VR krefst stórfelldrar aðkomu stjórnvalda að gerð kjarasamninga

Í kröfugerð VR er meðal annars farið fram á afnám verðtryggingar, skattalækkun á launafólk og lækkun á virðisaukaskatti á nauðsynjavörur. Félagið fer líka fram minnkandi skerðingar, niðurgreidda sálfræðiaðstoð og aukið sjóðsfélagalýðræði í lífeyrissjóðum.

Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Auglýsing

„Að­koma stjórn­valda að kjara­samn­ingum á almennum vinnu­mark­aði er óhjá­kvæmi­leg því staðan kallar á mik­il­vægar breyt­ingar á grund­vall­ar­kerfum íslensks sam­fé­lags. Stjórn­völd verða að koma að borð­inu með sam­tökum launa­fólks og atvinnu­rek­enda eigi kjara­samn­inga­við­ræður að skila þeim ávinn­ingi sem vonir standa til. VR og LÍV gera þær kröfur til stjórn­valda að þau afnemi verð­trygg­ingu á neyt­enda­lán­um, lækki álögur og skatta á launa­fólk og lækki virð­is­auka­skatt á nauð­synja­vör­u­m.“

Þetta kemur fram í kröfu­gerð VR sem þetta stærsta stétt­ar­fé­lag á Íslandi hefur birt Sam­tökum Atvinnu­lífs­ins, mót­að­ila þess við gerð kjara­samn­inga sem eru lausir í haust. VR krefst þess einnig að stjórn­völd minnki skerð­ingar í almanna­trygg­inga­kerf­inu, afnemi tekju­teng­ingar bóta og nið­ur­greiði sál­fræði­að­stoð. 

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, sagði við Morg­un­blaðið um miðjan þennan mánuð að hann vildi tak­mark­aða aðkomu rík­is­ins að kjara­samn­ingum. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur talað á svip­uðum nót­um. Í við­tali við RÚV í síð­ustu viku sagði hann: „„Við höfum verið að bregð­ast við ábend­ingum um hluti sem mættu betur fara, þar vantar fram­boð af hús­næði, en að öðru leyti finnst mér að stjórn­völd eigi að halda sig frá hinum eig­in­legu samn­inga­við­ræð­um, aðilar verða að axla ábyrgð­ina á því að ná sam­an.“

Efl­ing, næst stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, hefur ekki birt kröfu­gerð sína en í síð­ustu útgáfu Kjara­f­rétta, sem félagið heldur úti, kom fram að ríkið þyrfti að leggja fram stóran pakka til liðka fyrir kjara­samn­inga­gerð.  

Vilja fjög­urra daga vinnu­viku

VR vill að samið verið til þriggja ára, eða til loka októ­ber­mán­aðar 2025. Í kröfu­gerð­inni er ekki sett fram bein krafa um launa­hækkun heldur sagt að kjara­samn­ing­arnir þurfi að verja þann árangur sem náð­ist í Lís­kjara­samn­ing­unum sem gerðir voru árið 2019. Auk­inn kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna liggi til grund­vallar launa­kröf­um. Launa­fólk eigi að gæta lifað mann­sæm­andi lífi á dag­vinnu­launum og lág­marks­laun eigi að duga til fram­færslu. 

Auglýsing
Í þessum hluta er einnig sett fram krafa á rík­ið. Stétt­ar­fé­lagið gerir „þá kröfu að stjórn­völd komi að borð­inu með aðgerðir til að styrkja launa­lið kröfu­gerð­ar­inn­ar, t.d. í skatta- og vaxta­mál­um, með hækkun barna­bóta og afnámi verð­trygg­ingar á neyt­enda­lán­um.“

VR gerir þá kröfu að vinnu­vikan verði stytt í fjóra daga, eða sem sam­svarar 32 tímum á viku, á samn­ings­tím­anum án þess að laun verði skert og að allt félags­fólk fái rétt til 30 orlofs­daga á ári.

Upp­sagn­ar­frestur sumra verði lengdur veru­lega

Þá gerir VR kröfu um að upp­sagn­ar­frest­ur, sem vana­lega er þrír mán­uð­ir,  þeirra sem hafa langan starfs­aldur verði lengdur þannig að ef við­kom­andi hefur unnið hjá sama atvinnu­rek­anda í tíu ár sé frest­ur­inn fjórir mán­uð­ir, ef starfs­ald­ur­inn sé 15 ár verði hann fimm mán­uðir og hálft ár hjá þeim sem hafa unnið í að minnsta kosti 20 ár hjá sama atvinnu­rek­anda. Starfs­menn eiga hins vegar að halda þeim rétti að segja upp starfi með þriggja mán­aða fyr­ir­vara. 

Í kröfu­gerð­inni er þess einnig kraf­ist að ramma­samn­ingur um fjar­vinnu verði tek­inn til gagn­gerrar end­ur­skoð­unar „með það í huga að tryggja betur rétt­indi fjar­vinnu­starfs­fólks og ásætt­an­lega vinnu­að­stöðu, starfs­fólki að kostn­að­ar­lausu.“ Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hafi sýnt að fjar­vinna sé orðin ómissandi hluti af vinnu­um­hverf­inu og við því þurfi að bregð­ast. VR gerir einnig þá kröfu að félags­fólk hafi „frelsi til þess að vinna í fjar­vinnu þegar aðstæður leyfa, sveigj­an­leik­inn verði auk­inn og tryggt að sam­þykki beggja aðila liggi fyr­ir.“

Vilja að sjóðs­fé­lagar kjósi full­trúa í stjórnir

VR gerir einnig kröfu um aukið atvinnu­lýð­ræði starfs­fólks, sem felur í sér að það geti kosið full­trúa sinn í stjórn fyr­ir­tækis sem það starfi hjá, og stór­aukið sjóðs­fé­lags­lýð­ræði í líf­eyr­is­sjóð­um, sem felur í sér að sjóðs­fé­lagar geti kosið full­trúa í stjórn þeirra.

Er þar lagt til að „stétt­ar­fé­lögin og atvinnu­rek­endur komi sér saman um að helm­ingur stjórnar líf­eyr­is­sjóða verði kos­inn beinni kosn­ingu af sjóð­fé­lögum á samn­ings­tím­an­um.“

Ýmsar aðrar kröfur eru settar fram, svo sem að fleiri dagar verði skil­greindir sem stór­há­tíð­ar­dag­ar. Er þar sér­stak­lega talað um 1. maí og aðfanga- og gaml­árs­dag, en þeir tveir síð­ar­nefndu eru sem stendur ein­ungis skil­greindir sem stór­há­tíð­ar­dagar eftir klukkan 12.

Þá fer VR fram á að atvinnu­rek­endur greiði ferða­kostnað félags­fólks sem býr utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þegar almenn­ings­sam­göngur eru ekki í boði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar