Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda

Árni Stefán Árnason segir að fullt tilefni sé fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að leggjast yfir starfshætti MAST varðandi velferð dýra.

Auglýsing

Fyrir rösku ári tók yfir­dýra­læknir ákvörðun um, að aflífa skyldi á fjórða hund­rað skraut­fugla í ein­angrun hjá gælu­dýra­versl­un. Höfðu þeir verið fluttir til lands­ins og voru í sótt­kví.  Einn fugl­anna tald­ist greindur með Nor­ræna fuglamít­il­inn (Klettamít­il­inn, eins og Nátt­úru­stofnun skil­greinir hann). Það var ástæða ákvörð­unar yfir­dýra­lækn­is. Mít­ill­inn mætti ekki dreifast í búfé né menn sökum hættu á skað­legri dreif­ingu óskil­greindra smit­sjúk­dóma. Málið hlaut mikla umfjöllun einkum af frétta­stofu Stöðvar 2 og heil­brigðir fugl­arnir sam­úð. Að beiðni eig­enda fugl­anna urðu þeir skjól­stæð­ingar mínir í þeim til­gangi að vernda lífi þeirra. Rök fær­ustu fugla­sjúk­dóma­sér­fræð­inga erlendis studdu þá ákvörðun mína.

Síðar kom svo í ljós að fyr­ir­huguð aðför MAST að þessum fuglum hefði verið hand­vömm eins og svo oft áður hjá þeirri stofn­un. Skv. upp­lýs­ingum frá Nátt­úru­fræði­stofnun stafar engin hætta af þessu mítli þvert á full­yrð­ingar MAST. Um það var fjallað í frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik snemma á þessu ári.

Sand­kassa­leikur MAST

Sex mán­aða máls­með­ferð MAST, að und­ir­lagi yfir­dýra­lækn­is, fram­kvæmda­stjóra mark­aðs­stofu stofn­un­ar­innar og lög­fræð­ings henn­ar, var  á köflum langt frá þeim kröf­um, sem gerðar eru til með­ferðar stjórn­sýslu­mála. Stjórn­skip­unar og eft­ir­lits­nefnd Alþingis ætti sann­ar­lega að taka til skoð­unar starfs­hætti MAST því þetta er ekki í fyrsta skiptið sem stofn­unin virðir ekki stjórn­sýslu­lög.

Auglýsing

Aukin gagna­öflun og sam­starf við fremstu sér­fræð­inga leiddi til þess að MAST neydd­ist til að fresta aftöku fugl­anna. Óvit­ur­legar ákvarð­anir ósam­rým­an­legar lögum komu á færi­bandi frá fyrr­greindum starfs­mönn­um,  sem brást stöðugt boga­listin í með­ferð máls­ins t.d. með óþol­andi skila­boðum um fyr­ir­huguð inn­grip þegar málið var komið á for­ræði æðsta stjórn­sýslu­stigs, ráð­herra, með kæru. 

Virð­ing­ar­leysi yfir­dýra­læknis

Yfir­dýra­læknir kom af virð­ing­ar­leysi fram við umbjóð­endur mína í þessu stærsta dýra­vernd­ar­máli Íslands­sög­unn­ar. Allan máls­með­ferð­ar­tím­ann var hann aldrei sýni­legur og van­stillt­ur  lög­fræð­ingur stofn­un­ar­innar virt­ist um tíma iða í skinn­inu að farga þessum heil­brigðu fugl­um. Í einni mis­heppn­aðri til­raun til slíks og áður en málið var til lykta leitt af ráðu­neyt­inu var honum og dýra­lækna­hirð hans, með dráp­stólin til­bú­in, vísað með skömm frá sótt­kvínni að fyr­ir­skipan lög­reglu. 

Mál­inu lauk þó aldrei með þeirri nið­ur­stöðu sem ég ætl­aði mér að ná, umbjóð­endur mínir ákváðu að taka aðra stefnu í mál­inu en ég ráð­lagði þeim og voru fugl­arnir að lokum allir aflífaðir m.a. með laga­klækj­um, sem stofn­unin beitt­i. 

Frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur fjallar um mítla

S.l. vor fjall­aði frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn Kveikur um Skóg­armítla(­Klettamítla). Það vakti áhuga minn vegna þessa máls. Starfs­maður Nátt­úru­vernd­ar­stofn­unar upp­lýsti mig um það að engin hætta stafar af þessum mítli hvorki fyrir búfé né menn. - Þvert á full­yrð­ingar yfir­dýra­læknis og sér­fræð­inga á rann­sókn­ar­stofu Háskóla Íslands að Keld­um. Því var aðförin að fugl­unum sví­virði­leg, and­stæð dýra­vernd­ar­lögum og olli umbjóð­endum mínum veru­legu fjár­hags­legu tjóni og óþæg­ind­um.

Ekki tekið mark á þýskri sér­fræði­ráð­gjöf

Í sam­ræmi við rétt aðila til and­mæla og rann­sókn­ar­reglu  stjórn­sýslu­laga var leitað til sér­fræð­ings í fugla­sjúk­dómum við einn virtasta háskóla Þýska­lands í Hanover. Þess sama og yfir­dýra­læknir þáði dýra­lækna­próf­skír­teini sitt frá. Ástæða þótti veru­leg þar sem í ljós kom að færa mátti sterk rök fyrir að ákvörðun MAST byggð­ist ekki á nægri þekk­ingu, hvað síðar kom í ljós,  eins og á undan er get­ið. 

Málið var end­ur­upp­tekið að kröfu umbjóð­enda minna. Hald­inn var fjöl­mennur síma­fundur með starfs­mönnum MAST með sér­fræð­ingn­um, sem höf­undur sat, sem full­trúi eig­enda. Yfir­dýra­læknir sá þó ekki sóma sinn að sitja þennan fund þó vart hafi hann fengið alvar­legra mál á sitt borð að teknu til­liti til þess fjölda dýra, sem ógnað var og full­yrt var af MAST að ógn stæði af.  

Ráð­legg­ing­arnar þýska sér­fræð­ings­ins voru skýrar en hafðar að engu af MAST. Þær voru:

- að mítl­inum væri hægt að eyða, það væri gert reglu­lega á fugla­búum í Þýska­landi, mít­il­inn væri löngu orðin land­lægur á Íslandi með far­fugl­um, dýra­vernd­ar­sjón­ar­mið ætti að virða og ekki að  aflífa heil­brigða fugla.

 - Það var væg­ast sagt ömur­leg­t,  að horfa á yfir­læt­is­leg and­lit full­trúa MAST, stökkva bros á kinnar á fund­in­um,  þegar þýski sér­fræð­ing­ur­inn ítrek­aði til­mæli í lok fund­ar­ins að aflífa ekki heil­brigð dýr þegar við­ur­kenndar aðferðir stæðu til boða að hjálpa þeim. Geðs­hrær­ingu mátti greina í rödd þýska sér­fræð­ings­ins, að vera svo fjarri og geta ekki haft meiri áhrif,  en ég hafði áður und­ir­búið og upp­lýst hann um hvaða mót­læti hann mætti búast við. Það koma á dag­inn. Síma­fund­ur­inn var forms­at­riði og til­gangs­laus sýnd­ar­mennska af hálfu MAST í því skyni að geta sagt að rann­sókn­ar­reglu stjórn­sýslu­laga hefði verið fylgt.

Dýra­læknum bannað að sinna fugl­unum

Þrátt fyrir skýr fyr­ir­mæli í lögum um vel­ferð dýra heim­il­aði MAST ekki að koma dýr­un­um, sem voru undir grun um að hýsa mít­il­inn til hjálpar þó að laga­á­kvæð­ið, sem beitt var ætti við um sjúk dýr, smit­sjúk­dóma.

MAST studdi ákvörðun sína um aflífun fugl­anna auk þess við ákvæði í lögum um inn­flutn­ing dýra, sem gat ekki átt við og er úr lög­um,  sem telja má úreld miðað við nútíma þekk­ingu. Þar er rit­að:

Komi upp alvar­legur smit­sjúk­dómur í sótt­varna- eða ein­angr­un­ar­stöð skal gera hverjar þær ráð­staf­anir sem þurfa þykir til að hefta útbreiðslu hans, m.a. fella dýr, ef nauð­syn kref­ur, og stöðva dreif­ingu erfða­efnis það­an. (15. gr. laga um inn­flutn­ing dýra nr. 54 frá 1990)

Skýr­ing á ákvæð­inu er þessi: Grein­ing mít­ils á fugli sam­svarar ekki að fugl­inn beri smit­sjúk­dóm.  

Ekki var sýnt fram á neina nauð­syn,   að fella dýrin og engar ráð­staf­anir gerð­ar, eins og ákvæðið skyld­ar, til hefta útbreiðslu á meintum grun um til­vist smit­sjúk­dóms.  Þar má nefna, að veita þeim dýra­lækn­is­að­stoð sbr. 7. gr. laga um vel­ferð dýra um skyldur dýra­lækna til að veita sjúkum dýrum lækn­is­að­stoð, sbr. 2. gr. laga um dýra­lækna og heil­brigð­is­þjón­ustu við dýr sem kveður á um sömu skildu.

Miklu fleiri laga­á­kvæði mætti týna til, sem hefðu verndað líf þess­ara fugla og geta leitt til þess að grun­semdum um fram­an­greinda óværu væri útrýmt með við­eig­andi með­ferð. - MAST sýndi enga slíka við­leitni.

Yfir­dýra­læknir var kærður til lög­regl­unnar á Suð­ur­landi fyrir meint brot á tugum laga­á­kvæða í máls­með­ferð­inni og rök­stutt ítar­lega í hverju hin meintu brot fólust. - Slík var spill­ingin í þess­ari máls­með­ferð að mati eig­anda að rík ástæða þótti til þess. Kæru­mál­inu var vísað frá.

MAST vinni sam­kvæmt lögun en ekki þókn­an­leika

Mat­væla­stofnun er stjórn­sýslu­stofn­un, sem á að vinna að fram­kvæmd þeirra laga,  sem henni er falin fram­fylgd á og það skv. stjórn­sýslu­lög­um, mik­il­væg­ustu lög­unum þegar leysa á úr ágrein­ingi á milli ein­stak­linga, lög­að­ila og stjórn­valds um rétt­indi og skyld­ur. MAST hefur enga hent­ug­leika­heim­ild í þeim efn­um. Það er því við­fangs­efni fyrir stjórn­skip­unar og eft­ir­lits­nefnd þings­ins að taka mark á því, sem hér kemur kemur fram og láta sig stjórn­ar­hætti MAST varða. Brýnt til­efni er til. 

Stofn­unin hunds­aði í upp­hafi, rann­sókn­ar­reglu stjórn­sýslu­laga. Fór sínar eigin leiðir og eina ástæðan getur verið þekk­ing­ar­leysi. Það er sam­fé­lag­inu ekki boð­legt af hálfu stjórn­sýslu­stofn­un­ar. Í lögum seg­ir:  Stjórn­vald skal sjá til þess að mál sé nægj­an­lega upp­lýst áður en ákvörðun er tekin í því. 

Málið var ekki nægi­lega vel upp­lýst þegar höf­undur fékk það í hendur og rök­studd and­mæli eig­enda voru í upp­hafi máls­ins virt að vettugi. And­mæla­frestir voru allt of skammir að teknu til­liti til hags­muna og fræði­legs flækju­stigs máls­ins.

Hvorki yfir­dýra­læknir né aðrir innan MAST eru ekki sér­fræð­ingur í hegðun og áhrifum skor­dýra á búfé eða mann­fólk, en settu sig þó skör  hærra en erlendur sér­fræð­ing­ur. Tóku ekk­ert mark á rök­semdum hans byggðum á ára­löngum vís­inda­legum rann­sókn­ar­störfum og árangri.

Margar fleiri meg­in­reglur stjórn­sýslu­laga voru brotnar af hálfu MAST, sem gekk fram af mik­illi hörku, óbil­girni, beitti að því er virð­ist af ásetn­ingi röngum rétt­ar­heim­ildum og virti ekki heldur mik­il­væga meg­in­reglu stjórn­sýslu­laga, regl­una um með­al­hóf. Hún kveður á um: 

Stjórn­vald skal því aðeins taka íþyngj­andi ákvörðun þegar lög­mætu mark­miði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og væg­ara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sak­irnar en nauð­syn ber til. 

Fram­kvæmd verði gæða­út­tekt á starfs­háttum MAST

Ég hef oft þurft að eiga sam­skipti við  MAST vegna dýra­vernd­ar­mála og kann frá fl. sögum að segja, sem m.a. varða sjálfan mig per­sónu­lega og sví­virði­legri fram­komu yfir­dýra­lækn­is.

Stjórn­sýsla MAST virð­ist ekki lúta neinu utan­að­kom­andi eft­ir­liti. Í dýra­vernd­ar­málum hagar hún sér hrein­lega heimsku­lega í ýmsum skiln­ing. Mál drag­ast árum saman á lang­inn á kostnað van­líðan dýra - dýra­níðs.  Þar má nefna mál eins og Dals­mynni hunda­rækt­un, svína og Brú­neggja­mál­ið. Þá virð­ist þekk­ing­ar­leysi lög­fræð­inga stofn­un­ar­innar á beit­ingu refsi­á­kvæða laga um vel­ferð dýra af afar skornum skammti. Engin fram­an­greindra aðila var t.d. kærður til lög­reglu með kröfu um útgáfu ákæru og refs­ingu þó lög kveði á um allt að tveggja ára fang­elsi fyrir aðför að dýrum eins og í þessum málum átti sér stað. -  Ég ítreka því, að fullt til­efni er fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis að leggj­ast yfir starfs­hætti MAST varð­andi vel­ferð dýra.

Úrbóta­tæki­færi í innra starfi MAST

Það væri ekki óvit­ur­legt af for­stjóra MAST að rifja upp annan hluta SKÝRSLA UM MAT­VÆLA­STOFNUN frá 27. mars 2017, gefin út af Atvinnu­vega og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu eftir Bjarni Snæ­björn Jóns­son og Ólafur Odd­geirs­son og jafn­vel beina því til stjórn­valda með eft­ir­lits­hlut­verk gagn­vart opin­berum stofn­un­um,  að kynna sér efni þeirra skýrslu, sem er henni ekki til sóma. 

Mat­væla­stofnun hefur hlotið mikla gagn­rýni í gegnum tíð­ina og alvar­legan áfell­is­dóm má finna í fyrr­nefndri skýrslu. Engin trygg­ing er þó fyrir því að úr verði bætt enda virð­ist eft­ir­lit með stofn­un­inni ekk­ert. Hún virð­ist ríkja í eigin ríki eins og virtur lög­maður komst að orði í gagn­rýni sinni um ýmiss stjórn­völd nýlega. 

Stofn­unin hefur neyðst til að hverfa frá fyrri ákvörð­unum sín­um, sem hafa oft ein­kennst af mik­illi hand­vömm, sem á ekk­ert skylt við með­ferð stjórn­sýslu­mála. Sér­fræð­ingar stofn­un­ar­inn­ar, sem svo er kall­að­ir, falla í þá gryfju að fást við mál, sem þeir á engan hátt hafa vald á, eru þras­gjarn­ir, eiga erfitt með að hemja skap sitt, nokkuð sem á ekki heima í stofnun á vegum rík­is­ins, sem ætlað er að leiða hið sanna og rétta í ljós ef ágrein­ingur kemur upp, fylgja meg­in­reglum stjórn­sýslu­laga - og í kjöl­farið taka ákvörð­un, byggða á með­al­hófs­reglu lag­anna eða vísa máli til lög­reglu sé um meint refsi­vert brot á lögum að ræða.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar