Viðhorf Gissurar lýsi mikilli vanvirðingu gagnvart fólki af erlendum uppruna

Efling krefst þess að félags- og barnamálaráðherra láti ráðuneytisstjóra axla ábyrgð.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Gissurar Péturssonar, ráðuneytisstjóra félagsmála, sem mætti fyrir hönd félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, í pall­borð um mál­efni erlends starfs­fólks á Íslandi á Þjóð­­ar­­spegli Háskóla Íslands í síð­ustu viku. Undir yfirlýsinguna skrifa Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins, og Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður.

Efling fordæmir í yfirlýsingunni ummæli og framgöngu ráðuneytisstjórans og skorar á Ásmund Einar að axla ábyrgð í málinu.

Þor­steinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, vitnaði einnig í ummæli Giss­urar í pontu Alþingis í gær en hann sagði að þau hefðu verið ansi slá­andi. Hann sagði að Gissur hefði meðal ann­ars sagt að hann teldi ekki ástæðu til að fræða inn­flytj­endur um rétt­indi sín á vinnu­mark­aði heldur væri það á ábyrgð inn­flytj­enda að afla sér upp­lýs­inga. Auk þess hefði hann sagt að það þýddi ekk­ert að styrkja íslensku­­kennsl­u þar sem inn­­flytj­endur nenntu ekki að læra tung­u­­mál­ið og enn fremur hefði hann sagt hversu gott það væri að losna við fólk af íslenskum vinnu­mark­aði í þessu sam­hengi.

Auglýsing

Í yfirlýsingu Eflingar kemur fram að málflutningur þátttakenda hafi almennt verið vandaður að undanskildum þeim sem viðhafður hafi verið af fulltrúa ríkisvaldsins.

Þá hafi Dovelyn Rannveig Mendoza, sérfræðingur í stefnumótun á sviði fólksflutninga, velt því fyrir sér eftir ummæli Gissurar hvort þýðingin hefði verið rétt og hvar hún væri eiginlega stödd.

„Það voru fleiri en Dovelyn sem trúðu vart ummælum og framgöngu Gissurar á fundinum. Ástæðan var sú að ummælin voru fullkomlega úr samhengi við grunnforsendur umræðunnar – að fólk af erlendum uppruna sem starfi á íslenskum vinnumarkaði sé fólk, manneskjur, sem sáttmáli meirihluta okkar sem búum hér um að starfrækja velferðarþjóðfélag nái til,“ segir í yfirlýsingu Eflingar.

Ummælin vöktu ugg og reiði meðal þátttakenda

Þau viðhorf gagnvart verkafólki af erlendum uppruna sem endurspegluðust í ummælunum voru á þessa leið samkvæmt Eflingu:

Það er auðvelt að losa sig við þau og það er kostur! Við höfum boðið þeim íslenskunámskeið en þetta fólk nennir ekki að læra tungumálið! Af hverju ættum við að hlúa að þeim – við vitum ekki betur en að það sé á leið úr landi!

Þá kemur fram hjá Eflingu að viðhorf sem þessi lýsi mikilli vanvirðingu gagnvart fólki af erlendum uppruna. Dovelyn Rannveig hafi dregið þá hliðstæðu og sett í samhengi við reynslu sína af málefnum erlends verkafólks í Mið-Austurlöndum að orð ráðuneytisstjóra líktust viðhorfum valdhafa í Jórdaníu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum til erlends verkafólk.

Sólveig Anna Jónsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska

Gissur ber mikla ábyrgð innan málaflokksins

„Ummælin vöktu ugg og reiði meðal þátttakenda í pallborði og áhorfenda. Hein de Haas beindi orðum sínum til ráðuneytisstjórans og undirstrikaði mistök annarra þjóða sem hafa hunsað og vanrækt erlent verkafólk sem leggur hönd á plóg á vinnumarkaði og sest að í samfélaginu.

Því miður hefur Efling þurft að hafa afskipti af alvarlegum málum þar sem brotið hefur verið með grófum og skipulögðum hætti á erlendu verkafólki. Sem ráðuneytisstjóri félagsmála, og áður forstjóri Vinnumálastofnunar, ber Gissur mikla ábyrgð innan málaflokksins. Við meðhöndlun málanna hafa fulltrúar Eflingar orðið vitni að ummælum og framgöngu sem eru í samræmi við ofangreind ummæli þar sem hann hefur haft velferð brotaþola í flimtingum og lagt áherslu á væntanlegan brottflutning verkamanna úr landi fremur en úrlausn og skipulega meðferð brotanna,“ segir í yfirlýsingunni.

Ásmundur Einar illa upplýstur

Jafnframt vitna þær Sólveig Anna og Agnieszka Ewa í grein Sabine Leskopf, sem birtist á Kjarnanum um helgina, en hún fjallaði um ummæli Gissurar á gagnrýninn hátt. 

„Því sem hér hefur verið lýst bendir til vanhæfis núverandi ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytis til að starfa að málum er snerta erlent verkafólk. Ráðherra sem skipað hefur í embættið og ber pólitíska ábyrgð, Ásmundur Einar Daðason, hefur í tilsvörum vísað til þess að hann sé illa upplýstur um það sem sagt var í hans umboði á fundinum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent