Mynd: Bára Huld Beck Stjórnarráðið
Mynd: Bára Huld Beck

Meirihluti ráðuneytisstjóra var skipaður án auglýsingar

Frá árinu 1954 hefur það verið meginregla í lögum á Íslandi að það skuli auglýsa opinberlega laus embætti hjá íslenska ríkinu. Eftir þessari meginreglu er þó ekki farið í mörgum tilvikum. Þannig voru sjö af tólf núverandi ráðuneytisstjórum skipaðir án þess að embættið væri auglýst. Frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við hafa sex af þeim níu sem enn eru ráðuneytisstjórar verið skipaðir án auglýsingar.

Af þeim tólf ein­stak­lingum sem sitja í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra á Íslandi í dag voru sjö skip­aðir í það, en fimm ráðnir í kjöl­far þess að starfið var aug­lýst laust til umsókn­ar. Þetta er staðan þrátt fyrir að lög og meg­in­reglur séu afar skýr hvað þetta varð­ar: það á að aug­lýsa þessi störf laus til umsókna. Sér­stakar, en þröng­ar, und­an­þágur eru frá þessu. Ráð­herrar fara hins vegar ítrekað á svig við þær skýru reglur og vilja lög­gjafans þegar þeir skipa í valda­mikil emb­ætti innan stjórn­sýsl­unnar og beita, að mati umboðs­manns Alþing­is, sífellt breyti­legri flóru frá­vika til að rök­styðja það.

Valda­mesta emb­ættið innan stjórn­sýsl­unn­ar, utan þess að sitja sem ráð­herra í lýð­ræð­is­lega kjör­inni rík­is­stjórn, er emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra. Sitj­andi rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur skipað níu enn starf­andi ráðu­neyt­is­stjóra frá því að hún tók við völdum seint á árinu 2017. Af þeim hafa sex verið fluttir til í starfi eða skip­aðir án aug­lýs­ing­ar, en þrí­vegis voru störfin aug­lýst laus til umsóknar og hæf­is­nefnd látin meta hverjir umsækj­enda væru hæf­astir til að sinna starfi ráðu­neyt­is­stjóra. 

Af þeim þremur ráðu­neyt­is­stjórum sem rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna hefur ekki skipað hafa tveir verið í slíku emb­ætti frá árinu 2003. 

Meg­in­regla í næstum 70 ár

Allt frá árinu 1954, þegar lög um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins voru sett, hefur það verið meg­in­regla í lögum á Íslandi að aug­lýsa skuli opin­ber­lega laus emb­ætti og störf hjá rík­in­u. 

Þegar lögin voru end­ur­skoðuð og ný lög sett árið 1996 voru áfram ákvæði um aug­lýs­inga­skyld­una. Í þessum reglum er það meg­in­reglan að aug­lýsa skuli laus störf en þau til­vik þegar ekki er skylt að aug­lýsa störf eru afmörkuð sér­stak­lega. Þessar und­an­þágur frá aug­lýs­inga­skyldu eiga við um störf sem aðeins eiga að standa í tvo mán­uði eða skem­ur, störf sem eru tíma­bundin vegna sér­stakra aðstæðna, svo sem vegna orlofs, veik­inda, fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs, náms­leyf­is, leyfis til starfa á vegum alþjóða­stofn­ana og því um líkt, enda sé ráðn­ing­unni ekki ætlað að standa lengur en 12 mán­uði sam­fellt.

Þá eru und­an­þágur frá regl­unum sem fela í sér að störf sem hafa verið aug­lýst innan síð­ustu sex mán­aða ef þess er getið í aug­lýs­ing­unni að umsóknin geti gilt í sex mán­uði frá birt­ingu henn­ar. Að end­ingu er að finna und­an­þágur um störf vegna tíma­bund­inna vinnu­mark­aðsúr­ræða á vegum stjórn­valda og aðila vinnu­mark­að­ar­ins og hluta­störf fyrir ein­stak­linga með skerta starfs­get­u. 

Engar fleiri und­an­þágur er að finna í lög­un­um.

Stjórn­endur velja að fara aðrar leiðir en að aug­lýsa

Þrátt fyrir þetta hafa komið upp fjöl­mörg dæmi um að aug­lýs­inga­skyld­unni hafi ekki verið fylgt. Á síð­ustu árum hef­ur, sam­kvæmt sam­an­tekt umboðs­manns Alþingis um þessi mál, auk þess bæst veru­lega við flóru frá­vika frá regl­un­um. Oft­ast er þetta gert á grund­velli 36. greinar laga um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins þar sem sagt er að stjórn­vald geti skipað mann í emb­ætti eða sam­þykkt að hann flytj­ist í annað emb­ætti er lýtur öðru stjórn­valdi óski stjórn­valdið eftir því. Einnig hefur verið vísað í 7. grein sömu laga til að kom­ast hjá aug­lýs­inga­skyldu, enn þar segir að heim­ilt sé að flytja mann til í emb­ætti án þess að emb­ættið sé laust til umsókn­ar.  

Skúli Magnússon var kjörinn nýr umboðsmaður Alþingis 26. apríl í fyrra og tók við embættinu 1. maí sama ár.
Mynd: Stjórnarráðið

Í umfjöllun sem umboðs­maður birti á heima­síðu sinni 28. apríl í fyrra sagði: „Þær athug­anir sem umboðs­maður hefur gert á fram­kvæmd stofn­ana rík­is­ins, einkum Stjórn­ar­ráðs­ins, á því hvernig lögum og reglum um aug­lýs­ingar á lausum stöfum er fylgt veita vís­bend­ingar um að nokkuð algengt sé að stjórn­endur velji að fara aðrar leiðir við að ráða í störf heldur en að aug­lýsa þau. Þá sýna þau mál sem komið hafa til athug­unar hjá umboðs­manni að und­an­förnu að stjórn­völd hafa í vax­andi mæli notað þær heim­ildir sem hafa komið til á síð­ari árum til að flytja emb­ætt­is­menn og starfs­menn milli stofn­ana og starfa án þess að aug­lýsa störf­in.“

Í frétt­inni segir að það hafi vakið athygli umboðs­manns, við eft­ir­lit með ráðn­ing­ar­málum innan stjórn­ar­ráðs­ins, að þrátt fyrir skýrar reglur og vilja lög­gjafans sem birt­ist í gild­andi lög­um, um að tryggja jafn­ræði og gagn­sæi við með­ferð þess­ara mála, hafi „ít­rek­aðar ábend­ingar umboðs­manns um að til­tekin fram­kvæmd sé ekki í sam­ræmi við lög og reglur á þessu sviði í ýmsum til­vikum aðeins leitt til þess að fundin er önnur leið til þess að haga málum á skjön við regl­urnar í stað þess að laga fram­kvæmd­ina að þeim. Þá gætir þess í vax­andi mæli að nýjar laga­heim­ildir til flutn­ings milli emb­ætta og starfa án aug­lýs­ingar séu not­að­ar.“

Ekki for­svar­an­legt að nota tak­mark­aðan mann­afla

Í ljós þessa gafst umboðs­maður ein­fald­lega upp á frum­kvæð­is­at­hugun emb­ætt­is­ins á fram­kvæmd stjórn­valda rík­is­ins á skyld­unni til að aug­lýsa laus störf nema for­sendur fyrir nýt­ingu und­an­tekn­ing­ar­heim­ilda séu til stað­ar. Það var til­kynnt í áður­nefndri umfjöllun frá því í fyrra­vor. Ekki væri for­svar­an­legt að nýta tak­mark­aðan mann­afla emb­ætt­is­ins til að ljúka frum­kvæð­is­at­hug­un­inni í ljósi þess að ráða­menn færu hvort eð er ekk­ert eftir skýrum reglum og vilja lög­gjafans í þessum mál­u­m. 

Umboðs­maður sagði að þau til­mæli sem myndu koma út úr athug­un­inni gætu hvort eð er „vart lotið að öðru en að stjórn­völd fylgi þeim skýru reglum sem þegar gilda um þessi mál en þar reynir fyrst og fremst á vilja þeirra til að haga málum með þeim hætti. “

Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­syn­i., fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra var til­kynnt um ákvörð­un­ina. 

Sitj­andi rík­is­stjórn hefur skipað marga ráðu­neyt­is­stjóra

Síðan að umfjöllun umboðs­manns birt­ist í apríl 2021 hafa fimm ráðu­neyt­is­stjórar verið skip­að­ir. Sá fyrsti, Bene­dikt Árna­son, var skip­aður í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í því sem hét atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið á síð­asta kjör­tíma­bili eftir lög­bundið aug­lýs­inga­ferli. Alls sóttu 13 um starfið og hæf­is­nefnd mat þrjá umsækj­endur hæf­asta til að gegna emb­ætt­in­u. 

Í fyrra­haust var kosið til þings og sömu flokk­ar: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn, ákváðu í kjöl­far þess að halda áfram stjórn­ar­sam­starfi undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Á meðal breyt­inga sem sátt náð­ist um var að fjölga ráð­herrum um tvo, þannig að ráðu­neytin yrðu tólf. Auk þess voru mála­flokkar fluttir á milli ráð­herra þannig að til urðu áður óséðar ráðu­neyt­is­ein­ingar víða innan stjórn­ar­ráðs­ins. 

Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn endurnýjuðu stjórnarsamstarf sitt eftir síðustu kosningar.
Mynd: Bára Huld Beck

Ráð­herrar í end­ur­nýj­uðu rík­is­stjórn­inni hafa ráðið fjóra ráðu­neyt­is­stjóra. Í einu til­viki var starfið aug­lýst, þegar Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, háskóla- iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, skip­aði Ásdísi Höllu Braga­dótt­ur, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Garða­bæ, yfir sitt ráðu­neyti. Áður hafði Áslaug Arna þó sett Ásdísi Höllu tíma­bundið til þriggja mán­aða í nýtt emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra innan síns ráðu­neyt­is. Umboðs­maður Alþingis tók tíma­bundnu skip­un­ina óstinnt upp og óskaði eftir skýr­ingum á henni frá ráð­herra. 

Ráð­herra braut gegn lögum

Í bréfi Umboðs­­­manns Alþingis til Áslaugar Örnu sagði að ekki yrði annað ráð­ið, í ljósi þess að verið væri að setja á fót nýtt ráðu­­­neyti, að um nýtt emb­ætti innan ráðu­­­neyt­is­ins væri að ræða.

Umboðs­­­maður óskaði því eftir upp­­­lýs­ingum „um hvort umrætt emb­ætti hafi verið aug­lýst til umsókn­­­ar“ og ef svo hafi ekki ver­ið, óskaði hann eftir skýr­ingum frá ráð­herra á því á hvaða laga­grund­velli það hafi verið gert.

Í byrjun mars birti umboðs­­maður álit þess efnis að Áslaugu Örnu hefði ekki verið heim­ilt að setja Ásdísi Höllu í emb­ættið án aug­lýs­ing­­ar. Ráð­herr­ann hafi því brotið gegn lögum með ákvörðun sinni.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Mynd: Bára Huld Beck

Á nán­ast sama tíma og umboðs­maður var að birta álit sitt var ráðu­neyt­is­stjóra­staðan aug­lýst. Ásdís Halla sótti um var tekin fram yfir aðra umsækj­endur þegar Áslaug Arna ákvað að skipa hana í emb­ætti ráðu­­neyt­is­­stjóra í apr­íl. Alls sóttu átta um emb­ætt­ið, fjórir drógu umsókn sína til baka og tveir voru metnir hæf­ast­­ir. Á meðal umsækj­enda var Sig­ríður Auð­ur Arn­ar­dótt­ir, þá ráðu­­neyt­is­­stjóri í umhverf­is-, orku- og loft­lags­ráðu­­­­neyt­in­u. 

Ekki laga­skil­yrði til að halda athugun áfram

Hinir þrír sem hafa verið skip­aðir ráðu­neyt­is­stjórar á þessu ári hafa allir verið fluttir til í starfi. Lilja Alfreðs­dótt­ir, menn­ing­­ar- og við­­skipta­ráð­herra, skip­aði Skúla Egg­ert Þórð­­ar­­son, þáver­andi rík­­is­end­­ur­­skoð­anda, í það emb­ætti innan síns ráðu­­neyti snemma á þessu ári.

Umboðs­­maður Alþing­is óskaði eftir skýr­ingum á laga­­legum grund­velli fyrir skipan hans og á bréfum hans til ráð­herr­ans mátti merkja að hann átt­aði sig ekki fylli­­lega á hvaða laga­­legi grund­­völlur hafi verið fyrir skip­un­inn­i. 

Lilja Alfreðsdóttir.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Í mars sendi umboðs­­maður Lilju bréf þar sem fram kom að athugun hans á skipan þáver­andi rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­anda í emb­ætti ráðu­­­neyt­is­­­stjóra nýs menn­ing­­­ar- og við­­­skipta­ráðu­­­neytis væri lok­ið.

Í bréf­inu sagði meðal ann­­­ars að í ljósi aðkomu og afstöðu þings­ins gagn­vart til­­­færslu Skúla Egg­erts úr emb­ætti rík­­is­end­­ur­­skoð­anda yrði ekki hjá því kom­ist að líta svo á að það félli utan við starfs­­­svið umboðs­­­manns, þar sem það taki ekki til starfa Alþing­is, að fjalla um ákvörðun ráð­herra að skipa við­kom­andi með þeim hætti sem gert var og án und­an­­­geng­innar aug­lýs­ing­­­ar. Ekki væri því laga­skil­yrði til þess að emb­ætti umboðs­­­manns geti haldið athugun sinni áfram.

Umboðs­­­maður tók þó fram að með nið­­­ur­­­stöð­unni hefði engin efn­is­­­leg afstaða verið tekin til atvika máls­ins eða þeirra skýr­inga sem hefðu verið færðar fram vegna þess.

Tveir fluttir til í sumar

Í júní var greint frá því að Páll Magn­ús­son, sem var skip­aður ráðu­neyt­is­stjóri í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu eftir afar umdeilt ráðn­ing­ar­ferli þar sem jafn­rétt­islög voru brot­in, hefði verið færður til í starfi og færi til starfa hjá fasta­­nefnd Íslands í Genf og muni þar starfa á sviði mál­efna barna. Ásmundur Einar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra, skip­aði í hans stað Ernu Krist­ínu Blön­dal, skrif­stofu­stjóra í ráðu­neyt­inu. Starfið var ekki aug­lýst. 

Í byrjun viku var svo greint frá því að Guð­laugur Þór Þórð­­ar­­son hefði skipað Stefán Guð­­munds­­son, sem gegnt hefur emb­ætti skrif­­stofu­­stjóra á skrif­­stofu fjár­­­mála og rekstrar í umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­­neyt­inu, sem ráðu­­neyt­is­­stjóra frá og með 1. sept­­em­ber næst­kom­andi.

Staðan var ekki aug­lýst heldur var Stefán fluttur í emb­ættið á grund­velli laga um rétt­indi og skyldur starfs­­manna rík­­is­ins þar sem kveðið er á um heim­ild til flutn­ings emb­ætt­is­­manna rík­­is­ins milli emb­ætta. 

Áður­nefnd Sig­ríður Auður Arn­­ar­dótt­ir, sem hafði gegnt emb­ætti ráðu­­neyt­is­­stjóra í ráðu­­neyt­inu frá árinu 2014 og sótt um annað ráðu­neyt­is­stjóra­starf fyrr á árinu, hefur ráðið sig til Orku­veitu Reykja­víkur sem stjórn­­andi á nýju fagsviði Sam­hæf­ingar og stjórn­­­sýslu sem heyrir undir for­­stjóra.

Sjö af tólf fluttir í emb­ætti

Þegar horft er á alla þá tólf ein­stak­linga sem gegna emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra liggur fyrir að sjö þeirra hafa verið fluttir til í starfi án þess að ráðu­neyt­is­stjóra­staðan hafi verið aug­lýst, líkt og lög gera ráð fyr­ir. Fimm hafa verið ráðnir eftir lög­bundið aug­lýs­inga­ferli þar sem hæf­is­nefnd hefur metið umsækj­endur um starfið og raðað þeim upp eftir hæfi. 

Af öllum ráðu­neyt­is­stjórum hefur Guð­mundur Árna­son, ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, setið lengst. Hann hefur verið ráðu­neyt­is­stjóri frá því í mars 2003 og í þessu valda­mikla emb­ætti frá árinu 2009, þegar hann var færður tíma­bundið úr emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í mennta­mála­ráðu­neyt­inu í júní það ár og Baldur Guð­laugs­son færður í hina átt­ina. 

Guð­mundur átti upp­haf­lega að vera settur í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í fjár­mála­ráðu­neyt­inu til loka árs 2009 en eftir að Baldur óskaði eftir starfs­lokum vegna þess að hann var til rann­sóknar fyrir inn­herja­svik, sem hann hlaut síðar dóm fyr­ir, hélt Guð­mundur ein­fald­lega áfram í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Hann var fluttur í emb­ættið án þess að það væri aug­lýst laust til umsókn­ar.

Aug­lýst árið 2010 og 2017

Sú sem hefur setið næst lengst sem ráðu­neyt­is­stjóri er Ragn­hildur Hjalta­dótt­ir, ráðu­neyt­is­stjóri í inn­við­a­ráðu­neyt­inu. Hún var skipuð ráðu­neyt­is­stjóri í sam­göngu­ráðu­neyt­inu frá og með 1. júní 2003. Haustið 2010 var ráðu­neyt­is­stjóra­staða í nýju inn­við­a­ráðu­neyti, sem varð til við sam­ein­ingu dóms­mála- og mann­réttinda­ráðu­neytis og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is, aug­lýst laus til umsóknar og sóttu þrettán um. Ragn­hildur varð hlut­skörpust umsækj­enda og hefur verið ráðu­neyt­is­stjóri síð­an. 

Í maí 2017 var Haukur Guð­munds­son skip­aður ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu í kjöl­far þess að emb­ættið var aug­lýst laust til umsókn­ar. Alls sóttu tólf um og þrír voru metnir hæf­astir af hæf­is­nefnd, þar á meðal Hauk­ur. 

Und­an­tekn­ing frekar en regla að aug­lýsa hjá sitj­andi rík­is­stjórn

Síðan að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur tók við völdum seint á árinu 2017 hafa níu ráðu­neyt­is­stjórar verið skip­að­ir. Þrír þeirra hafa verið ráðnir eftir lög­bundið aug­lýs­inga­ferli en sex fluttir til í starfi. Líkt og áður sagði hafa fimm þeirra verið skip­aðir síð­asta tæpa eina og hálfa árið. Hinir fjórir voru skip­aðir fyrr á síð­asta kjör­tíma­bil­i.  

Í lok árs 2018 skip­aði Ásmundur Einar Daða­son þáver­andi for­stjóra Vinnu­mála­stofn­un­ar, Gissur Pét­urs­son, í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í nýju félags- og barna­mála­ráðu­neyti. Hann hóf störf í byrjun árs 2019. Starfið var ekki aug­lýst. 

Í mars 2019 skip­aði Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þá heil­brigð­is­ráð­herra, Ástu Valdi­mars­dóttur sem ráðu­neyt­is­stjóra. Hún var á meðal fjög­urra umsækj­enda sem lög­skipuð hæf­is­nefnd mat hæf­asta til að gegna emb­ætt­in­u. 

Í nóv­em­ber 2019 var greint frá því að Ragn­hildur Arn­ljóts­dótt­ir, ráðu­­neyt­is­­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, myndi taka við nýju emb­ætti í utan­­­rík­­is­­þjón­ust­unni. Í hennar stað skip­aði Katrín Jak­obs­dóttir þáver­andi rík­is­sátta­semj­ara, Bryn­dísi Hlöðvers­dóttur. Hún hóf störf í byrjun árs 2020. Staðan var ekki aug­lýst. 

Í ágúst 2020 var greint frá því að Sturla Sig­ur­jóns­son, þáver­andi ráðu­neyt­is­stjóri í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, hefði verið færður til og yrði næsti sendi­herra Íslands í London. Við starfi hans tók Martin Eyj­ólfs­son, sem hafði verið skrif­stofu­stjóri alþjóða- og þró­un­ar­skrif­stofu ráðu­neyt­is­ins. Emb­ættið var ekki aug­lýst laust til umsókn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar