Blóðmeraníðið, krafan um réttarfarslegan farveg dýraníðs í réttarríki o.fl. – I hluti

Árni Stefán Árnason, sem skrifaði fyrstu umfjöllun um blóðmerahald sem birtist hérlendis í áratugi í byrjun árs 2020, íhugar nú að beina blóðmeramálinu til lögreglu eða til ríkissaksóknara.

Auglýsing

Þessi kafla­skipta grein eru hug­leið­ingar um við­brögð rétt­ar­ríkis í málum af þeim toga sem blóð­mera­málið er. Málið er alvar­leg­asta mál íslenskrar dýra­vernd­ar­sögu og til þessa hef­ur, að mínu mati, sem lög­fræð­ings með sér­þekk­ingu á íslensku dýra­vernd­ar­lög­gjöf­inni, alls ekki verið tekið á af fram­kvæmda­vald­inu og dóm­stólum í sam­ræmi við skýran vilja Alþingis eins og hann kemur fram í settum rétti, hvorki fyrr né síð­ar. Það hef ég reifað áður og rök­stutt í greina­skrifum og loka­verk­efni mínu í laga­námi um rétt­ar­á­hrif og fram­kvæmd dýra­vernd­ar­laga á Íslandi.

Haustið 2019 hóf ég skrif mest lesnu greinar minnar um dýra­vernd á Íslandi, Blóð­mera­hald og fallin folöld þeirra. Fyrsta umfjöllun hér­lendis um málið í ára­tugi. Birt í Kjarn­anum í jan­úar 2020. Skrifin tóku mán­uði. Þó aðeins drepið á broti af því, sem nú hefur verið afhjúpað. Hags­muna­að­il­um, MAST og öðrum stjórn­völdum sl. 40 ár hafði tek­ist að halda leynd yfir ofbeld­inu í blóð­tök­unni. Á milli skrifa og birt­ingar kynnt­ist ég AWF/TSB. Á sama tíma hafn­að­i ­um­boðs­laus for­maður Dýra­vernd­ar­sam­bands Íslands­ ­sam­starfi við AWF/TSB vegna máls­ins, þeim til mik­illar undr­un­ar, þó ekki mér. Í aðdrag­anda kosn­ing­anna gerði ég, í tveimur Kjarna­grein­um, grein fyrir ofbeld­inu, sem sýnt yrð­i, enda hef ég haft heim­ilda­mynd­ina undir höndum frá því snemma í haust eða löngu áður en hún var birt. Engin við­brögð. MAST var send ábend­ing. Engin við­brögð þrátt fyrir ítrek­aðar fyr­ir­spurnir og kvartað hefur verið til Umboðsmanns Alþingis vegna. Svo virð­ist sem MAST og hlut­að­eig­andi aðilar hafa alltaf ætlað sér að þagga málið þar til neydd til við­bragða eftir afhjúpun eins og fram kemur síð­ar.

Auglýsing
Samstarf mitt við AWF/TSB hefur verið þétt í tvö ár, ótal fundir fyrir og eftir afhjúp­un. Árangur af vinnu sann­fær­ingar okkur um að hér sé stundað dýra­níð í stórum stíl í blóð­mera­haldi hefur nú verið opin­ber­að­ur. Blóð­mera­málið varðar víð­tæka lög­gjöf, krefst úrlausnar í sam­ræmi við hana. Mik­il­vægt er að geta þess strax að AWF/TSB hefur engan áhuga á því að sækja ein­hvern til saka heldur er það mark­mið sam­tak­anna að Alþingi beiti sér fyrir banni á blóð­töku. Það er ann­ara að benda á lög­brot og leita uppi sak­born­inga. 

Hvernig verður blóð­mer­a­iðn­að­ur­inn stöðv­aður

Upp­haf og endir hans er hjá hinum valda­mikla svína­kjöts­neyt­anda. Ákveði hann að hætta svína­kjöts­neyslu er málið sjálf­dautt og frek­ari aðgerða er ekki þörf.

Alþingi í kast­ljósi heims­ins vegna dýra­níðs

Blóð­mera­málið hefur náð heims­at­hygli. Máski verður það til þess að Alþingi leggi við hlust­ir. Nýtt frum­varp um bann hefur verið lagt fyrir þingið af Flokki fólks­ins. 

Ég og AWF/TSB munum fylgj­ast náið með fram­vindu máls­ins á Alþingi í atvinnu­vega­nefnd, umsögnum og að lokum atkvæða­greiðsl­unni og gera grein fyrir nið­ur­stöðu máls­ins, hverjir voru með, hverjir sátu hjá, ef ein­hverj­ir og hverj­ir, ef ein­hverj­ir, greiddu atkvæði gegn frum­varp­inu. Því verður síðan miðlað til miðla, sem þegar hafa fjallað um málið og and­stæð­ingar frum­varps­ins um að banna blóð­töku, ef ein­hverjir verða, verða eflaust kynntir ræki­lega. Nei­kvæðni í garð frum­varps­ins verður þing­mönnum ekki til fram­dráttar á heims­vísu né ímynd Íslands.

Afstaða nokkuð stærra þings, Evr­ópu­þings­ins, skýr

Von­andi verður afstaða Evr­ópu­þings­ins, og von­andi innan skamms, æðri vald­hafa innan Evr­ópu­sam­bands­ins, til þess fótum verð kippt undan áfram­hald­andi fram­leiðslu PMSG á Íslandi. Upp­lýs­ingar um mynd­ina eru komnar til helstu stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. 

MAST hyggst rann­saka sjálft sig - Við­brögð AWF/TSB

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sam­starfs­að­ilum mín­um, AWF/TSB, veltir nú settur yfir­dýra­læknir fyrir sér hvort hann og for­stjóri MAST eigi að kæra málið til lög­reglu en sá fyrr­nefndi hefur óskað eftir gögnum um málið frá sam­tök­un­um. Ég hef tjáð þeim að það sé umhugs­un­ar­efni að láta frek­ari gögn í hendur MAST, sem ætlar m.a. að rann­saka eigið hátta­lag og eigi að taka ákvörðun m.a. hvort því hátta­lagi verði vísað til rann­sóknar lög­reglu með kæru. Sam­kvæmt fundi sem ég átti með AWF/TSB í gær­morg­un, mánu­dag, má búast má við frétta­til­kynn­ingu til íslenskra fjöl­miðla, þriðju­dag eða mið­viku­dag um við­brögð AWF/TSB við mála­leitan MAST, sem AWF/TSB hefur mjög sterkar skoð­anir á. Sem fyrr segir stendur hugur sam­tak­anna ekki til að koma höggi á meinta sak­born­inga heldur afnám blóð­töku.

MAST hefur orðið upp­víst að alvar­legri hand­vömm í mörgum mál­um, eins og síðar verður ræki­lega get­ið. Þá er skemmst frá því að segja að það stendur ekki steinn yfir steini í mál­flutn­ingi stofn­un­ar­innar í þessu máli, eins og svo oft áður og ég og AWF/TSB erum sam­mála um varð­andi þetta mál. Ég tel auk þess að bæði hæfis og hæfn­is­skil­yrði stjórn­sýslu­laga séu brostin hjá MAST til að fjalla meira um mál­ið. Ein­ungis óháður aðili sé nú fær um það. Þann aðila verði Svan­dís Svav­ars­dóttur land­bún­að­ar­ráð­herra að skipa.

Ég íhuga nú, vegna per­sónu­legs og almenns van­trausts á MAST, að beina þessu máli í beint til lög­reglu og/eða til­ ­rík­is­sak­sókn­ara skv. 52. grein saka­mála­lag­anna enda tel ég málið mjög alvar­legt í lög­fræði­legum skiln­ingi sbr. síð­ar. Það sé borg­ara­leg skylda mín.

Brota­þol­arn­ir, tug­þús­undir blóð­mera í ára­tugi og afkvæmi þeirra eiga skilið við­brögð ákæru­valds og dóm­stóla

Ef blóð­mera­málið færi fyrir dóm­stóla, sem ætti ekki að vera tog­streita um, yrði nið­ur­staða dóm­ara eða fjöl­skip­aðs dóm­stól nokkuð skýr að mínu mati. Ætti það við á öllum dóm­stig­um. Upp­fyllt eru, að mínu mati og því mið­ur­, refsiskil­yrði dýra­vel­ferð­ar­laga um 2ja ára fang­elsi og svipt­ingu leyfis ævi­langt til að halda dýr. Verkn­aði í heim­ilda­mynd­inni má í raun heim­færa við fjöl­mörg refsi­verð ákvæði í lögum um vel­ferð dýra og getið verður síð­ar. Brot virð­ast auk þess stór­felld eða ítrek­uð. 

Ég er almennt ekki tals­maður refs­inga nema að mjög vel ígrund­uðu máli, að sann­anir liggi fyrir um refsi­verðan verknað og sak­næmi. Til­gangur refs­ingar er skv. lær­dóms­ritum er m.a. sá að lýsa andúð sam­fé­lags­ins á verkn­aði. Sú andúð varð ljós þegar á birt­ing­ar­degi heim­ilda­mynd­ar­innar og hafa frétta og sam­fé­lags­miðlar logað síð­an. Þegar að dýra­vernd­ar­málum kemur er ég hik­laust tals­maður þess að tekið sé hart á mál­um. Dýrin eru á engan hátt fær um að svara fyrir sig og geta frá engu sagt og eru auð­veld bráð hins illa inn­rætta hugar manns­ins, á köfl­um. Málsvari þeirra erum við, sem látum okkur dýra­vernd varða og málsvarar þeirra ættu líka að vera fram­kvæmda­vald og dóm­stól­ar. Hinir tveir síð­ast­nefndu hand­hafar rík­is­valds­ins hafa aldrei stigið hart til jarðar í þeim efnum á Íslandi utan sér­at­kvæða í Hæsta­rétti Íslands.

Ákvarð­anir refs­inga hjá íslenskum dóm­stólum í dýra­vernd­ar­mál­um, til þessa, hafa vart haft önnur áhrif á dæmdu en að þær fær­ast í saka­skrá við­kom­andi. Í ákvörðun refs­ingar á þó að nokkru að fel­ast að hún hafi fælni­á­hrif á aðra, sem er og að hluta til­gangur refsi­á­kvæða. Aldrei hefur verið dæmd þyngsta leyfi­lega refs­ing í brotum á dýra­vernd­ar­lög­gjöf hér­lendis og ég hef eig­in­lega ekki hug­mynda­flug í að átta mig á því hvaða hrotta­skap þurfi að beita til þess. Er ekki verkn­aður í blóð­mera­mál­inu nægi­leg­ur? Getur þetta orðið verra. Á sama tíma hafa pylsu­pakka­þjófar í mat­vöru­versl­unum fengið dóma að fullu í sam­ræmi við brot sitt skv. refsi­á­kvæð­um. Erlendis þyrftu menn, í flestum rétt­ar­ríkjum að lúta þungum dómum fyrir verknað blóð­mera­máls­ins þ.á.m. fang­els­is­dómum enda eru mál á kali­beri máls­ins lit­inn þar mjög alvar­legum augum af lang­flestum dóm­stól­um. Um það er hægt að nefna hell­ing af dæm­um. 

Ég bind því vonir við að þetta mál fari í far­veg dóm­stóla. Dýr­in, þó þau hafi engan skiln­ing á því, hafa þó ekki gleymt þján­ing­unni sem við höfum valdið þeim. Það væri mat fáfróðra á þessum skyni gæddu líf­verum að halda því fram. Öll dýr forð­ast hætt­ur, hvað þá end­ur­teknar hættur og eru mer­arnar því vel með­vit­aðar um hvað býður þeirra ef af næstu blóð­töku verður sbr. Sús­anna Sand Ólafs­dótt­ir, for­maður Félags tamn­inga­manna í Pall­borði á Stöð2 s.l. föstu­dag.

Ég hef hins vegar enga trú á að af frek­ari blóð­tökum verði enda muni Alþingi og Evr­ópu­sam­bandið sjá til þess. 

Í hlut­verk dóm­ara

Blóð­mera­málið er í lög­fræði­legum skiln­ingi auð­velt úrlausn­ar­efni fyrir dóm­stóla á öllum dóm­stig­um. Fyrir liggja svo miklar sann­anir að ákæru­valdi og dóm­stólum væri létt verk fyrir höndum í sönn­un­ar­færslu og ákvörðun refs­ing­ar.

Ég ætla ekki að setja mig í dóm­ara­sæti hér­, en ég ætla samt að gera mér smá mat út því hlut­verki því að lögum þá upp­fylli ég eins og margir aðrir skil­yrði með­dóm­ara yrði hann skip­að­ur. Fari svo að þetta mál verði kært, ákæra gefin út og það fer fyrir dóm­stóla hlýtur fjöl­skip­aður dóm­stóll að verða skip­aður í hér­aði og jafn­vel sér­fróður ein­stak­lingur kall­aður til í Lands­rétti og Hæsta­rétti ef málið fer þang­að. Málið að umfangi er slíkt. Auk þess er þetta skv. dóma­safni allra dóm­stóla pott­þétt alvar­leg­asta dýra­vernd­ar­mál Íslands­sög­unnar þar sem hvert refsi­vert laga­á­kvæðið á fætur öðru var möl­brot­ið. Heim­færsla við refsilaga­á­kvæði er með því auð­veldasta sem ég hef séð í öllum mínum dóma­lestri.

Ég tel mig því full­færan að setj­ast í þetta sæti því ég hef rann­sakað dýra­vernd­ar­lög­gjöf­ina frá upp­hafi og gjör­þekki til­gang hennar og mark­mið. Það er því til­valið og í raun skylda mín að stíga til baka og aftur til náms­ár­anna þegar við laga­nem­arnir feng­umst einmitt við svona verk­efni til úrlausn­ar, að dæma í málum til að læra af og þjálfa sig undir leið­sögn þunga­vikt­ar­að­ila í laga­kennslu. 

Máls­at­vik og lagarök

Í stuttu máli eru máls­at­vik blóð­mera­máls­ins þau að blóð­takan hefur verið stunduð í 40 ár. Yfir­gnæf­andi líkur eru á því að ofbeldi hafi verið beitt allan þann tíma við tug­þús­undir merar og folöld enda eru þær allar hálf villtar og önnur með­höndlun en ofbeldi úti­lokar að hægt sé að ná þeim árangri að lokka þær í bása til blóð­töku. Brotin eru því stór­felld eða ít­rek­uð, að mínu mati hvorttveggja, ­sem eru á meðal refsiskil­yrða dýra­vel­ferð­ar­lag ef dæma á hámarks refs­ingu. Úti­lokað er að gera alla þá sem hafa beitt þessu ofbeldi að sak­born­ing­um. Mál fyrn­ast. Ég ætla því að afmarka málið við þann tíma sem í mynd­band­inu er þ.e. blóð­tök­una s.l. haust og tveimur árum áður.

Auglýsing
Hafið er yfir allan vafa, að mínu mati, að brot hafa verið framin á eft­ir­töldum ákvæðum í lögum um vel­ferð dýra og lögum um dýra­lækna og heil­brigð­is­þjón­ustu við dýr, það kemur fram í mynd­band­inu auk þess sem aðrir ábyrgir eft­ir­lits­að­ilar hafa, án nokk­urs vafa í mínum huga, gerst brot­legir við sömu lög.

Þau ákvæði sem skipta máli í lögum um vel­ferð dýra eru: 1., 6., 7., 8., 9., 10., 12., 13., d.,e.,f. og g liðir 1. mgr. 14, a og g liðir 1. mgr. 15. gr., 3. mgr. 16., 29., 30. og 45. gr.

Refsi­á­byrgðin er eft­ir­far­andi: Fyrir stór­fellt eða ítrekað brot skal maður sæta fang­elsi allt að tveimur árum nema brot telj­ist meiri háttar svo að það varði refs­ingu skv. 174. gr. almennra hegn­ing­ar­laga.

Til­raun til brota og hlut­deild í brotum skv. nánar til­greindum ákvæðum eru manni refsi­verð eftir því sem segir í almennum hegn­ing­ar­lög­um.

Ég ætla ekki að benda á alla aðila máls­ins, það væri of langt gengið og þjónar engum til­gangi. Ein­ungis emb­ætti æðstu stjórn­enda fram­kvæmdar laga um vel­ferð dýra verða til­greindir auk helstu höf­uð­paura í fram­kvæmd­inni sjálfri. Hitt er hlut­verk rann­sókn­ar­að­ila, að draga hið sanna í ljós, ef af rann­sókn verð­ur. Þeir hafa nú skot­held gögn. Um það o.fl. verður fjallað í næstu grein. Hluta II.

Grein úr Kjarn­anum eftir mig: Blóð­merar og fallin folöld þeirra á Íslandi.

Höf­undur er ­dýra­rétt­ar­lög­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar