Viðhorf Gissurar lýsi mikilli vanvirðingu gagnvart fólki af erlendum uppruna

Efling krefst þess að félags- og barnamálaráðherra láti ráðuneytisstjóra axla ábyrgð.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Efl­ing hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna ummæla Giss­urar Pét­urs­son­ar, ráðu­neyt­is­stjóra félags­mála, sem mætti fyrir hönd félags- og barna­mála­ráð­herra, Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, í pall­­borð um mál­efni erlends starfs­­fólks á Íslandi á Þjóð­­­ar­­­spegli Háskóla Íslands í síð­­­ustu viku. Undir yfir­lýs­ing­una skrifa Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður stétt­ar­fé­lags­ins, og Agnieszka Ewa Ziólkowska, vara­for­mað­ur.

Efl­ing for­dæmir í yfir­lýs­ing­unni ummæli og fram­göngu ráðu­neyt­is­stjór­ans og skorar á Ásmund Einar að axla ábyrgð í mál­inu.

Þor­­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisn­ar, vitn­aði einnig í ummæli Gis­s­urar í pontu Alþingis í gær en hann sagði að þau hefðu verið ansi slá­andi. Hann sagði að Gissur hefði meðal ann­­ars sagt að hann teldi ekki ástæðu til að fræða inn­­flytj­endur um rétt­indi sín á vinn­u­­mark­aði heldur væri það á ábyrgð inn­­flytj­enda að afla sér upp­­lýs­inga. Auk þess hefði hann sagt að það þýddi ekk­ert að styrkja íslensku­­­kennsl­u þar sem inn­­­flytj­endur nenntu ekki að læra tung­u­­­mál­ið og enn fremur hefði hann sagt hversu gott það væri að losna við fólk af íslenskum vinn­u­­mark­aði í þessu sam­hengi.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu Efl­ingar kemur fram að mál­flutn­ingur þátt­tak­enda hafi almennt verið vand­aður að und­an­skildum þeim sem við­hafður hafi verið af full­trúa rík­is­valds­ins.

Þá hafi Dovelyn Rann­veig Mendoza, sér­fræð­ingur í stefnu­mótun á sviði fólks­flutn­inga, velt því fyrir sér eftir ummæli Giss­urar hvort þýð­ingin hefði verið rétt og hvar hún væri eig­in­lega stödd.

„Það voru fleiri en Dovelyn sem trúðu vart ummælum og fram­göngu Giss­urar á fund­in­um. Ástæðan var sú að ummælin voru full­kom­lega úr sam­hengi við grunn­for­sendur umræð­unnar – að fólk af erlendum upp­runa sem starfi á íslenskum vinnu­mark­aði sé fólk, mann­eskj­ur, sem sátt­máli meiri­hluta okkar sem búum hér um að starf­rækja vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag nái til,“ segir í yfir­lýs­ingu Efl­ing­ar.

Ummælin vöktu ugg og reiði meðal þátt­tak­enda

Þau við­horf gagn­vart verka­fólki af erlendum upp­runa sem end­ur­spegl­uð­ust í ummæl­unum voru á þessa leið sam­kvæmt Efl­ingu:

Það er auð­velt að losa sig við þau og það er kost­ur! Við höfum boðið þeim íslensku­nám­skeið en þetta fólk nennir ekki að læra tungu­mál­ið! Af hverju ættum við að hlúa að þeim – við vitum ekki betur en að það sé á leið úr landi!

Þá kemur fram hjá Efl­ingu að við­horf sem þessi lýsi mik­illi van­virð­ingu gagn­vart fólki af erlendum upp­runa. Dovelyn Rann­veig hafi dregið þá hlið­stæðu og sett í sam­hengi við reynslu sína af mál­efnum erlends verka­fólks í Mið-Aust­ur­löndum að orð ráðu­neyt­is­stjóra líkt­ust við­horfum vald­hafa í Jórdaníu og Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum til erlends verka­fólk.

Sólveig Anna Jónsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska

Gissur ber mikla ábyrgð innan mála­flokks­ins

„Um­mælin vöktu ugg og reiði meðal þátt­tak­enda í pall­borði og áhorf­enda. Hein de Haas beindi orðum sínum til ráðu­neyt­is­stjór­ans og und­ir­strik­aði mis­tök ann­arra þjóða sem hafa hunsað og van­rækt erlent verka­fólk sem leggur hönd á plóg á vinnu­mark­aði og sest að í sam­fé­lag­inu.

Því miður hefur Efl­ing þurft að hafa afskipti af alvar­legum málum þar sem brotið hefur verið með grófum og skipu­lögðum hætti á erlendu verka­fólki. Sem ráðu­neyt­is­stjóri félags­mála, og áður for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, ber Gissur mikla ábyrgð innan mála­flokks­ins. Við með­höndlun mál­anna hafa full­trúar Efl­ingar orðið vitni að ummælum og fram­göngu sem eru í sam­ræmi við ofan­greind ummæli þar sem hann hefur haft vel­ferð brota­þola í flimt­ingum og lagt áherslu á vænt­an­legan brott­flutn­ing verka­manna úr landi fremur en úrlausn og skipu­lega með­ferð brot­anna,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Ásmundur Einar illa upp­lýstur

Jafn­framt vitna þær Sól­veig Anna og Agnieszka Ewa í grein Sabine Leskopf, sem birt­ist á Kjarn­anum um helg­ina, en hún fjall­aði um ummæli Giss­urar á gagn­rýn­inn hátt. 

„Því sem hér hefur verið lýst bendir til van­hæfis núver­andi ráðu­neyt­is­stjóra félags­mála­ráðu­neytis til að starfa að málum er snerta erlent verka­fólk. Ráð­herra sem skipað hefur í emb­ættið og ber póli­tíska ábyrgð, Ásmundur Einar Daða­son, hefur í til­svörum vísað til þess að hann sé illa upp­lýstur um það sem sagt var í hans umboði á fund­in­um,“ segir í yfir­lýs­ingu Efl­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
450 afbrigði greinst á landamærunum – aðeins þrettán innanlands
Aðgerðir á landamærum Íslands hafa borið mikinn árangur og því er ekki ástæða til að loka þeim líkt og margar nágrannaþjóðir okkar eru að gera þessa dagana. Vel kemur til greina að aflétta aðgerðum innanlands á næstunni.
Kjarninn 28. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
Kjarninn 28. janúar 2021
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.
Kjarninn 28. janúar 2021
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent