er um sexfaldur miðað við kostn­að­inn sem felst í aðgerðum til jarð­vegs­verndar í Evr­ópu, til að vega upp tap jarð­vegs­gæða. Þar fyrir utan er síðan ávinn­ingur sem ekki telst í pen­ing­um. Fjár­fest­ingar til að stöðva og snúa við hnignun jarð­vegs geta skilað stórum efna­hags­legum ávinn­ingi. Það er því hag­kvæmt að fjár­festa í for­vörnum og end­ur­heimt jarð­vegs­gæða. 

Góðu frétt­irnar eru að nágrannar í Evr­ópu ætla að snúa þess­ari þróun við hjá sér. Þetta er sögu­leg við­horfs­breyt­ing.

Evr­ópu­löndin hafa sett fram og sam­þykktu þann 17. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn sína fyrstu áætlun um jarð­vegs­vernd á vett­vangi fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins.

„EU Soil Stra­tegy for 2030 Reap­ing the benefits of healthy soils for peop­le, food, nat­ure and clima­te“

Auglýsing
Og já, þar kemur orðið töfra­teppi fram! Að líta megi á þetta örþunna lag sem við köllum jarð­veg sem töfra­teppi – því við ætl­umst til svo mik­ils af því að það sé töfrum lík­ast.

Fram­tíð­ar­sýn Evr­ópu 2050 um gott ástand jarð­vegs felst í því að breyt­ingar verði gerðar á land­notkun og vernd og umsjón jarð­vegs svo að:

  • árið 2050 verði öll vist­kerfi Evr­ópu í heil­brigðu ástandi og þannig betur búin að takast á við áföll.
  • árið 2050 verði vernd, sjálf­bær notkun lands og end­ur­heimt jarð­vegs­gæða orðin sjálf­sögð gæði og hvers­dags­legt hefð­bundið ástand.

Ítar­legri mark­mið til 2030 eru sett fram varð­andi end­ur­heimt vist­kerfa, hlut­leysi land­hnign­un­ar, mengun jarð­vegs, bætt vatns­gæði, kolefn­is­bind­ingu ásamt aðlögun og mót­vægi gegn lofts­lags­breyt­ing­um. 

Að koma jarð­vegs­vernd upp á sama stig og nú þegar er til staðar fyrir loft, vatn og haf er stór áskor­un. Til að ná árangri, er áætl­unin sett fram til að þróa nýjar leiðir fyrir nauð­syn­legar breyt­ingar innan ríkja, innan vett­vangs Evr­ópu og á heims­vís­u. 

Nýja jarð­vegs­á­ætl­unin er stórt skref fram á við, og lyk­il­at­riði í öðrum áætl­unum ESB m.a. stefnu um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika fyrir árið 2030 og stuðlar að mark­miðum Græna sam­komu­lags­ins í land­bún­að­ar­stefnu þeirra. 

Ég hvet ykkur til að lesa nánar um verndun Töfra­tepp­is­ins- Fram­tíð­ar­sýn Evr­ópu til 2030 og bak­grunnskjalið sem fylgir áætl­un­inni. Efni­viður ætl­aður til und­ir­bún­ings lög­gjöf um jarð­vegs­vernd, EU Soil Health Law, sem verður lögð fram fyrir 2023.

Við eigum nefni­lega okkar eigið teppi, sem enn á eftir að staga í og hlúa að. Það er sam­eign okkar allra og þar með sam­eig­in­leg ábyrgð okkar að fara vel með. Okkur vantar nýja liti til að þræða inn í okkar vef og und­ir­búa fram­tíð­ina, sem að sjálf­sögðu verður að vera sjálf­bær.

Höf­undur er jarð­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar