Ímynd og ofbeldi

Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki, hefur áhyggjur af því að ofbeldi og valdbeiting ógni örygginu og geri samfélagið verra. Mótefni gegn ofbeldi felst þó ekki í því að segja einhverjum hópum stríð á hendur.

Auglýsing

Okkur ber­ast fréttir af auknu og gróf­ara ofbeldi en áður og fólk veltir fyrir sér hvað sé eig­in­lega í gangi í sam­fé­lag­inu. Er þetta ofbeldi hluti af þeirri skautun sem sjá má á sam­fé­lags­miðlum og auk­inni hörku sem virð­ist vera í sam­skipt­um? Ef við viljum skilja hvað er í gangi, þá verðum við að skilja vald­beit­ingu og ofbeldi, bæði hvað vald­beit­ing og ofbeldi eru og í hvaða kring­um­stæðum fólk grípur til slíkra úrræða frekar en t.d. að ræða mál­in.

I.

Ofbeldi er ein teg­und vald­beit­ingar en ekki sú eina. Dæmi­gert ofbeldi ein­kenn­ist af því að ein­hver sem er meiri máttar gerir eitt­hvað af ásettu ráði sem skaðar aðra mann­eskju sem er minni mátt­ar. Þarna höfum við því þrenns­konar atriði sem ein­kenna dæmi­gert ofbeldi:

  1. Valda­mis­mun
  2. Vilja­verk
  3. Skaða

Nauðgun er skýrt dæmi um ofbeldi, enda felur nauðgun í sér að ein mann­eskja beitir afli til að koma eigin vilja fram gegn vilja ann­arrar mann­eskju. Þegar tveir jafn­ingjar slást af því að þeim hefur orðið sund­ur­orða er hins vegar ekki um dæmi­gert ofbeldi að ræða, jafn­vel þótt kring­um­stæð­urnar ein­kenn­ist ekki af friði. Ófriður er því ekki alltaf til marks um ofbeldi, jafn­vel mik­ill ófrið­ur. Þegar Þórður kakali og hans menn lögðu að bátum Kol­beins unga á Húnaflóa árið 1244 og flóa­bar­dagi braust út þar sem yfir 70 manns biðu bana er hæpið að segja að lið Þórðar hafi beitt lið Kol­beins ofbeldi, jafn­vel þótt mann­fallið hafi næstum allt verið Kol­beins meg­in. Lið Þórðar var varla nema helm­ingur af liði Kol­beins og bát­arnir bæði færri og minni og því var valda­mis­mun­ur­inn Kol­beini í hag en ekki Þórði.

Auglýsing
Annað sem mig langar að taka fram, áður en lengra er hald­ið, er að ofbeldi er ekki endi­lega ólög­mætt eða órétt­læt­an­legt. Í lýð­ræð­is­ríki hefur rík­is­valdið einka­leyfi á að beita ofbeldi. Þetta er einn mun­ur­inn á stjórn­leysi og lýð­ræði. En sam­kvæmt reglum lýð­ræð­is­ins má ofbeld­inu ein­ungis beita í lög­mætum til­gangi og ævin­lega í sam­ræmi við reglur um með­al­hóf. Ein­hver vildi e.t.v. tala um „vald­beit­ingu“ í stað­inn fyrir „of­beldi“ í þessu til­viki, en mér virð­ist hrein­legra að tala um ofbeldi, t.d. þegar lög­regla fer með sveit manna til að hand­taka ein­hvern og færa í fang­elsi. Þar er um greini­legan valda­mis­mun að ræða, vilj­inn er skýr og skað­inn eða nauð­ungin einnig.

Þegar við ræðum um ofbeldi á íslensku er stundum gert ráð fyrir að um sé að ræða sama fyr­ir­bæri og á ensku er kallað „vi­olence“. Hér vildi ég staldra aðeins við því mér virð­ist að íslenska orðið „of­beldi“ sé ekki alltaf góð þýð­ing á „vi­olence“. Enska orðið er mun víð­ara, sem birt­ist m.a. í því að það er notað um ýmis­legt þar sem engin vilja­verk eða valda­mis­munur á sér stað, t.d. um fyr­ir­bæri í nátt­úr­unni. Straumur í á getur verið „vi­olent“, vind­ur­inn getur hrifið eitt­hvað með sér af því að hann er „vi­olent“, en á íslensku myndum við aldrei nota „of­beldi“ um slíkt heldur tala um „kraft­mik­inn“ straum eða „hvassan“ vind.

Einnig eru hverskyns handa­lög­mál, slags­mál og ófriður dæmi um „vi­olence“ en á íslensku held ég að venju­leg handa­lög­mál séu ekki rétt­nefnt ofbeldi. Flóa­bar­dagi var vissu­lega dæmi um „vi­olence“, og það mik­ið, þótt ég sé að minnsta kosti hik­andi um að tala um „of­beldi“ í því sam­bandi. Annað sem ein­kennir enska orðið er að það vísar gjarnan til ein­hvers konar brots eða að farið er yfir mörk. Lög­brot felur í sér að lögin sjálf eru „vi­olated“, ekki bara fórn­ar­lamb brots­ins. Og ef mér finnst ég hafa orðið fyrir ofbeldi gæti ég sagt á ensku: „I felt violated“ en á íslensku myndi ég segja: „Mér leið eins og brotið hefði verið á mér“. Mál­fræði­lega atriðið hér er að „of­beldi“ er ein­ungis nafn­orð á íslensku, vísar til ein­hvers sem stundum er beitt og sumt fólk verður fyr­ir, en enska orðið „vi­olence“ á sér sam­svar­andi sagn­orð, „to viola­te“.

En nóg um orða­notkun í bili. Hvers vegna skyldi ég vera að tala um ofbeldi. Jú, ég hef áhyggjur af því að meðal þess sem ógni örygg­inu og geri sam­fé­lagið verra sé vald­beit­ing og ofbeldi. Kjarni lýð­ræð­is­legs sam­fé­lags er einmitt að fólk tekur ágrein­ings­mál sín út úr far­vegi valds og afls­munar og inn í umhverfi rök­ræðu og gagn­kvæms skiln­ings; fólk reynir að leysa málin á vett­vangi skyn­semi og í ljósi sið­ferði­legra gilda frekar en að láta hendur og afls­muni ráða. Kannski er einmitt þetta próf­steinn lýð­ræð­is­ins; hvernig við bregð­umst við þegar við rekum okkur hvert á ann­að. Og það hvernig fólk bregst við þegar það rekur sig hvert á ann­ars horn í hvers­dags­leg­ustu kring­um­stæðum dag­legs lífs veltur á við­horfum þess hvers til ann­ars, hæfi­leikum þess til að nálg­ast hvert annað af virð­ingu, og vilja þess til að hlusta hvert á ann­að, skilja hvert annað og leita sátta. Ef okkar dag­lega líf ein­kenn­ist ekki af slíkum vilja til sátta, þá munu stofn­anir rík­is­ins – svo sem dóm­stólar og lög­regla – ekki megna að skapa sam­fé­lag þar sem fólk treystir hvert öðru, upp­lifir að það sé öruggt í dag­legu amstri sínu, og lítur á sam­fé­lagið sem umgjörð um gott líf. Ef ófrið­ur­inn kraumar undir og vald­beit­ingu og ofbeldi er ein­ungis haldið í skefjum af öfl­ugu rík­is­valdi, þá mun líf fólks ein­kenn­ast af ótta og tor­tryggni þótt frið­ur­inn sé ekki endi­lega rof­inn.

Þótt rætur lýð­ræð­is­ins liggi þannig í hinu hvers­dags­lega og per­sónu­lega þýðir það ekki að stofn­anir sam­fé­lags­ins séu því óvið­kom­andi. Þvert á móti. Í fyrsta lagi þá móta stofn­anir sam­fé­lags­ins þá far­vegi sem fólk finnur lífi sínu og lýð­ræð­is­legar stofn­anir hjálpa fólki að finna lífi sínu lýð­ræð­is­legan far­veg, t.d. far­veg sem ein­kenn­ist ekki af ofbeldi. Lýð­ræð­is­legar stofn­anir forða fólki frá því að beita ofbeldi og öðrum frá því að verða fórn­ar­lömb ofbeld­is. Ef til­teknar stofn­anir sam­fé­lags­ins, hvort heldur skól­ar, lög­regla eða dóm­stól­ar, virð­ast við­halda ofbeldi í sam­fé­lag­inu, t.d. kyn­bundnu eða stétt­bundnu ofbeldi eða ofbeldi gegn inn­flytj­endum og flótta­mönn­um, þá gagn­rýnum við slíkar stofn­anir rétti­lega sem „ólýð­ræð­is­leg­ar“ jafn­vel þótt þær til­heyri því rétt­ar­kerfi sem ann­ars er einn af horn­steinum hins lýð­ræð­is­lega stjórn­skipu­lags. Vart er hægt að hugsa sér alvar­legri gagnrýni á stofnir lýð­ræð­is­legs sam­fé­lags.

II.

Ég sagði áðan að dæmi­gert ofbeldi ein­kennd­ist af þrenns­konar þátt­um: (i) valda­mis­mun, (ii) vilja­verki, og (iii) skaða. Stöldrum aðeins við fyrsta atrið­ið, valda­mis­mun­inn. Við getum skipt valda­tengslum í tvennt, lóð­rétt og lárétt. Hið lóð­rétta vald er gjarnan vel skil­greint og varðar stöðu fólks í ein­hvers konar stig­veldi. Kenn­ari er ofar í valda­stig­veldi skól­ans en nem­andi, for­eldri er ofar barni í valda­stig­veldi heim­il­is­ins, ráð­herra ofar óbreyttum borg­ara á opin­berum vett­vangi, yfir­maður ofar und­ir­manni innan fyr­ir­tæk­is. Slík valda­tengsl eru afstæð við til­tekið svið en ekki algild; ráð­herr­ann er ekki ofar maka sínum í valda­stig­veldi heim­il­is­ins, yfir­maður ætti ekki að hafa neitt vald yfir und­ir­manni þegar vinn­unni slepp­ir.

En vald er líka með öðrum hætti, ekki bara eitt­hvað sem til­tekin mann­eskju hefur til­kall til í krafti stöðu, heldur sem afl eða máttur sem fólk beitir í hvers­dags­leg­ustu sam­skipt­um. Slíkt vald hefur verið kallað lárétt til aðgrein­ingar frá hinu lóð­rétta valdi stig­veld­is­ins. Slíkt vald „er ekki réttur eða for­rétt­indi sem ein­hver hef­ur, heldur er það ein­ungis til þegar því er beitt í verki. Það er verk­legt. Eng­inn hefur vald, en allir beita því.“ Mik­il­vægi þess að skilja hið lárétta vald í tengslum við ofbeldi er ekki bara að það hjálpi okkur að sjá valda­mis­mun­inn sem gerir vald­beit­ingu að rétt­nefndu ofbeldi, einnig er mik­il­vægt að skilja að vald­beit­ingin sem slík getur verið leið til að skapa sér valda­stöðu – draga til sín lárétt vald, ef svo má segja – og koma sér þannig í aðstöðu til að beita ofbeldi.

Auglýsing
Manneskja sem er í aðstöðu til að beita ofbeldi er í for­rétt­inda­stöðu gagn­vart þeim sem fyrir ofbeld­inu verð­ur. Hún hefur vald sem þol­and­inn hefur ekki, hún getur komið vilja sínum fram þegar þol­and­inn verður að láta það yfir sig ganga sem ofbeld­is­mann­eskjan ger­ir. Ef valdið sem gerir ofbeldið mögu­legt er lárétt en ekki lóð­rétt, vald sem eng­inn hefur nema þegar því er beitt, þá vakna auð­vitað spurn­ingar um þessa ref­skák valds­ins. Hvernig skapar fólk sér tæki­færi til að beita valdi?

Þegar Þórður kakali kom frá Nor­egi árið 1242 var hann lítið meira en óbreyttur sveita­mað­ur, jað­ar­per­sóna. Hann hafði ekk­ert lóð­rétt vald – var hvorki höfð­ingi né goð­orðs­maður – og þótt hann væri af ætt Sturl­unga var hann eng­inn höfð­ingi, eng­inn eigna­mað­ur, hafði ekki um sig neina sveit manna, gat ekki gert sig breiðan við neinn. Hann hafði enga sér­staka stöðu og hann naut engrar sér­stakrar virð­ing­ar. Og hvað gerði hann? Fyrst þurfti hann reyndar að flýja um landið þvert og endi­langt, því Kol­beinn ungi vildi hann feig­an. Þrátt fyrir alls­leysi Þórðar stóð Kol­beini stuggur af hon­um. Eftir að hafa safnað að sér lít­ils­háttar liði – aðal­lega nokkrum ógæfu­mönnum og bændum sem höt­uð­ust við Kol­bein – þá tók hann sig til með þetta kostu­lega lið og hertók Skál­holt í nokkra daga. Hann kom öllum að óvörum, læsti fólkið inni og lét eins og sá sem valdið hef­ur. Við getum kannski sagt að þarna hafi hann beitt ofbeldi, því hann var nógu klókur til að skapa sér kring­um­stæðum þar sem hann hefði völd­in. Hann gætti þess að vísu að beita ekki grimmd, enda var mark­mið hans ekki að meiða eða valda hörm­ung­um. Það sem hann vildi, öllu heldur það sem hann sár­lega þurfti, var að skapa sér ímynd leið­toga og þess sem valdið hef­ur. Og það tókst. Á ótrú­lega skömmum tíma reis hann úr því að vera alls­laus sonur sigr­aðrar ættar upp í að verða valda­mesti maður lands­ins.

Það ofbeldi sem við sjáum í dag bliknar hjá því sem átti sér stað á Sturl­unga­öld þegar morð, víga­ferli og lim­lest­ingar voru nán­ast dag­legt brauð. Ein­kenni Sturl­unga­aldar var að valdið sem skipti máli var lárétt en ekki lóð­rétt, við gætum líka sagt að það hafi verið fljót­andi en ekki í föstum skorð­um. Tím­inn ein­kennd­ist af stans­lausum til­raunum til að skapa sér stöðu og halda stöðu, en það var samt ekk­ert sem tryggði völdin og stöð­una nema áfram­hald­andi ofbeldi. Að þessu leyti var Sturl­unga­öld lík því sem ég ímynda mér að eigi við í und­ir­heimum sam­fé­lags­ins þar sem valdið er lárétt og fljót­andi, og ein­ungis við­haldið með áfram­hald­andi vald­beit­ingu. Und­ir­heimar heita einmitt það vegna þess að þeir eru utan sjón­máls og rík­is­valds­ins. Van­máttur yfir­valda til að taka á heim­il­is­of­beldi bendir einnig til að und­ir­heim­arnir teygi sig stundum víð­ar, séu ekki bara í skugga­sundum og eit­ur­lyfja­bælum heldur einnig í stás­stof­um. Ofbeld­is­fullur faðir ræður ríkjum á heim­ili sínu ekki í krafti form­legs valds heldur í krafti þeirrar ímyndar sem hann hefur – eða ímynda öllu held­ur, því oft er ímyndin innan fjöl­skyldu önnur en hún er utan fjöl­skyld­unn­ar. Innan fjöl­skyld­unnar beitir hann stöðugt kúg­andi valdi til að við­halda stöðu sinni, en út á við kemur hann fram sem virð­ing­ar­verður borg­ari til að tryggja afskipta­leysi. Þannig virkar þetta líka í und­ir­heimun­um. Ofbeldið verður nauð­syn­legt til að skapa ímynd sem er svo for­senda þess að geta beitt ofbeldi – for­senda þess að njóta þeirra for­rétt­inda að geta verið ofbeld­is­mað­ur. Þannig er ofbeld­is­mað­ur­inn er ekk­ert án ímyndar sinn­ar.

III.

Þegar Þórður kakali komi til Íslands sum­arið 1242 til að rétta hlut ættar sinnar vissi hann ekk­ert út í hvað hann var að fara. Fljót­lega dróst hann inn í og var höf­undur að atburða­rás sem ein­kennd­ist af miklu ofbeldi. En ofbeldið var með ólíku móti. Sumu ofbeld­inu verður ekki lýst öðru­vísi en hreinni grimmd og óhæfu­verk­um, annað var kannski nær því að kall­ast „eðli­leg“ valda­bar­átta. Mun­ur­inn á þessu tvennu skiptir máli. Grimmd­ar­verkin voru til­efn­is­laus eða til­efn­is­lítil morð og lim­lest­ingar þar sem til­gang­ur­inn – vilja­verkið sem er eitt ein­kenni dæmi­gerðs ofbeldis – var ekki annar en að meiða og valda tjóni. Í Þórðar sögu kakala segir frá marg­vís­legum ofbeld­is­verk­um, m.a. þessum grimmd­ar­verkum þar sem Hjalti nokk­ur, liðs­maður Kol­beins unga er á yfir­reið um Dal­ina til að valda Sturl­ungum og þeirra liði skaða:

Þeir Hjalti sáu þá hvar menn slógu á engi­teig. Lét Hjalti þá taka. Hét annar Áslákur en annar Árni. Þeir voru gamlir menn og heilsu­litlir og höfðu þeir því eigi forðað sér. Hjalti lét hvor­nt­veggja þeirra fót­höggva … Þá lét Hjalti enn brjóta fót­legg í tveim mönnum í Lax­ár­dal. Eftir það reið hann heim suður …

Þessi lýs­ing frá sumr­inu 1243 er af verkn­uðum sem kalla má hrein ofbeld­is­verk. Ég segi „hrein ofbeld­is­verk“ vegna þess að ætl­unin virð­ist ekki hafa verið önnur en að valda skaða. Svona ofbeld­is­verk gæti verið freist­andi að skýra með van­still­ingu ger­and­ans. Var þessi Hjalti ekki bara ófor­betr­an­legur ofbeld­is­maður í sér, ill­menni inn að beini? Því miður er sú skýr­ing ekki full­nægj­andi. Inn­rætið er vafa­lítið hluti af skýr­ing­unni, en ill­menni eru til­tölu­lega sjald­gæf og ef hrein­ræktað ofbeldi eins og það sem Áslákur og Árni máttu þola sum­arið 1243 væri ein­ungis afleið­ing ill­mennsku, þá væri slíkt ofbeldi sjald­gæfara en raun ber vitni. Í bók sinni Identity and Violence segir ind­verski hag­fræð­ing­ur­inn og heim­spek­ing­ur­inn Amar­tya Sen frá bernskuminn­ingum sínum um ofbeld­is­öldur sem riðu yfir heima­land­ið.

Frá æsku­ár­unum minn­ist ég óeirða á milli hindúa og múslima sem tengd­ust stjórn­málum sundr­ung­ar. Ég man hversu hratt hinar breiðu mann­eskjur jan­ú­ar­mán­aðar umbreytt­ust skyndi­lega í mis­kunn­ar­lausa hindúa og grimma múslima júlí­mán­að­ar. Hund­ruð þús­unda féllu fyrir hendi fólks sem var hvatt áfram af blóð­þyrstum leið­togum til að drepa aðra fyrir „sína eigin þjóð“.

Svip­aða sögur mætti segja frá Rúanda, fyrrum ríkjum Júgóslavíu, Þýska­landi nas­ism­ans, borg­ara­stríð­inu á Spáni, svo fá ein hörm­ung­ar­tíma­bil mann­kyns­sög­unnar séu nefnd. Venju­legu fólki blöskrar – og jafn­vel þau sem taka þátt í svona blóð­baði skilja það ekki þegar frá líð­ur. Hvernig gat annað eins ger­st? En sann­leik­ur­inn er sá að slíkar ofbeld­is­öldur hafa oft risið og munu vafa­lítið eiga eftir að rísa. Hvað er þá hægt að gera?

Auglýsing
Hér skiptir ímynd aftur máli, en með svo­lítið öðrum hætti en þegar Þórður kakali var að hasla sér völl. Hvers­dags­legt líf fólks ein­kenn­ist af marg­vís­legum skuld­bind­ing­um. Við til­heyrum fjöl­skyldu, fag­stétt, þjóð, trú­ar­brögð­um, íþrótta­fé­lög­um, sauma­klúbb­um, hús­fé­lagi, … og þannig má lengi telja. Ofbeldið sem Amar­tya Sen varð vitni að sem ungur drengur var öðrum þræði afleið­ing af ein­víðri sýn fólks á sjálft sig og aðra. Hinar breiðu mann­eskjur jan­ú­ar­mán­aðar höfðu umbreyst í ein­víðar mann­eskjur í júlí segir hann. Þær marg­vís­legu skuld­bind­ingar sem ein­kenndu líf þessa fólks í jan­úar höfðu vikið fyrir ein­ungis einni teg­und skuld­bind­inga í júlí. Þannig var það líka þegar Hjalti lét fót­höggva gömlu menn­ina tvo í Lax­ár­dal sum­arið 1243. Var hann ekki sjálfur bóndi, hafði hann ekki sjálfur staðið í teignum og slegið gras eins og þessir gömlu menn, átti hann ekki vini sem stóðu kannski þennan sama dag, í annarri sveit að slá engi rétt eins og þessir gömlu menn. Vissu­lega var Halti líka bóndi, en þennan sum­ar­dag sá hann bara sveit­unga Sturl­unga. Sjón­ar­hornið á mann­eskj­una var ein­vítt, ekki marg­vítt. Og á þessum ein­víða ás rað­að­ist fólk í ein­ungis tvo flokka: „við“ og „hin­ir“.

IV.

Ég hef verið að fjalla um ofbeldi en ekki sagt mikið um hvernig megi bregð­ast við því. Enda veit ég ekki hvað hægt er að gera. Samt, ef ég mætti leggja eitt­hvað til, þá væri það þetta: Nálg­umst ofbeldi ekki sem eitt­hvað fram­andi heldur sem eitt­hvað nálægt, eitt­hvað sem er í raun hvers­dags­legt. Gerum samt ekki ráð fyrir að hrein­ræktuð ill­menni séu í hverju skoti, ég held að þau séu í raun fá. Ef okkur tekst að treysta lýð­ræð­is­legar stoðir sam­fé­lags­ins, og lýð­ræð­is­lega menn­ingu, þá verður ofbeldið við­ráð­an­legt því fólk mun líta á aðrar mann­eskjur sem breiðar en ekki ein­víð­ar. Mótefnið gegn ofbeldi felst ekki í því að segja ein­hverjum hópum stríð á hend­ur, því í stríði verður fólk ein­vítt, þar birt­ast bara „við“ og „hin­ir“.

Höf­undur er pró­fessor í heim­speki á Mennta­vís­inda­sviði Háskóla Íslands.

Þessi grein var upp­haf­lega flutt sem erindi á opnum fundi mann­rétt­inda- og ofbeld­is­varn­ar­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, í Iðnó 12. des­em­ber 2022.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar