600 tonn af merablóði þarf til að framleiða 20 kíló af efni í frjósemislyf fyrir húsdýr

Ísteka hyggst opna nýja starfsstöð og auka framleiðslu sína á lyfjaefni sem notað er í frjósemislyf fyrir húsdýr. Til að auka framleiðsluna úr um 10 kílóum á ári í 20 kíló þarf um 600 tonn af blóði úr fylfullum merum.

Blóð er tekið úr um 5.000 merum á ári hér á landi til framleiðslu á frjósemislyf fyrir önnur húsdýr, fyrst og fremst svín.
Blóð er tekið úr um 5.000 merum á ári hér á landi til framleiðslu á frjósemislyf fyrir önnur húsdýr, fyrst og fremst svín.
Auglýsing

Líf­tækni­fyr­ir­tækið Ísteka fram­leiðir nú um 10 kíló á ári af efni sem notað er í lyf til að auka frjó­semi svína og fleiri hús­dýra í land­bún­aði. Til stendur að auka fram­leiðsl­una um 100 pró­sent á næstu árum en til að fram­leiða 20 kíló af lyfja­efn­inu þarf um 600 tonn af blóði úr fyl­fullum mer­um.

Þetta er meðal þess fram kemur í grein­ar­gerð fyr­ir­tæk­is­ins sem fylgir til­kynn­ingu þess til Skipu­lags­stofn­unar vegna fyr­ir­hug­aðrar stækk­un­ar. Lyfja­fram­leiðsla Ísteka, auk rann­sókn­ar­stofu, lag­ers og skrif­stofu er nú til húsa að Grens­ás­vegi en verið er að bæta við starfs­stöð á Eir­höfða. Þar verður mót­taka hrá­efn­is, mera­blóðs­ins, for­vinnsla þess auk rann­sókn­ar­stofu. Skipu­lags­stofnun hefur kom­ist að því að fram­kvæmd­in, þ.e. hin nýja starfs­stöð, sé ekki lík­leg til að hafa í för með sér umtals­verð umhverf­is­á­hrif og því ekki háð mati á umhverf­is­á­hrif­um.

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, lagði fram frum­varp á Alþingi í vetur um að bannað verði að taka blóð úr fyl­fullum merum í þeim til­gangi að selja það eða vinna úr því vöru til sölu. Frum­varp­ið, ekki síst grein­ar­gerð þess, vakti hörð við­brögð sem birt­ist m.a. í umsögnum nokk­urra dýra­lækna og ann­arra sem að blóð­mera­haldi koma.

Auglýsing

Fyl­fullar hryssur fram­leiða hormón sem kall­ast equine chorion gona­dotropin (eCG), áður kallað pregn­ant mare serum gona­dotropin (PMSC). Blóð­taka úr fyl­fullum merum, sem horm­ónið er svo unnið úr, hefur farið fram hér á landi allt frá árinu 1979 eða í rúm­lega 40 ár. Um 100 bændur eru í sam­starfi við Ísteka og halda þeir sam­an­lagt um 5.000 merar til blóð­töku. Í maí er stóð­hestum sleppt „ í mátu­lega stóra hryssu­hópa“, líkt og fram kemur í umsögn Dýra­lækna­fé­lags Íslands um fyr­ir­komu­lagið og teknir úr þeim á til­skildum tíma þannig að sem flestar hryssur toppi í með­göngu­horm­ón­inu ECG á blóð­söfn­un­ar­tíma­bil­inu. Blóð­tak­an, sem dýra­læknar fram­kvæma, fer fram í blóð­töku­bási á búinu, að und­an­geng­inni stað­deyf­ingu, á viku fresti. Að hámarki fimm lítrar eru teknir úr hverri meri í hvert sinn. Tekið er blóð úr hverri hryssu að jafn­aði fimm sinnum að sumri og aldrei oftar en átta sinn­um. Miðað við þessar upplýsingar af síðu Ísteka má reikna með að 25-40 lítrar af blóði séu teknir úr hverri fyl­fullri meri.

Í dag er nán­ast allt lyfja­efnið sem unnið er úr hryssu­blóð­inu hjá Ísteka flutt út. Úr því eru svo unnin frjó­sem­is­lyf sem notuð eru um allan heim í land­bún­aði „til með­ferðar frjó­sem­is­vanda­mála í hús­dýrum og sam­still­ingar gang­mála,“ líkt og segir íumsögn Félags atvinnu­rek­enda um frum­varp Ingu Sæland.

Verð­mæti úr hreinni nátt­úru

Á heima­síðu Ísteka segir að fyr­ir­tækið sé líf­tækni­fyr­ir­tæki sem skapi „vel­ferð og verð­mæti með skyn­sam­legri nýt­ingu hug­vits og hreinnar íslenskrar nátt­úru“. Það hafi verið stofnað árið 2000 og þar starfi nú um 40 starfs­menn. Ísteka starfar sam­kvæmt leyfi frá Lyfja­stofn­un.

Á nýlega birtu upp­lýs­inga­blaði sem finna má á vef Ísteka segir að svo­kall­aðir vel­ferð­ar­samn­ingar hafi verið gerðir við þá 99 bændur sem eru í sam­starfi við fyr­ir­tæk­ið. Í þessum samn­ingum er að finna ýmis ákvæði, s.s. hvað varðar gæði beit­ar­lands hryss­anna og að Ísteka hafi eft­ir­lits­heim­ild á bæjum þeirra. Í samn­ing­unum eru auk þess bann­á­kvæði. Bannað er að eyða fóstrum hryssa sem blóð er tekið úr og blóð­taka er ekki heimil á þeim bæjum þar sem „vel­ferð­ar­frá­vik“ hafa komið upp sam­kvæmt Mat­væla­stofn­un.

Um 25-40 lítrar af blóði eru teknir úr hverri hryssu á blóðtökutímabilinu. Mynd: Anton Brink

„Verðið á gjafa­blóð­inu hefur hækkað langt umfram aðrar land­bún­að­ar­vörur síð­ustu 20 ár,“ skrifar Arn­þór Guð­laugs­son, fram­kvæmda­stjóri Ísteka,í nýlegri grein á vef fyr­ir­tæk­is­ins. „Bændum í sam­starfi við Ísteka hefur jafn­framt fjölgað mikið og eru þeir dreifðir um allt landið og hjálpa víða til við að tryggja búsetu í brot­hættum byggð­um. Í tengslum við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn ákvað Ísteka að greiða sam­starfs­bændum sínum sér­staka ein­greiðslu eftir sein­asta tíma­bil. Nam auka­greiðslan 6% af verð­mæti inn­lagðra afurða 2020.“ Velta fyr­ir­tæk­is­ins á ári er um 1, 7 millj­arður króna.

Í grein­ar­gerð með frum­varpi Flokks fólks­ins, sem lagt var fram á Alþingi í febr­úar og er nú á borði atvinnu­vega­nefnd­ar, segir að blóð­taka úr lif­andi hrossum sé „virkur iðn­að­ur“ á Íslandi og að á nokkrum stöðum sé hann orð­inn að „stór­bú­skap“ þar sem haldnar séu allt að 200 merar í blóð­fram­leiðslu. „Blóð­merar eru látnar ganga með folöld eins oft og mögu­legt er þar til horm­ónið fyr­ir­finnst ekki lengur í blóði þeirra og þá er þeim slátrað,“ segir í grein­ar­gerð­inni. „Folöldin fara að jafn­aði beint í slát­ur.“ Þá segir að það brjóti gegn „öllum sjón­ar­miðum um vel­ferð dýra að rækta hross til blóð­fram­leiðslu í gróða­skyn­i“.

Ekki frá­brugðið öðru búr­fjár­haldi

Blóð­taka úr fyl­fullum hryssum til fram­leiðslu á frjó­sem­is­lyfjum fyrir önnur hús­dýr er í „meg­in­dráttum ekki frá­brugðin öðru afurða­gef­andi búfjár­hald­i,“ segir í umsögn Dýra­lækna­fé­lags Íslands um frum­varp­ið. Á blóð­söfn­un­ar­tíma­bil­inu meti dýra­læknar heilsu­far hryss­anna. Folöldum þeirra sé ýmist slátrað, sett á sem „fram­tíðar blóð­gjaf­ar“ eða sem reið­hest­ar.

Það er mat félags­ins að þau skil­yrði sem Mat­væla­stofnun setji um starf­sem­ina og það eft­ir­lit sem haft er með henni í dag tryggi vel­ferð dýr­anna. „Dýra­lækna­fé­lagið getur því alls ekki tekið undir það sem kemur fram í grein­ar­gerð­inni [með frum­varp­inu] að starf­semin hafi slæm áhrif á líf og líðan þeirra dýra sem notuð eru.“

Flutn­ings­mönnum og þingi til vansa

Í umsögn tveggja dýra­lækna, Gests Júl­í­us­sonar og Elfu Ágústs­dótt­ur, segir að frum­varpið sé aðför að starfs­heiðri stétt­ar­innar og „flutn­ings­mönnum og þing­inu til vansa“. Þá er það þeirra mat að blóð­takan úr hryss­unum sé ekki „mikið inn­grip í líf eða vel­ferð“ þeirra og sé „á pari við mjólk­un, járn­ingar eða rún­ing og aug­ljós­lega minna inn­grip en slátr­un“.

Auglýsing

Gestur og Elfa telja engin vís­inda­leg rök hníga að því að hryssum verði meint af blóð­tök­unni. „Stærsta ógn við dýra­rík­ið,“ segja þau svo, „má ekki vera öfga­full dýra­vel­ferð þar sem vel­ferðin er svo mikil að ekki verði nein dýr eft­ir“.

Guð­mar Auberts­son dýra­lækn­ir, sem kemur að því að taka blóð úr hryss­un­um, skrifar í sinni umsögn að það blóð sé tekið í hóf­legu magni og seg­ist ekki hafa orðið var við að gengið sé of nærri hryss­un­um. Nefnir hann að blóð­mera­hald hafi haldið lífi í mörgum bændum og „stuðlað að því að sveitir lands­ins hald­ist í byggð“.

Í umsögn Helga Sig­urðs­sonar dýra­lækn­is, sem kom að blóð­töku úr hryssum fyrir fjöru­tíu árum en fylgd­ist með þeim aftur síð­asta sum­ar, kemur fram að segja megi að eina þving­unin sem mer­arnar séu beittar í dag sé múll sem á þær er settur til að festa þær í blóð­töku­bás­inn. Þeirri þvingun aðlag­ist þær fljótt. „Þá er það mikil breyt­ing frá því fyrir 40 árum að nú er notað deyfi­lyf á stungu­stað þannig að blóð­takan verður sárs­auka­laus,“ skrifar Helgi. „Ef það er þessi þvingun sem fer í bága við dýra­vernd­ar­lög má með sömu rökum banna það að temja hesta. Þar er ögunin og þving­unin marg­falt meiri auk þess sem mað­ur­inn situr klof­vega á hest­unum og lætur hann lúta sínum vilja.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent