Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama

Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.

Efling - Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Nóg svig­rúm er til launa­hækk­ana í ljósi þess að hag­vöxtur og fram­leiðni­aukn­ing er umtals­vert á Íslandi. „Topp­arnir í sam­fé­lag­inu hafa þegar tekið til sín veru­legar launa­hækk­an­ir, og hækk­anir bónusa og kaup­rétt­ar­heim­ilda. Arð­greiðslur úr fyr­ir­tækjum eru í hámarki og fjár­magnstekjur hátekju­fólks hafa hækkað veru­lega. Sam­hliða því hafa skatt­fríð­indi þeirra verið auk­in. Lág­mark er að launa­fólk njóti þeirrar fram­leiðni­aukn­ingar sem er fyrir hendi með sam­svar­andi kaup­mátt­ar­aukn­ingu. Ef ekki, þá er tekju­skipt­ing­unni breytt í þágu hátekju­hópanna og stór­eigna­fólks.“

Þetta segir í Kjara­f­réttum Efl­ingar sem birtar voru í morg­un. Ábyrgð­ar­maður útgáf­unnar er Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u. 

Þar kemur fram að góð reynsla af Lífs­kjara­samn­ing­un­um, þar sem ríkið kom meðal ann­ars að með aðgerð­ar­pakka sem það mat á um 80 millj­arða króna og ráð­ist var í krónu­tölu­hækk­anir sem gagn­ast lægri laun­uðum umfram aðra, varði leið sem æski­legt væri að fara við núver­andi aðstæð­ur. Sér­stak­lega er tekið fram að umfjöll­unin byggi á til­greindum for­sendum en sé ekki kröfu­gerð Efl­ingar í kom­andi kjara­samn­ing­um. Hún sé alfarið í höndum samn­inga­nefndar félags­ins.

Flatar krónu­tölu­hækk­anir upp á tugi þús­unda

Í umfjöll­un­inni segir að í ljósi þess að verð­bólgu­spá Hag­stof­unnar fyrir árið 2022 sé 7,5 pró­sent þurfi almenn launa­hækkun að vera sú tala að við­bættum tveimur pró­sentu­stig­um, eða 9,5 pró­sent. Með flatri krónu­tölu­hækkun gæti það skilað hækkun upp á 52.250 krónur á mán­uði. „Þetta er svipuð útfærsla og var í Lífs­kjara­samn­ingnum 2019, en á hærra verð­bólgu­stigi. Með þess­ari aðferð verður kaup­mátt­ar­aukn­ing meiri í lægstu launa­hópum en minni í þeim efri, sem hlífir atvinnu­líf­inu að hluta við aukn­ingu launa­kostn­að­ar.“

Auglýsing
Þessi útfærsla á launa­hækk­unum mildi áhrif launa­hækk­ana á fyr­ir­tæk­in, sem feli almennt ekki í sér neinar kostn­að­ar­hækk­anir fyrir þau, með því að launa­kostn­aður hærri tekju­hópa eykst hlut­falls­lega minna en ann­arra og lág­launa­fólk fær mesta kaup­mátt­ar­aukn­ing­u. 

Ríkið þarf að stíga fast inn í

Kjara­f­réttir fjalla síðan ítar­lega um þann pakka sem ríkið getur lagt til svo hægt verði að liðka fyrir kjara­samn­inga­gerð, en full­trúar atvinnu­lífs­ins og helstu ráða­menn hafa verið dug­legir við að segja að það standi ekki til sem stend­ur. Í umfjöll­un­inni segir meðal ann­ars að vegna verð­lags­hækk­ana þurfi hámarks­upp­hæð skatta­lækk­unar til lág­tekju­fólks að vera um 15 þús­und krónur á mán­uði en megi fjara út með hærri tekj­um. Þessu mætti ná fram með lækkun lægsta álagn­ing­ar­þreps í tekju­skatti eða með sér­stökum tekju­tengdum per­sónu­af­slætt­i.„ Kostnað vegna þessa má fjár­magna t.d. með hærra álagn­ing­ar­þrepi á tekjur yfir 1,5 m.kr. á mán­uði og með hækkun fjár­magnstekju­skatts, þannig að álagn­ing á fjár­magnstekjur verði sam­bæri­leg við álagn­ingu á atvinnu­tekjur og líf­eyr­i.“

Í umfjöll­un­inni er auk þess lagt til að hús­næð­is­stuðn­ingur úr rík­is­sjóði verði „veru­lega efld­ur“, meiri kraftur sé settur í upp­bygg­ingu félags­legs hús­næð­is, að húsa­leigu­bætur verði hækk­aðar og hömlur settar á hækkun leigu­verðs, til dæmis með leigu­þaki. 

Afar brýnt að draga stór­lega úr skattaund­anskotum

Að mati höf­unda Kjara­f­rétta þarf að end­ur­hanna vaxta­bóta­kerf­ið, sem hefur nán­ast fjarað út á síð­ustu árum, og að lág­marki fimm­falda það fjár­magn sem fært er úr rík­is­sjóði til lægri tekju­hópa í formi vaxta­bóta. 

Lagt er til að víta­hringur stýri­vaxta­hækk­ana til að takast á við verð­bólgu, sem veldur því að skulda­byrðar heim­ila stór­aukast, verði rof­in, meðal ann­ars með tak­mörk­unum á notkun verð­tryggðra lána eða með því að láta hækk­anir á verði íbúða­hús­næðis koma mun hægar inn í vísi­tölu verð­lags en nú er gert. 

Þá telja höf­undar að draga þurfi veru­lega úr skerð­ingum á barna­bótum og hátt í tvö­falda útgjöld vegna þeirra. Þeir vilja líka að ríkið hækki frí­tekju­mark almanna­trygg­inga gagn­vart líf­eyr­is­sjóðs­tekjum úr 25 þús­und krónum á mán­uði í að minnsta kosti 100 þús­und krónur á mán­uð­i.  Brúttó kostn­aður af því yrði um 15 millj­arðar króna á ári en að frá­dregnum auknum skatt­tekjum rík­is­ins um tíu millj­arðar króna nettó.

Að lokum segja Kjara­f­réttir að stjórn­völd geti slegið á verð­bólg­una með ýmsum öðrum leið­um, til dæmis með tíma­bund­inni lækkun álagn­ingar á bensín eða dísil orku­gjafa eða með lækkun á virð­is­auka­skatti á mat­væli. „Loks er afar brýnt að bæta skatt­heimtu og draga stór­lega úr skattaund­anskot­um. Lausa­tök gagn­vart skatta­skilum fyr­ir­tækja hér á landi leiða til meira taps á skatt­tekjum stjórn­valda en er í nær öllum öðrum vest­rænum sam­fé­lög­um, sam­kvæmt nýjum alþjóð­legum rann­sókn­um. Lag­fær­ing á þessu sviði þarf að skila sér til efl­ingar vel­ferð­ar­kerf­is­ins og ann­arra inn­viða sam­fé­lags­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent