Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Skúli Eggert Þórðarson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri hins nýja menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Skúli Eggert Þórðarson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri hins nýja menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Auglýsing

Skúli Egg­ert Þórð­ar­son, sem verið hefur rík­is­end­ur­skoð­andi frá árinu 2018, hefur verið skip­aður ráðu­neyt­is­stjóri nýs menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neytis og hefur störf þann 1. febr­ú­ar.

Þetta kom fram í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef stjórn­ar­ráðs­ins í dag, en það er Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, ferða­mála-, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, sem skipar í emb­ætt­ið.

Í til­kynn­ing­unni segir að ákvörðun um flutn­ing Skúla Egg­erts í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra er tekin á grund­velli laga um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins þar sem kveðið er á um heim­ild til flutn­ings emb­ætt­is­manna rík­is­ins milli starfa.

Skúli Egg­ert var kjör­inn rík­is­end­ur­skoð­andi af Alþingi árið 2018 og var fjórði ein­stak­ling­ur­inn til að gegna því emb­ætti frá því að því var komið á fót árið 1987.

Kjör hans í emb­ættið var til sex ára og því ljóst að finna þarf nýjan rík­is­end­ur­skoð­anda fyrr en áætlað hafði ver­ið.

Auglýsing

Áður en Skúli Egg­ert var kjör­inn rík­is­end­ur­skoð­andi hafði hann verið rík­is­skatt­stjóri frá 2007 til 2018 og þar áður skatt­rann­sókn­ar­stjóri frá árinu 1993. Áður hafði hann svo gegnt starfi vara­rík­is­skatt­stjóra á árunum 1990-1993. Hann er fæddur árið 1953 og er lög­fræð­ingur að mennt.

Bene­dikt Árna­son ráðu­neyt­is­stjóri mat­væla­ráðu­neytis

Breytt skipan ráðu­neyta í Stjórn­ar­ráði Íslands felur í sér að atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið verður lagt niður nú um mán­að­ar­mót­in.

Benedikt Árnason verður ráðuneytisstjóri nýja matvælaráðuneytisins.

Verk­efni þess munu fær­ast að mestu í tvö ný ráðu­neyti; menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyti þar sem mæt­ast mála­flokkar menn­ing­ar, við­skipta og ferða­þjón­ustu og mat­væla­ráðu­neyti með mála­flokkum sjáv­ar­út­vegs, fisk­eld­is, land­bún­að­ar, skóg­ræktar og land­græðslu.

Þrír mála­flokkar fær­ast til ann­arra ráðu­neyta, en orku­mál verða í umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyti og iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­mál í háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti.

Bene­dikt Árna­son, sem verið hefur ráðu­neyt­is­stjóri atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins verður ráðu­neyt­is­stjóri í nýju mat­væla­ráðu­neyti, þar sem Svan­dís Svav­ars­dóttir er mat­væla­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent