Mótmæla orðum innanríkisráðherra – Hann ætti að „skoða sitt eigið tún“

Margir þingmenn gagnrýndu Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á þingi í dag og sögðu hann meðal annars sýna hroka og lítilsvirðingu í skrifum sínum um gagnrýni á afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á umsóknum um rík­is­borg­ara­rétt.

Jón Gunnarsson innanríkisráðherra
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra
Auglýsing

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisnar og Pírata skutu fast á inn­an­rík­is­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta í dag. Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna blönd­uðu sér einnig í umræð­urn­ar.

Ástæðan var grein ráð­herr­ans sem birt­ist á Vísi í gær en þar gerir hann gagn­rýni þing­manna fyrr í vik­unni að við­fangs­efni. For­sagan er sú að fjöl­margir þing­­menn stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar og tveir þing­­menn Vinstri grænna gagn­rýndu harð­­lega afgreiðslu Útlend­inga­­stofn­unar á umsóknum um rík­­is­­borg­­ara­rétt til Alþing­is.

Inn­an­rík­is­ráð­herra sagði meðal ann­ars í grein sinni á Vísi að þing­menn hefðu hver af öðrum farið rangt með stað­reyndir máls sem hefðu auki þess ekki komið fund­ar­stjórn nokkurn skap­aðan hlut við. „Í þessum ranga mál­flutn­ingi á röngum tíma varð þeim flestum tíð­rætt um virð­ingu Alþing­is. Kannski ætti það verk­efni að efla virð­ingu Alþingis að byrja í tún­inu heima,“ sagði hann.

Auglýsing

Telur ráð­herr­ann hafa talað af miklum hroka

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dóttir þing­maður Pírata hóf umræð­una og sagði hún að ráð­herr­ann hefði talað af miklum hroka gagn­vart þing­inu í grein­inni.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Þar er tvennu ruglað sam­an, ann­ars vegar beiðn­inni sem Alþingi hefur beint til stjórn­valda um afhend­ingu til­tek­inna gagna og upp­lýs­inga á grund­velli laga sem stjórn­völdum ber að sinna og hins vegar ferli við afgreiðslu umsókna um rík­is­borg­ara­rétt, sem sann­ar­lega er í vinnslu í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Í grein­inni tekur ráð­herra af allan vafa um það að hann telur það í sínum verka­hring að stýra vinnu þings­ins.“

Biðl­aði hún til for­seta þings­ins að beita sér af öllum þunga til að standa vörð um virð­ingu rík­is­stjórn­ar­innar gagn­vart Alþingi.

Greinin með öllu for­kast­an­leg

Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar kom næst í pontu og sagð­ist taka undir orð Arn­dísar Önnu. „Þessi grein hæst­virts inn­an­rík­is­ráð­herra er með öllu for­kast­an­leg því að svo virð­ist sem hæst­virtur ráð­herra átti sig ekki á inni­haldi laga í mála­flokknum sem hann stýr­ir. Hann leyfir sér í þessu máli að tala um tvö­falt kerfi þar sem jafn­ræði ríkir ekki, að það séu útvaldir sem fái hér rík­is­borg­ara­rétt með lög­um.“

Hún hvatti ráð­herr­ann til þess að kynna sér betur bak­grunn þess­ara laga og ástæður þess að málið væri með þessum hætti. Hún tók jafn­framt undir þá ósk að for­seti færi í lið með þing­inu og beitti sér fyrir því að fram­kvæmd­ar­valdið og ráð­herrar virtu skýr laga­boð um störf Alþing­is.

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Bára Huld

Hún sagði í annarri ræðu sinni skömmu síðar að það væri grafal­var­legt þegar ráð­herra léti per­sónu­lega skoðun sína koma í veg fyrir að stofn­anir rík­is­ins færu að lög­um.

„Það er alveg skýrt í lögum um veit­ingu rík­is­borg­ara­réttar að Alþingi skal veita rík­is­borg­ara­rétt. Aðstæður fólks bjaga jafn­ræði. Það er þannig að þegar rík­is­borg­ara­rétt­ur­inn er veittur sam­kvæmt stjórn­valds­á­kvörðun þá þarf að upp­fylla öll laga­skil­yrði en þess vegna, og einmitt þess vegna, er Alþingi veitt þessi und­an­þágu­heim­ild fyrir þá ein­stak­linga sem geta ekki upp­fyllt öll laga­skil­yrð­in.“

Hvatti hún ráð­herr­ann til þess að kynna sér aðstæður fólks sem er í neyð „sem hefur jafn­vel búið hér frá fæð­ingu og sem hefur jafn­vel búið hér ára­tugum saman en getur ekki upp­fyllt öll laga­skil­yrði, til dæmis vegna þess að það er ekki læst, vegna þess að það getur ekki lært annað tungu­mál, vegna þess að það getur ekki lært að lesa letur eins og við notum hér eða hrein­lega vegna heilsu­fars­á­stæðna. Þess vegna getur það ekki upp­fyllt laga­skil­yrði til að fá rík­is­borg­ara­rétt sam­kvæmt stjórn­valds­á­kvörð­un. Þetta er und­an­þágu­heim­ild sem Alþingi verður að hafa einmitt vegna skoð­ana eins og ráð­herra hefur nú sýnt.“

Vill að for­seti Alþingis taki málið upp við ráð­herra

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata tók einnig þátt í umræð­un­um. „Einu sinni í gamla daga, haustið 2018, sagði dóms­mála­ráðu­neytið að heppi­leg­ast væri að end­ur­skoðun fyr­ir­komu­lags um veit­ingu rík­is­borg­ara­réttar yrði unnin í góðu sam­starfi ráðu­neyt­is­ins, Útlend­inga­stofn­unar og alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. Nú kemur fram í grein dóms­mála­ráð­herra að ráðu­neytið hafi til­kynnt Alþingi ein­hliða um breyt­ingar á verk­lagi sem þau hafa ítrekað reynt að gera í trássi við vilja alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. Og hvenær var það gert? Það var gert í júní á síð­asta ári þegar þingið er í hléi.

Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd kemur ekki saman fyrr en næstum hálfu ári síðar og þá er allt orðið of seint. Þá er Útlend­inga­stofnun búin að slugsa nógu lengi til að ekki sé hægt að afgreiða umsóknir þeirra rúm­lega 100 ein­stak­linga sem borg­uðu 25.000 hver til að fá afgreiðslu hennar í sam­ræmi við lög. Þessi lít­ils­virð­ing ráð­herra, sem birt­ist í grein hans á Vísi, er eitt­hvað sem ég vænti að for­seti taki upp af mik­illi alvöru við ráð­herr­ann. Og það að hann telji sig geta til­kynnt ein­hliða hvernig Alþingi eigi að starfa bendir til þess að hann þurfi kennslu­stund í stjórn­sýslu,“ sagði Andrés Ingi.

Andrés Ingi Jónsson Mynd: Bára Huld Beck

Hvatti for­seta til að grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson Mynd: Bára Huld Beck

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­flokks­for­maður Við­reisnar not­aði tæki­færið og lýsti yfir áhyggjum af því að henni þætti þess­ari rík­is­stjórn vera orðið fullt tamt að feta það sem áður hefði talið ótroðnar slóð­ir, þ.e. að efn­is­at­riði ein­stakra mála og afstaða ein­stakra ráð­herra, jafn­vel rík­is­stjórn­ar­inn­ar, til þeirra stýrði því hvort lög­bundin upp­lýs­inga­gjöf ráðu­neyta eða und­ir­stofn­ana þeirra til Alþingis væri virt.

„Ég ætla bara að hvetja for­seta til að grípa inn í og standa með þing­inu og almenn­ingi í þessum mál­u­m.“

Jódís Skúladóttir Mynd: Bára Huld Beck

Jódís Skúla­dóttir þing­maður Vinstri grænna tók undir gagn­rýn­ina. „Þetta mál er miklu stærra en afgreiðsla umsókna um rík­is­borg­ara­rétt. Hér er bara um þrí­skipt­ingu valds­ins að ræða. Með­ferð þessa máls hefur verið með öllum ólík­indum og ég held að það sé alveg ljóst að for­seti og við sem hér sitjum þurfum að leysa úr þessu. Þetta eru óboð­leg vinnu­brögð. Það er ekki ráðu­neytis eða stofn­unar að skipa þing­nefnd ein­hliða fyrir um breytt verk­lag. Þannig gengur það ekki fyrir sig.

Stofn­un­inni ber að veita okkur ákveðin gögn innan ákveð­ins frests sam­kvæmt lögum og það ber að virða. Annað mál er svo hvort þessi til­högun sé rétt og hvort við þurfum að breyta henni. En svona ganga málin ein­fald­lega ekki fyrir sig,“ sagði hún.

Breyt­ingin kom nefnd­ar­mönnum á óvart

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­maður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, sagð að það hefði komið nefnd­ar­mönnum á óvart að orðið hefði breyt­ing á verk­lagi Útlend­inga­stofn­un­ar.

Bryndís Haraldsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„En það er alveg ljóst að það bréf barst til þáver­andi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. Ég get tekið undir að ráðu­neyti eða stofn­anir ákveða ekki ein­hliða breytt verk­lag þings­ins, það er alveg ljóst. En við höfum átt góðan fund með ráðu­neyt­is­stjóra inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins þar sem er bent á þá ann­marka sem uppi eru við það fyr­ir­komu­lag sem við­haft hefur verið hér á síð­ustu miss­er­um. Það lýtur að jafn­ræði þeirra sem eru að sækja um rík­is­borg­ara­rétt. Við hljótum að sjálf­sögðu að vilja gæta að því jafn­ræði þannig að ég tek undir það sem sagt hefur verið hér, við þurfum að finna betra fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag.

En ég er þess full­viss að þegar við setj­umst niður með full­trúum Útlend­inga­stofn­un­ar, sem núna hafa sent okkur þær umsóknir sem borist hafa, umsagnir um þær umsóknir sem þeir hafa náð að fara yfir, þá getur und­ir­nefnd alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar kom­ist að góðri nið­ur­stöðu og sátt í þessu máli. Við hljótum öll að vilja öll leysa þetta.“

Ráð­herr­ann ætti að skoða „eigið tún“

Gísli Rafn Ólafsson Mynd: Bára Huld

Gísli Rafn Ólafs­son þing­maður Pírata sagð­ist taka undir gagn­rýn­ina. „Mig langar hins vegar að benda á eina stóra óvirð­ingu sem hæst­virtur inn­an­rík­is­ráð­herra setur fram í nið­ur­lagi greinar sinn­ar. Þar talar hann um að við höfum verið að nota umræður um fund­ar­stjórn for­seta til að kvarta yfir starfs­háttum ráð­herra og stofn­ana hans.“

Benti hann ráð­herra á að hann hefði ekki verið í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi frá því fyrir ára­mót og því ekki gefið kost á því að þing­menn gagn­rýndu þetta á neinum öðrum stað í dag­skránni en undir fund­ar­sköpum for­seta. „Ég held að hæst­virtur ráð­herra ætti að skoða sitt eigið tún þegar kemur að því að sýna Alþingi virð­ing­u,“ sagði hann og vís­aði þar með í orð ráð­herra í grein­inni.

Setur traust sitt á Bryn­dísi og Birgi

Líneik Anna Sævarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Líneik Anna Sæv­ars­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og 2. vara­for­seti Alþingis bland­aði sér í umræð­una og sagð­ist taka undir með þing­mönn­unum og leggja áherslu á að sam­skipti Alþingis og fram­kvæmd­ar­valds­ins færi fram sam­kvæmt lögum og að virð­ing væri á báða bóga.

„Ég vil líka koma því að að ég set mitt traust á hæst­virtan for­mann alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur, og hæst­virtan for­seta varð­andi það að koma á eðli­legum sam­skiptum þannig að afgreiðsla þeirra umsókna sem nú liggja fyrir geti farið fram. Ég vil samt sem áður líka taka undir það að mik­il­vægt er að vera stöðugt að vakta og end­ur­skoða fyr­ir­komu­lagið og það þarf að ger­ast í sam­starfi alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar og ráðu­neyt­is.“

„Er komið upp van­traust í stjórn­ar­lið­inu á inn­an­rík­is­ráð­herra?“

Andrés Ingi sagði í fram­hald­inu að það væri „nú ýmis dellan í Vís­is­grein hæst­virts ráð­herra sem mætti nefna“.

„En mig langar að nefna sér­stak­lega þá stað­hæf­ingu að almennar umsóknir um rík­is­borg­ara­rétt lendi í bið vegna þeirra sem sækja um til Alþing­is. Allt þetta fólk greiðir fyrir afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar í sam­ræmi við gjald­skrá sem á að end­ur­spegla þá vinnu sem felst í afgreiðsl­unni. Annað hvort er gjald­skráin röng, sem er á ábyrgð ráð­herra, eða að fjár­mun­irnir skila sér ekki til Útlend­inga­stofn­un­ar, í starfs­lið­ið, til að vinna þessar umsókn­ir. Að kenna fólk­inu sem sækir um til Alþingis um tafir á skrif­stofu Útlend­inga­stofnun – þetta er bara þvæla. Svo tek ég sér­stak­lega eftir því að hér mæta full­trúar sam­starfs­flokk­anna upp í ræðu­stól. Full­trúi Vinstri grænna gagn­rýnir ráð­herr­ann berum orð­um. Full­trúi Fram­sóknar lýsir fullu trausti á tveimur Sjálf­stæð­is­mönn­um. Hvor­ugur þeirra er ráð­herr­ann. Hvor­ugur Sjálf­stæð­is­mað­ur­inn sem hátt­virtur þing­maður Líneik Anna Sæv­ars­dóttir treystir í þessu máli er ráð­herra mála­flokks­ins.“

Spurði hann hvort komið væri upp van­traust í stjórn­ar­lið­inu á inn­an­rík­is­ráð­herra.

Vill upp­færa verk­lagið

Berg­þór Óla­son þing­maður Mið­flokks­ins kom síð­astur inn í umræð­una og sagð­ist vilja rifja upp að fyr­ir­komu­lagið sem við­haft væri í þessum efnum væri ekki nýtt vanda­mál.

Bergþór Ólason Mynd: Bára Huld Beck

„Sjálfur hef ég í gegnum allt liðið kjör­tíma­bil setið hjá við afgreiðslu rík­is­borg­ara­rétt­ar, ekki vegna þess að ég hefði per­sónu­lega út á þá sem hann hlotn­að­ist að setja heldur þótti mér það fyr­ir­komu­lag sem við­haft hefur verið mjög brog­að, svo að vægt sé til orða tek­ið, og gerði ítrekað til­lögu um að það yrði upp­fært og lag­fært. Alltaf var tekið vel undir það en svo ger­ist ekki neitt. Það ger­ist ekki neitt fyrr en liðið kjör­tíma­bil er búið, þá ger­ist þetta með þeim hætti sem hér hefur verið lýst.

Ég er hræddur um að við séum að fara að sigla inn í annað kjör­tíma­bil undir sam­starfi þess­ara sömu flokka þar sem mál eru þæfð og svæfð þar til póli­tíkusarnir eru komnir í skjól eins og í þessu máli síð­ast­liðið sumar þegar búið var að fresta þingi og fólk komið í und­ir­bún­ing kosn­inga. Ég vona bara að sú hvatn­ing sem hér hefur komið fram til for­manns hátt­virtrar alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar að upp­færa þetta verk­lag verði til ein­hvers gagns því að und­an­farin fjögur ár urðu til lít­ils í þeim efnum þar til ráðu­neytið sjálft steig inn í mál­ið.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent