Ár mistaka, misheppnaðra tilrauna og gallaðs vinnumarkaðslíkans?

Þórólfur Matthíasson gerir upp árið 2022. Hann segir nú tækifæri, nú við áramót, að gefa gaum að ýmsu því sem ekki er tengt veiru og viðbrögðum við alheimsfaraldri.

Auglýsing

Opin­berum sótt­varn­ar­að­gerðum vegna heims­far­ald­urs Covid 19 var aflétt á Íslandi 25. febr­úar 2022. Árið hófst því á grímu­skyldu og sam­komu­tak­mörk­un­um. Nú rekur maður upp stór augu í hvert skipti sem maður rekst á ein­hvern með sótt­varn­ar­grímu. Spritt­brúsar eru sjald­séð­ir. Áminn­ingar um að halda fjar­lægð eru horfnar í versl­unum og opin­berum stofn­un­um. Fyrir 2020 var það vissa margra að það tæki 5-10 ár að þróa og fram­leiða bólu­efni gegn óþekktri veiru­sýk­ingu á borð við óværuna sem orsak­aði spænsku veik­ina. Núna vitum við að það tók 18-24 mán­uði að sigr­ast á Covid veirunni. Kannski byggð­ist þessi stutti tíma á heppni. Kannski er hægt að stytta hann enn meira með því að fjár­festa í fyr­ir­byggj­andi aðgerðum á sviði rann­sókna á sviði bólu­efna­þró­unar og sýkla­fræði.

Það er því tæki­færi nú, um ára­mót, að gefa gaum að ýmsu því sem ekki er tengt veiru og við­brögðum við alheims­far­aldri. Ég get ekki stillt mig um að segja frá stórri hag­fræði­til­raun sem gerð var í Bret­landi, mestu mis­tökum árs­ins og velta upp sjón­ar­miðum sem snúa að kjara­samn­ings­ferl­inu á Íslandi.

Mis­heppnuð hag­fræði­til­raun

Árin 2012 og 2013 var gerð merki­leg til­raun í Kansas fylki í Banda­ríkjum Norður Amer­íku. Að til­lögu þáver­andi rík­is­stjóra, repúblikan­ans Sam Brown­back ákvað fylk­is­þingið að lækka efsta tekju­skatts­þrepið um 30 pró­sentu­stig og afnema tekju­skatt fyr­ir­tækja í ákveðnum grein­um. Til­gang­ur­inn, jafn þver­sagn­ar­kennt og það kann að hljóma, var að styrkja tekju­grund­völl fylk­is­fjár­lag­anna! Hug­mynda­fræðin sótt hag­fræð­ings að nafni Arthur Laf­fer. Sér­fræð­ingar í fjár­málum hins opin­bera höfðu lengi gert sér grein fyrir að sam­hengi skatt­tekna og skatt­hlut­falls væri ólínu­legt, lágar við lágt skatt­hlut­fall og sömu­leiðis ef skatt­hlut­fall væri mjög hátt (90-100%). Það væri því eitt­hvað skatt­hlut­fall milli 0 og 100% sem gæfi hámarks skatt­tekjur fyrir sér­hvern skatt­stofn.

Auglýsing
Um þetta er almennt sam­komu­lag meðal hag­fræð­inga. Það er ekki ein­falt mál að meta hvaða skatt­hlut­fall hámarkar skatt­tekj­ur. En Laf­fer lét það ekki trufla sig og hélt því fram skatt­heimta í USA væri öfugum megin á skatt­heimtu­ferl­inum ef svo má segja. Af því dró hann þá ályktun að hægt væri bæði að auka tekjur hins opin­bera og almenn­ings með því að lækka skatta almennt. Í raun hélt Laf­fer því fram að með lækkun skatt­hlut­falla mætti reiða fram ókeypis hádeg­is­verð! Í kjöl­far skatt­kerf­is­breyt­inga í USA sem Ron­ald Reagan stóð fyrir fékkst meiri efni­viður til að leggja mat á til­gátu Laf­fers. Í sem stystu máli tókst ekki að fá gögnin til að styðja hana almennt. Und­an­tekn­ingin var að Banda­ríkja­menn með yfir $200.000 í árs­tekjur á verð­lagi áranna upp úr 1980 (jafn­gildir $600.000 á verð­lagi árs­ins 2022 eða um 85 millj­ónum íslenskra króna). Þeir juku vinnu­fram­lag nægj­an­lega til að fjár­magna lækkun hámarks­tekju­skatts. Þrátt fyrir að gögn styddu ekki ályktun Laf­fers nema að mjög tak­mörk­uðu leiti voru hægri sinn­aðir hag­fræð­ingar óþreyt­andi við að tala fyrir skatta­lækk­unum með þeim rökum að þær myndu borga fyrir sig sjálf­ar.

Rík­is­stjór­inn í Kansas varð fórn­ar­lamb þess­arar orð­ræðu: Mich­ael Maz­erov og Tracy M. Turner og Brandon Blagg lögð­ust yfir gögnin og komust að þeirri nið­ur­stöðu að afnám tekju­skatts fyr­ir­tækja hefðu engin áhrif á atvinnustig eða umsvif tveimur árum eftir að til­raunin hófst. Maz­erov bendir á að þetta sé ekki eina til­raunin af þessu tagi sem hafi mis­tek­ist. Fjöldi rík­is­stjóra úr báðum stóru flokk­unum hafi gert svip­aðar til­raunir og nið­ur­stöður í svip­uðum dúr og hér er rak­ið. Í þeim til­vikum sem skatta­lækk­anir hafa töl­fræði­lega mark­tæk jákvæð áhrif á atvinnu­þróun eru áhrifin létt­væg og duga því ekki til að fjár­magna tekju­tap hins opin­bera, rétt eins og kennt er í hefð­bundnum þjóð­hag­fræði­kennslu­bók­um. Í grófum dráttum má slá því föstu að lækkun skatt­hlut­falla valdi lækkun skatt­tekna hins opin­bera og kunni að hafa smá­vægi­leg jákvæð áhrif á þá starf­semi sem skatt­heimtan bein­ist að. Nið­ur­staðan er ekki algild, heldur háð aðstæð­um, skatt­stofn­inum og mörgu öðru. Skatt­heimta sem snýr að arði af staðbundnum auð­lindum (fisk­ur, olía, raf­orka) er t.d. talin skil­virk­ari og hag­kvæm­ari en skatt­heimta sem snýr að vinnu­fram­lagi (tekju­skatt­ar).

Auglýsing
Víkur nú sög­unni til Stóra Bret­lands. Árið 2012 lögðu Liz Truss og Kwasi Kwar­teng fram hug­myndir sínar um efna­hags­um­bætur undir nafn­inu Britannia Unchained. Umkvört­un­ar­efnin svipuð og borin voru á borð í Brexit umræð­unni allri sam­an: „Upp­blás­inn rík­is­rekst­ur, háir skattar og reglu­gerða­fargan“. Þessi sjón­ar­mið féllu ágæt­lega að orð­ræðu Borisar Johson eftir að hann varð for­sæt­is­ráð­herra 2019. En fram­kvæmdin féll ekki að orð­ræð­unni. Bæði kall­aði Covid og kosn­inga­lof­orð á umtals­verða aukn­ingu rík­is­út­gjalda. Risi Sunak, fjár­mála­ráð­herra Borisar, mætti þessum aðstæðum með til­lögum um skatta­hækk­anir og hækk­anir á iðgjöldum til sjúkra­trygg­inga á vegum hins opin­bera.

Boris John­son hrökkl­að­ist úr emb­ætti af ástæðum sem óþarft er að fjöl­yrða um. Liz Truss og Risi Sunak voru meðal þeirra sem börð­ust um emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra í fram­hald­inu. Sunak hafði meiri­hluta þing­manna Íhalds­flokks­ins að baki sér, en Truss náði meiri­hluta í kosn­ingu meðal með­lima flokks­ins. Meðal stefnu­mála var að taka til baka ýmsar þeirra skatta­hækk­ana sem Sunak hafði lagt upp með eða fengið sam­þykkt­ar. Truss náði mark­miði sínu, setti saman rík­is­stjórn þar sem vinur hennar og vopna­bróð­ir, Kwasi Kwar­teng gegndi hlut­verki fjár­mála­ráð­herra. Fyrsta verk­efni Truss gekk reyndar þvert á stefnumið henn­ar, en það var að aug­lýsa umtals­verðar útgjöld til nið­ur­greiðslu á orku­reikn­ingi lands­manna.

En síðan var tekið til óspilltra mál­anna. Ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, hok­inn af reynslu og þekk­ingu, var tal­inn geta orðið óþægur ljár í þúfu og var lát­inn taka pok­ann sinn. Síðan lögðu þau Truss og Kwar­teng upp svokölluð „Min­i-fjár­lög“. Það var svosem ekk­ert „mini“ við hug­myndir þeirra annað en nafn­ið! Hámark á bónusa banka­manna (upp­á­finn­ing hins illa ESB) var fjar­lægt, sömu­leiðis 45% jað­ar­skattur á árs­tekjur yfir GBP150.000 (26 millj­ónir ISK). Nið­ur­staðan í „min­i-fjár­lög­un­um“ fól í sér ófjár­magn­aðar skatta­lækk­anir að upp­hæð 45 millj­arðar punda. Í raun voru Liz Truss og Kwasi Kwar­teng að veðja á að lækk­aðir skattar á þá ríku myndu smám saman örva þá til neyslu og fram­kvæmda í því mæli að skatta­lækk­unin borg­aði sig sjálfa! Kwar­teng áætl­aði að með þessum aðgerðum næð­ist að koma hag­vext­inum í 2,5%.

Glöggir les­endur hafa vænt­an­lega áttað sig á að rík­is­stjór­innn í Kansas var þegar búinn að gera til­raun­ina sem Truss og Kwar­teng voru að leggja upp með. Kaup­endur og selj­endur skulda­bréfa breska rík­is­sjóðs­ins (Gilts) og kaup­endur og selj­endur á gjald­eyr­is­mark­aði átt­uðu sig sömu­leiðis á að hér var að fara af stað til­raun sem var dæmd til að mis­takast. Skv. BBC hækk­uðu vextir á 30 ára skulda­bréfum breska rík­is­sjóðs­ins úr um 3,6% að kvöldi fimmtu­dags­ins 22. sept­em­ber í 4,2-4,3% að morgni morgni mánu­dags­ins 26. sept­em­ber. Þ.e.a.s. lán­töku­kostn­aður breska rík­is­sjóðs­ins hækk­aði um 17% á einni helgi! Pundið lækk­aði úr 1,10-1,12 doll­urum 23. sept­em­ber í 1,05 doll­ara 26. sept­em­ber. Afleið­ing af þessu öllu saman var að vextir á nýjum íbúða­lánum hækk­aði umtals­vert á sama tíma Eng­lands­banki neydd­ist til að kaupa rík­is­skulda­bréf fyrir 65 millj­arða punda til að forða líf­eyr­is­sjóðum frá alls­herj­ar­gjald­þroti.

Eft­ir­leik­ur­inn varð svo sá að Liz Truss fer í sögu­bæk­urnar sem sá íbúi Down­ings­tætis 10 sem skemmst hefur setið á valda­stóli. Gera má ráð fyrir að nafn hennar lifi lengi í heims­meta­bók Guiness og hjá spurn­inga­höf­undum Gettu betur og bjór­kvölda hinna ýmsu félaga­sam­taka.

Mis­tökin

Höf­undur stæstu mis­taka árs­ins er efa­lítið Vla­dimir Pútín. Á fyrstu dögum árs­ins 2022 veltu margir fyrir sér hvort styrj­öld væri yfir­vof­andi á landa­mærum Úkra­ínu og Rúss­lands. Hern­að­ar­sér­fræð­ingar og hag­fræð­ing­ar, ég þar á með­al, töldu að lítil lík­indi væru á inn­rás. Þetta álit byggði á til­tölu­lega ein­faldri rök­semda­færslu: Inn­rás í Úkra­ínu yrði vænt­an­lega ekki mætt með beinni hern­að­ar­þátt­töku NATÓ ríkja. En inn­rás myndi engu að síður kalla á harka­legar efna­hags­legar refsi­að­gerð­ir.

Auglýsing
Fyrir hag­fræð­ing var ekki erfitt að setja upp við­eig­andi kostn­að­ar­-á­bata­grein­ingu. Ávinn­ingur Rússa af alþjóða­við­skiptum aug­ljós. Mikil áhætta fólgin í að keyra þau við­skipti niður að frost­marki þar sem landið er ekki sjálfu sér nægt í fram­leiðslu tækni­varn­ings af ýmsu tagi. Það myndi til dæmis taka mörg ár og ómælt erf­iði að komu upp tölvukubbafram­leiðslu sem teld­ist not­hæf. Ein­hverjir túlk­uðu því liðs­söfnuð Rússa við úkra­ínsku landa­mærin þannig að Pútín og klíkan í kringum hann vildi kanna þan­þol þol­in­mæði NATÓ ríkj­anna. Hversu langt væri hægt að kom­ast með yfir­gang og notkun lepp­stjórna í aust­ur­hér­uðum Úkra­ínu. En, eftir á að hyggja er ljóst að Pútín og klíka hans hafði dregið sínar álykt­anir af und­an­láts­semi Nató ríkj­anna í tegn­slum við inn­limun­ina á Krím árið 2014. Hann virð­ist hafa ætlað sér að nota sömu tækni árið 2022 og þá: Leift­ur­sókn og „þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu“ um sam­ein­ingu Úkra­ínu og Rúss­lands. En, eins og svo oft áður, fífldirfska sem eitt sinn gaf góða raun gerir það ekki endi­lega sé leik­ur­inn end­ur­tek­inn.

Hvers vegna skal ég láta öðrum fróð­ari eftir að greina. Kannski taldi Pútín sig ekki eiga ann­ars úrkosti en að dreifa huga lands­lýðs­ins í ljósi stöðn­unar í efna­hags­líf­inu frá alda­mótum á sama tíma og hag­vöxtur tók kipp í þeim fyrrum aust­an­tjalds­ríkjum sem höfðu hallað sér í vest­ur­átt. Hvað um það, aug­ljóst að Pútín og liðið í kringum hann hafði ekki fulla yfir­sýn yfir getu eigin her­afla og and­spyrnu­þrek Úkra­ínu­manna. Sam­kvæmt Fin­ancial Times töldu helstu efna­hags­sér­fræð­ingar í kringum Pútín að efna­hags­starf­semin myndi stöðvast kæmi til víð­tækra aðgerða af hálfu umheims­ins. Herman Gref, gam­all sam­starfs­maður hans, fór í gegnum Power­Point glær­urnar á fjöl­mennum fundi efna­hags­sér­fræð­inga og banka­manna nokkrum dögum áður en Pútín lét til skara skríða í Ukra­ínu. Pútín á að hafa þaggað niður í honum og eng­inn annar opn­aði munn­inn. Graf er núna „út í kuld­an­um“. Enn sem komið er hefur tæknikröt­unum og óeirða­lög­regl­unni tek­ist að halda banka­kerf­inu gang­andi og forða því að verstu sviðs­myndir frá Power­Point fyr­ir­lestri Grafs raun­gerð­ust. Engu að síður má draga þá ályktun að heims­byggð­in, og þó sér­stak­lega rúss­neska þjóð­in, munu súpa seiðið af afleið­ingum inn­rásar Pútíns í ár og ára­tugi.

Vinnu­mark­aðslíkanið íslenska

Það er dýrt að standa í samn­inga­þófi. Samn­inga­menn og konur beggja vegna borðs eyða miklum tíma í samn­inga­ferlið, tíma sem vel hefði mátt nýta til fram­leiðslu á sölu­hæfri vöru og þjón­ustu. Þá felst einnig kostn­aður í þeirri stað­reynd að þegar samn­ingar eru lausir opn­ast gluggi fyrir verka­lýðs­fé­lög að boða til verk­falls og fyrir atvinnu­rek­endur að boða verk­bann. Þegar samn­ingar eru í gildi eru vinnu­stöðv­anir á vegum verka­lýðs­fé­laga óheim­ilar nema við sér­stakar aðstæð­ur. Af þessum tvennu er eðli­legt að draga þá ályktun að aukin skil­virkni fylgi því að lengja samn­ings­tím­ann sem mest. Enda virð­ist það ósk bæði atvinnu­rek­enda og laun­þega að kjara­samn­ingar séu að minnsta kosti til 3ja ára hverju sinni.

Það hefur færst í vöxt að verka­lýðs­fé­lög geri kröfu á ríkið um aðkomu að kjara­samn­ing­um. Aðkoman hefur verið í formi fjár­út­láta og/eða laga­breyt­inga. Einnig í formi breyt­inga á skatta­kerfi eða til­færslu­kerfi hins opin­bera. Jóhannes Karls­son og und­ir­rit­aður höfum á öðrum vett­vangi rakið hvernig aðilar vinnu­mark­að­ar­ins breyttu upp­bygg­ingu skatta­kerf­is­ins sér í hag. Árið 1986 voru tollar lækk­aðir á bílum sem liður í kjara­samn­ing­s­pakka! Ætla má að rík­is­stjórn og rík­is­stjórn­ar­meiri­hluta á þingi þyki frekar óþægi­legt að láta aðila út í bæ segja sér fyrir verk­um. En mögu­leik­inn á alls­herj­ar­verk­falli er ekki þægi­leg til­hugsun fyrir þá sem bæði bera ábyrgð á efna­hag lands­ins og eiga end­ur­kjör sitt undir að sá efna­hagur þró­ist bæri­lega.

Auglýsing
Nú eru aðilar vinnu­mark­að­ar­ins, sér þvert um geð, að ganga frá skamm­tíma samn­ing­um, enda óvissa um efna­hags­fram­vind­una næstu mán­uði og miss­eri afar mik­il. En hvað er eðli­legt að samn­ings­tími sé lang­ur? Af hverju eru 3 ár betri en 2 ár? Þarf að semja um alla hluti í einu? Það er umhugs­un­ar­efni að nor­rænir nágrannar okkar hafa svarað þessum spurn­ingum með öðrum hætti en við Íslend­ing­ar. Í Nor­egi er bein­línis samið í tveimur hollum til tveggja ára í senn. Annað árið er um mið­læga samn­inga að ræða þar sem iðn­grein­ar­sam­bönd og lands­sam­bönd semja við atvinnu­rek­endur í sam­ræmi við svo­kallað und­an­fara­líkan (front­fag­mod­ellen). Þá semja fyrst full­trúar val­inna útflutn­ings­greina með hlið­sjón af sam­keppn­is­hæfni þeirra greina. Samn­ings­nið­ur­staða und­an­far­anna leggur lín­urnar fyrir þá sem á eftir koma. Gangi illa að ná sam­komu­lagi eiga verka­lýðs­fé­lögin þann kost að boða til verk­falls. Samn­ing­arnir eru til tveggja ára. Það ár sem ekki er samið mið­lægt er samið á vett­vangi fyr­ir­tækis eða vinnu­stað­ar. Þá er mögu­leiki á að semja um breyt­ingar á til­högun vinnu­tíma, s.s. neyslu­hlé, breyt­ingar á mönnun á ein­stökum starfs­stöðvum o.s.frv. Vinnu­staða­samn­ingar eiga sér stað undir merkjum frið­ar­skyldu. Þ.e.a.s. ekki er heim­ilt að beita verk­falls­hótun til að knýja á um nið­ur­stöðu. Þetta kerfi mið­lægra samn­inga og vinnu­staða­samn­inga er bæði stíft og sveigj­an­legt. Stífleik­inn felst í að haldið er aftur af höfr­unga­hlaups-til­burðum með því að leggja stóra rammann fyrir heild­ar­hækkun launa í mið­lægum samn­ingi. Í stórum dráttum hækka nafn­laun í sam­ræmi við verð­bólgu­mark­mið og heild­ar­fram­leiðni­aukn­ingu. En sveigj­an­leik­inn felst í að starfs­fólk í fyr­ir­tækjum þar sem fram­leiðni­þróun er hrað­ari en ann­ars staðar hafa tök á því að semja um hlut­deild í umfram­fram­leiðni­þró­un­inni í vinnu­staða­samn­ings­ferl­inu.

Nor­ræna/norska kerfið hefur aug­ljósa kosti fram yfir það íslenska frá sjón­ar­hóli heild­ar­hags­muna, skil­virkni og stöð­ug­leika þó svo það sé ekki galla­laust frekar en önnur mann­anna verk. Kerfi þar sem deilu­efni sem snúa að ein­stökum vinnu­stöðum og fyr­ir­tækjum er fund­inn skil­virkur far­vegur ein­faldar vinn­una við að ákvarða hina almennu launa­þró­un. Íslenska vinnu­mark­aðslíkanið er miklu síður fallið til þess.

Loka­orð

Lýð­heilsu­fræð­ingar og far­sótt­ar­fræð­ingar segja okkur að Covid-19 sé alls ekki síð­asti heims­far­ald­ur­inn. Spurn­ingin sé bara hvers langur tími líði uns næsti far­aldur brýst út, 5 ár eða 50 ár? Lík­lega verða stjórn­mála­menn og sótt­varn­ar­yf­ir­völd betur und­ir­búin næst enda mikil þekk­ing safn­ast í þekk­ing­arsarp­inn. En munu stjórn­mála­menn læra af mis­tökum Pútíns og Truss? Ég er ekki alveg jafn sann­færður um það. Sömu­leiðis þyk­ist ég þess full­viss að langt sé í að við­eig­andi end­ur­bætur verði gerðar á vinnu­mark­aðslík­an­inu íslenska.

Höf­undur er pró­­­­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit