Viðhorf Gissurar lýsi mikilli vanvirðingu gagnvart fólki af erlendum uppruna

Efling krefst þess að félags- og barnamálaráðherra láti ráðuneytisstjóra axla ábyrgð.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Efl­ing hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna ummæla Giss­urar Pét­urs­son­ar, ráðu­neyt­is­stjóra félags­mála, sem mætti fyrir hönd félags- og barna­mála­ráð­herra, Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, í pall­­borð um mál­efni erlends starfs­­fólks á Íslandi á Þjóð­­­ar­­­spegli Háskóla Íslands í síð­­­ustu viku. Undir yfir­lýs­ing­una skrifa Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður stétt­ar­fé­lags­ins, og Agnieszka Ewa Ziólkowska, vara­for­mað­ur.

Efl­ing for­dæmir í yfir­lýs­ing­unni ummæli og fram­göngu ráðu­neyt­is­stjór­ans og skorar á Ásmund Einar að axla ábyrgð í mál­inu.

Þor­­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisn­ar, vitn­aði einnig í ummæli Gis­s­urar í pontu Alþingis í gær en hann sagði að þau hefðu verið ansi slá­andi. Hann sagði að Gissur hefði meðal ann­­ars sagt að hann teldi ekki ástæðu til að fræða inn­­flytj­endur um rétt­indi sín á vinn­u­­mark­aði heldur væri það á ábyrgð inn­­flytj­enda að afla sér upp­­lýs­inga. Auk þess hefði hann sagt að það þýddi ekk­ert að styrkja íslensku­­­kennsl­u þar sem inn­­­flytj­endur nenntu ekki að læra tung­u­­­mál­ið og enn fremur hefði hann sagt hversu gott það væri að losna við fólk af íslenskum vinn­u­­mark­aði í þessu sam­hengi.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu Efl­ingar kemur fram að mál­flutn­ingur þátt­tak­enda hafi almennt verið vand­aður að und­an­skildum þeim sem við­hafður hafi verið af full­trúa rík­is­valds­ins.

Þá hafi Dovelyn Rann­veig Mendoza, sér­fræð­ingur í stefnu­mótun á sviði fólks­flutn­inga, velt því fyrir sér eftir ummæli Giss­urar hvort þýð­ingin hefði verið rétt og hvar hún væri eig­in­lega stödd.

„Það voru fleiri en Dovelyn sem trúðu vart ummælum og fram­göngu Giss­urar á fund­in­um. Ástæðan var sú að ummælin voru full­kom­lega úr sam­hengi við grunn­for­sendur umræð­unnar – að fólk af erlendum upp­runa sem starfi á íslenskum vinnu­mark­aði sé fólk, mann­eskj­ur, sem sátt­máli meiri­hluta okkar sem búum hér um að starf­rækja vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag nái til,“ segir í yfir­lýs­ingu Efl­ing­ar.

Ummælin vöktu ugg og reiði meðal þátt­tak­enda

Þau við­horf gagn­vart verka­fólki af erlendum upp­runa sem end­ur­spegl­uð­ust í ummæl­unum voru á þessa leið sam­kvæmt Efl­ingu:

Það er auð­velt að losa sig við þau og það er kost­ur! Við höfum boðið þeim íslensku­nám­skeið en þetta fólk nennir ekki að læra tungu­mál­ið! Af hverju ættum við að hlúa að þeim – við vitum ekki betur en að það sé á leið úr landi!

Þá kemur fram hjá Efl­ingu að við­horf sem þessi lýsi mik­illi van­virð­ingu gagn­vart fólki af erlendum upp­runa. Dovelyn Rann­veig hafi dregið þá hlið­stæðu og sett í sam­hengi við reynslu sína af mál­efnum erlends verka­fólks í Mið-Aust­ur­löndum að orð ráðu­neyt­is­stjóra líkt­ust við­horfum vald­hafa í Jórdaníu og Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum til erlends verka­fólk.

Sólveig Anna Jónsdóttir og Agnieszka Ewa Ziólkowska

Gissur ber mikla ábyrgð innan mála­flokks­ins

„Um­mælin vöktu ugg og reiði meðal þátt­tak­enda í pall­borði og áhorf­enda. Hein de Haas beindi orðum sínum til ráðu­neyt­is­stjór­ans og und­ir­strik­aði mis­tök ann­arra þjóða sem hafa hunsað og van­rækt erlent verka­fólk sem leggur hönd á plóg á vinnu­mark­aði og sest að í sam­fé­lag­inu.

Því miður hefur Efl­ing þurft að hafa afskipti af alvar­legum málum þar sem brotið hefur verið með grófum og skipu­lögðum hætti á erlendu verka­fólki. Sem ráðu­neyt­is­stjóri félags­mála, og áður for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, ber Gissur mikla ábyrgð innan mála­flokks­ins. Við með­höndlun mál­anna hafa full­trúar Efl­ingar orðið vitni að ummælum og fram­göngu sem eru í sam­ræmi við ofan­greind ummæli þar sem hann hefur haft vel­ferð brota­þola í flimt­ingum og lagt áherslu á vænt­an­legan brott­flutn­ing verka­manna úr landi fremur en úrlausn og skipu­lega með­ferð brot­anna,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Ásmundur Einar illa upp­lýstur

Jafn­framt vitna þær Sól­veig Anna og Agnieszka Ewa í grein Sabine Leskopf, sem birt­ist á Kjarn­anum um helg­ina, en hún fjall­aði um ummæli Giss­urar á gagn­rýn­inn hátt. 

„Því sem hér hefur verið lýst bendir til van­hæfis núver­andi ráðu­neyt­is­stjóra félags­mála­ráðu­neytis til að starfa að málum er snerta erlent verka­fólk. Ráð­herra sem skipað hefur í emb­ættið og ber póli­tíska ábyrgð, Ásmundur Einar Daða­son, hefur í til­svörum vísað til þess að hann sé illa upp­lýstur um það sem sagt var í hans umboði á fund­in­um,“ segir í yfir­lýs­ingu Efl­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent