Styður þú verksmiðjubúskap þessi jól?

Samtök um dýravelferð á Íslandi hvetja fólk til þess að draga úr neyslu á svínakjöti. „Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum.“

Rósa Líf og Darri
Auglýsing

Nær allar afurðir af svínum koma úr búum sem stunda þaul­eldi. Neyt­endur eiga þess ekki kost að kaupa vörur af búum þar sem vel­ferð dýr­anna er í fyr­ir­rúmi. Svín eru með greindustu dýrum, þau er mann­elsk og leik­glöð. Þau lifa inni­lokuð í þröngum stíum og enda líf sitt jafnan í gasklefa.

Sam­tök um dýra­vel­ferð á Íslandi (SDÍ) standa að vit­und­ar­vakn­ingu gegn verk­smiðju­bú­skap í svína­rækt. Vakin er athygli á slæmri með­ferð svína í mat­væla­iðn­aði og hvetja sam­tökin fólk til þess að sleppa ham­borg­ar­hryggnum þessi jól.

Auglýsing

Fróð­leikur um svín

Svín eru greind og skemmti­leg dýr. Þau eru mjög félags­lynd og hafa meiri vits­muni en hund­ar. Með vís­inda­rann­sóknum hefur verið sýnt fram á að þau hafa greind á við þriggja ára börn. Þau geta lært að spila tölvu­leiki og kunna að meta tón­list. Þau dreymir og vilja helst kúra saman með trýni við trýni. Svín hafa fjöl­breytta skap­gerð og per­sónu­ein­kenni eru marg­vís­leg.

Gyltur aðgreina grísi sína á fyrsta degi og nota mis­mun­andi hljóð til að kalla á þá. Grís­irnir læra að þekkja kall móður sinnar á öðrum degi. Gyltur er umhyggju­samar mæður og þær „syngja“ fyrir grísi sína. Grísir eru leik­glaðir og þeir hafa mikla hreyfi­þörf. Svín dilla hala sínum þegar þau eru glöð.

Öfugt við það sem margir halda eru svín mjög hrein­lát.

Verk­smiðju­bú­skapur á Íslandi

Svín búa við hörmu­legar aðstæður í þaul­eldi verk­smiðju­búa á Íslandi. Inni­lokuð í þröngum stíum hafa þau enga mögu­leika til að stunda sitt eðli­lega atferli. Þeim er aldrei hleypt út og geta því aldrei andað að sér fersku lofti. Þau fá ekki að leika sér við eðli­legar aðstæður eða róta í mold­inni með trýn­inu sínu. Gylt­urnar gjóta allt að þrisvar sinnum á ári. Þær dvelja lang­dvölum í stíum sem eru svo þröngar að þær geta ekki snúið sér við. Þær geta ein­ungis staðið upp og lagst nið­ur. Þær geta ekki hnusað af grísum sínum sem sjúga spena í gegnum rimla. Tennur grísa eru slíp­aðar nið­ur.

Hali þeirra er klippur án deyf­ingar af starfs­fólki verk­smiðju­búa. Það er í trássi við lög og reglur en slíkar aðgerðir skal fram­kvæma af dýra­læknum séu þær nauð­syn­legar og ávallt skal nota deyfi­lyf. Hala­klipp­ing er sárs­auka­full aðgerð þar sem bein er klippt af dýr­inu. Þessi hrein­látu dýr eru svo látin dúsa í þröngum stíum í úrgangi sín­um. Aðbún­aður svína í verk­smiðju­bú­skap er miklu verri en reglu­gerðir gera ráð fyr­ir. Á svína­búum Íslands er það frekar regla en und­an­tekn­ing að reglu­gerð um vel­ferð svína sé brot­in. Í skýrslu Mat­væla­stofn­unar frá árinu 2015 kom fram að önnur hver gyllta þjáð­ist af legusárum og að svínin væru léleg í fót­unum vegna hreyf­ing­ar­leys­is.

Loka­skref fram­leiðsl­unnar er aflífun sem oft­ast fer fram í gasklefa við hræði­legar aðstæð­ur. Í gasklefum má kæfa hóp svína en dauða­stríð þeirra tekur allt að 60 kvala­fullar sek­únd­ur. Gasið er mjög ert­andi og veldur sviða í slím­húðum og mik­illi andnauð. Á Íslandi eru um 80.000 svínum slátrað árlega.

SDÍ hvetja fólk til þess að draga úr neyslu á svína­kjöti. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásætt­an­legar aðstæður fá fram­leið­endur skýr skila­boð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýr­un­um. Öll dýr eiga skilið líf sem er þess virði að lifa.

Ekki styðja illa með­ferð dýra, höfnum verk­smiðju­bú­skap og sleppum ham­borg­ar­hryggnum þessi jól.

Um höf­unda:

Rósa Líf Darra­dóttir er læknir og situr í stjórn Sam­taka um dýra­vel­ferð á Íslandi.

Darri Gunn­ars­son er verk­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar