Að eiga töfrateppi

Anna María Ágústsdóttir skrifar um nýja stefnu Evrópu sem hvetur fólk til að vernda jarðvegsauðlindina.

Auglýsing

Töfra­teppi sem tekur þús­undir ára að vefa ein­ungis nokkra senti­metra …

og býr til fram­tíð­ina fyrir kom­andi kyn­slóðir

Hljómar eins og ævin­týri ... en er samt til!

Við gerum meira að segja kröfur um að þetta töfra­teppi fæði okkur öll.  

Mat­ar­pönt­unin er: Fæði fyrir um 10 millj­arða manna árið 2050, takk 

Hjá nágrönnum okkar í Evr­ópu eru bæði slæmar og góðar fréttir varð­andi þetta töfra­teppi jarð­vegs:

Slæmu frétt­irnar eru slæmt ástand jarð­vegs og vist­kerfa

… Vítin eru til að var­ast þau …

Jarð­vegur í Evr­ópu á undir högg að sækja. Þar er um 60 til 70% jarð­vegs tal­inn óheil­brigð­ur, sem þýðir að hann hefur ekki áfram­hald­andi getu til að við­halda þjón­ustu vist­kerfa. Um 70% land­bún­að­ar­lands Evr­ópu er undir miklu álagi, fær of mikið af nær­ing­ar­efnum sem hefur nei­kvæð áhrif á vatns­gæði og líf­fræði­lega fjöl­breytni. Og í suð­ur-, mið- og austur Evr­ópu ógnar eyði­merk­ur­myndun um 25% jarð­vegs. Á hverju ári tap­ast millj­arður tonna jarð­vegs vegna rofs.

Af hverju .. vegna ósjálf­bærrar land­notk­un­ar, ofnýt­ingar og meng­unar jarð­vegs.

Af hverju ættu Evr­ópa að bregð­ast við?

Hingað til hefur engin sam­staða verið um lag­ara­mma jarð­vegs­verndar innan Evr­ópu. Ekki er til nein ramma­til­skipun sem tekur beint á mál­efnum tengd jarð­vegi. Þó er til laga­legur grund­völlur fyrir verndun jarð­vegs í grein 191 í sátt­mála um starfs­hætti Evr­ópu­sam­bands­ins (Tr­eaty on the Funct­ion­ing of the EU). Þar eru skýr ákvæði um að stefna sam­bands­ins miði að því að varð­veita, vernda og bæta gæði umhverf­is­ins, vernda heilsu manna, nýta nátt­úru­auð­lindir skyn­sam­lega, stuðla að aðgerðum á alþjóð­legum vett­vangi til að takast á við svæð­is­bundin eða alþjóð­leg umhverf­is­vanda­mál, og einkum bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Allt þetta eru atriði sem hafa þann sam­nefn­ara sem felst í að byggja upp og varð­veita gott ástand jarð­vegs.

Heil­brigður jarð­vegur er uppi­staðan í vef áskor­ana nútím­ans. Hann er lyk­il­lausn til að takast á við áskor­anir að ná hlut­leysi í lofts­lags­mál­um, mynda þol gagn­vart lofts­lags­breyt­ing­um, þróa hringrás­ar-lág­kolefna-líf­hag­kerfi, snúa við tapi á líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika, stöðva eyði­merk­ur­myndun og snúa við hnignun land­gæða, veita hollan mat og vernda heilsu manna. Hvað er betra á köldum covid-vetri en að sjá ljósið fram und­an?

Það er hag­kvæmt að snúa þró­un­inni við

Fjár­hags­hliðin skiptir máli. Akur­lendi og gras­lendi í Evr­ópu gefa af sér tekjur sem eru um 11.253 millj­arða króna virði á hverju ári. Minna en 1/3 kemur til vegna rækt­unar afurða eða upp­skeru (3.071 millj­arðar ISK), en 2/3 koma vegna þjón­ustu vist­kerfa. Hnignun jarð­vegs­gæða veldur hins vegar tapi upp á 7.386 millj­arða kr. árlega. Jarð­vegs­rof kostar Evr­ópu­löndin því árlega um 184.650 millj­arða króna ein­göngu vegna taps á fram­leiðni í land­bún­aði og tæpa 23 millj­arða króna vegna taps á lands­fram­leiðslu. Stórar tölur sem erfitt er að festa hendi á. 

Verð­mið­inn, eða kostn­aður vegna aðgerða­leysis við rýrnun jarð­vegs­gæða, er um sexfaldur miðað við kostn­að­inn sem felst í aðgerðum til jarð­vegs­verndar í Evr­ópu, til að vega upp tap jarð­vegs­gæða. Þar fyrir utan er síðan ávinn­ingur sem ekki telst í pen­ing­um. Fjár­fest­ingar til að stöðva og snúa við hnignun jarð­vegs geta skilað stórum efna­hags­legum ávinn­ingi. Það er því hag­kvæmt að fjár­festa í for­vörnum og end­ur­heimt jarð­vegs­gæða. 

Góðu frétt­irnar eru að nágrannar í Evr­ópu ætla að snúa þess­ari þróun við hjá sér. Þetta er sögu­leg við­horfs­breyt­ing.

Evr­ópu­löndin hafa sett fram og sam­þykktu þann 17. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn sína fyrstu áætlun um jarð­vegs­vernd á vett­vangi fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins.

„EU Soil Stra­tegy for 2030 Reap­ing the benefits of healthy soils for peop­le, food, nat­ure and clima­te“

Auglýsing
Og já, þar kemur orðið töfra­teppi fram! Að líta megi á þetta örþunna lag sem við köllum jarð­veg sem töfra­teppi – því við ætl­umst til svo mik­ils af því að það sé töfrum lík­ast.

Fram­tíð­ar­sýn Evr­ópu 2050 um gott ástand jarð­vegs felst í því að breyt­ingar verði gerðar á land­notkun og vernd og umsjón jarð­vegs svo að:

  • árið 2050 verði öll vist­kerfi Evr­ópu í heil­brigðu ástandi og þannig betur búin að takast á við áföll.
  • árið 2050 verði vernd, sjálf­bær notkun lands og end­ur­heimt jarð­vegs­gæða orðin sjálf­sögð gæði og hvers­dags­legt hefð­bundið ástand.

Ítar­legri mark­mið til 2030 eru sett fram varð­andi end­ur­heimt vist­kerfa, hlut­leysi land­hnign­un­ar, mengun jarð­vegs, bætt vatns­gæði, kolefn­is­bind­ingu ásamt aðlögun og mót­vægi gegn lofts­lags­breyt­ing­um. 

Að koma jarð­vegs­vernd upp á sama stig og nú þegar er til staðar fyrir loft, vatn og haf er stór áskor­un. Til að ná árangri, er áætl­unin sett fram til að þróa nýjar leiðir fyrir nauð­syn­legar breyt­ingar innan ríkja, innan vett­vangs Evr­ópu og á heims­vís­u. 

Nýja jarð­vegs­á­ætl­unin er stórt skref fram á við, og lyk­il­at­riði í öðrum áætl­unum ESB m.a. stefnu um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika fyrir árið 2030 og stuðlar að mark­miðum Græna sam­komu­lags­ins í land­bún­að­ar­stefnu þeirra. 

Ég hvet ykkur til að lesa nánar um verndun Töfra­tepp­is­ins- Fram­tíð­ar­sýn Evr­ópu til 2030 og bak­grunnskjalið sem fylgir áætl­un­inni. Efni­viður ætl­aður til und­ir­bún­ings lög­gjöf um jarð­vegs­vernd, EU Soil Health Law, sem verður lögð fram fyrir 2023.

Við eigum nefni­lega okkar eigið teppi, sem enn á eftir að staga í og hlúa að. Það er sam­eign okkar allra og þar með sam­eig­in­leg ábyrgð okkar að fara vel með. Okkur vantar nýja liti til að þræða inn í okkar vef og und­ir­búa fram­tíð­ina, sem að sjálf­sögðu verður að vera sjálf­bær.

Höf­undur er jarð­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar